Þjóðviljinn - 09.01.1982, Blaðsíða 9
Helgin 9.—10. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Vita
Andersen
Mitt framlag til
kvennabaráttunnar
er að skrifa
— Ég byrjaöi aö skrifa meö
leynd þegar ég var 19 ára og hélt
þvi áfram meö leynd i 10 ár án
þess aö nokkuð af þvi birtist opin-
berlega, sagöi danski rithöfund-
urinn Vita Andersen i viötali viö
Þjóðviljann I gær, en hún er nú
stödd hér á landi ásamt manni
sinum, þingmanninum Mogens
Camre i boöi Norræna hússins,
Alþýöuleikhússins, Lystræningj-
ans og Dans-islenska félagsins.
— Þetta voru athugasemdir og
smámyndir sem ég hripaði upp á
blaösnepla. Þaö var ungur rithöf-
undur sem ég kynntist, sem sagöi
mér aö þetta væri ekki svo slæmt
hjá mér og hvatti mig til þess aö
koma verkum minum á framfæri.
Ég heföi sjálfsagt veriö reiöubúin
til þess aö greiöa einhverjum út-
gefanda fyrir aö koma fyrstu
ljóöabókinni minni á prent, og
var þvi himinglöð, þegar hún var
gefin út i 600 eintökum. Þetta var
ljóðabókin Tryghedsnarkomaner,
og þaö óvænta geröist, aö hún
seldist upp áhálftima. Siðan hafa
útgefendur ólmir viljaö gefa út
allt þaö sem ég læt frá mér fara,
og þótt þaö sé mikil breyting til
hins betra þá hefur það lika þann
vankant aö sumt af þvi er kannski
ekki eins gott og skjldi.
Ég haföi i mörg ár þjáöst af
vanmetakennd og þjáöst. af þeirri
tilfinningu aö ég væri einskis nýt.
Ég kem frá lágstéttarumhverfi
og get varla sagt aö ég hafi þekkt
foreldra mina. Ég var að mestu
alin upp á barnaheimilum i æsku.
— Hvaö var það sem fékk þig til
aö skrifa?
— A uppvaxtarárum minum
haföi þaö áhrif á mig hvilikt djúp
v^ir á milli minnar eigin reynslu
og þess lifs sem ég sá og imyndaöi
níér aö væri lifaö úti i þjóöfélag-
inu. Þegar ég fór aö vinna flæktist
ég viöa. Vann i verksmiðjum,
sem þjónustustúlka á veitinga-
húsum, á feröaskrifstofu, ég réöi
mig einnig til vinnu á Grænlandi
og þaö var erfið reynsla sem fékk
mikiö á mig. Ég hef frá þvi ég
man eftir mér veriö sólgin i sögur
af fólki, og allir þeir vinnustaðir
og allt þaö fólk og umhverfi sem
ég hef kynnst sem verkakona hef-
ur m.a. orðið mér efni i þaö sem
ég hef skrifað. Þaö koma myndir
upp i hugann á mér, ég veit ekki
hvers vegna, og ég skrifa þær nið-
ur.
Það hefur háö mér sem rithöf-
undur, aö ég hef ekkert lært til
verksins. Ég var lélegt i mál-
fræöi, og bókmenntafræöingar,
.sem ég ber mikla viröingu fyrir,
hafa fundiö þaö út, aö oröaforöinn
i bókum minum sé ekki nema um
800 orð, sem mér skilst aö sé á
mörkum þess aö vera oröaforöi
vangefinna... ég fær oft þá tilfinn-
ingu, aö nú veröi ég aö setjast niö-
ur og læra einhver ný orð.
— Er sú dapra mynd, sem dreg-
in er upp i sögum þinum af tilfinn-
ingakuida og afskiptaleysi i
mannlegum samskiptum byggö á
þinni eigin reynslu?
— Nei, þaö er mikill en ótrúlega
útbreiddur misskilningur aö þetta
séu minar lifsreynslusögur, þetta
eru sögur og myndir, sem mér
hefur dottiö i hug. Einu sinni
stoppaöi kona mig á götu, og
spuröi hvort það væri ekki hræöi-
leg reynsla aö hafa gengiö i gegn-
um þær nauöganir og misþyrm-
ingar, sem sagt er frá i sumum
sögum minum, en mér hefur
aldrei verið nauðgað...
— Hefur þú einhverja skýringu
á þvi hvers vegna bókum þinum
hefur veriö tekið jafn vei og raun
ber vitni?
— í raun og veru ekki. Þaö hef-
ur á vissan hátt veriö dekraö viö
mig. Mér hefur verið hampaö i
dagblööunum og vikublööunum
og þaö hefur mikii áhrif. Margar
konur hafa sagt aö þær sjái sjálf-
ar sig i sögum minum, og bók-
menntagagnrýnendur hafa sagt
að i bókum minum sé aö finna
nýjan reynsluheim, reynsluheim
kvenna.
I þeirriumræðu sem fariö hefur
fram undanfarið um kvennabók-
menntir hafa sumir karlar haldiö
þvi fram, aö konur skrifuöu bara
eina bók á ævinni, eins konar
móðurlifsreynslusögu. Það var
lika sagt eftir aö Tryghedsnar-
komaner kom út. Þaö varö mér
hvatning til þess aö halda áfram
og sýna þeim, aö ég gæti meira.
— 1 sögum þinum dregur þú upp
næsta óvægilega mynd af karl-
manninum, mennirnir I sögum
þinum eru yfirleitt tilfinningalega
bældir og haldnir kynferöisiegri
ofbeidishneigö. Er þetta reynsla
þin af karlmönnum?
— Nei, þaö vil ég ekki segja.
Menn hafa sagt aö ég væri karla-
hatari, en það er ekki satt. En
þeir eru oft kúgaöir af samkeppn-
inni á vinnumarkaönum, þeir
þola verr aö verða undir I sam-
keppninni en konur, og þessi kúg-
un á karlmönnum gerir þá stund-
um aö kúgurum gagnvart konum.
— Konurnar i sögum þinum
eiga oft i baráttu viö þær kröfur
og þau mynstur, sem sett eru
fram i tiskuheiminum og svoköll-
uðum kvennablööum. Er þaö
skoöun þin aö „kvennabiööin”
séu skaöieg?
— Þær fyrirmyndir sem konum
eru gefnar i kvennablööunum eru
skaðlegar. Þær ala á stööugri
óánægju og ófullnægju, og marg-
ar konur nota allt sitt lif til þess
að reyna aö uppfylla þau mynst-
ur, sem sett eru fram i þessum
blööum.
— Hefur þú veriö virk í dönsku
kvennahreyfingunni?
— Mitt framlag til kvennabar-
áttunnar hefur falist I þvi að
skrifa. Ég er ekki virk i þeirri
baráttu aö ööru leyti.
— llvaöa verkefni ert þú aö
vinna aö um þessar mundir?
— Ég hef verið aö skrifa leik-
húsverk fyrir leikhúsiö i Arósum
og ég lauk eiginlega viö þaö dag-
inn áöur en ég kom hingaö til Is-
lands. Þetta er leikrit sem fjallar
m.a. um fikniefnaneyslu, of-
neyslu á eiturlyfjum og ofneyslu á
kökum. Kökur geta nefnilega lika
veriö fikniefni. Ég veit ekki
hvernig þaö.er hér hjá ykkur, en i
Danmörku eigum viö við alvarleg
eiturlyfjavandamál aö striða.
Þau tengjast m.a. atvinnuleys-
inu, en þaö eru 9% atvinnufærra
manna atvinnulausir, og þar af
eru 100 þúsund undir 25 ára'aldri.
Atvinnuleysiö er hræöilegt böl
sem gerir lif fólks tilgangslaust
og elur á vanmetakennd. Þaö
verkar þannig mjög hvetjandi á
hvers konar fikniefnaneyslu,
hvort sem þaö er i formi haröra
eiturlyfja eöa annarrar meira
heföbundinnar ofneyslu.
— Hefur atvinnuieysiö ekki orö-
iö til þess aö breyta lestrarvcnj-
um fóiksins. Lesa Danir ekki
meira nú en áöur?
— Nei, þvert á móti. Sá sem lifir
i þeirri tilgangsleysistilfinningu,
sem atvinnuleysiö skapar leitar
fyrst og fremst eftir einhverju til
aö gleyma sinum ömurlegu aö-
stæöum. Fyrir utan eiturlyfin er
það „kvennablööin” og einhverj-
ar sögur sem fá fólk til aö gleyma
raunveruleikanum. Og svo er þaö
Dallas i sjónvarpinu, ég veit ekki
hvort þiö hafið fengiö það hingað.
Þaö þarf forvitni til þess aö lesa
bókmenntir, og atvinnuleysiö
verkar lamandi á hana þegar þvi
er þvingaö á mann. En fari maö-
ur sjálfviljugur i fri frá vinnunni
gegnir öðru máli. Þaö getur virk-
aö mjög örvandi. i,_
s/nn/
/ r »
a ar/
opnum viö lagerinn hjá okkur
og höldum verksmiðjuútsö/u
Þar seljum viðgallaðar vörur og ýmsa afganga á hlægilegu verði
Viðbjóðum viðskiptavinum okkar frá liðnum
árum velkomna aftur og lofum þeimekki síðri V>s
kaupum en i fyrra.
j w
Þið hin ættuð lika að kíkja inn þó ekki ^
væri nema til að sjá hvernig R_>^_ ^
raunveruleg verksmiðjuútsala á aö vera ^
Opið iaugardag kl. 10-19
Verksmiðjuútsalan
Grensásvegi22
(á bak viögamla Litavershúsið)