Þjóðviljinn - 09.01.1982, Blaðsíða 31
Helgin 9,—10. janúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 31
ASÍ krefst lausnar
fiskverðsdeilunnar
Eftirfarandi ályktun var
samþykkt á fundi miðstjórnar
Alþýöusambands Islands
fimmtudaginn 7. jan.:
„Vegna vinnudeilu útvegs-
manna og sjómanna og þess
ágreinings sem uppi er um
fiskverð hefur nú skapast
alvarlegt ástand i atvinnu-
málum um land allt. Ljóst er
að bæta verður kjör sjó-
manna. Miðstjórn Alþýðu-
sambands Islands krefst þess
að atvinnurekendur og st j)rn-
völd komi þegar I stað til móts
við kröfur sjómanna svo lausn
fáist i deilunni”.
VMSÍ lýsir áhyggjum
A fundi i' f ramkvæmdast jórn
Verka m annasamb ands
Islands í gær var gerð ályktun
þar sem lýst er þungum
áhyggjum af þvi geigvænlega
atvinnuleysi sem nú rikir hjá
fiskvinnslufólki vegna verk-
banns at vinnurekenda og
verkfalls sjómanna. 1 ályktun-
inni segir:
„Fram hefur komið að
ákvörðun fiskverðs er helsta
hindrunin fyrir lausn á kjara-
deilu sjómanna og útvegs-
manna. Fundurinn krefst þess
að rikisvaldið sinni frum-
kvæðisskyldu sinni i Verðlags-
ráði, en raunin hefur verið sú
á undanförnum árum að
frumkvæðisskylda rikisvalds-
ins hefur verið ótviræð hvað
varðar ákvörðun fiskverðs.
Atvinnuleysi er böl sem er
islensku þjóðfélagi til van-
sæmdar og þvi hvetur fram-
kvæmdastjórn V.M.S.Í. til
skjótrar viðunandi lausnar á
yfirstandandi kjaradelu”.
Allsherj arskrán-
ing á mánudag
A mánudag fer fram allsherjar skráning atvinnulausra á
landinu en i gær og fyrradag skráöi sig mikill fjöldi sem misst
hefur vinnu vegna hráefnisskorts i fiskvinnslunni. Þjóðviljinn
haföi i gær samband við nokkra staði úti um land og virðast það
einkum vera konur sem oröið hafa fyrir barðinu á uppsögnunum.
Þar sem atvinna hefur veriö næg s.l. ár ber á þvi að fólk komi
ekki til skráningar en með skráningunni á mánudag á að koma I
ljós hversu margir hafa misst atvinnuna.
Þingeyri:
36 skráðir Neskaupstaður:
atvinnulausir
„Það var byrjað að skrá at-
vinnulausa hér á þriðjudag og
nú hafa 36 manns komið til
skráningarinnar”, sagði Guð-
mundur FriðgeirMagnússon á
Þingeyri í gær.
„Þetta fólk sem þegar hefur
skráð sig var lausráðið, en
kauptrygging hjá fast,
ráðningarfólkinu rennur ekki
út fyrr en á mánudag. Allri al-
mennri fiskvinnu var lokið hér
sl. mánudag, en þó eru enn
nokkrir sem vinna i hörpu-
disk. Svo var verið að vinna
við að pakka skreið og salt-
fiski. Ég veit að það eru ekki
allir búniraðláta skrá sig sem
til þess hafa rétt, fólk kann
ekki alveg á þetta”, sagði
Guðmundur Friðgeir að lok-
um. Svkr.
Siglufjörður:
Öllum kon-
um sagt upp
„öllum konum, sem unnu
hjá ÞormóW ramma og tsa-
fokl var sagt upp um áramót
og hafa þvi skráð sig snemma
i þessari viku”, sagði Kol-
beinn Friðbjarnarson f sam-
tali við blaðiö i gær.
„öll framleiðsla i fiskiðnaði
er þvi stöövuð eins og annars
staðar ilandinu. Fjöldiþeirra,
sem sagt var upp er á milli
120-130 og eru það nær ein-
göngu konur. Það er alltaf
sama sagan, þaö er lenska á
tslandi að láta erfiðleikana
fyrst bitna á konunum. Karl-
mönnum erekkisagtupp.þeir
eru settir i dútl, viðhald og
viðgerðir og þessháttar. Ann-
ars hefur verið nokkurt at-
vinnuleysi frá þvi seinni part-
inn i sumar vegna erfiðleika
hjá Siglósild. Þar hefur ekki
verið unnið nema með köflum
og fólk þvi verið annað slagið
á bótum.
„Við vonumst til að þessu
ástandi fari að linna c® allir
taki sig saman i andlitinu og
gangi i það að leysa þessa
deilu”, sagði Kolbeinn Frið-
bjarnarson. Svkr
Enginn
skráður enn
„Atvinnuleysisskrámng er
ekki hafin hér, enda engum
verið sagt upp starfi hjá
Sildarvinnslunni hf”, sagði
Ami Þórinóðsson á Neskaup-
stað i viðtali við blaðið i gær.
„Þeir sem unnú i frystihús-
inu fara i saltfisk- og skreiðar-
vinnu ogreynt verður að halda
þvi eitthvað áfram, en það er
takmarkað hvað það endist.
En fyrirtækið mun leitast við
að veita fólki vinnu eftir föng-
um, en nú er verið að vinna
hráefni, sem búið er að fá út á
lán”, sagði Arni. Svkr.
Vestmannaeyjar:
Um 300
komnir á
atvinnu-
leysisskrá
„Siðustu fréttir af atvinnu-
leysisskráningunni hér í Vest-
mannaeyjum eru þær, að búiö
er að skrá rétt um 300 manns
og eru konur þar i mikium
meirihluta”, sagði Jón
Kjartansson formaður Verka-
lýðsfélagsins i gær.
„Karlmennirnir eru settir i
ýmiss konar vinnu viö stand-
setningar, sem konur hafa
sloppið við þvi þær hafa kaup-
tryggingu, en karlarnir eru
flestir lausráðnir og hafa þvi
þurft að fara i hvaö sem er.
Það er hins vegar ljóst að ef
deilan dregst á langinn veröa
þeir náttúrulega sendir
heim”, sagði Jón.
Þá hafði blaðiö samband við
Gunnlaugu Einarsdóttur hjá
Verkakvennafélaginu Snót i
Vestm annaeyjum og sagði
hún að i' kringum 300 konum
hefði verið sagt upp og hefði
uppsagnarfresturinn runnið Ut
hjá þeim 5. janúar. Þessar
konur væru aö skrá sig nú.
Svkr.
Tunglið við Esjuna.
Þessa fallegu mýnd tók gel um fimmleytiö i gær, en þá var frábært skyggni. Hætt er við, að skyggni
verðibágborið til tunglskoðunar Idag, þvi skv. spánni á að vera þungbúiö Idag.
Almyrkvi á tungli í dag
t dag, laugardaginn 9. janúar
1981, verður almyrkvi á tungli. t
Almanaki Hásköla tslands segir,
að kl. 17.15 byrji hálfskuggi að
færast yfir tunglið, en alskuggi
fylgir á eftir kl. 18.14. Miður
myrkvinn verður kl. 19.56, en
tunglið verður laust við allan
skugga kl. 22.37. Meðan á myrkv-
anum stendur verður tunglið á
austurhimni frá tslandi séð. Þvi
miður spáir veðurstofan tungl-
skoðurum lélegu skyggni: suð:-
austan og heilskýjuðu.
Tunglmyrkvar og sólmyrkvar
hafa löngum þótt dularfull fyrir-
brigði i mannheimum. Þór Jak-
ohsson, veðurfræðingur, fræddi
okkurá því, að elstu heimildir um
tunglmyrkva dagsetji hann 19.
mars 721 f. Kr., en sá myrkvi var i
Efrat. En þá voru mennirnir
komnir það langt i stærðfræðinni,
að þessi myrkvi var séður fyrir.
Það er þvi langt um liðið siðan
mannskepnan fór að grufla i him-
intunglunum og nU eru visindin
sumsé þannig á vegi stödd, að
þessa myrkva má dag- og tima-
setja langt fram og aftur i tim-
ann. Þór sagði okkur ennfremur,
að gangur himintunglanna væri
það fyrsta sem mönnunum tókst
að fella inn i stærðfræðikerfi —og
það er veðurfarið á Jörðinni, sem
gerir mönnunum þetta kleift:
slikt stærðfræðikerfi yrði t.d. sið-
fundið á plánetunni Venus. Þar er
nefnilega alltaf skýjað!
—ast.
Sjómannafundurinn í fyrradag:
Mótmælir óbilgjamri
afstöðu útvegsmanna
og hvetur sjómenn til
órofa samstöðu í kjaradeilunni
Eias og skýrt var frá i Þjóðvilj-
anum i gær, boðaði Sjómanna-
sambandið til formanna* og full-
trúafundar sjómanna sl. fimmtu-
dag. Fundurinn hófst kl. 17.00 og
stóð fram á nótt. A fundinum var
samþykkt ályktun þar sem segir
meðal annars að fundurinn mót-
mæli harðlega óbilgjarnri afstöðu
Utgerðarm anna og frumkvæðis-
leysi rikisstjórnarinnar l yfir-
standandi kjaradeilu. Bent er á
að síðan ihaust hafi dtvegsmönn-
um og stjórnvöldum veriö ljóst að
fengist ekki viðunandi lausn á
kjaradeilu sjómanna og fiskverði
myndi koma til vinnustöðvunar.
Þá krafðist fundurinn þess, að
útvegsmenn komi til raunhæfra
samningaviðræðna við sjömenn
og að stjórnvöld tryggi forsendur
fyrir nýju fiskverði sem sjómenn
geti sætt sig við. Fáist ekki lausn
á þessarideilu sem sjómenn geta
sætt sig við lýsir fundurinn fullri
ábyrgð á hendur rikisvaldinu og
atvinnurekendum og loks hvatti
fundurinn til órofa samstöðu sjó-
manna i kjaradeilunni.
Þess má geta að Guðmundur
Hallvarðsson formaður Sjó-
mannafél. Reykjavikur vildi að
inní þessa ályktun yrði tekin
klausa um að fundurinn lýsti yfir
vantrausti á rikisstjórnina en
fundurinn hafnaði þvi alfarið.
Miklar umræður urðu á fundin-
um og komu fram ýmsar hug-
myndir, þ.a.m. að sætta sig ekki
við minna en 36% fiskverðshækk-
un og niðurfellingu oliugjalds.
Niðurstaða þeirra umræðna varð
sú að Ingólfi Ingólfssyni fulltrúa
sjómanna i yfimefnd var gefið
umboð til að leysa málið það fyrir
hönd sjómanna án bindandi
kvaða.
—S.dór
Efnahagsmálin ogflskverð;
Mikil fundahöld
verða um helgina
Mikil fundahöld voru í gær i
þingflokkum og framkvæmda-
stjórnum allra flokkanema Sjálf-
stæðisffokksins og var rætt um
efnahagsmálin, kjaradeilu sjó-
manna og Utvegsmanna og fisk-
verösákvörðun. Verðlagsráð sat á
þriggja tima löngum fundi sið-
degis i gær en hann varð árang-
urslaus og er annar fundur boð-
aður i dag.
ólafur Ragnar Grimsson
formaður þingflokks Alþýðu-
bandalagsins sagði i gæraö þing-
flokkur og framkvæmdastjóm
myndu halda annan fund um
efnahagsmálin idag kl. 15. Ólafur
sagði ekki timabært að greina frá
efnisatriöum umræðnanna en þær
heföu verði miklar og itarlegar.
A hádegi i dag koma til sam-
eiginlegs fundar efnahagsmála-
nefnd ri'kisstjórnarinnar og
þriggja manna ráðherranefnd
sem Gunnar Thoroddsen, Stein-
grimur Hermannsson og Svavar
Gestsson skipa.
Kortsnoi
kemur ekki
á R. víkur-
skákmótið
NU er Ijóst að stórmeistarinn
Viktor Kortsnoi kemur ekki á
Reykjavíkurmótiö i skák sem
hefst 9. febrúar nk. Honum var
boðið til þessa móts sérstaklega
sl. vor og þáöihann þá boðið. Nú
aftur á mótisegisthann ekki geta
komiö nema mótinu sé flýtt um 3
daga, vegna þess að hann ætlar
að taka þátt i skákmóti i Róm,
sem Banco de Roma heldur.
Að sögn Ingimars Jónssonar
forseta Skáksambands Islands er
útilokað að flýta mótinu af mörg-
um ástæðum. Helstar eru þó þær
að nímlega 30 erlendir skákmenn
hafa tilkynnt þátttökui mótinu og
hafa þeir nú þegar pantað far á
Ampex-fargjöldum, sem ekki er
hægt að breyta. Eins ef islensku
skákmennirnir sem nú taka þátt i
svæðamótinuí Danmörku komast
áfram ná þeir ekki heim i tæka tið
ef mótinu verður flýtt.
—S.dór