Þjóðviljinn - 06.01.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.01.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 6. janúar 1982. Miövikudagur 6. janúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Ur hagskýrslu Sambands almennra lífeyris- sjóða: hafi veriö mjög rykkjótt. Timabiliö 1968—1980 hófst meö kjaraskeröingu og spannar þegar á heildina er litiö tvær hagsveiflur. A linuritinu hér Ráöstöfun fjármagns allra lifeyrissjóöa — samanburöur 1970 og 1980 aö ofan eru tekin árin 1979, 1980 og 1981. A þvi sést glögglega, aö lánskjaravisitalan hefur hækkaö mun meira en lægsti taxti Dagsbrúnar frá þvi aö (áætlað). hún tók gildi hinn 1. júni 1979. Rýmun á eigin f jármagni Lánskjaravísitala hækkar meira en kauptaxtar Samband almennra líf- eyrissjóða hefur sent frá sér drög að hagskýrslu áranna 1970—1980 og sömu leiðis starfsskýrslu fyrir 1979—1981. í skýrslunum kemur fram margvíslegur fróðleikur um lífeyris- sjóðina, og leyf um við okk- ur því að birta ýmislegt úr þessum skýrslum hér. Lifeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar meö hæstu lánin t tiliögum starfsnefndar á vegum SAL, sem skilaði áliti áriö 1976 var lagt til, að hámarkslán lifeyrissjóöa, sem aðild eiga að SAL, skyldu ekki nema hærri fjárhæöum en grundvaiiarlaun Dagsbrúnar, marf. meö 2,5. Sú upphæð nemur nú kr. 109 þúsund- um. Ýmsir SALsjóðir hafa átt fullt i fangi með að lána sjóðfélögum 1,5-föld grundvallar- laun eftir 5 ára aðild og 5 stig, þ.e. miöað viö nóvembermánuö 1981, en sú fjárhæð nemur 65.200 krón- um. Veruleg breyting varð þó á þessum málum sl. vor, þegar Lifeyrissjóöir Dagsbrúnar og Framsóknar hækkuðu lánsupp- hæðir sinar langt umfram þaö sem tlðkast hjá SAL-sjóöunum. Hámarkslán sjóðsins miðað við 11 ára aöild og 11 stig er nú kr. 192.600. Lánareglur Lifeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar eru nú svipaðar sams konar reglum og gilda hjá Lifeyrissjóöi versl- unarmanna. Eftirspurn lána jókst 1980 Aukning heildarlána sjóöanna i SAL nam 58% milli áranna 1979 og 1980. Eftirspurn lánanna jókst gifurlega sl. haust og segir i skýrsiunni, að allar likur séu á þvi, að eftirspurn verötryggöra lána sjóðfélaga verði ekki minni 1981,en var á árinu 1980. I skýrslunni er bollalagt um þann möguleika, að e.t.v. muni misréttið i lifeyrismálunum á næstu árum snúast um mismun- andi möguleika sjóðfélaga lifeyrissjóðanna til hámarkslána. Slikt megi ekki veröa og þvi hljóti eitt af næstu verkefnum SAL að vera.að koma i veg fyrir slikt misrétti, þannig að allir sjóöfélagar lifeyrissjóöanna búi viö sem jafnasta möguleika til lána úr lifeyrissjóöunum. Þróun lánskjaravisitölu A meðfylgjandi linuriti sést samanburður á lánskjaravisitöl- unni og visitölu kauptaxta árin 1979, 1980 og 1981. Seölabankinn hefur gert þessa útreikninga. 1 skýrslu SAL segir, að ljóst sé, að frá þvi aö lánskjaravisitalan tók gildi 1. janúar 1979, hafi hún hækkað mun meira en næstlægsti taxti Dagsbrúnar, sem hér er miðaö við. Hversu lengi sú þróun heldur áfram, þora skýrslumenn ekki að spá um, en segja, að óneitanlega sé uggur i lántakend- um á meöan þetta ástand vari. Nauðsynlegt sé þvi fyrir aðila vinnumarkaðarins aö rannsaka nánar grundvöll lánskjaravisitöl- unnar. (Sjá linurit.) Verðtryggð skuldabréfa- kaup 1 skýrslunni kemur fram, að hlutdeild SAL-sjóðanna i kaupum á verötryggðum skuldabréfum af Byggingarsjóði rikisins.nam 50,3 prósentum af öllum kaupum á skuldabréfum sjóðsins áriö 1980. I lánsfjáráætlun fyrir árið 1980 var gert ráð fyrir heildarkaupum lif- eyrissjóðanna að upphæö kr. 73.000, en kaupin urðu 6.962 þúsundum meiri. Lifeyrissjóðirnir höfðu i nóvember keypt 60% af áætluðum kaupum á verðbréfum Bygg- ingarsjóðs rikisins. Þar af námu kaup SAL-sjóðanna 61,7 prósenti. Upplýsingar liggja fyrir um, að kaupin á verðtryggðum skulda- bréfum Byggingarsjóðsins eru töluvert langt fyrir neðan það sem gert var ráð fyrir i lánsfjár- áætlun 1981.1 skýrslu SAL er bent á, að lánsfjáráætlunin gerði ráð fyrir 109% aukningu á skulda- bréfakaupum af byggingar- sjóðunum miðað við lánsfjár- áætlun 1980, en kaup lifeyris- sjóðanna af Byggingarsjóði rikis- ins jukust um 95% milli áranna 1979 til 1980 og um 156% milli áranna 1979 og 1980. Það sé þvi ijóst, að skuldabr-éfakaupin hafi aukist langt umfram árlega hækkun á ráöstöfunarfé lifeyris- sjóðanna á þessum árum. I skýrslunni er minnt á lög til lánsfjárlaga fyrir árið 1981, þar sem kveðið er á um 40% kaup- skyldu lifeyrissjóða, en þar af skal 20% ráðstöfunarfé lifeyrissjóða á samningssviði ASt varið til kaupa á skuldabréfum Byggingarsjóðs rikisins. Vakin er athygli á þvi, að Lifeyrissjóður verslunarmanna keypti fyrstu 10 mánuði ársins 1981 skuldabréf af Byggingarsjóði rikisins fyrir 6,5 m. króna, sem er um 6% af áætluðu ráðstöfunarfé 1981, og Lifeyrissjóður SIS fyrir 0.5 m króna, sem er um 1% af áætluðu ráðstöfunarfé. SAL-sjóðirnir keyptu af byggingarsjóðunum fyrir um 25% af ráðstöfunf.rfé sinu á sama tima. Lífeyrisgreiöslur til 4.756 manns I októbermánuði voru lifeyris- greiðslur SAL-sjóðanna inntar af hendi til 4.756 sjóðfélaga. Ellilif- eyrisis nutu 3.160, örorkulifeyris 516 og makalifeyris 1.080. Fyrstu 10 mánuði ársins dreifði Reikni- stofa bankanna, sem sér um greiðslur fyrir SAL, alls 60,3 milljónum. Auk þess sjá nokkrir sjóðir sjálfir um bótagreiðslur til lifeyrisþega og 282 bótaþegar nutu barnalifeyris og er þvi fjöldi bótaþega, svo og upphæðin sem hér um ræðir, nokkru hærri en kemur fram i skýrslunni. Rýrnun á eiginfjármagni Aætlað eigiö fjármagn SAL-sjóðanna var i árslok 1980 um 56,7 milljarðar gamalla króna. Hlutdeild SAL-sjóðanna i heildareignum sjóðanna er um 30% og hefur hlutfall þetta farið stöðugt vaxandi á undanförnum árum, segir i skýrslunni. Þá segir i skýrslunni, að veru- leg rýrnun hafi átt sér stað á eign- um SAL-sjóðanna á undanförnum árum. Rýrnun þessi sé þó væntanlega ekki meiri en almennt hjá lifeyrissjóðunum i landinu. Hins vegar hafi eigin- fjárstaða SAL-sjóðanna batnað á árunum 1979 og 1980 og allar likur séu á þvi, að sá bati haldi áfram áriö 1981. Ef lifeyrisgreiðslur aðildarsjóðanna eru bornar saman við iögjaldatekjur sést, að veruleg hækkun varö á lifeyrir- greiöslunum árið 1976, en nokkur stöðugleiki hefur hins vegar orðiö á greiðslubyrði lifeyrisgreiöslna 1979 og 1980 miðað við 1978. Likur eru hins vegar á þvi, segir i skýrslunni aö greiðslubyrðin vaxi 1981. Niðurstöður þessar séu i rauninni staðfesting á þvi, sem allir gátu rennt grun i, sem hafa fylgst meö þróun þessara má'la á undanförnum árum. — (TU frekari skýringa sjá linurit II og III). Takmarkaðir réttinda- f lutningar milli sjóða Lifeyrissjóðirnir i landinu hafa flestir takmarkað verulega réttindaflutning milli sjóða. Einna lengst i þessum efnum hef- ur Lifeyrissjóður starfsmanna rikis og bæja gengið, eins og fram kemur annars staðar á siðunni. Innan SAL-sjóðanna gildir gagn- kvæmur réttindaflutningur, sem er vafalitið til mikilla hagsbóta sjóöfélaganna, sé sú staðreynd höfð i huga, aö að meðaltali greiddi hver sjóðfélagi þeirra lif- eyrissjóöa, sem aðild eiga að SAL, i 1,5 lifeyrissjóð samkvæmt skrá 1979. A árinu 1979 höfðu 67% sjóðfélagar greitt i einn lifeyris- sjóð (72% árið 1978), 23% greiddu i tvo sjóði (20% árið 1978), 7% (6%) i þrjá sjóði og 3% (2%) greiddu i fjóra lifeyrissjóði eða meira. Fjöldi sjóðfélaga innan SAL-sjóðanna var 121.315 árið 1978 en 141.513 árið 1979. Þrír sjóðir gerðu samstarfssamning á árinu 1981 Á timabilinu 5. október 1979 til 19. nóvember 1981, sem er kjör- timabil stjórnar SAL, voru geröir samstarfssamningar við þrjá lif- eyrissjóði, en þeir eru: Biðreikningur lifeyrissjóðsið- gjalds (sem raunar heitir nú Söfnunarsjóður lifeyrisréttinda). Samningurinn var undirritaður i des. 1978. Lifeyrissjóður sjómanna — samningurinn undirritaður i april 1980, Lífeyrissjóður verkstjóra — samningur undirritaður i april 1981. Aöild að Sambandi almennra lifeyrissjóða eiga nú 25 lifeyris- sjóðir, auk þeirra þriggja sem gert hafa samstarfssamning við SAL. Einn lifeyrissjóður bættist i hóp aöildarsjóða SAL, en það var lifeyrissjóður Vestmanney- inga. Af þeim lifeyrissjóðum, sem stofnaðir voru 1970 og tóku upp samræmda reglugerð SAL, standa enn nokkrir sjóöir utan SAL. Þar má t.d. nefna Lifeyris- sjóð Sóknar, Lifeyrissjóð félags starfsfólks i veitingahúsum, Lif- eyrissjóð verslunarmanna i Rvik. og Lifeyrissjóð verka- lýösfélaganna á Noröurlandi vestra, Siglufiröi. — ast. Uppruni fjármagns allra llfeyrissjóða —samanburður 1970og 1980 (áætlað). Rætt við Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóra SAL Enginn makalífeyr- ir iyrir konur Lifeyrissjóðirnir innan Sambands almennra lifeyrissjóöa ( SAL) greiða svokallaðan makalifeyri við fráfall eiginmanns, og rennur hann til eiginkonu/sambýliskonu. Falli kona frá, greiða sjóðirnir hins vegar ekkert til eiginmanns- ins. Engu máli skiptir hversu lengi konan hefir greitt til sjóðs- ins (hér er lifeyrissjóður Sóknar undanskilinn, en hann er eini sjóðurinn innan SAL sem bætir andlát kvenna: lifeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar bætir það ekki). Við spurðum Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóra SAL, hverju þetta sætti. Hrafn kvaö lagabókstaf lif- eyrissjóðanna innan SAL skýran og ótviræðan i þessum efnum. Enginn makalifeyrir kemur fyrir kvenkynssjóöfélaga SAL (nema hjá Sókn). Hrafn kvað SAL hafa greitt makalifeyri til sambýliskonu sjóðfélaga allt frá árinu 1976 og svo væri um flesta lifeyrissjóði núorðið. Þá hefðu lifeyrissjóð- irnir i SAL einnig úrskurðaða greiöslur til handa eftirlifandi systur, ef systkini hafa haldiö hús saman, og einnig til eftirlifandi móður eða dóttur, ef um þannig húshald heföi verið að ræöa. Lif- eyrissjóður starfsmanna rikisins tók einnig upp þennan hátt i tengslum viö kjarasamninga árs- ins 1979. Lifeyrissjóður verslunarmanna greiðir „ókyngreindan” makalif- eyri og hefur gert um árabil. Frá 1979 hafa þessir fengið úrskurðaðan makalifeyri hjá sjóðnum: 1. eftirlifandi maki- /sambýlingur með börn undir 17 ára aldri á framfæri og fimm árum eftir aö framfærsluskyldu lýkur: 2. ef eftirlifandi maki er öryrki: 3. eftirlifandi makar fæddir fyrir áriö 1940. Nú er unnið að undirbúningi samfellds lifeyriskerfis fyrir alla landsmenn, samkvæmt sam- komulagi, sem ASI, Farmanna- og fiskimannasambandið og Vinnuveitendasambandið gerðu með sér á árinu 1980. 1 tengslum við þetta samkomulag gaf rikis- stjórnin út yfirlýsingu, þar sem m.a. var tekið fram, aö undirbún- Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri SAL: Makalifeyrir ætti að vera i höndum Tryggingastofn- unarinnar. ingi samfellds lifeyriskerfis fyrir alla landsmenn yrði hraöað og kæmi fram eigi siöar en á árinu 1982. Sú endurskoöun á aö hafa það meginmarkmið, að lifeyris- kerfið tryggi öllu fólki á vinnu- markaði sömu lifeyrisréttindi óháð þvi hjá hverjum það starfar. En hvaö þá um heimavinnandi húsmæður? Þær eru að öllu jöfnu ekki taldar vera á hinum al- menna vinnumarkaði, og eiga engar kröfur á hendur lifeyris- sjóðunum i landinu. Hrafn Magnússon kvaðst þeirrar skoðunar, að makallf- eyrir ætti alfarið að vera i höndum Tryggingarstofnunar- innar i framtiöinni. Að fleiru væri að hyggja i þessum efnum en þvi, að karlmenn fá margir ekki makalifeyri, og nefndi Hrafn heimavinnandi húsmæður sem dæmi. Þá má einnig nefna, aö i skilnaðarmálum heldur karl- maðurinn lifeyrisréttindum að fullu — fráskilin kona hefur engan rétt viö fráfall mannsins, þó svo hún hefði unnið á sameiginlegu heimili þeirra um árabil. Hennar vinnuframlag er sum sé fyrir bi. 1 framtiðinni megum við sem sagt eiga von á e.k. fjölskyldu- eða heimilislifeyri i stað þess misréttis, sem nú er,i formi hins svokallaða makaiifeyris. —ast Ef sjóðféiagi f Lifeyrissjóði Dagsbrúnar og Framsóknar er svo lán- samur að vera karlvera, fær eftirlifandi maki bætur við fráfall hans. Sé sjóðfélaginn hins vegar kvenvera, koma engar bætur viö fráfall hans. Þessi regla gildir hjá fleiri lifeyrissjóöum. Réttmdaflutningur stöðvaður hjá ríkinu Lifey rissjóður starfsmanna rikisins ákvað á þessu ári að til þess að fá lán úr sjóðnum skyldu menn hafa greitt til hans i a.m.k. tvö og hálft ár. Þetta þýöir, að réttindi, sem menn kunna að hafa aflað sér hjá öörum lifeyrissjóð- um, koma mönnum ekki til góða i sambandi við lánsumsóknir i Lif- eyrissjóöi starfsmanna ríkisins við flutning til hans úr öðrum sjóöum. Stjórn lifeyrissjóðsins sam- þykkti ákvöröun þessa efnis á fundi hinn 28. sept. 1981. Þessi ákvöröun var tekin vegna mikill- ar eftirspurnar eftir lánum úr lif- eyrissjóðnum. Þá var afgreiðslu- frestur lána lengdur úr þremur mánuðum i fjóra. Þegar haft er i huga, að mjög margir hér á landi eiga aðild aö fleiri en einum lifeyrissjóði (sbr. að sjóðfélagar SAL greiða að meðaltali i 1,5 lifeyrissjóð — landsmeöaltalið er áreiöanlega hærra) er nokkuö ljóst, aö þessi ákvöröun kann aö bitna illa á mörgum. Nú er þaö svo, aö réttindaflutn- ingur i formi þess, aö iðgjöld fær- ist á milli sjóöa, hefur veriö stöövaður. Hins vegar veitir hver sjóöur um sig viökomandi sjóðfé- laga kvittun fyrir greiöslum sé þess óskað. Þaö er siöan annarra lifeyrissjóöa að vega og meta hvort taka beri þessar kvittanir sem góöa og gilda vöru og veita lán út á þær. Fæstir sjóðir munu taka kvittanir Lifeyrissjóðs starfsmanna rikisins góðar og gildar nú. Við fengum þær upplýsingar hjá starfsmanni Lifeyrissjóös starfsmanna rikisins, að um 25 þúsund manns eiga eöa hafa ein- hvern rétt i sjóðnum. Rikisstarfs- menn eru hins vegar taldir vera á bilinu 11 - 12 þúsund, þar af ná- lægt lOþúsundhjá „sjálfu” rikinu eins og þaö heitir (bæjar- og sveitarfélagastarfsmenn þá und- anskildir). Af þessum tölum er ljóst, aö mjög margir sem starfa hjá rikinu — við skulum segja um 15 þúsund manns — lenda I þvi að lifeyrisgreiðslur þeirra festast beinlinis hjá Lifeyrissjóði starfs- manna rikisins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.