Þjóðviljinn - 09.01.1982, Blaðsíða 7
Helgin 9,—10. janúar 198^ ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Thor Vilhjálmsson skrifar
Mefisto
Það þykir tiðindum sæta i kvik-
mvndalistarheiminum að nýverið
hefur hinn mikilsvirti ungverski
kvikmyndahöfundur Istvan Szabo
gert mynd eftir skáldsögu Klaus
Mann sonar Thomasar Mann:
Mefisto. Hingað til hefur Szabo
samið handritin að myndum sin-
um sjálfur.
Þetta er lykilskáldsaga sem
Klaus Mann skrifaði 1936, og seg-
ir frá sjálfum sér undir nafninu
Sebastian, Eriku systur sinni sem
er kölluð Barbara, fjölskyldu
þeirra og vinum,- Mefisto er rót-
tækur ungur leikari að nafni Hans
Höfgen sem slær i gegn á þvi að
leika Mefisto i Faust eftir Goethe.
Bak við það nafn er hinn frægi
þýzki leikstjóri og leikari Gustav
Grundgens sem margfrægur varð
af þessu sama hlutverki,
Mefistófelesar. Hann kvæntist
Eriku Mann en skildi við hana
brátt. Annars voru ástamál þessa
fólks mjög flókin og óbundin
hefðum, og lék jafnvel grunur á
um fullnáið samband systkina,
auk annars konar tilbrigða svo
sem kvað hafa verið mjög tiðkan-
legt i tizkuheimi i glundroða
Weimar-lýðveldisins, þar sem
ekki mátti takmarka frelsi þeirra
sem nokkurs máttu sin. -Veilur
voru i ættum Mannsýstkinanna
sem koma fram i sjáiísmorðum
náskyldra, i báðum ættum. Þessi
sys;kin þóttu lika svo gáfuð að
flimtað var með aö erfitt væri
fyrir þau að finna sér jafnræði
utan fjölskyldunnar, auk þess
sem skuggi af snilld og frægð
föðursins gerði þeim erfitt að
blómstra.
Lausung aldarfarsins gerði
þessu fólki kannski lika erfiðara
að finna fótfestuna. Margar fleiri
persónur eru lika taldar þekkjan-
legar svo sem leikkonan Pamela
dóttir hins fræga rithöfundar
Wedekinds, sem undir nafninu
Nicoletta leikur fjórða hlutverkið
ihinu undarlega fereyki ástarinn-
ar; en giftist svo rithöfundi einum
og oflátunga, frægum ádeiluhöf-
undi sem hét Carl Sternheim, og
þóttist vera mesti höfundur
Þýzkalands; og heimtaði aga og
aftur aga, enginn hlýtti neinum
aga lengur né vissi neitt i sinn
haus þvi að ef þeir gerðu það þá
sæju menn að hann væri afbragð
annarra manna og ætti að ráða
öllu. Samt var talið að hjóna-
bandið hefði blessazt furðanlgga
um sinn meðkarldurgi þesspm og
hinni ungu léttflögrandi konu.
Siðar giftjst hún Griindgens* en
Höfgen/Griindgens, hann var vit-
laus i metnaði og tók siðar atlot-
um nazistanna, lét þá dilla sér og
hefja til æðstu metorða i leikhús-
heiminum, og voru miklir dáleik-
ar með honum og Hermanni Gör-
ing sem sleppti ekki af honum
verndarhendi sinni.
Griindgens fær háðuglega út-
reiö hjá sinum fyrrverandi
mági, og hafa verið skiptar skoð-
anir um það hversu langt átti aö
ganga. Ýmsir hafa haldið fram að
Griindgens hafi ekki gerzt póli-
tiskur félagi nazistanna þótt hann
hafi látið þá nota sig og frægð
sina. Blandast inn i þær umræöur
alls konar álitamál um hversu
langt listamaður geti gengiö i
þeim efnum undir þvi yfirskini að
hann sé að hugsa um veg listar
sinnar , og miöla og bjarga list-
rænum verðmætum^ og hamla
þannig með hætti gegn fólskunni
innan borðstokks, eða i virkinu
sjálfu.
Vist er að Grundgens var ekki
sendur til helvitis i skuldaskilun-
um á eftir striðsglæpamönnum
nazista. Hlýtur þá aö vera að sitt-
hvaö hafi veriö virt honum til vor-
kunnar eöa afbötunar; nema væri
fremur aö nýir valdhafar hafi
hugsað sér að nota hann i sinni
þjónustu einsog raun varð með
marga hugvitsmenn á sviöi
striðs- og drápsvisinda og njósna-
þénustu.
Þegar ég kom til Hamborgar
skömmu eftir striðið bar hvar-
vetna fyrir augu auglýsingar með
Griindgens i hlutverki Mefisto; ég
man ekki betur en aö hann væri
þá leikhússtjóri þar i borg, og
altént var hann einhver skærasta
stjarna i leikhúsi Vestur-Þýzka-
lands. Reyndar var sagt að hann
hefði notað aðstöðu sina i leikhúsi
nazista til aö bjarga ýmsum lista-
mönnum af gyðingaættum og
kannski fleirum undan brúnu
drápsloppunni.
Sólarleikhúsið
Fyrir einum þrem árum sá ég
stórmerka sýningu i Sólarleik-
húsinu, Théátre du Soleil undir
stjórn hins mikla skörungs Ari-
adne Mnouckine sem hafði haldið
saman þessum flokki af mikilli
atorku og hugkvæmni, og staðið
fyrir sýningum sem þóttu marka
timamótf hin fyrsta um stjórn-
arbyltinguna 1789 þar sem var
sem áhorfendur værií i umsátri
leikaranna- eöa virtust vera
staddir i stormsveipum stjórnar-
byltingarinnar, og hvarvetna var
eitthvað að gerast; kvittur barst
um liðsafnað i grenndinni, eða
herhlaup úr annarri átt, Marat
myrtur, Robespierre tekinn
höndum og ofurseldur fallöxinni;
sumt sýnt og annað látið kvisastf
engin sæti, áhorfendur á ferli i
griðarstórum sal, — þessi flokkur
bjó og starfaði saman i stórri
kommúnu, mitt er þitt og þitt er
mitt.
Næst var leiksýningin Termidor,
l793.Siðan Mefisto. Leikið i sögu«
frægum byggingum sem voru
vopnabúr og hesthús. I löngum
sal með leiksviö til beggja enda;
og gerðust atburðir á vixl á þess-
um sviðum, áhorfendur sátu á
bekkjum meöbak á hjörum þann-
ig að þeir gátu látið fara jafn vel
um sig hvernig sem þeir snéru.
Það verður að biöa að segja frá
þvi nánar. Og öðru i þessu sam-
bandi. Nema ég megi nefna á
undan kveöjunum kvikmyndina
sem Mnouckine og hennar fólk
gerði um Moliereog tima hans. I
tveim hlutumf blessuð sjáiði ekki
báða hlutana sama daginn ef þið
eigið kost á þvi, það væri fullmik-
ið.
Ég sagöi Ariadne Mnouckine að
ef ég mætti ráöa yrði henni boðið
með þessa mynd á kvikmynda-
hátið i Reykjavik; þá sat ég i
seinna skiptið i undirbúnings-
nefnd hátiðarinnar. Hvort hún
myndi vilja hafa stutt námskeið
með islenskum leikurum þá, hún
tók þvi vel. En tillaga min hlaut
ekki samþykki i nefndinni. Radd-
ir heyrðust um einhverja slæma
gagnrýni sem hafði borizt frá ein-
hverjum'sem hafði veriö að lesa
einhverjar fréttir af einhverjum
sem voru að hlaupa á milli kvik-
myndasýninga og hanastélssam-
kvæma og auglýsingafunda og
kampavinsgosbrunna á kvik-
myndahátiðinni eitthvert áriö i
Cannes; hins vegar höfðu ekki
borizt hingað lofsyrði Ingmars
Bergman, þaö fréttist siöar en
álit mitt kom fram á þessum
fundum. Svo ekki kom þessi stór-
merka kona að tendra ljósin hér.
Canetti
um Kraus
Þegar Canetti tók við Nóbels-
verðlaununum fóru þeir að spyrja
hann alls konar spurninga einsog
fara gerir, loksins þegar þeir
fengu færi á honum. Þaö er nú si-
gilt sýnist vera að inna fræga
menn eftir þvi hvort þeir muni nú
ekki hafa orðiö fyrir áhrifum af
einhverjum, rétt einsog það væri
hægt aö komast hjá þvi, nema þá
kannski helzt steinninn ef værúog
veörast hann þóf^jafnvel ostran
innilokuð i skel sinni. Segðu það
steininum. Það er upplýst að
blessuð blómin taka tiltali, vaxa
og dafna við bliðu og kjass, en
hrakar við heiftarræður að sögn,
ekki veit ég um kaktusana. Og
kannski eru blómin lika tvennrar
ættar einsog flest i heiminum;
jafnvel i senn af báðum, sumt á sá
gamli kannski, pokurinn.
Áhrif?
Þá sagði Canetti að hann ætti
fjórum höfundum mest að þakka,
og nefndi þá. Og væru þeir ekki
dauðir ætti einhver þeirra sér
fremur að standa hér á palli og
þiggja þennan sóma.
Kafka, Robert Musil, Hermann
Broch og Karl Kraus.
Jú við könnumst við Kafka. Og
sumir hafa heyrt talað um Musil
sem skrifaði frægasta bóka
sinna: Der Mann ohne Eigen-
schaften. Maöur sem ekki sker
sig úr.
Og sjálfsagt kannast einhverjir
viö Hermann Broch sem skrifaði
eina af stórum bókum aldarinnar
Der Tod des Vergil sem kom út i
New York 1945, Dauði Virgils
latneska skáldsins. Lengi hafa
þessir menn verið i vitund minni
meðal risa aldarinnar i bók-
menntum.ég talaði um þá fyrir
langalöngu i Birtingi_pg kannski
vfðar á prentijen þótt ég kannað-
ist við Kraus af ýmissi afspurn
hefur Canetti leitt mig til þess að
láta ekki þar viö sitja. I bók sinni
Das Gewissen der Worte talar
Canetti um þennan magnaða
áhrifsvald æsku sinnar sem slik-
an ofureflismann aö um sinn gat
hann sjálfur varla vej^ö. til sem
skáld fyrir mætti hans. Fyrst og
fremst hef ég orö Canetti fyrir þvi
að þar fór ekki veifiskati heldur
maður svo vel vigur að varla var
neinum fært að fást við hann á
hösluðum velli ritdeilu eða kapp-
ræðu. Canetti segir frá þvi aö
hann hafi komiö aftur til Vinar-
borgar æsku sinnar 19 ára áriö
1924 eftir átta ára fjarveru á
námsárum I Ziirich og Frankfurt
og var veldissól Kraus i hádegis-
staö andlega lifsins þar, og lenti
á fyrirlestri hjá Kraus; heillaöist
svo að nokkur ár liðu uns honum
varð ljóst að hann væri bandingi
Kraus og yröi að brjótast undan
valdi hans.
Þessum álögum lýsir hann með
öðru i fyrrnefndri bók sem er safn
greina; og tvær þeirra um Kraus,
sú fyrri frá 1965. Þar lýsir hann
þvi hvernig Kraus hafi verið sem
guð og rikt yfir hugsun sinni um
fimm ára skeið sem einvaldur.
Kannski væri klókast, segir
Canetti: að maður léti eiga sig
allt þetta rústasvæði og hörga.
Hann á þá við hin goðlegu áhrif
sem ungur maður gegnir um hríö
og lýtur; hlýtur svo aö steypa goði
sinu af stalli og gera sig frjálsan
meö þvi að sigrast á áhrifunum
og nýta þau til fulls i uppreisninnj,
og risa öflugri eftir þá vist. En
goðið standi þó áfram, lifi sinu
óhagganlega lifi.
Kraus var svo dýrkaöur af aö-
dáendum sinum aö dómar hans
giltu sem lögmál væru fyrir söfn-
uðinum.Og söfnuðurinn, það voru
engir aukvisar á flótta eöa i leit
að háttbundnu halelúja og sefjun
þess.heldur æskan sem lifði and-
legu lifi og sótti fremst á þvi sviði
þar um slóðir. Þaö voru þeir sem
voru rikir aö dómgreind og þyrsti
eftir hinni andlegu spekt. Svo
snjall var Kraus i ádeilum sinum
að sögn Canetti að þaö var einsog
hann gæti gert útaf viö hvern sem
væri á skansinum þar. Hleypi-
dómar hans voru sem hæstaréttar
úrskurður, og dyntar hans bráö-
drepandi þegar þeir beindust aö
skotmarki i orrahriöinni. Honum
var svo lagið aö byggja mál sitt
að lýsingu Canetti að hver setning
var gullvæg sem gekk af munni
hans eba teiknuö af pennanum;
hversu lengi sem andagiftin varöi
hélt hann áfram og allt vei smið-
aö, vel byggt. Að hverju marki
miðaöi þetta allt saman.spyr
Canetti mörgum árum siðar.
Hvert stefndi þessi snilld sem hélt
áfram að heilla okkur og rikja yf-
ir hugsun okkar?
Og i seinni greininni um Kraus
frá 1974 sem reyndar var fyrir-
lestur i listaakademiu Berlinar
vitnar Canetti i orö Kraus sem
hann tekur úr timaritinu sem
Kraus gaf út: Die Fackel, Blysið:
Manntalið upplýsir að ibúar Vin-
ar séu 2030834. Nefnilega 2030833
sálir og ég.
Þar talar Canetti um hvernig
Kraus hafi farið um eldi og öngu
eirt i ofsa snilldar sinnar.
Hann segir að þótt hann hljóti
að snúast gegn Kraus og hafna
veldi hans þá standi ekki til aö
smækka hann meö neinu móti
heldur hljóti hann að játa: að ég
tel hann mesta ádeiluhöfund á
þýzku, og einan i bókmenntum
þeirrar tungu sem veröi með
réttu nefndur i sömu andrá og
Aristófanes, Juvenal, Quevedo,
Swift, og Gogol.
Þegar hann horfir aftur til Kraus
og áhrifa hans sýnist honum
að hann hafi meö snilld sinni svift
aðdáendur sina dómgreindinni;
Sá átti sér varla viðreisnar von
framar i augum þeirra. sem hann
hnýtti i; menn voru ekki virtir
viðlits væru þeir taldir féndur
meistarans. Hann var árum sam-
an hin mikla fyrirmynd. Og kom
þar að varla var svigrúm aö
mynda sér skoðanir sjálfur. I
þessum endaiausa flaumi, lát-
lausri hrið frá Kraus. Sem linnti
ekki sókn einn gegn öllum. Aldrei
slakaði hann á. Alltaf sami þung-
inn, sömu glæstu tilburðir við
vigin i þrotlausri ádeilu,- hvert
sem skotmarkið var sást hann
ekki fyrir, i guðmóði fordæming-
arinnar, ölvaður af yfirburðum
sinum. Og hélt áfram að höggva
þótt andstæðingurinn væri fall-
inn, kannski orðinn að öngu, horf-
inn. I greinaflokki 1911 i timarinu
sem hann gaf út i 14 ár Fackel
(Blysið) eru fyrirsagnir svona:
Litli Pan er dauður. Það korrar
enn i litla Pan. Þaö er komin
nálykt af litla Pan. Enn leggur
nályktina af litla Pan.
Hann hataði strið, og hamaðist
einn gegn þvi meðan heims-
styrjöldin fyrri stóð i sinu ein-
stæða riti: Die Letzten Tage der
MenschheiUHinztu dagar mann-
kynsins) og i timaritinu Fackel ;
og lét engar hættur aftra sér i
einkastriði sinu gegn striðinu, og
öllum sem báru ábyrgð á þvi, og
bauö öllum máttarvöldum byrg-
inn, hætti á svarthol eða bana fyr-
ir morðingjahendi. Og hlóð val-
kestina á ritvanginum ár eftir ár
áfram i heimsstyrjöld sem hann
háði áfram einn við sigurlæti
sinna aðdáenda sem fylgdu hon-
ujn, heillaðir þar til þeir losuðu
vimuna skelkaðir og spurðu:
Hvert? Til hvers? Og virki hans
risa i glæstri röð eins og Kinamúr
um sigraöar lendur^ um dali og
hæöir sléttur og uppi á tindum en
auðn báðum megin. Til hvers?
Þannig sýndist Canetti þegar
hann haföi brotið af sér áhrifs-
dróma Kraus, og sá hve hættuleg-
ur hann var. Og þó, segir Canetti:
og þó...
Og talar um hversu framsýnn
þessi predikari hafi verið, meist-
ari ógnarinnar, sem hann segir
hann veriö hafa. Og séð fyrir vá
okkar sem atómsprengja ógnar;
svo maður tali ekki um annað
nýrra. Gereyðingarhættuna.
Die letzten Tagen der Mensch-
heit: Hinztudagarmannkynsins.
• • í ' * '* t;V‘ - Hl | ; , / . t’,- i JÉmi *** ilPl
Kafka: Hver kannast ekki við Musil: Frægust bóka hans er . Canetti: Atti fjórum höfundum hann? Maðurinn sem ekki sker sig úr mest að þakka HELGARSYRPA