Þjóðviljinn - 08.01.1982, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 08.01.1982, Qupperneq 15
Föstudagur 8. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum fra lesendum Enn um pönkið . . . Pönkarar eru vinstri sinnaðir — segir Pétur sem er ómyrkur í máli að vanda Pétur pönkari skrifar Helviti var gaman að heyra i pönksellu ihaldsins i útvarpinu i gær, 28. des. Pönksellan, sem kallar sig Fræbbblana, slö um sig og sagðist vera hætt að pæla i pólitik. Maður beið bara eftir þvi að Valli segðist vera búinn að rifa Heimdallarskirteinið sitt, en auðvitað var þetta anti- pólitikgjamm bara venjulegt slagorðaglamur og álika inni- haldslaust og þegar Ellert Schram flokksbróðir þeirra seg- ist vera frjáls og óháður. Hann Pönkið á sér ýmsar myndir. sé aðeins frammámaður hjá ihaldinu og dansi þvi engan flokkspólitiskan dans. EnFræbbblarnirsögðust sem sagt vera svo ópólitiskir að þeir gæfu skít i vinstra gengið, allt væri svo ómögulegtsem væri til vinstri. Siðanréöustþeir af heift á poppskribent Þjóðviljans og fóru um hann háöulegustu orðum eins og aðra á vinstri kantinum. Þetta sögðu þeir að væri i stil við breska pönkið, þar væru pönkarar lika ópólitiskir, nema einhver hefði neytt Clash til að lesa Marx! Þetta er auðvitað argasta ihaldslygi. 1 skoðana- könnun sem New Musical Express gerðu fyrir siðustu kosningar ætluðu 95% allra pönkara i Bretlandi að kjósa Verkamannaflokkinn eða flokka til vinstri við hann. Afgangurinn ætlaði siðan ekki aö kjósa neitt af þvi’ að það var enginn fram- bjóðandi nægilega vinstri- sinnaður i' þeirra kjördæmi. Hlutfallið hérlendis er ábyggilega hliðstættog þá tel ég ekki plast-pönkara á borð við pönksellu ihaldsins, Fræbbblana með. Að lokum vil ég biðja Þjóðviljann að kynna CRASS og DEAD KENNEDYS rækilega. Pétur pönkari Til hvers er ætlast af vinnslu- stöðvum landbúnaðarins? Halldór Kristjánsson skrifar: Ég sé i' áramótagrein Svavars Gestssonar ráðherra að talað er um að vinnsiustöðvar iand- búnaðarins hafiekkilagt til við- náms gegn verðbólgu svo sem ætlast mætti til og skilst aö úr því þyki æskilegt að bæta. Nú þarf ég væntanlega ekki að taka það fram að ég tel m ig ein- lægan fylgismann rikisstjórnar- innar og áhugasaman um við- nám gegn verðbólgu og hnekki hennar. En einmitt þess vegna spyr ég hér til hvers sé ætlast af vinnslustöðvunum? Ég vona að Þjóðviljinnupplýsi mig um það. Ég var um skeið nákominn einni vinnslustöð af þessu tagi, mjólkurstöð Mjólkursamlags ísfirðinga. Ég held að rekstri hennar og hag sé háttað i aðal- atriðum á sama veg og annarra vinnslustöðva landbúnaðarins. Mjólkurstöðin á þau tæki sem hún notar við vinnsluna. Hún greiðirfólki sinu laun og borgar viðhald á tækjum og vextiog af- borganir af stofnkostnaði. Að öðru leyti skilar hún fram- leiðendum öllu sem inn kemur fyrir afurðirnar. Þess vegna hefur vinnslustööin engar tekjur umfram útlagðan kostnað við rekstur sinn. Og þess vegna vefst nú fyrir mér að skilja til hvers sé ætlast af henni umfram það sem hún gerir. Egvona að ég verði ekki lengi dreginn á svari. Halldór Kristjánsson Víkingur áleið tO bardaga Þessa mynd af vik- ingi teiknaði Atli Knútsson, 6 ára. Hann sagðist alltaf horfa á vikingaþættina i sjón- varpinu og sagði að sér þætti þeir skemmtileg- ir, sérstaklega fyrsti þátturinn, þar sem sýndur var bardagi. Á myndinni hans Atla er víkingur einmitt að fara i' bardaga og hann heldur á lensu og skildi. Barnahornid / 1 Allt gamm n Sjónvarp kl. 20.50 1 kvöid veröur sýnd syrpa úr gömlum gamanmyndum með Harold Lloyd. Allt i gamni með Harold Lloyd heitir þessi syrpa sem er númer tuttugu i röðinni af þessum þáttum. Harold Lloyd var vel þekktur fyrir mörgum áratugum i kvik- myndaheiminum en „gleymd- ist” upp úr striöi. Nú er hann aftur kominn i tisku karlanginn, þó hann sé dauöur. Með- fylgjandi mynd af Harold er af einu frægu atriöi i kvikmyndum hans. Forvitnileg rússnesk kvikmynd Oblomov aðalsmaður Kvöldgestir Jónasar Sjónvarp TF kl. 23.00 Kvöldvakan þjóðleg •Útvarp kl. 20.40 Kvöldvakan er þjóðleg að vanda þennan aftan. Tónlistin kemur frá Arnesingakórnum i Reykjavik, sem syngur undir stjórn Þuriðar Pálsdóttur. Ólafur Þ. Jónsson syngur ein- söng meö undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Þá er á kvöldvök- unni annáll Austur-Skaft- fellinga, Þorsteinn Geirsson bóndi á Reyðará i Lóni minnist atburða ársins 1940. „Oöur ein- yrkjans”/ Steindór Hjörleifsson Torfi Þorsteinsson i Haga er höfundur frásagnar sem Baldur Pálmason les á kvöldvökunni. les ljóö eftir Stefán frá Hvitadal. Loks les Baldur Pálmason frá- sögu eftir Torfa Þorsteinsson bónda i Haga i Hornafirði. Sjónvarp tTkl. 21.50 1 kvöld verður sýnd rússnesk biómynd um Oblomov aðals- mann. Kvikmyndin er byggö á sögu eftir Ivan Concharov. Sagan er skrifuö um miðja ni'tjándu öld og lifir hún meö at- mcnningi góöu lifienn þann dag i dag. Hún visar til ástandsins scm þá rikti. Oblomov aöals- maöurer tákn úrkynjaös aöals, en um leiö rússneskrar þjóöar- sálar. Um þetta leytieru Þjóöverjar áberandi i' ýmsum tæknistörf- um. Sagan er skrifuö til að vara viö hættunni sem sjálfstæöinu stafar af erlendum áhrifum og úrkynjun aðalsins. Þaö orðatil- tæki er enn við góðu lýði meðal Rússa að tala um Oblomovveik- ina, þ.e. leti og lifsleiða. Hall- veigThorlacius sem þýddi texta myndarinnar sagöi okkur að þetta væri forvitmleg og vinsæl kvikmynd. Hún hefur meöal t kvöld verða kvöldgestir Jónasar Jónassonar þau Heið- dis Norðfjörð og Úlfur Ragnars- son. Þessi þáttur var frum- fluttur á nýársdag, og koma ellin og eilifðarmálin nokkuð til umræðu. Þessir þættir Jónasar geta verið hinir skemmtileg- ustu. Allt fólk er forvitnilegt, og Jónas á auðvelt með að ná ró- legri stemmningu, afslappaðri einsog sagt er. Það er lika helsti gallinn á flestum þáttanna, — rólegheitin varna þvi oft að maðurinn fái að njóta sin i skap- hita og sannfæringaþrótti sem er þrátt fyrir allt mörgum Islendingum eölislægur. Þetta er semsé heimilislegur þáttur — Klena Solovei lcikurOlgu, semá í ástriöuþrungnu sarnbandi viö Obloniov. annars verið sýnd i Banda- rikjunum við nokkrar vinsældir. Myndin er bæði ástriðuþrungin og spennandi... r- án þess að verða nokkurn tima ögrandi eða krefjandi við hlust- endur. Máski á það lika að vera þannig? jonas Jónasson rabbar við gesti sina i skainmdegisrökkrinu viö ylinn af kerlaljósi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.