Þjóðviljinn - 06.01.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.01.1982, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 6. janúar 1982. ÞJÓOVILJINN — StOA 7 komin upp sú staða sem hjálpað gæti til þess að auðeldara yrði að breyta saltfisksölunnitilPortúgal t.d. þannigaðhelmingursölunnar yrði óverkaður fiskur og hinn helmingurinn fullverkaður. Og tækjust þannig samningar þá væri stórt og heillarikt spor stigið fyrir framtfðina. Ef verkuð væru hérinnanlands25þusundtonn af þeim fiski sem nú er fluttur Ut óverkaður myndi það þýða at- vinnuaukningu sem nemur árs- atvinnu fyrir nokkur hundruð manns. Ég tel nauðsynlegt að þessu marki verði náð svo fljótt sem hægt er. Þarna eru tvimælalaust möguleikarfyrirhendi til að auka atvinnu i landinu á næstu árum, verði að þvi unnið skipulega. Og hér er um alislenskt hráefni að ræða. Fullvinnsla frosinna fiskafurða fyrir Evrópumarkað mörku. ÖD þessi fullvinnsla fros- inna fiskafurða hefur á undan- förnum árum verið fyrir markaði i Evrópu. Ég ætla okkur fslend- inga ekki minni menn heldur en Norðmenn,og við ættum að geta eins og þeir fullunnið hér heima afurðir úr frosnum fiski fyrir markað i Evrópu. Og þegar flutn- ingsleiðirhéðan á Evrópumarkað eru athugaðar annarsvegar og flutningsleiðir Norðmanna hins- vegar frá verksmiðjum þeirra, þar sem þær eru, þá stöndum við ekki ver að vi'gi með flutning á slikri vöru. Að þessum upplýsing- um gefnum þykist ég hafa sýnt fram á möguleika til atvinnu- aukningar hér innanlands i' sam- bandi við fullvinnslu frosinna fiskafurða. Bæði hjá Frionor og Findus hefurverið unniðá tveimur 8 klst vöktum á sólarhring við full- vinnslu frosinna fiskafurða árið um kring. Um 300manns hafa þar atvinnu samtals. Ef unnin hefði verið aðeins dagvinna þá hefðu þarna unniðum 600 manns. Engin slik starfsemi fer fram hérá landi tilað auka verðgildi frosinna fisk- afurða sem seldar eru héðan á er- lenda markaði. Hagnýtíng loðnu og annarra smáfisktegunda til manneldis Hér að framan hef ég sýnt fram á möguleika til atvinnuaukn- ingar, bæði viðvikjandi saltfisk- framleiðslu, svo og framleiðslu frosinna fiskafurða. Ennþá er þó ótalinn stærsti möguleikinn, en hann er sá, að breyta miklu af loðnuafla okkar íslendinga í manneldisvöru. Ennfremur kol- Þá er næst að athuga afurðir is- lenskra hraðfrystihúsa og sjá hvort ekki séu möguleikar á ís- lenskri atvinnuaukningu i sam- bandi við þær. Ég sleppi hér Bandaríkjamarkaðnum þar sem bæði Sölumiðstöðin og Sjávaraf- urðadeUd Sambandsins eiga sinar fullkomnu fiskréttaverksmiðjur sem starfræktar eru þar með mjög góðum árangri. Hinsvegar er það Evrópu- markaðurinn,og þar eru tvi'mæla- laust fyrir hendi möguleikar verði að þvi unnið að nota þá. Frionor,sem er einskonar Sölu- miðstöð Norðmanna hefur nú hátt á annan áratug fullunnið fiskrétti ýmiskonar úr frosnum afurðum fyrir Evrópumarkað. Þessi starf- semiferfram i stórri og fullkom- inni fiskréttaverksmiðju i Þránd- heimi. Þarna hafa unnið 160 manns á vöktum árið um kring. Siðast þegar ég kom þama siðari hluta árs 1978 þá var unnið þarna á mörjum vinnslurásum. Samti'mis fer samskonar full- vinnsla fram i miklum mæli hjá stórfyrirtækinu Findus i Hammerfest norður á Finn- munna og spærlingi. Slik um- bylting i hagnýtingu þessara fisk- tegunda mundi veita geysilegum fjölda fóDis atvirinu. Ef t.d. væri hafin þurrkun þessara fiskteg- unda itugþúsunda tonna tali fyrir markað i Afriku og Asiu sem óefað er hægt að afla sé eftir leitað þá gæti sli'k starfsemi orðið mikil lyftistöng fyrir islenska þjóðarbúið. Og það eru fleiri möguleikar i sambandi við nýtingu á loðnu til manneldis. heldur en þurrkunin ein.En liklega engir semhagnýtt gætu jafnmikið aflamagn. I sambandi við slika hagnýt- ingu loðnunnar þyrftu að sjálf- sögðuaðri'sa afkastamikilfrysti- hús og frystigeymslur þar sem hráefnið væri geymt árið um kring, þvi að sjálfsögðu eiga slikar fisk-þurrkunarverksmiðj- ur að vera i gangi allt árið. Það er sama hvert litið er, at- vinnumöguleikar i' sambandi við sjávarútveginn eru siður en svo fullnýttir. Hverjum manni sem hefur opin augu, hlýtur að' verða þetta ljóst. Matvælaframleiðsla i' heimi sem skortir mat er að sjálfsögðu tryggasta framleiðsla sem hugs- ast getur. A sama tima og stór- iðnaðarlöndin með þúsundir málmbræðslna stynja undan at- vinnuleysinu sem fer vaxandi þá höfum við íslendingar bUið við tryggt atvinnuástand fyrst og fremst vegna þess, að undirstaða okkar þjóðarbúskapar er mat- vælaframleiðsla, en hvorki stál né ál. Og nú þegar við íslendingar horfum fram á þetta nýbyrjaða ár, þá ættu menn að hugleiða hvernig útlitið væri framundan, ef hér hefði verið búið að reisa 10 Grundartangaverksmiðjur. Ef saltfiskur væri fullverkaður hér innanlands I rikari mæli en nú er myndi það þýða ársatvinnu fyrir nokkur hundruð manns til viðbótar. Kenningin um að fiskvinnsla og fiskiðnaður geti ekki tekiö við fleira fólki er ein versta falskenning sem fram hefur komiö. Karl Agúst Úlfsson, Edda Björgvinsdóttir, Kari Guðmundsson, Edda Hólm og Viðar Eggertsson i hlutverkum sinum i „Þjóðhátið”. Ljósm.: — eik — Hernám hugans Alþýðuleikhúsið sýnir ÞJÖÐHATÍÐ eftir Guðmund Steinsson Leikstjóri: Kristbjörg Kjeld Leikmynd: Guðrún Svava Svavarsdóttir. Leikhljóð: Gunnar Reynir Sveinsson. Þetta leikrit Guðmundar Steinssonar er vist skrifað fyrir einum tiu árum eða svo og gerist snemma á sjötta áratugnum, skömmu eftir komu bandariska hersins 1951. Það fjallar um sam- skipti Islendinga við herinn á þessum árum, deilir háðskt á ein- feldningshátt þeirra og sveita- mennsku i þeim samskiptum og sýnir þá hugarfarsmengun og spillingu sem þessum samskipt- um fylgdu. Viö sjáum hvernig venjuleg alþýðufjölskylda tekur hermanni opnum örmum, hvern- ig hann smám saman nær tökum á henni og skilur hana loks eftir i rústum. Eins og yfirleitt hjá Guðmundi er verkið einfalt en sterkt i byggingu, framvinda þess rök- viss og skýr. Þaö fer rólega af staö, siöan eykst hraði og spenna og nær hámarki i þriðja þætti en dettur siðan niöur i einskonar antiklimax, fullkomlega viðeig- andi að visu, i fjórða þætti. Sam- tölin bera mjög keim af samtöl- um i öðrum verkum Guðmundar, fólk talar i innantómum klisjum, tilbúnum orðaleppum sem þaö notar I stað þess að hugsa, og reyndar eru árásir sonarins á for- eldranna i þriðja þætti fyrst og fremst fólgnar i þvi að þau hugsi ekki og séu þess vegna auðveld bráð. 1 sýningunni tekst afar vel að skapa andrúmsloft þessara ára og er það ekki sist að þakka framúrskarandi leikmynd Guð- rúnar Svövu, en stofan nær full- komlega að tjá i senn tiðarandann ,og andlegt ástand fjölskyldunnar sem i henni býr. Leikhljóð Gunnars Reynis Sveinssonar hjálpa einnig mikið til að skapa hina réttu stemmningu. Við sjá- um i þessari sýningu þjóð milli vita, fólk sem er aö baslast upp úr fátækt og eymd, fólk sem er að reyna að koma sér upp borgar- menningu, sveitamenn á mölinni með sinn fótinn á hvorum stað. Inn i þetta menningarlega rót- leysi á herinn greiðan aðgang. Kristbjörg Kjeld hefur leikstýrt verkinu af öryggi. Hún dregur mjög skemmtilega fram fyndnina i fyrri hluta þess en nær einnig vel andstæðunni, ógnun og eyðilegg- ingu seinni hlutans. Karl Guðmundsson, i hiutverki heimilisfööurins, sér einkum um að koma fyndninni til skila. Sam- ræður hans við hermanninn eru dýrlegar, einkum nákvæmlega útfært látbragð og handa- hreyfingar sem hann notar til þess að útskýra flatneskjulegar staðhæfingar sinar og spurningar. Hann túlkar vel sof- andahátt húsbóndans, sem liggur i fornsögum en er gersamlega blindur fyrir þvi sem gerist i kringum hann. Edda Hólm leikur hér af meira örygg: en hún hefur áður gert. Hún hefur náð töluverðu valdi á sterkum tilfinningasveiflum og tekst aö brúa bilið milli þess hlægilega og grátlega, þ.e. gera persónu sina hlægilega og brjóst- umkennanlega I senn. Karl Agúst Úlfsson leikur hermanninn af prýöi og eru atriðin milli hans og Eddu, fyrst þegar hann veitist að henni og siðan er hún veitist að honum best heppnuð i sýningunni. Viðar Eggertsson leikur soninn, gáfnaljósið sem liggur i bókum en virðist algerlega utangátta þar til loks hann ærist, klæðist blússu hermannsins og ógnar öllum hin- um með byssu hans. I þessu atriði fer Viðar á kostum, nær að tjá brjálæði drengsins (sem við hljót- um aö skilja sem eins konar geð- klofa) af yfirþyrmandi krafti. Edda Björgvinsdóttir fær hins vegar litil tækifæri til tilþrifa i litilvægu hlutverki dótturinnar, en gervi hennar er með sérstök- um ágætum. Þetta er vel heppnuð sýning á forvitnilegu verki og góð viðbót viö annars ágætt framboð Alþýðuleikhússins á leiksýning- um þessa dagana. Sverrir Hólmarsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.