Þjóðviljinn - 08.01.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. janúar 1982
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjóðfrelsis
btgefandi: Utgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Olafsson.
Fréttastjóri: Alfheiöur Ingadóttir.
■Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Fribriksson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson.
Blaöamc ín: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Óskar
Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson.
fþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi Olafsson.
Utlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir-Guöjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson.
Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns-
dóttir.
Skrifstofa: GubrUn Guovaröardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiösla: Bára Sigurbardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Simavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bilstjóri: SigrUn Bárðardóttir.
Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds-
son.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Utkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6,
Reykjavik, simi 81333
Prentun: Blaöaprent hf.
Kaupmáttur varinn
( desemberhefti af Hagtölum mánaðarins, tíma-
riti Seðlabankans, er fróðlegar upplýsingar að finna
um þróun kaupgjalds og verðlags síðustu tvö ár. Þar
ér f rá því greint, að síðustu tólf mánuðina sem taf lan
nær yfir hafi kauptaxtar launafólks hækkað um
54.0%, framfærslukostnaður um 47.9%, neysluvöru-
verð um 47.5%, byggingarkostnaður um 50.5% og
lánskjaravísitala um 48.2%.
Sé hins vegar litið á tveggja ára timabil þá hafa
kauptaxtar launafólks hækkað um 125.1%, fram-
færslukostnaður um 123.2%, neysluvöruverð um
122.3%, byggingarkostnaður um 128.5% og lánskjara-
vísitalan um 124.5%.
— Þetta eru opinberar tölur Seðlabankans. Sam-
kvæmt þeim hefur kaupmáttur umsaminna launa
batnað lítið eitt síðustu tvö ár sé miðað við vísitölu
framfærslukostnaðar eða neysluvöruverð, en rýrnað
um rúm 2%, sé byggingarkostnaður notaður sem við-
miðun. — Hvað kauptaxtana varðar er þarna miðað
við september 1979 — september 1981, svo áhrif nýrra
kjarasamninga I nóvember s.l. segja þar ekki til sín.
k.
Óvinir krónunnar
I fjöldamörg undanfarin ár hefur gildi íslensku
krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum farið
minnkandi ár frá ári. Árlega hefur krónan fallið
meira eða minna, uns svo var komið um næst síðustu
áramótað tvö núll voru strikuðaftan af ogiOOO.- krón-
ur urðu að 10 krónum.
Á árinu sem nú er nýliðið var haldið uppi mjög
harðri aðhaldsstefnu í gengismálum, enda hækkaði
erlendur gjaldeyrir ekki í verði nema um 21.2% frá
upphaf i til loka árs, þótt verðlag vöru og þjónustu hér
innanlands svo og kauptaxtar hækkuðu að jafnaði um
42% á sama tíma.
Á árinu 1981 varð fall krónunnar mun minna en
verið hafði árin á undan. Þannig varð meðalhækkun
erlends gjaldeyris um 48% frá desember 1979 til
desember 1980, og sé litið á allt tímabilið frá 1977, þá
kemur í Ijós að á árunum 1977 tii 1980 varð hækkun á
erlendum gjaldeyri sem nam 38% að jafnaði á milli
ára.
Af þessu er Ijóst að á síðasta ári hefur krónan
fallið nær helmingi hægar en verið hafði að jafnaði
næstu f jögur árin á undan. Víst má það kallast nokkur
árangur, en hætt er þó við að hann verði aðeins tíma-
bundinn, nema mönnum takist þeim mun betur til við
að halda verðlagsþróuninni hér innanlands í skef jum.
Auðvitað eru því takmörk sett, hvað útflutnings-
atvinnuvegirnir geta borið miklar kostnaðarhækkanir
við sína f ramleiðslustarf semi án þess að f á þær hækk-
anir bættar með auknum tekjum á móti. Hvar þessi
takmörk liggja er vissulega ágreiningsef ni, sem erf itt
er að skera endanlega úr um fyrir einn né neinn, en
enginn skyldi halda að gjaldþol útflutningsatvinnu-
veganna sé takmarkalaust. Og því er það, að innlend-
ar kostnaðarhækkanir umfram samsvarandi hækkun
á söluverði okkar útf lutningsvara á erlendum mörk-
uðum kalla á gengislækkun krónunnar eða þá aðra til-
færslu f jármuna til útflutningsgreinanna.
Gengislækkun er þó alltaf neyðarúrræði vegna
þess, að hún virkar sem olía á verðbólgueldinn. Þess
vegna ber að hreyfa gengið sem minnst og leita jaf n-
framtannarra úrræða til að tryggja viðunandi hag út-
flutningsatvinnuveganna. Brýna nauðsyn ber til að
útiloka hvers kyns sóun i okkar atvinnustarfsemi en í
þeim efnum hafa alltof margir syndgað upp á náðina
á undanförnum árum. Sú sóun er auðvitað að hluta hjá
sjávarútveginum og öðrum útf lutningsgreinum, en þó
miklu fremur í völundarhúsum okkar margbrotna
viðskiptalífs, sem hvílir með ofurþunga á veikum
undirstöðum sjávarútvegsins og annarra framleiðslu-
greina. — Lögmálið er: Því meiri sóun, þeim mun
meiri gegnisfelling krónunnar og þeim mun meiri
verðbólga. Hagsýni og ráðdeild í öllum atvinnurekstri
og framkvæmdum eru bestu vopnin gegn verðbólgu-
ófreskjunni. Hömlulaus eyðsla og sóun margra
þeirra, sem hér hafa með f jármuni að sýsla er hins
vegar versti óvinur krónunnar. k.
Landsins
fyrsti
kommisar...
Hann (Pétur Gunnarsson
tilraunastjóri og fram-
bjóðandi Sjálfstæðisflokks-
ins i Mýrarsýslu) hafði frá
upphafi verið kosinn af
flokknum formaður i brask-
nefnd einni mikilli, sem
kölluð var Sölunefnd setu-
liðseigna. Talið var að
margirMýrarmenn litu hýru
auga til alls konar véla,
trukka og jeppa, bragga-
skemma og annars dóts, sem
Pétur gat miðlað á mjög
vægu verði. Þarna inni var
oft sælubros á góðum vinum
úr öllum f lokkum frá Komm-
um til Péturs, enda efni á að
hafa hjartarýmið veglegt.
Þetta var fyrsta „kommi-
sar” stofnunin á íslandi.
(Líkaböng hringir eftir
Gunnar Bjarnason)
Verslað með
ráð og nefndir
Það stóð til að láta hann
(Pétur Gunnarsson) hætta
afskiptum af Sölunefndinni
og láta húsabraskara
nokkurn, Helga Eyjólfsson,
mann mjög handgenginn
forystu flokksins og i fjár-
málaráði hans, taka við
störfum og formennsku i
nefndinni. Þetta var Pétri
mikið áfall. Hann sagði, að
þannig væri i pottinn búið, að
Bjarna Benediktssyni utan-
rikisráðherra væri ekkert
um sig gefið. Svo væru þeir
nafnar, hann og Bjarni Ás-
geirsson, landbúnaðarráð-
herra orðnir óaðskiljanlegir
vinir i stjórnarsamstarfinu,
og Bjarni Ben ætlaði að gera
nafna sinum þann greiða að
loka kærleiks-faðmi Péturs
fyrir Mýrarmönnum. Nú bað
Pétur mig ganga i lið með
sér sem góðum flokksbróður
sæmdi, enda samherjar i
bændadeild flokksins og þeir
yngstu þar. Svo bætti Pétur
við: Ég veit það Gunnar
minn að þú ræöir um þetta
við Ölaf Thors, og hann gerir
mikið með það, sem þú segir.
Ég skal svo gera þér greiða á
móti... Ég skal vera þinn
talsmaður þar (i stjórn
Áburðarverksmiðjunnar),
svo þú þarft engar áhyggjur
að hafa af þvi máli. Þetta
þóttu mér verða ágæt við-
skipti milii vina og lofaði að
ræða við Ólaf um mál hans
og Sölunefndarinnar...
Hvern skyldu Sjálfstæðis-
menn hafa tilnefnt (i stjórn
Aburöaverksmiðjunnar):
Pétur Gunnarsson.
(Likaböng hringir eftir
Gunnar Bjarnason).
Leiðréttingar
Nokkrar villur slæddust
inn i Klippt og skorið i gær.
Efst i siðasta dálki segir að
önnur orð séu til þess fallin
aðfestast i máiinu, en átti aö
vera að þau væru siður til
þess fallin en t.d. orðiö fæling
að festast i málinu. Þá eru
stýriflaugar i tvigang
nefndar stýrisflaugar og er
miðju essinu ofaukið. Loks
hefur orðið stafabrengl i nær
öllum skammstöfunum á
herstjórnum sem birtar eru i
Klippinu. Ekki hirðum við
um að leiðrétta það en visum
Irit öryggismálanefndar nr.
1. sem til umfjöllunar var i
þættinum.
klrippt
Meðal merkisbóka sem út
komu fyrir jólin var Líkaböng
hringireftir Gunnar Bjarnason
hrossaræktarráðunaut. Þessi
bók er óvenju opinská og hrein-
skiptin. Gunnar Bjarnason var
skólastjóri Hólaskóla 1961—1962
en var hrakinn frá skólastjórn
með miklu brambolti — að
ósekju að þvi er best veröur séö.
Er skemmst frá þvi að segja aö
ýmiss blöð héldu uppi hat-
römmum áróöri gegn honum og
skólastjórn hans. Eftirtektar-
veröast er þó að flokkur hans
Sjálfstæðisflokkurinn brást
honum alveg — og var ekkert að
klipa utan af þvi. Gunnar segir
frá bolabrögðum og fanta-
brögðimn i viðskiptum sinum við
þá skritnu tik, pólitlk i bókinni,
þannig að nlýtur að vekja hvurn
mann til umhugsunar.
Líkaböng hringir
Gunnar segir frá þvi hvernig
margt smátt gerði eitt stórt i
augum flokksforystunnar I
Sjálfstæðisflokknum. Þ€gar
Gunnar kom á Hólastaö voru
þar fyrir tvær bensindælur,
önnur frá Esso hin frá BP.
Leitaði hann hófanna um endur-
bætur og viöskipti hjá báðum
félögunum og fékk betri fyrir-
greiðslu hjá Esso. BP-tankurinn
var skakkur og skældur i hlað-
inu á Hólastaö og fór Gunnar
skólastjóri fram á aö hann yrði
fjarlægður þaðan.
Allt fór þetta oliumál fyrir
brjóstið á forstjóra BP Hreini
Pálssyni — þarmeð flokknum,
þvi Hreinn var auövitaö frammá-
maður þar á bæ. Um þetta leyti
var Ingólfur Jónsson land-
búnaðarráðherra og kemur
mikið við sögu. „Seint i ágúst
hringdi i mig af skrifstofu Sjálf-
stæðisflokksins þáverandi
framk væmdastjóri hans,
Þorvaldur Garöar Kristjánsson,
sanngjarn maður og velvilj-
aöur. Þegar ég kom á vettvang
sagöi hann mér að Hreinn Páls-
son hefði kært mig fyrir land-
búnaðarráöherra og flokknum
fyrir að neita að kaupa af sér
oliur, og hefði verið óskað eftir
þvi viö sig að hann ræddi viö
mig sem Sjálfstæðismann um
þaö, að ég léti flokksbræður
njóta viðskipta viö Hólastað
fremur en kaupfélög og aöra
„andstæðinga”. Það þyrmdi
yfir mig. Var þetta mögulegt?
Gat flokkurinn veriö svona
smár? Ég fékk höfuðverk og
þennan sérkennilega hlusta-
verkshljóm, sem ég löngu
seinna kallaöi og hef siöan
kallað: „likaböng hringir”.
Og ritskoðun
líka...
Svo var málum Gunnars og
Hólastaðar komið að margir
áhrifamenn i landbúnaðar-
málum Sjálfstæðisflokksins
voru orðnir andstæðingar
Gunnars.
„Það hafði verið farið fram á
það af einhverjum andstæð-
ingum minum i Sjálfstæöis-
flokknum, s.k. „bændakliku”
eða „Ingólfskliku” flokksins, að
Morgunblaðið hætti að birta
eftir mig greinar um land-
búnaðarmál, eða að ég yrði rit-
skoðaður. Þessi tillaga hafði
verið felld i ritstjórninni”. Og
Gunnar lofar þá á Mogganum
fyrir „gott hjartalag”. Sú
spurning hlýtur að vakna hvort
álika aðferðum sé beitt enn I
dag og hvort margir flokks-
bræður séu ögn óheppnari þegar
kemur til atkvæðagreiðslu á rit-
stjórn Moggans um sams konar
beiðnir frá flokksforystunni?
Bjarna
bjargað
Ohugnanleg er frásögn
Gunnars Bjarnasonar af kosn-
ingum til alþingis á þvi herrans
ári 1946. Gunnar var i framboði
fyrir Sjálfstæðisflokkinn i
Austur-Skaftafellssýslu við
þessar kosningar. Þegar talið
var upp úr kosningakössunum
kom i ljós að það var maðkur I
mysunni. Það höfðu ljóslega
verið samantekin ráö fjöl-
margra ihaldsmanna að kjósa
ekki þennan flokksbróöur. Þetta
staöfestu margir siöar viö
Gunnar Bjarnason, Fram-
sóknarmenn og Sjálfstæðis-
menn höföu gert með sér sam-
komulag. Jónas frá Hriflu tók
þetta mál saman á þessa leiö við
Gunnar: „Þetta er allt auö-
skilið. Sjáöu til. Björn heildsali
(þ.e. Björn Ólafsson, þáverandi
lýðveldisstjórnarráðherra)
heimtaði öruggt sæti I Reykja-
vik og hótaði klofningsfram-
boði, ef ekki yrði hlýtt. Þá
bauðst Bjarni Ben. til aö vikja i
uppbótarsæti fyrir Birni, en við
óbreytt ástand gat flokkurinn
aðeins átt eitt uppbótarsæti
tryggt. Nú fóru fregnir að
berast um, að þú ynnir á fyrir
austan og gætir mögulega unnið
kosninguna. Þá stóöu málin
þannig aö þið Þorsteinn sýslu-
maöur (i Dalasýslu) virtust
standa svipað. Ef báðir kæmust
að, var Bjarni úti, og enginn
uppbótarmaður..." Olafi Thors
fannst Gunnar vera ódýrari en
Bjarni borgarstjóri og
Þorsteinn sýslumaöur og létu
þvi Suðursveitina kjósa Pál á
Hnappavöllum. Valdatafl er
enginn kirkjusöngur á helgum
tiöum, segir Jónas við Gunnar.
Vonum viö allra vegna aö þessi
mál Gunnars séu einsdæmi — i
öllum flokkum.
•9 sHorrið