Þjóðviljinn - 02.02.1982, Síða 16

Þjóðviljinn - 02.02.1982, Síða 16
DJOÐVILJINN Þriftjudagur 2. febrúar 1982. Aftalslmi Þjóftviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aöra starfsmenn hlaösins í þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaðsins i slma 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 1000 ár frá komu Eiriks rauða til Grænlands: Vigdísi er boðið til hátíðahaldanna Efnt verftur til mikilla hátifta- halda á Grænlandi á sumri kom- anda i tilefni af þvi aft 1000 ár eru liftin siftan Eirikur raufti nam land á Grænlandi. Forseti islands, Vigdis Finnbogadóttir, verftur meftai gesta vift hátiöahöldin. Hér á landi hefur verið staddur að undanförnu formaöur undir- búningsnefndar vegna hátiöar- innar, Henrik Lund, bæjarstjóri i Julianehab á Grænlandi. A blaða- mannafundi i Norræna húsinu sagöi hann aö hann vonaði aö hátiöahöld þessi væru upphaf aö öflugri og náinni samvinnu á milli Grænlands og íslands. 1 tilefni af hátiöinni, sem haldin veröur dag- ana 2.—9. ágúst n.k., veröa sendar tvær sýningar frá Islandi til Grænlands, önnur um islenska hestinn og hin um islensk handrit. Henrik sagöist hafa mætt miklum hlýhug og áhuga á mál- efnum Grænlands i þessari heim- sókn sinni og vildi sérstaklega þakka Hjálmari Olafssyni for- manni Norræna félagsins, en Norræna félagið, Norræna húsið og námsflokkar Reykjavikur hafa séö um framkvæmd dag- skrár þeirrar i Norræna húsinu sem hófst s.l. sunnudag. Veröa fluttir ýmsir fróöleiksþættir um Grænland, sýndar kvikmyndir og bækur um grænlensk málefni. Fróðleiksþættir þessir veröa á dagskrá i Norræna húsinu fram til 13. mai i vor. þs Henrik Lund, bæjarstjóri i Julianehab og formaöur undirbúnings- nefndar vegna hátiftarhaldanna á Grænlandi næsta sumar skoftar grænlenska bókasýningu i Norræna húsinu. Ljósm. —gel — ■ I ■ vift Umferftarnefnd og utan skipulags. Háspennulinan yfir afleggjar- ^ IAfleggjarinn frá Broadway: lagftur af gatnamálastjóra án samráfts anum er um 1,5 m lægri en öryggisreglur segja til um. —Ljósm.: gel • — Þaö kom 11 jós, aft lofthæftin I* frá afleggjaranum upp i háspennulinuna cr ckki nægileg sanikvæmt öryggisreglum, — sagfti Bergur Jónsson forstöftu- * inaftur Itafmagnscftirlits rikis- Iins í viötali vift Þjóftviljann i gær. — Við höfum farið fram á það 1 við Rafmagnsveitu rikisins, Isem er eigandi að háspennulin- unni, að úr þessu verði bætt, og við höfum jafnframt sent gatna- * málastjóra Reykjavikur afrit af I þessari umkvörtun, þar sem I hann stóð að þvi aö þessi af- ■ leggjari var lagður. I — Hvernig verður þetta lag- | fært? — Það er ekki okkar mál að leysa úr þvi, það væri hugsan- iegt að hækka iinuna, en einnig höfum við heyrt að til greina komi að loka spottanum. Þegar tilfelli sem þessi hafa komið fyrirúti á landsbyggðinni hefur Vegagerðin yfirleitt farið fram á það við Rafmagnsveitur rikisins að þær hækki linuna á kostnað Vegagerðarinnar.— Við náðum einnig i Inga R. Magnússon gatnamálastjóra Reykjavikurborgar. Hann sagöi: — Við erum að bræöa með okkur lausn á þessu máli. Þessi afleggjari inn að Broadway var alltaf hugsaður sem bráða- Ibirgðalausn. En þar sem fram hafa komið ýmiss vanda- mál i sambandi við afleggjar- ann þá erum við að hugsa um að breyta þessu i samráði við um- ferðarlögregluna, og verður e.t.v. komið þarna á einstefnu i stað tvistefnu eins og nú er. Samkvæmt skipulaginu á hins vegar að koma þarna ,,rampi” á tveimur hæðum, sem tengir Broadway við Breiðholtsbraut- ina. — „Rampiá tveimurhæðum” er tæknilegt gatnagerðarhugtak, sem gatnamálastjóri taldi ekki auðvelt aö útskýra i fáum orö- um. Við spurðum hann að lokum, hvort ekki hafi verið hugsað út i háspennulinuna þegar af- leggjarinn til Broadway var hannaöur. — Nei, — var svar Inga R. | Magnússonar gatnamála- • stjóra. Eins og áður hefur komið I fram i Þjóðviljanum þá lét | gatnamálastjóri leggja um- , ræddan afleggjara án þess að i hafa um það samráð við um- ferðarnefnd borgarstjórnar, | sem erhinn rétti umsagnaraðili ■ um mál af þessu tagi. Mun máliö ekki enn hafa komið til Umferðarnefndar, en verður | væntanlega tekið fyrir á næsta ■ fundi hennar. Þá hefur blaöiö I hleraö að háspennulinan yfir af- leggjaranum að Broadway sé | 1,5 m of lág miðað við gildandi i öryggisreglur. ólg. J Skeiðarár- hlaupið nær hámarki í vikuiokin Mannvirki eru alltaf í hættu í Skeiðarárhlaupi, segir Sigurjón Rist Vanalega er þaft þannig I Skeiöarárlilaupi, að áin er nokkra daga, allt uppi viku, aft gutla þetta, en tekur þá vift sér svo um munar og lilaupið nær liátnarki. En svo dettur þaft mjög fljótt niftur. Þannig hafa lilaupin i Skeiðará verift, sagði Sigurjón Rist vatnamælingamaður, er vift leituftum hjá lionum frétta af hlaupinu sem liófst fyrir siftustu lielgi. Hann sagðisteiga von á þvi að hlaupift næfti hámarki i viku- lokin. Sigurjón sagði, að mannvirki væru alltaf i hættu i Skeiðarár- hlaupi. Isíðasta hlaupi, sem var i september 1976 voru brýrnar yfir ána i hættu. Það grófst undan tveimur stöplum og var komið niður á stauravirki sem þeir hvildu á, þegar allt i einu grófst að stöplunum aftur. Þarna munaði litlu að illa færi. Þvi er vegagerðin alltaf á verði þegar hlaup koma. Byrjað var að mæla Skeiðarár- hlaup áriö 1954, en þá kom hlaupið i júlimánuði. Næsta hlaup átti áer staö i janúar 1960, þá i ágúst 1965, þá i mars 1972 og loks i september 1976. —S.dór AWACS-vél hlekktist á í Keflavík Annarri af tveimum AWACS-vélum varnarliös- ins á Keflavikurflugvelli hlekktist á í lendingu um helgina og fór hún um 100 m út af flugbrautinni. Blaöafulltrúi varnarliðsins sagði aö ekki væri enn vitað hvaö hefði valdið óhappinu/ en 4 hjólbarðar vélarinnar hefðu sprungið og aðrar skemmdir væru hverfandi litlar. AWACS er skammstöfun fyrir - „Airborn Warning and Control System”, en vélar þessar hafa innanborðs afar fullkomið rat- sjárkerfi sem getur dekkað um 400 ferkm úr 30 þúsund feta hæð. Hér á landi eru aö jafnaði tiltækar tvær slikar vélar, og sagöi Mike Magnússon blaðafulltrúi varnar- liðsins aö ísland væri eina landið i Evrópu, þar sem vélar af þessari gerð hafa fasta viödvöl og eru ávallt til taks. Hins vegar eru þær sendar til annarra Evrópulanda eftir þörfum aö sögn Mike Magnússonar. Við spuröum hann einnig hvaða hlutverki vélar þessar gegndu. — Það er einfalt að svara því, — sagði Mike Magnússon, — þær þjóna flugvörnum Islands. — Eru þessar vélar ekki notaðar til þess aft stýra árásar- flugvélum? — Þaö fer eftir þvi hvernig þaö er túlkað, — sagði Mike. — Við höfum hérna flugvarnir til þess að taka á móti hugsanlegum árásarflugvélum, og AWACS-vél- arnar gegna þvi hlutverki að finna þær. — Fáift þift aftra vél i staft þeirrar sem laskaftist? — Nei, þess gerist ekki þörf, auk sprungnu hjólbarðanna urðu aðeins smávægilegar skemmdir á flugvélarskrokkinum af völdum grjótkasts, sem auðvelt er aö gera við. I bók Gunnars Gunnarssonar um GIUK-hliöið er greint frá þvi, að ráðgert sé að taka 34 AWACS-vélar i notkun og að 18 þeirra séu ætlaðar til notkunar i NATO-rikjum i Evrópu. 1 hverri slikri vél er 17 manna áhöfn, en þar af vinna 13 við ratsjár- og fjarskiptatækin. Ein slik vél getur að sögn Gunnars stjórnað flota eitt hundrað sprengivéla og er taliö aö stjórnun frá AWACS tvö- faldi hernaöarhæfni slikra sprengiflugvéla. AWACS-vélarnar hafa 12 þús. km flugþol og geta tekið eldsneyti á flugi. Tvær slikar vélar eins og staðsettar eru hér á landi geta með ratsjám sinum dekkað allt Island og yfir á Grænland og hluta af Noregi og Skotlandi. Er það álit hernaöarsérfræðinga að tilkoma þessara véla hafi faliö i sér mestu aukningu á árásar- hæfni NATO frá upphafi. Sem kunnugt er spunnust af þvi miklar deilur fyrir áramótin, þegar Bandarikjastjórn ákvað að selja Saudiarabiu 5 slikar vélar. Var salan samþykkt eftir að ákveðiö hafði verið aö taka eitthvaö af þeim búnaði úr vélunum, sem gegnir hlutverki við stjórnun her- afla. Að ofanskráðu má ráða, aö AWACS-vélarnar gegna lykilhlut- verki i vigbúnaöarkerfi Banda- rikjanna á tslandi, en hvaöa skýring er á þvi, aö ekkert Evrópuriki hafi fengið þessi áhrifamiklu tæki „til varnar” nema Island? Svarið viröist liggja i augum uppi: Arásarflota NATO gegn Varsjárbandalagsrikjunum veröur stjórnað frá tslandi. ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.