Þjóðviljinn - 08.01.1982, Qupperneq 16
DJÚÐVHUNN
Föstudagur 8. janúar 1982
Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn hlaösins I þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 8iZ85, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiðslu blaðsins i slma 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
Deilan í Myndlista-
oghandíðaskólanum:
Mlkill hiti
í nem-
endum
Fjölmennur nemendafundur i
Myndlista- og handiðaskóla Is-
lands var haldinn i Félagsstofnun
stúdenta i gær og fékkst hann ekki
haldinn i húsnæði skólans. Mikill
hiti var i nemendum vegna sam-
skiptaerfiðleika við skólastjórann
Einar Hákonarson og var gerö
samhljóða áiyktun á nemenda-
fundinum sem kynnt verður á
skólastjórnarfundi i dag, en
þangað hafa fulltrúar nemenda
verið boöaðir. Deila stendur i
Myndlista- og handíöaskóianum
vegna afstöðu skólastjóra og ný-
listadeildar og samkomuhalds
fyrir jólin. Skólahaldi hefur verið
frestað til mánudags vegna deiln-
anna sem uppi eru.
Styrkveitingar
borgarstjórnar:
Borgarlelk-
hús og Ör-
yrkjabanda-
lag fá
hæsta styrki
Fjölmörg félagasamtök i
Reykjavik njóta styrkja frá
borginni vegna starfsemi
sinnar að félags-, menningar-
eða liknarmáium. t gær var i
borgarstjórn gengiö frá styrk-
veitingum ársins 1982. Lang-
hæstir eru styrkir til bygg-
ingar Borgarleikhúss, 3,5
miljónir króna og.1.5 til
byggingar verndaðs vinnu-
staöar öryrkjabandalagsins,
Af öðrum styrkjum má
nefna:
Fákur, v. reiðskóla 14 þús.,
Skátasamband Reykjavikur
70 þús. v. byggingar við Olf-
ljótsvatn, KFUM og K 140
þús., Pólýfónkórinn 35 þús.,
Leikbrúðuland 10 þús., Mynd-
höggvarafélagið 84 þús.,
Alþýðuleikhúsiö 240 þús., þar
af 100 þús. v. endurbóta á
Hafnarbiói, Nýlistasafnið 20
þús., Safn Ásmundar Sveins-
sonar 95 þús., þar af 50 þús. til
að skrá verk Á.S., Taflfélag
Reykjavikur 167 þús., þar af 75
þús. byggingastyrkur og 12
þús. v. Norðurlandamóts
grunnskóla, Reykjavikur-
mótið i skák 50 þús., Iþrótta-
félag fatlaðra 28 þús., Skóg-
ræktarfélag Reykjavikur 84
þús., Farfugladeild Reykja-
vikur v. byggingar 175 þús.,
Blindrafélagið 100 þús. til að
auðvelda aðgang fatlaðra að
húsnæði félagsins, Krabba-
meinsfélag Reykjavikur 98
Framhald á 14. siðu
Alþýðubandalagið:
Forval í
Reykjavík
Fyrri umferð 15. og
16. janúar — Seinni
umferð 29. og 30. jan.
Frá fundi nemenda Myndlistarskólans I gær. Björn Björnsson formaður nemendfélagsins er i ræðustól.
Um 120 manns voru á fundinum (Ljósmynd Gunnar Elisson).
Köirnun á hagkvæmni
íslenskrar áliðju
Samningar hafa nú verið undir-
ritaðir við norska álfyrirtækið
Árdal og Sunndal Verk a/s og
Verkfræðiskrifstofu Sigurðar
Thoroddsen hf. um hagkvæmni-
athugun á Islenskri áliðju fyrir
iðnaöarráðuneytið. Samningur-
inn við ASV beinist að könnun á
hagkvæmni nýrrar álverksmiöju
og felur hann ekki i sér neinar
skuldbindingar af hálfu samn-
ingsaöila um samstarf á sviði ál-
framleiðslu siðar. A vegum ráðu-
neytisins munu einnig verða
kannaðir möguleikar á úrvinnslu-
iðnaði i tengslurn við álfram-
leiðslu. Er áætlað að athuguninni
Ijúki I september 1982 en hún er
liður i viötækri könnun á þeim
kostum sem völ er á i orkufrekum
iðnaði, i samræmi við markaða
stefnu rikisstjórnarinnar.
1 frétt frá iðnaðarráðuneytinu
kemur fram að á undanförnum
mánuðum hafa ýmis erlend fyrir-
tæki sýnt áhuga á samstarfi við
Islendinga um ýmsa þætti i ál-
vinnslu, m.a. vegna kaupa á áli,
sölu á súráli og öðrum hráefnum
svo og áhugaaðilar um eignaraö-
ild i samvinnu við islenska rikið.
Auk ráðuneytisins munu full-
trúar úr Orkustefnunefnd rikis-
stjórnarinnar hafa umsjón með
gerð hagkvæmniathugunarinnar.
Árdal og Sunndal Verk er
stærsta fyrirtæki i áliönaði i
Noregi og er það eingöngu eign
norska rikisins. Fyrirtækið rekur
3 álverksmiður i Noregi, og er
samanlögð framleiöslugeta
þeirra um 350 þúsund tonn af áli á
ári. Auk þess rekur fyrirtækið
fjölþættan úrvinnsluiönað i
tengslum við álframleiðsluna.
ASV hefur þróað eigin tækni til ál-
framleiðslu og er það eina fyrir-
tækið á Norðurlöndum sem það
hefur gert.
Verkfræðistofa Sigurðar
Thoroddsen h.f. er elsta og
stærsta ráðgjafaverkfræðistofa
hérlendis og hefur haft með hönd-
um hönnun og framkvæmdaeftir-
lit með hvers konar meiriháttar
mannvirkjum hér á landi. Ráðu-
neytið telur mjög mikilvægt að
■tslendingar taki virkan þátt i sem
flestum þáttum hagkvæmniat-
hugana á orkufrekum iðnaði hér á
landi i þvi skyni að byggja upp
þekkingu i landinu á sviði orku-
nýtingar. Er það stefna ráðuneyt-
isins að hér eigi sér stað svipuð
þróun og átt hefur sér staö á sviði
virkjana, þ.e.a.s. að áætlanagerð
og hönnunarvinna færist i vax-
andi mæli inn i landið.
Alþýðubandalagið i Reykjavik
viðhefur forval til undirbúnings
röðun á lista flokksins við borgar-
stjórnarkosningar i vor, eins og
fram hefur komið áður f blaðinu.
Fyrri umferðin fer fram næst-
komandi föstudag og laugardag,
þann 15. og 16. janúar en seinni
umferðin fer fram 29. og 30.
janúar. Kosið verður á Grettis-
götu 3 og verður skrifstofan opin
til þessa föstudagana frá kl. 18.00
— 23.00 en laugardagana frá kl.
10.00 — 23.00.
Fyrri umferð forvalsins gegnir
þvi hlutverki aö tilnefna menn til
þátttöku i seinni umferð. Fer hún
þannig fram að félagsmenn rita
fimm nöfn á sérstakan kjörseðil
og skiptir röð nafna ekki máli.
Ekki má tilnefna kjörna borgar-
fulltrúa i fyrri umferðinni, en
heimilt er að tilnefna utanfélags-
menn, enda eigi þeir heima i
Reykjavík.
f seinni umferð eru þeir sem
skipa 21 efsta sæti i tilnefningar-
röð og þeir borgarfulltrúar, sem
gefa kost á sér skráðir á kjörseðla
og skal kjósandi i þeirri umferð
setja tölurnar 1—10 við nöfn á list-
anum eftir þvi hvernig hann vill
raða á framboðslistann.
Kjörnefndin telur siðan atkvæði
úr siðari umferöinni og birtir
niðurstööur félagsmönnum.
Niðurstööurnar eru ekki bindandi
fyrir kjörnefnd, en niöurstaöa
hennar skal lögð fyrir fulltrúaráð
og almennan félagsfund til
endanlegrar samþykktar. Svkr.
Leikhúsaðsókn haustið 1981:
FJÓRÐI HVER
ÍSLENDINGUR
Þaö er ekki ofsögum sagt af
leikhúsáhuga tslendinga. Gestir i
atvinnuleikhúsunum þremur i
Reykjavik voru hvorki fleiri né
færri en 66.408 frá þvi aö þau hófu
sýningar i september s.l. þar til
13. desember.
Gestir hjá Leikfélagi Reykja-
vikur á þessu timabili voru 31.872,
þar af 17.042 i Iðnó, 10.730 i Aust-
urbæjarbiói og 4100 i skólum
borgarinnar. Gestir Þjóðleik-
hússins voru 26.189, þar af 24.691 á
stóra sviöinu og 1498 á litla svið-
inu. Gestir Alþýðuleikhússins
voru 8.347 þar með þeir sem sóttu
3 sýningar á Egilsstöðum.
—GRr
r«
Svæðamót í skák hefst í
Danmörku á morgun:
— ;
Þrír Islendíngar
meðal þátttakenda
Mótið er liður í fyrsta áfanga
j næstu heimsmeistarakeppni
Á morgun hefst i Randers i
Danmörku svæðamót i skák og
eru þrir islenskir skákmenn
meðal þátttakenda, þeir Guð-
mundur Sigurjónsson, stór-
meistari og alþjóðlegu meistar-
arnir Heigi Ólafsson og Jón L.
Arnason. Svæðamótin eru fyrsti
áfangi i næstu keppni um réttinn
til að skora á heimsmeistarann i
skák. Þvl næst koma milli-
svæöamót og loks keppni 8
manna um réttinn til að skora á
Anatoly Karpov, heimsmeist-
ara.
Þetta svæðamót f Randers, er
ekki mjög sterkt og ættu is-
lensku skákmennirnir að eiga
all góða möguleika á að komast
áfram. Keppt er i 2 riðlum.
Meöal þátttakenda á svæöa-
mótinu má nefna Karlson og
Wetberg frá Sviþjóð, Hoi og
Mortensen frá Danmörku,
Ratanen og Hurme frá Finn-
landi, Hoen og Helmers frá
Noregi, Borik og Freuster og
Lobren frá V-Þýskalandi, Grun-
feld og Liberzon og Birbou frá
Israel, Herzog frá Austurriki.
Helgi Ólafsson mun segja
fréttir af mótinu i Þjóðviljanum
en keppnin hefst sem áður segir
á morgun. —S.dór
„Vinningurinn var eins og
sending af himnum ofanjj
Kom okkur yfir erfióasta hjallann í húsbyggingunni”
Vinningshafi íHHI
r
•••••••• ••••••••
• ••• ■ •••
• ••• • •••• • •••• • ••• • •••
■••■ ■••• ■■■■• • ••••
•■•* L •••• ••••• ■ •••■ J,
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ISLANDS
hefur vinninginn