Þjóðviljinn - 09.01.1982, Síða 22

Þjóðviljinn - 09.01.1982, Síða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9,—10. janúar 1982 Úr kýrhausnum Afsakið... ég var rétt i þessu að stökkva ofan af the Empire State Build- ing Ungur listamaöur i New York, auralaus og einmana, á- kvað að svipta sig lifi á jólunum 1977. Hann tók lyftuna upp á 86. hæð i Empire State bygging- unni, þeirri hæstu i heimi. Náungi þessi hét John Helms og var 26 ára að aldri. Hann klifraöi yfir öryggisnetið á út- sýnissvölunum, baö stutta bæn og henti sér fram af, niður til bilanna sem sýndust örsmáir þarna i meira en 300 metra hæð. Hálftima siðar vaknaði John Helms og fann það út að hann lá á tæplega eins metra breiðri syllu á 85. hæð en þangað hafði vindsveipur feykt honum. Hinn ungi ógæfusami listamaður á- lyktaði sem svo aö Guð heföi bænheyrt hann og ákvað að hætta við sjálfsmorðið. Hann bankaöi á glugga á sim- stööá hæöinni og var hleypt inn. Bill Steckman simastarfsmað- ur var við vinna sina þegar þetta gerðist og hann sagði sið- ar: Ég trúöi ekki minum eigin augum, menn leggja það jú ekki i vana sinn að banka á glugga á 85. hæö. Ég hélt aö ég sæi of- sjónir og min fyrstu viðbrögð voru að gripa glas og fá mér vænan slúrk... Helms fann það hins vegar út að lifið á jólunum væri ekki eins óbærilegt og áður leit út fyrir. Fiskisagan flaug og áður en varði fékk hann hundruð heim- boöa frá hræröum borgarafjöl- skyldum. Aö kunna sig Og hér kemur önnur frá Bandarikjunum. Stuttu eftir að Calvin Coolidge tók við embætti forseta bauð hann nokkrum vin- um utan af landi til málsverðar i Hvita húsinu. Fólkið var eðli- lega taugaóstyrkt i svo virðu- legu umhverfi og var ekki visst um að kunna sig við borðhaldið þannig að það apaði allt eftir forsetanum. Forsetinn hellti hálfum kaffibolla sinum i undir- skálina og allir gerðu eins. Sið- an setti hann rjóma og sykur út i og allir gerðu eins. Næst tók for- setinn undirskálina og lagði hana á gólfið fyrir köttinn sinn. Fyrsti bilstjórinn Nicholas Cugnot, franskur stórskotaliðsforingi, varð fyrst- ur til að gera þrjá hluti hér I heimi sem margir hafa siöan leikið eftir. Hann varð fyrsti bil- stjórinn er hann vann það afrek að finna upp gufuknúinn bil árið 1769. Fáum minútum eftir að billinn var settur i gang varð hann svo fyrsta fórnarlamb bil- slyss. Hann ók beint á múrvegg. Uppfinningamaðurinn náði sér þó fíj'ótt eftir slysið og var hreint ekki af baki dottinn. Hann lag- færði stýris- og hemlabúnað bilsins þar til hann var fær um að bera 4 persónur og aka á þriggja kilómetra hraða á klukkustund. Hann gerði samn- ing við franska hermálaráðu- neytið um að smiða miklu stærri herbil. Tilraunir Cugnots á bilum reyndust hins vegar svo hættu- legar lifi og limum manna, að eftir nokkur bilslys varð hann fyrstur allra manna i heimi hér — til að verða settur inn fyrir ó- gætilegan akstur. Herbill hans var aldrei tekinn i notkun og árið 1804 dó Cugnot — algjörlega gleymdur öllum. Þorgeir Pálsson: Góð jassvaka JASSVAKA (Jtgefcndur: Jassvakning Flytjendur: Bob Magnússon bassa, Guðmundur Ingólfsson píanó. Guðmundur Steingrimsson trommur, Viðar Alfrcðsson trompet og flygilhorn, Rúnar Georgsson tenórsa xafón, Innihald : Scvcn Special l’m getting sentimental over you Þrir húsgangar Móðir min i kvi kvi You’d be so nicc to come horne to Fyrir nokkru, reyndar all- nokkru, kom út á vegum Jass- vakningar hljómplatan Jass- vaka. Þessi ágæta jassplata hefur að geyma upptökurfrá af- mælistónleikum Jassvakningar iseptember á siöasta ári. Til að leika á þessum tónleikum var myndað jassband með okkar efnilegustu jassleikurum, en eins og islenskir jassunnendur vita, hefur sárlega vantað kontrabassista til að fullkomna sveifluna þegar islenskir jass- spilarar koma saman, en allt bendir til þess að úr þvi sé að rætast. „Allt frá upphafi hefui’ það verið höfuðmarkmið klúbbsinsað efla islenska djass- sköpun og þvi þótti viö hæfi að bjóöa erlendum djassleikara til afmælisveislunnar svo hann mætti leika með islenskum. Fljótlega var ákveðið að bjóða bandariska bassaleikaranum Bob Magnússon og kom tvennt til: hann er efnilegur bassaleik- ari og bassaleikara þurfti til að styrkja afmælishljómsveitina og svo var hann af islenskum ættum”, segir hinn góðkunni jassskriíient Vernharður Linnet 1 spjalli si'nu á plötuumslaginu. íslenskur jass A margumræddum tónleikum voru m.a. spiluð nokkur i'slensk þjóðlög sem Gunnar Reynir Sveinsson útsetti fyrir hljóm- sveitina. Aplötunnierutværút- setningar: Þrir húsgangar (Fagurt galaði fuglinn sá, Kindur jarma i kofanum og Austankaldinn á oss blés) og < Móðir mi'n i kvi kvi. Sjálfur ; Guðmundur Ingólfsson á einn ; ópus á plötunni, Seven Special sem er tileinkað hinum marg- rómaða Khib Syv i Osló, en þar var hann pianisti á árum áður. Loks eru tvö stykki af, þvi sem gáfumenn i jassi nefna, standardá, gamalkunnug lög úr jassheiminum, You’d be so nice to come home to eftir Cole Porterog I’m getting sentimen- tal over you. Sem sagt hefð- bundin uppsetning á jassplötu. Mögnuð sveifla Platan hefst á hinu kröftuga og fjöruga lagi Seven Speical. Þar stendur ryþmabandið sig með glæsibrag. Skemmtilegt dúo þeirra Guðmundar Ingólfs- sonar og Bob Magnússonar þar sem bassinn fylgir pianóinu eftir f upphafi lagsins. Guð- mundur Steingrimsson kemur siðan með sinn þétta sveiflu- takt, lemur húðir og diska af krafti og sýnir hérlendum hvernig á að nota trommusett i góðri sveiflu. Guðmundur hefur einnig getið sér orð fyrir að komast af með eins lítið trommusett (þ.e. trommu) og hægteren hafa samtsveifluna á sinum stað, en heldur kýs ég nú það fyrrnefnda. Liflegur blástur þeirra Rún- ars Georgssonar og Viðar Al- freðssonar rekur sveifluna áfram. Rúnar á sérlega frum- legt og gott sólo og Viðar þeytir laginu áfram i hröðu sólói. Undirtökin á þó ryþmabandið og er nærvera Bob Magnús- sonar augljós lyftistöng i þvi sambandi. Að fá loksins góðan islenskan jass með góðum kontrabassaleikara er það sem beðið hefur verið eftir. Guðmundur Ingólfsson kemur hér fram i sinu besta formi og er einhver kyngimagnaður blær yfir spili hans og er sólóið með þvi þéttara sem heyrst hefur frá honum hérlendis. Er ekki laust við áð einhver Wynton Kelly still sé i þvi, eða svo finnst mér. Hinn hugljúfi standard I’m getting sentimental over you er ekki tekin neinum viðvanings- tökum hjá ryþmabandinu, þaí þarf ekki að vera betra. Guð- mundur Ingólfsson með tóna slaghörpunnar, svo lipurt og létt, á réttum stað og nafni hans Steingrimsson með nett „fúmp- damp” á drumbumar. En allt slær þó út bassaleikur Bob Magnússonar. Hér er greinilega enginnamatör á ferðinni iþess- um bransa. Það er varla að mig minni til fágaðri bassaleiks hér á landi, að sjálfsögðu ef undan er skilinn NHÖP, enda kominn hátt á lista hjá jassblaðinu Down Beat og stefnir vafalaust hærra. Þjóðlagadjass Samleiksfléttan Þrir hús- gangar er létt og hressileg út- setning á þessu gömlu söng- lögum. Þó bera þær sterk ein- kenni klassiskrar tónlistar eins og islenskir hafa skrifað hana á sin nótublöð. Má segja að hér sé kammerjassinn enn á ferðinni. Hnyttilegur endir er einna markverðastur. Móðir mín i kvi kvi er áber- andi betri útsetning, hér hefur mikil radctverið lögð iað ná upp andanum sem fylgir sam- nefndri sögu. Draugalegt og seiðandi inngangsspil er strax visbending um hvert stefnir. Það staðfestist með sólói Við- ars Alfreðssonar, tónarnir æpa á mann eins og útburðurinn, það er því stutt i gæsahúðina. Ein- faldur og dulúðugur pianóleikur Guðmundar Ingólfssonar æsir leikinn enn frekar. Bassastrok- urnar einstaklega áheyrilegar og sóló Bob rennur i gegn. Akaf- lega hugljúfur leikur það. Út- koman verður góður islenskur jass. Þessari jassvöku lýkur með You’d be so nice to come home to. Vel leikið og liður áfram. Þó saknaég blásarana í þessu lagi, þeir koma ætið vel út i þessum standard. Loksins loksins Þessi jassplata er kærkomin sending til eflingar jassinum hér á okkar litla skeri. Allir skila sínu vel með þéttri sveiflu og öruggri keyrslu en að sjálf- sögðu veitir maður bassa- leiknum meiri eftirtekt, svona i heildina, af augljósum ástæð- um. Jassvakningá þakkir skilið fyrir útgáfuna. Þó er þetta greinarkorn sé nokkuð á eftir tímanum er þó réttað koma þvi til skila sökum ágætis plöt- unnar. Élli'i Mogens Camre Forystumaður danskra krata í heimsókn: Mogens Camre heldur fyrirlestur Danski þingmaðurinn og sósialdemókratinn Mogens Camre var væntanlegur i heim sókn fimmtudaginn 7. jan og dvelurhér á landi til mánudags- morguns. Mogens Camre hefur i mörg ár staðið framarlega i dönskum stjórnmálum. Hann hefur verið lengi þingmaður sósialdemó- krata, og i siðustu rikisstjórn var hann pólitiskur talsmaður flokksins á þingi. Þvi embætti gegnir hann nú einnig i hinni ný- mynduðu minnihlutastjórn sósialdemókrata. Mogens Camre er þekktur fyrir einarðar skoðanir og er óhræddur við að halda þeim fram, enda þótt þær séu af mörgum taldar umdeilanlegar. Mogens Camre heldur fyrir- lestur i Norræna húsinu sunnu- daginn 10. jan. kl. 14:00 og ræðir um nýjustu þróun i dönskum stjórnmálum og á eftir mun hann svara fyrirspurnum áheyrenda.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.