Þjóðviljinn - 06.01.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.01.1982, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 6. janúar 1982. Hvernig væri ástandið i islenskum einahagsmálum ef þegar heiðu verið reistar 10 Grundartangaverksmiðjur? Hvarvetna þar sem atvinnulif byggist á málmbræðslum er atvinnuleysi og kreppa Engin iiskréttarverksmiðja er i landinu, en fyrir slíku ætti að vera grundvöllur miðað við Evrópumarkað engu siður en í Noregi Hvemig væri útlitiö framundan ef hér væri búiö aö reisa 10 Grundartangaverksmiöjur? Þörf stóríðju í matvælafram- leiðslu í stað stóríðju málma Þegar talað er um stóriöju hér á landi i sa mba ndi vift virk jun fallvatna okkar, þá er undantekningarlaust átt við stóriöju í málmiðn- aði eöa efnaiðnaði, svo kallaðan orkufrekan iðnað. Þrátt fyrir algjört kreppuástand i slíkri framleiðslu um allan heim eins og sakir standa, og sem ennþá fer versnandi, þá klifa islenskir stjórnmála- flokkar á þvi innan Al- þingis og utan, að við verðum að flýta okkur að gera nýja samninga við útlendinga um orku- sölu til stóriðju i sam- bandi við næstu raf- virkjun. Það hefur verið nefnd álbræðsla i Eyja- firði. einu blómlegasta landbúnaðarhéraði landsins. og einhvers konar málmbræðsla á Reyðarfirði. Á sama tima hleðst álið upp i Straumsvi'k sökum markaðs- tregðu. Og járnblendiverksmiðj- an á Grundartanga þar sem is- lenska rilrið á meirihluta hluta- bréfa var rekin með stórfelldu tapi á s.l. ári, og ekkert sérstak- lega bjart framundan i þeim rekstri á nýbyrjuðu ári. Menn sem tala um sli'ka stóriðju sem atvinnulegt úrræði eins og sakir standa virðast hafa dagað uppi i rás ti'mans. Það sem gat talist hagkvæmt í sambandi við sölu á orku fyrir svo sem tíu til fimmtán árum, á meðan ennþá var verið að keppast við að auka allskonar málmframleiðslu, er ekki lengur hagkvæmti dag. Það er nefnilega offramleiðsla nii á flestum málm- um til hverskonar smiða. Og þeg- ar þannig er ástatt, þá er engin sérstök ástæða i að reisa nýjar framleiðslustöðvar, og það jafn- vel, þó hægtsé aðfá ódýrari orku til rekstursins. Það kostar nefni- lega mikið að leggja niður verk- smiðjur sem byggðar voru fyrir fáum árum, þo að þær búi nú við dýrari orku heldur en hægt væri máske að kaupa hér frá nýjum vatnsaflsstöðvum. Það er i'hæsta máta einkennilegt, ef menn her á íslandi, sem telja sig til forystu fallna, átta sig ekki á því kreppu- ástandi sem heimurinn býr við i dag. Grundartangi er þó i nábýli hér við höfuðborgina og þar er fram- leitt járnblendi, eitt eftirsóttasta efni sem notað er i vönduöustu stálframleiðslu og þar er samt tap á s.l. ári um 60 milljónir króna. Þegar svona er ástatt, þá er áreiðanlega ekki heppilegasti timinn til að gera samninga um orkusölu tiistóriöju, hvortsem is- lenska rikið á eignaraðild að slik- um stóriðjurekstri eða ekki. Þær þjóöir sem idag búa við þróaðan málm- og efnaiðnað, þær stynja nú undan kreppunni, sem orsak- ast af sölutregðu og vöntun á mörkuöum. Birgðir af þessari framleiðsluvöru hlaðast upp, og atvinnuleysingjum fjölgar, og stærsti hópurinn kemur frá þess- ari framleiðslu. Ég held að þegar svona er ástatt, að þá sé heppilegt fyrir okkur Islendinga að komast niður á jörðina, ef við viljum i al- vöru ræða um skynsamlega at- vinnuuppbyggingu i landinu með næstu framtið i huga. Matvælafram- leiðsla úr sjávar- afurðum: Stórkostlegir möguleikar Hópur svokallaðra mennta- manna sem á undanförnum árum hefur verið settur i margskonar lykilstöður i' okkar dvergþjóðfé- lagi, hefur hamrað á þvi Iátlaust Jóhann J.E. Kúld fiskimái að atvinnuaukning i okkar stærsta undirstöðuatvinnuvegi, sjávarútveginum, væri ókleif, og þyi geti ekki verið þar um ný at- vinnutækifæri að ræða i framtið- inni. Þrátt fyrir að þetta sé ein mesta og skaðlegasta falskenning sem nokkurntima hefur verið sett fram á Islandi, þá er margt fólk farið að trúa þessum áróðri. Á sama ti'ma og þessu er haldið fram, þá flytjum við út mikið af okkar sjávarafurðum sem óunnið eða hálfunnið hráefni. Þó að við tækjum aðeins helming þessa hráefnis og fullynnum það i iðn- aðarvöru til næstu aldamóta, þá væri hægt að skapa hér grundvöll fleiri atvinnutækifæra heldur en hægt er að gera með mörgum málmbræðslum. Við Islendingar stöndum nú á timamótum i vali á arðbærri vinnu fyrir það fólk, sem hér bæt- ist á vinnumarkaö á næstu tim- um. Svo lengi sem fólk lifir á þessari jörð, þá verður mikil og vaxandi þörf fyrir mat, og þar gæti hlutur okkar íslendinga orð- ið stór við að bæta úr þeirri þörf, aðeins ef við þekkjum okkar vitj unartima nú. Og hefjum strax undirbúning að þvi, að hér verði fariö að fullvinna iðnaðarvöru úr okkar mikla og margvi'slega sjávarfangi fyrir neytendur. Hver eru rökln fyrir mögu- leikunum? Þegar ég setframslika fullyrð- ingu sem að framan greinir, þá er eðlilegtaöspurtsé: Hver eru rck- in? Ég mun þvi hér á eftir benda á þau. 1 endaðan október 1981 var út- flutningur á óverkuðum saltfiski héöan orðinn 45.466.9 tonn, auk 1822 tonna af söltuðum fiski, eða alls 47.288.9 tonna af blautum saltfiski. Og öll likindi benda til þess að þessi Utflutningur verði einhversstaðar á milli 60 og 70 þúsund tonn á árinu. Hinsvegar var útflutningur á fullverkuðum saltfiski héðan til októberloka að- eins 823.7 tonn. Otflutningur Norðmanna á full- verkuðum saltfiski til september- loka á s.l. ári var á hinn bóginn 34.687 tonn og reiknað er með að sá útflutningur verði á milli 50 til 60 þúsund tonn. Eða allt sem Norðmenn höföu fram að bjóða á heimsmarkaði af þessari vöru. Otflutningur á óverkuðum salt- fiski frá Noregi var aðeins 6.830 tonn til septemberloka og gert ráð fyrirað sú tala mundi litið hækka við árslok. Norlimenn þurrka all- an sinn saltfisk við hita frá oliu eða rafmagni, en við íslendingar getum þurrkað okkar fisk við jarðhita, sem hlyti að verða ódýr- ari kostur. Stærsti hlutihins óverkaða salt- fisks héðan hefur veriö seldur til Portúgal og hefur fengist fyrir hann sæmilegt verð. Mér þykir sennilegt að þessi sala til Portú- gal iosi vel 50 þúsund tonn á árinu 1981 þó um það liggi ekki fyrir heildartölur þegar þetta er skrifað. Portúgalar eru með gamalt þurrhúsakerfi frá þeim tima þegarfiskveiðar þeirra i salt voru I hámarki. Og til að nota þessa aðstöðu og til atvinnuaukningar, þá þafa þeir óskað eftir að fá óverkaðan saltfisk keyptan. Hins- vegar bendir margt til þess, að innkaup þeirra á óverkuöum salt- fiski á árinu 1981 hafi verið helst tilof mikill miöað við afkastagetu þurrkhúsa þeirra. Þetta kemur fram f ummælum norskra sölumanna sem seldu Portúgölum 5600 tonn af fullverk- uðum saltfiski á árinu 1981. Síð- asti saltfiskfarmur til Portúgal frá Noregi fór frá Álasundi i kringum 10«desember og er þar talað um jólafisk, vegna þess að þurrkhús Portúgala hafi ekki undan að verka fyrir markaðinn. Sé þetta rétt, þá virðist vera

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.