Þjóðviljinn - 05.02.1982, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 05.02.1982, Qupperneq 5
Föstudagur 5. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Gagnrýni á vopnasendingar til ElSalvador: „Við styðium ranga menn” Meðan Reaganstjórnin sniðgengur bandaríska þingið til að koma um fimmtiu miljón dollara viðbótaraðstoð til valda- klíkunnar í El Salvador magnast andstaðan við aðstoð þessa/ ekki síst í Bandaríkjunum sjálfum. Blöð eins og Washington Post og New York Time hafa birt ítarlegar frá- sagnir af fjöldamorð- unum, m.a. á konum og börnum, sem hersveitir þjálfaðar af bandarískum sérfræðingum hafa fram- ið. Mannréttindasamtök hafa borið fram mótmæli sin og frjálslyndir þing- menn úr flokki demókrata hafa lagt fram laga frum- varp um bann við frekari hernaðaraðstoð við El Salvador. Reaganstjórnin svarar með þvi aö E1 Salvador geti oröiö ný Kúba og séu mikilvægir bandariskir hagsmunir i húfi. Þótt Kúba væri ekki til Fróölegt er i þessu sambandi aö kynnast viöhorfum Roberts White, sem var sendiherra Carterstjórnarinnar i E1 Salva- dor þar til Haig, utanrikisráö- herra Reagans, rak hann fyrir óviöeigandi áhyggjur af mann- réttindamálum. White andmælir i nýlegu viötali i Spiegel þeirri kenningu aö i E1 Salvador séu Bandarikjamenn fyrst og siöast aö glima viö útsendara Rússa og Kúbumanna. White segir, aö utanaökomandi áhrif hafi vissu- lega sina þýöingu i löndum Miö- Ameriku og fyrir byltingarhreyf- ingar þar, en aöeins smávægi- lega. Þessar hreyfingar, segir White, myndu eflast enda þótt Kúba væri alls ekki til. White segir að Kúba geri að sönnu skráveifur bandariskum hagsmunum með þvi aö þjálfa skæruliöa og sjá þeim fyrir vopnum. „En það kalla ég „staðreyndir lifsins”. Við þjálfum lika og vopnum okkar Suöuramerikana. Vandinn er fremur i þvi fólginn, aö Kúbu- menn styðja rétta menn en við ranga. White segir aö i reynd hafi hver byltingarhreyfing, t.d. i E1 Salva- dor, byrjað sem samtök sem and- Myrtir óbreyttir borgarar.... snúin voru kommúnistum, en allar hafi þær oröiö hliöhollar kommúnistum vegna þess aö Bandarikin áttuöu sig ekki á aöstæðum og héldu áfram aö styöja rangláta valdstjórn, dæla peningum i afturhaldiö. White rekur þetta til þess, aö meö fáum undantekningum hafi bandariskir ráðamenn eftir- striösáranna látiö stjórnast af ótta við byltingar i þriöja heiminum. „Þetta er, segir hann, dapurlegt fyrir land sem sjálft varö til i byltingu. Viö höfum nefnilega þá vandræöatrú aö allar breytingar séu Banda- rikjunum i óhag en Sovét- rikjunum i hag, en svo þarf alls ekki aö vera.” White visar á bug þeirri rétt- lætingu Reaganstjórnarinnar á hernaöaraöstoöinni nú, aö stjórn E1 Salvador ætli aö halda kosn- ingar i marslok. „Frjálsar kosn- ingar, segir sendiherrann fyrr- verandi, eru óhugsandi meban ekki er einu sinni hægt aö tryggja lif og limi stjórnmálamanna — og miðjumenn og vinstrisinnar hafa nú enga slika tryggingu.” White segir ennfremur aö þeim her veröi ekki viö bjargab sem láti þaö viögangast aö liösforingjar hans stundi reglubundnar pynt- ingar og morö á fólki sem er grunaö um vinstrihneigöir. „Okkar Afganistan" Það er eins og kunnugt er, mikill siöur hjá Morgunblaöinu þessa dagana aö móögast herfi- lega ef bryddaö er upp á ein- hverskonar samanburöi á fram- göngu Bandarikjanna og Sovét- rikjanna i hinum ýmsu heims- hlutum. Þaö er þvi fróölegt aö skoöa svar bandarisks diplómata viö þeirri spurningu Spiegel, hvort i uppsiglingu sé nýtt Víet- namstriö i E1 Salvador. White svarar á þessa leiö: „Mér finnst fremur aö þetta land geti orðiö okkar Afganistan. En ég kem einnig auga á vissa hliöstæöu viö Vietnam: þá, aö menn geta ekki skilið i hverju vandinn er i raun og veru fólginn. 1 Víetnam var spurt: hvers- vegna berjast þeir Vietnamar sem eru andstæöingar okkar svo miklu betur en okkar Vietnamar? Svariö var: þeir voru þjóðernis- sinnar, sem börðust fyrir sjálf- stæði sinu. Þetta á i meginat- riöum einnig viö um þá menn i E1 Salvador og Guatemala sem nú standa gegn okkur”. En sem fyrr segir: Reagan- stjórnin visar á bug allri gagn- rýni, hvaðan sem hún kemur — aöstoðarutanrikisráöherrann Thomas Enders hefur uppi þau svör aö nú sé aö hefjast „úrslita- orrustan um Miö-Ameriku” — og herðir á vopnasendingum — næst fara þungar herþyrlur.... áb byggt á Spiegel og DN Séö á Það er mikiö um góðar stemmur i Regnboganum um þessar mundir. Húsfyllir kvöld eftir kvöld á flestum ef ekki öllum sýningum. Enda svo mikiö af for- vitnilegum kvikmyndum aö ekki veröur yfir það komizt. Mikil fjöl breytni, ólikar myndir. Hátiðin sýnir margt sem er aö gerast einkum i evrópskri kvikmynda- list. Að visu eru kvikmyndir frá Kanada sem gefa til kynna að þar er fullt að gerast á þvi sviði; þá er ég aö hugsa um myndina Bezt aö vera laussem var vel gerö mynd með hlýlegu hugarfari, vel leikin með mennskum erindum, fram- bærileg án þess aö eiga kannski sérstakt erindiá kvikmyndalistar- hátiö. Hún er ekki meö þeim til- þrifum sem kvikmyndalist að hún skeri sig úr. Þetta er eiginlega kvikmynd sem maöur myndi fagna aö sjá á milli hátiða. Það er ekki bara eftirsóknar- vert að vera i sýningarsölunum heldur lika i forsölum hússins og jafnvel á stéttinni fyrir framan þvi þaö er mikið uppstreymi og útilokun á skammdeginu, fjör- ugar samræöur og góðir fundir; og maður sér miöaldra intelekt- úala vakna aftur til lifsins og fara aö láta eins og þeir hafi aldrei sofnað, skreppa frá dag- legu ergi úr streitunni; og eru kannski að koma út frá þvi að sjá vel gerða evrópska mynd um daglegt ergi og streitu,- og hafa fundið aöra i mergöinni til að tala um það sem þá langar til aö tala um. Þaö kemur lika upp i hugann hvaö Fjalakötturinn hefur haft holl áhrif til að rækta smekk fyrir góöri kvkmyndalist, auk þess sem fyrri kvikmyndahátiöir hafa borið rikulegan ávöxt. Maöur kemst varla i stellingar til aö melta það sem býöst þessa sæluviku. Seinna kemur aö þvi að kvikmyndahátíð rifja þetta upp, siaáhrifin. jórtra. Mætti segja mér aö ungverska myndin Angi Vera eigi eftir að vakna aftur i huganum; eftir Pál Gábor. Falleg mynd og hlý en undir niöri sár og kannski grimm, og lýsir pólitiskri frystingu til- finninganna, og hvernig mann- eskjurnar eru skemmdar kerfis- bundið, og reynt að gera þær aö litilmótlegum þýjum og hræsn- urum og snikjudýrum; og þaö sem þeim er heilagt sem ein- staklinguir: auðvirt og smánað, þú átt aö elska Flokkinn einan; og kannski áttu alls ekki að elska hann heldur bara þjóna honum; og spyrja þess eins hvers þessi andlitslausa óvera bak við hand- bendi sin ætlast til af þér; reyna aö geta þér til hvernig þú átt aö vera eftir tilfallandi tækifærunum i mynd Flokksins. Og ef þú hittir rétt á tón og tækifæri þá hlotnast þér blessunin, og betra kaup lika. Og Flokkurinn kastar öllum minum syndum bak viö sig. Og tekur frá þér vanda þess aö vera manneskja. Einkamál þin, hugarangur, kvöl ástarinnar með sveifluháska gleöi og sorgar. Losar ekki elsku hjartans Flokkurinn þig viö þetta, svarar fyrir hjarta þitt? Þessi mynd fjall.ar um stalinstimann, á að gerast 1948. Þá átti manneskjan að vera fyrst og fremst afurð éfnahagslegra aðstæðna, persónan skilyrt eftir þvi úr hvaða stétt hún er sprottin, og vaxtarmöguleikar hennar sjálf- sagt skilyrtir af þvi, og skilyrðin mælanleg þrep af þrepi. Unga stúlkan er leidd feimin fyrir nokkra þegjandalega menn við litið borö i stórum leikfimisal; og spurð hrædd hvort hún geti gert grein fyrir stéttarstööu sinni, á eins konar könnunarprófi þegar hún kemur á flokksskólann. Hún haföi risiö ein upp til andmæla á pólitiskum uppeldisfundi starfs- manna á spitalanum þar sem þeir sem ekki þögöu báru fram orða- leppa tryggilega innantóma til þess aö hvergi væri hafandi á neinu. Hún gagnrýnir stjórn spitalans, og þykir efnileg. Vera, sú sanna. Bliö og fögur; getur ekki oröa bundizt. Viö höfum ekki fengið það sem okkur var lofað. Og fólkið deyr i höndunum á okkur. Forstjórinn lætur dýrka sig eins og guö. Og læknarnir veigra sér viö aö koma viö sjúkl- ingana nema fá eitthvaö i aöra hönd. Þetta er ekki það sem okkur var lofaö. Og svo sýnir myndin hvernig einlægni hennar og sannleiksást er snúiö; og hún hinn sanni engill Vera Angi veröur hættuleg, getur komiö fólki á kaldan klakann; eins og þegar hún lætur hafa sig i aö ákæra manninn sem bauö henni og hinum óhugnanlega áhrifa- valdi hennar önnu Traján skjól i húsi sinu' og gloppast upp úr honum að hann hafi tekið þátt i verkfalli gegn yfirmanni sem var fasisti og haföi söölaö um á ögur- stundu. Hlotiö vald.og niddist á verkamönnum. Er Angi Vera ekki i lokin oröin eins konar um- skiptingur? Þegar hún ekur með sinum lifshatandi verndara áleiðis til starfsframa i lygabóli blaðamennskunnar. Hin beizka flokksnorn Anna Trajan sefur og dreymir kannski um þaö hvernig hún komi hefndum fram á heiminum fyrir það ranglæti aö gifti maöurinn sem hún hafði sjálf elskaö fyrir löngu var drepinn rétt eftir að hann var búinn aö bjóöa henni á bió; og limósinan þeirra rennur mjúklega og dapurt framúr hinni opinskáu Mariu Muskat, hinni þriðju i þessu miöhverfa kvenna- triói myndarinnar,-sem lætur ekki kúga sig og kveöur upp úr þegar aörir þegja hnipnir eöa ljúga; hún streitist á reiöhjóli sinu á móti storminum einbeitt. Hvert er hún að hjóla svona ákveðin? 1 áttina til ársins 1956? Eða til þeirra tima, hægt og bit- andi, aö hægt sé aö gera svona mynd? Nú er hlátur tregur Þær eru kátar i baðinu kon- urnar sem eru komnar á flokks- skólann til aö láta slipa sig til; þær syngja og gantast og eru meö heilbrigðan fiflaskap. Þú hefur svei mér falleg brjóst^egir Maria Muskat við Angi Vera þar sem þær eru berar undir sturtunhi i kvennaalmenningnum. Látið ekki svona stelpur, segir Anna Traján byrst og klædd: félagar hagið ykkur ekki eins og borgarakell- ingar i tyrknesku baöi; og þusar út af söng Máriu Muskat sem var aö raula ástarsöng i þessu eðli- lega nektarfélagi sturtubaösins. Eruö þiö alveg blygöunarlausar? segir hún þegar taliö berst aö brjóstum Veru. Hvi þá þaö? svararMaria: Eru falleg brjóst kannski leifa. frá kapital- ismanum? Eigum viö kannski aö fara að skammast okkar fyrir aö vera konur? Þarna koma andstæöurnar strax fram sem þróast siöan i myndinni. Og hún sýnir hvernig fjör og kæti eru bæld niður, allt veröur þvingaö, spartanskt. Púritanisminn, af óhreinum hvöt- um. En hvað skemmtisamkoman er sorgleg meö einum bjór á mann og forskriftarfasi og tökt- um; unz lifsgleöin sigrar þó, hinn leiðinlegi harmónikuleikari lend- ir út úr spilinu viö aö fólkið setur plötu á handtrekktan fóninn og fer að dansa, og endar i kynæs- ingarkitli meö kúlu á framfæri hins saklausa leiks. Siöan sverfur hart til stáls i grimmum leik sjálfsgagnrýninnar og flokks- einkunnargjafarinnar undir lok myndarinnar þar sem einstak- lingarnir eru beygöir og smækk- aöir. Og Angi Vera svikari þegar hún ljóstrar upp ástarævintýr- inu? Af hverju gerir hún þaö? Einn höfuðkostur myndarinnar er aö svörin geta ekki veriö afdrátt- arlaus. Aö tefla aö frama? Sefjuö af andrúmsloftinu? Sannleiksást á villigötum i þessu andrúmslofti hinnar skipulögbu lygi? Eöa vildi hún veröa fyrri til eftir augnatil- litsviöskipti viö önnu Traján sem haföi kannski séö hana laumast úr herbergjum ástmanns sins um nótt. En kennarinn, hann bregzt mannlega við, og er sýnilega kastað á kaldan klakann fyrir. Hann segir á þessari sálna- þrúgunarsamkomu: Ég elska Veru, og ég er kommúnisti og finn til min sem mennskrar mann- eskju. Viö viljum ekki klekja út masókistum, sjúkum lygurum og snikjudýrum. En hún segist alls ekki elska hann, og skammast sin. Skammast hún sin þá fyrir að Framhald á 14. siöu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.