Þjóðviljinn - 09.01.1982, Blaðsíða 2
2 SIÐA — Þ JÓÐVILJINN . Helgin 9.—10. janúar 1982
shammtur
•5«
Af áramótaávarpi frjálshyggjumanns
Góðir fslendingar. Um leiðog ég óska landi
og lýð gleðilegs árs og f riðar, langar mig til að
þakka fyrir að fá, hér á þessum helga stað,
tækifæri til að ávarpa landsmenn í anda ein-
staklingsfrelsis, athafnafrelsis, frjáls fram-
taks og frjálsrar hugsunar.
Ég held að ekki sé djúpt tekið í árinni, þó ég
segi hér að æ f leiri hallist að þeirri skoðun, að
það hagkerf i, sem við Islendingar búum við og
höfum raunar alltof lengi þurft að umbera,
sé svo gersamlega búið að ganga sér til húðar
að mál sé að linni.
Þeir sem annað hyggja eru annaðhvort ein-
hverjir furðufuglar, eða eftirlegukindur
undirlagðar af hugmyndum Karls Marx um á-
góðahugtakið og arðránskenninguna, eða
fylgjendur hins „blandaða hagkerfis". Menn
sem lifa í þeirri von að öll hugmyndafræði sé
dauð, af því að velferðarríkið hafi sætt alla.
En þeim hinum sömu skal hér og nú á það
bent, að hafi hugmyndafræði efnahagsmál-
anna nokkurn tímann blómstrað, þá er það
einmitt núna, og lærifeður okkar um vel-
ferðarmál mannkynsins í framtíðinni verða
þeir Ludwig von Mises, Friedrich A. Hayek og
Milton Friedman.
Það voru alltaf, eru og munu verða lög
markaðsins, sem gilda. Framboðið og eftir-
spurnin. Hvað sagði ekki Björn Ólafsson í rit-
gerð sinni „Framboð og eftirspurn":
„Það þýðir ekki að bjóða söddum manni
fisk. Hann vill hann ekki, étur hann ekki,
kaupir hann ekki. Af því leiðir að þegar allir
eru saddir, verður fiskverðið ótryggt. Aftur-
ámóti er fræðilegur möguleiki á þvi, að
svangan mann sé hægt að lempa til að borða
fisk og jafnvel kaupa hann til manneldis. Þá
hækkar fiskurinn í verði."
Það er auðvelt skólabókardæmi hve von-
laust er til langframa að reka fyrirtæki með
halla. Hverju barni ætti að vera Ijóst að ekki
er um annað að ræða en leggja niður alla
starfrækslu þeirra íslensku fyrirtækja, sem
ekki sýna arð.
[ framhaldi af þessu er ærin ástæða til að
lita á það hvað hér á landi er rekið með halla
og hvað með hagnaði.
Ljóst er að togaraf lotinn er rekinn með stór-
halla og bátaflotinn sömuleiðis. Fiskveiðar á
íslandi borga sig ekki. Útvegi á því að hætta.
Landsmenn eiga ekki kost á öðru en snúa
sér að einhverju, sem er arðvænlegra. öllum
hraðfrystihúsum ætti sömuleiðis löngu að
vera búið að loka, því öll eru þau rekin með
umtalsverðum halla. Ef til viil verður þeim
lokað þegar búið er að leggja togaraflotanum
og bátaf lotanum.
Landbúnaðurinn ber sig ekki. Hann er, eins
og alþjóð veit — og hefur alltaf verið „byrði á
þjóðinni". Landbúnað eiga landsmenn því —
með frjálshyggjuna að leiðarljósi — umsvifa-
laust að leggja á hilluna.
Oll iðnaðarfyrirtæki í landinu eru rekin með
bullandi tapi, svo fáránlegt er að halda þeim
gangandi. Og verslunin er — eins og of t hef ur
komið fram bæði í ræðu og riti — á vonarvöl.
Samkvæmt kenningum okkar frjálshyggj-
umanna, sem aðhyllumst hagskipulag ein-
staklingsfrelsisins, ber að leggja áherslu á
þann rekstur, og þann rekstur einan, sem
sýnir hagnað.
Vér lærisveinar Friedmans og Hayeks
leggjum því til að íslenska þjóðin snúi sér að
arðbærum umsvifum eins og tannlækningum
og sprúttsölu. í f rystihúsunum má starfrækja
diskótek, eins og Dav. Schev. Thorst. stakk
uppá í Mogganum á gamlársdag. Lakkrísgerð
hefur löngum verið arðbær, þar er óplægður
akur. (slenska sjónvarpið ber að leggja niður,
en snúa sér að arðbærum vídeóleigum.
Astæða er til að staldra við þá staðreynd að
kirkjur landsins eru reknar með umtals-
verðum halla, en klámmyndir skila arði. Há-
skólinn er bókstaf lega að sliga þjóðarbúið, svo
gífurlegt er tapið á honum, en Hollywood
skilar umtaisverðum arði. Það væri óvitur
bóndi sem fargaði ekki fyrr gamalli geldri
belju en góðri mjólkurkú.
Þá er Ijóst að íslenski ballettflokkurinn og
Sinfóníuhljómsveitin koma aldrei til með að
s'kila arði. Hins vegar væri hér hægt um
heimatökin að stofnsetja snyrtilegt hóruhús
og slá með því tvær f lugur í einu höggi. Veita
mönnum gleði og fró og sýna gróða. Skapa
verðmæti.
Þess vegna er áramótaboðskapur okkar
frjálshyggjumanna þessi: Hættum að fást við
vonlausan rekstur á vonlausum fyrirtækjum
sem ekki skila arði, rekstur, sem endalaust er
fleytt áfram meðtapi. Burt með sjávarútveg,
landbúnað, iðnað og versluaen upp með diskó-
tek, vídeó, tískuverslanir, sprúttsölu, tann-
lækningar, ferðaskrifstofur, pútnahús, Prins
póló og kók.
Það er nefnilega talsvert til í því sem hag-
fræðiprófessorinn sagði í áramótaræðunni
sinni um daginn:
Endalaust menn ræða og ræða
um ranglætið í heimi hér.
Lausnin er að græða og græða,
já græða meira og bjarga sér.
skraargatið
Timinn
hefur tilkynnt framkvæmda-
stjóraskipti og tekur Gisli Hin-
rik Sigurðsson sjónvarpsstarfs-
maður við þvistarfi. Menn velta
þvl að sjálfsögðu fyrir sér
hvernig standi á þvi að Gisli
þessi Hinrik séiitvalinn af öllum
mönnum. Og skýringin liggur i
augum uppi. Hann er sonur Sig-
urðar Brynjólfssonar af-
greiðslustjóra Timans og mág-
ur Halldórs Ásgrimssonar, for-
manns blaðstjórnar Timans.
Pólitíska ættfræðin lætur ekki
að sér hæða.
íslendingar
eru heldur betur farnir aö
breiða úrsérum heiminn. Pétur
Jónsson heitir maður og gjarn-
an kenndur við Véltækni. Hann
hefurnú að mestu sagtskiliðvið
gamla hólmann og er fluttur til
Saudi-Arabiu — af öllum lönd-
um. Hann er undirverktaki
grisks verktaka og er þar með
12 manna vinnuflokk, þar af 6
Islendinga. beir eru i þvi að
steypa rennusteina i arabiskar
götur. Lögfræðingur Péturs þar
syðra er Eirikur nokkur Tómas-
son og er hann meö annan fótinn
i Saudi-Arabiu.
Hjónaskilnaðir
eru hálfgerður faraldur. Fast-
eignasali i Reykjavik sem seldi
á annað hundrað ibúða i fyrra,
tók það saman að gamni sinu
hversu margar þessara ibúða
hefðu annaðhvort verið seldar
eða keyptar vegna skilnaða og
komst að þvi að um 40% þeirra
væri þannig háttað um.
Eirikur: Lögfræðingur is-
lcnskra verktaka i Saudi-Arabiu
veröur prófað hvernig vindar
leika um húsin. Það viröist ekki
vanþörf á að slikar rannsóknir
fari fram til þess að koma í veg
fyriraöháhýsi magni upp storm
svo sem reyndinhefur verið t.d.
við blokkirnar i Engihjalla i
Kópavogi. Þá er einnig mögu-
leiki á aö i húsinu verði komið
upp vatnsgöngum þar sem hægt
verður að gera tilraunir með
skipamódel og einnig i straum-
og vatnsfræði.
Og
úr þvi að talað er um fram-
kvæmdir Háskólans má geta
þessaö upp hefur komið sú hug-
mynd að reistir verði nokkrir
fyrirlestrarsaliren mikill skort-
ur erá slikum scíum fyrir stóra
hópa. Þessar framkvæmdir
yröu i samvinnu við Háskólabió
þannig aö salirnir gætu nýst til
kvikmyndasýninga á kvöldin og
Páll Heiðar: Megn óánægja
yrðu þeir þá i sama stil og
Regnboginn. Ekki þyrfti nema
einn sýningarmann til að sýna
kvikmyndir i mörgum bióum.
mun vera ákveðið að nýja sið-
degisblaðinu verði hleypt af
stokkunum þó að enn vanti
nokkuö upp á hlutafjárloforð.
Ekki er farið að ráða i stöður á
blaðinu en a.m.k. 7 starfsmenn
Dagblaðsins & Visis munu hafa
leitað hófanna um vinnu vegna
slæms mórals á þeim bæ.
íbúasamtök
Vesturbæjar og foreldra- og
o- kennarafélag Vesturbæjarskóla
hafa haft miklar áhyggjur af
þrengslum i' skólanum, sem er i
gamla Stýrimannaskólahiísinu
við öldugötu. Mun rætast úr
þessu að hluta á næsta ári þar
sem tekið hefur veriö á leigu
húsnæði á neðstu hæð við öldu-
götu 29 frá 1. janúar n.k. Þá hef-
ur verið ákveðið að hanna nýjan
skólai Vesturbæ og mun honum
ætlaður staður á horni Fram-
nesvegar og Hringbrautar.
Útvarpsráð
er farið að hafa áhyggjur af
Morgunvöku Páls Heiðars Jóns-
sonar vegna stöðugra kvartana
sem útvarpinu berast út af þess-
um þætti, einkum vegna þess
hve Páll Heiðar er hlutdrægur
sjálfur i viðtölum og vali á við-
mælendum. Þá þykir þátturinn
heldur svona leiðinlegur og litt
spennandi. Vegna þessa alls
hefur útvarpsráð nú til athugun-
ar kostnað við þennan þátt og
einnig A vettvangi. Laun Páls
Heiöarseru yfir 20 þúsund krón-
ur á mánuði og Sigmars B
Haukssonar um 15 þúsund krón-
ur. Verður kannað hvort þeir
Páll og Sigmar vinni fyrir þessu
kaupi og að hve miklu leyti efni
þáttanna er aðkeypt.
Slitnað
hefur upp úr viðræðum milli
borgar, ríkis og Torfusamtaka
um sameinað átak til að ljúka
endurreisn Torfunnar. í haust
fengu Torfusamtökin 50 þúsund
króna aukafjárveitingu frá
borgarstjórn, en upphaflegi
styrkurinn á þessu ári, 100 þús-
und krónur, var allur hirtur upp
i fasteignagjöld af þessari eign
rikisins. A fjárhagsáætlun borg-
arinnar fyrir árið 1982 er gert
ráð fyrir 300þúsund króna styrk
til Torfunnar.
Glsli Hinrik: Skýring er fengin.
Happdrættin
auglýsa nú sem ákafast, enda er
nýtt happdrættisár að hefjast
hjá tveimur þeirra. Skáargatið
frétti af einum sem spilar i
Happdrætti Háskólans. Hann á
þrjá trompmiöa og auk þess alla
stöku miðana sem fylgja sömu
númerum. Þá á hann einn stak-
an miða að auki. Hann fékk á
slðasta ári vinnig á alla miðana
eða samtals 28 vinninga. Þetta
voru að visu lægstu vinningar i
öllum tilvikum — en samanlögð
upphæðin var 14.000 krónur.
Framkvæmdir
eru nú að heíjast a nýju húsi
fyrir verkfræði- og raunvisinda-
deild Háskóla Islands. Það telst
til nýlundu að i þessu húsi verða
svokölluð vindgöng. í þeim
veröur hægt að setja upp módel
af heilum hverfum og siðan