Þjóðviljinn - 05.02.1982, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 05.02.1982, Qupperneq 11
Föstudagur 5. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 iþróttir iþróttir g) íþróttir [f] Vestur-Þjódverji þjálfar hjá Val Klaus Peter ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Vals í knattspymu tslenska landsliðið i borðtennis hélt i gær til Erniarsundseyjunn- ar Jersey þar sem þaðtekur þátt i 3. deild Evrópukeþpninnar Iborð- tennis um helgina. Þetta er I fjórða sinn sem tslendingar taka þátt i þessari keppni en aðrar þátttökuþjóðir eru Guernsey, Jersey. Potrúgal. og Tyrkland. Landsliðið er þannig skip- að:Asta Urbancic, Eminum Gunnar Þ. Finnbjörnsson, Ernin- um Stefán Konráðsson, Vikingi Tómas Guðjónsson, KR Borðtennissamband Islands á 10 ára afmæli i haust. Af þvi til- efni á að reyna að fá eitthvert er- lent lið hingað tillands og eru þar Kinverjar sjálfir efstir á blaði. Það verður þó ekki auðvelt þar sem Kinverjar eru mjög vinsælir gestir út um allan heim vegna leikni sinnar og oft „upppantað- ir” langt fram i timann. Vikingsmótið i borðtennis Vikingsmótið i borðtennis 1982, sem er opið punktamót, verður haldið i Laugardalshöll á morg- un, laugardaginn 6. febrúar. Keppni hefst kl. 13 i meistara- flokki og 1. flokki kvenna og 2. flokki karla, og kl. 14.30 i meist- arafbkki og 1. flokki karla. Þátt- tökutilkynningar þurfa að berast til Gunnars Jónassonar Krummahólum 4 (5a), s. 77318 eða i versluninni Austurborg, Stórholti 16, s. 23380, i siðasta lagi kl. 21 f kvöld, föstudaginn 5. febrúar. VS i fyrrakvöld gengu Valsmenn frá samningum við vestur-þýska knattspvr nu þjálfarann Klaus Peter um að þjálfa 1. deildarlið félagsins i knattspyrnu i sumar. Klaus Peter er 30 ára gamall og hefur tekið allar þjálfunargráður vestur-þýska knattspyrnusam- bandsins. í mars lýkur hann prófi sem gefur réttindi til að þjálfa I vestur-þýsku Bundesligunni. A árunum 1970—1973 lék Klaus Peter i 3. deildinni vestur-þýsku. Hann lauk meistaraprófi iþrótta- kennara með knattspyrnu sem aðalfag frá Kölnarháskóla árið 1974. Þá hélt hann til Asiurikisins Nepal. Þar kenndi hann við iþróttaháskóla frá 1975—1978 og 1. deildarlið HK i handknattleik hefur orðið fyrir nokkrum áföll- um undanfarna daga og ljóst er að þrir af leikmönnum liðsins verða ekki með gegn Vikingi á mánudagskvöldið. Það eru þeir Þór Asgeirsson sem fór úr axlar- lék með þarlendu 1. deildarliöi sem varð Nepalmeistari 1977. Peter var þjálfari unglingalands- liðs Nepal 1979. Eftir það sneri hann heim og hefur tvö siðustu árin verið framkvæmdastjóri og leikmaður meö áhugamannaliði i vestur-þýsku 3. deildinni. Valsmenn hafa fengið þá um- sögn um Klaus Peter frá B. Bisants, æðsta yfirmanni knatt- spyrnuþjálfunarkennslu i Vestur- Þýskalandi, að hann sé mjög „taktiskur” og fær við uppbygg- ingu æfinga og geysilega áhuga- samur. Þeir hyggja gott til sam- starfs við Peter en hann er vænt- anlegur til landsins um miðjan febrúar. Þa mun hann dvelja i nokkra daga en kemur siðan með lið i leik gegn KA um siðustu helgi, Sigurður Sveinsson, sem er farinn á sjó, og Hafliöi Halldórs- son, en hann er sagður hættur. Mikil blóðtaka fyrir lið HK sem á framundan erfiöa fallbaráttu i 1. deildinni. VS allt sitt hafurtask i lok mars. Fram að þeim tima sér Ámi Njálsson um þjálfun liðsins og hann mun einnig vinna með hin- um nýja þjálfara i byrjun. Siggi Dags þjálfar markverði Hinn kunni markvörður hjá Val og landsliðinu hér á árum áður, Sigurður Dagsson, hefur verið ráðinn sem sérstakur mark- mannsþjálfari hjá öllum flokkum Vals. Aðrir þjálfarar sem ráðnir hafa verið hjá Val i sumar eru þeir Jóhann Larsen sem þjálfar kvennaflokk og 2. flokk, Róbert Jónsson með 3. flokk og Sævar Tryggvason með 4. flokk. vs |----------------------1 i Handbolti j um ! helgina Um helgina verður leikin J ein umferö i 1. deild karla á | Islandsmótinu i handknatt- ■ leik. Fram og KA leika i I Laugardalshöllinni á sunnu- u dag kl. 14, KR og Þróttur á ■ sama stað á sunnudagskvöld 1 kl-. 20.30 og FH og Valur i J iþróttahúsinu i Hafnarfirði I sama kvöld kl. 21. Umferð- ■ inni lýkur svo með leik Vik- | ings og HK i Laugardalshöll ■ á mánudagskvöldið kl. 20. ■ 11. deild kvenna leika 1A J og Vikingur á Akranesi i ■ kvöld kl. 21.45, Fram og 1R i I Höllinni á sunnudag kl. 15.30, ■ KR og Þróttur á sama stað I kl. 19.30 og FH og Valur i ■ Hafnarfirði á sunnudags- ■ kvöld kl. 20. s Urvalsdeildin í körfuknattleik: Öruggt hjá Val islenska landsliðiö I borðtennis sem hélt til Jersey I gær. Frá vinstri: Stefán Konráðsson, Gunnar Finnbjörnsson, Asta Urbancic, Tómas Guðjónsson og Hjálmar Aöalsteinsson þjálfari og fararstjóri. Borötennis: J ersey-farar fóru í gær Lið HK missir þriá leikmenn Hermann borðtennls meistari Hermann Gunnarsson, út- varpsmaðurinn og iþrótta- maðurinn kunni, bætti enn einni skrautfjöðrinni i hattinn i fyrra- dag er hann bar sigur úr býtum á borðtennismóti Iþróttafrétta- ritara sem Borðtennissamband Islands gekkst fyrir. Dagblaðið & Visir gaf veglegan farandbikar til keppninnar sem héðan i frá verð- ur árlegur viöburður. Hermann sigraði alla keppinauta sina á mótinu. Annar varð Viðir Borötennismeistarinn Hermann Gunnarsson Sigurðsson, Þjóðviljanum, Sig- mundur Ö. Steinarsson, DV, þriðji og Ragnar örn Pétursson, Timanum, fjórði. VS Stökk hærra en heimsmetið Sigurður Matthíasson stökk 1,78 m. í hástökki án atrennu í aukatilraun Sigurður Matthiasson frá Dal- vik gerði sér litið fyrir i fyrra- kvöld og stökk 1.78 m i hástökkián atrennu á innanfélagsmóti KR. Sigurður, á sjálfur heimsmet unglinga i þsssari grein, 1.77 m, en stökk hans i fyrrakvöld fæst ekki viðurkennt sem heimsmet þar sem það var ekki i keppninni sjálfri, heldur i aukatilraun. Að- eins tveir eða þrir i heiminum hafa stokkið hærra en Sigurður en heimsmetið i greininni er 1.90 m. A sama móti setti Kolbrún Stephensen Islandsmet i þristökki án atrennu, stökk 8.07 m. Valur vann öruggan sigur á tS i úrvalsdeildinni i körfuknattleik i gærkvöldi, 101—89. i hálfleik ÍS-VALUR 89:101 var staðan 54—45 fyrir Valsmenn. Þeir komust fljótlega i 12—6, tS minnkaði muninn I 23—21 en eftir það munaði 8—16 stigum, Val i hag. Hliöarendaliðinu tókst aldrei að hrista Stúdenta almennilega af sér en hleyptu þeim heldur aldrei hættulega nálægt sér. Úrslitin undirstrika fall IS enn betur. Liðið á að visu tölfræöilega möguleika á að bjarga sér en tæp- lega fengist nokkur maöur til að veðja á þá. Stig Vals: Ramsey 27, Kristján 26, Torfi 20, Riharöur 18, og Jón 10. Stig IS: Bock 29, Gisli 24, Ingi 12, Guðmundur 9, Bjarni Gunnar 8, Árni 4 og Þórður 3 Næstu leikir Tveir leikir veröa i úrvalsdeild- inni um helgina. Njarðvik og IR leika i Njarövik i kvöld kl. 20 og FT am og KR mætast i Hagaskóla á sunnudagskvöldið kl. 20. vs Enska knattspyrnan: Roy McFarland tll Derby sem stjóri? Það þykir nú sýnt að Brian Clough yfirgefur ekki Notting- ham Forest til að gerast fram- kvæmdastjo’ri hjá sinu gamla fé- lagi. Derby County. t staðinn er nú Roy McFarland i sigtinu hjá forráðamönnum Dcrby. McFarland lék um árabil með Derby, yfir 500 leiki með liðinu, og er talinn i hópi allra sterkustu miðvarða sem uppi hafa verið á Bretlandseyjum. Hann lék þó að- eins 28 landsleiki fyrir England, tala sem eflaust hefði margfald- ast ef þrálát meiðsli hefðu ekki komið til. McFarland gerðist framkvæmdastjóri hjá Bradford City i 4. deild sl. sumar og hefur' náð mjög góðum árangri með lið- ið. Kevin Reeves, miðherjinn marksækni, gæti verið á förum frá Manchester City. City vantar peninga til að kaupa nýja leik- menn en félagið hefur nú mikinn áhuga á JohnRobertson, skoska útherjanum hjá Nottingham For- est, og Frankie Gray, bakverði hjá Leeds. Robertson og Gray léku saman á vinstri vængnum hjá Forest ekki alls fyrir löngu og var samvinna þeirra sem útherja og bakvarðar mjög góð. VS O • Blak Fyrsta umferð bikar- keppninnar i blaki fer fram um helgina. I kvennaflokki leika IS og Þróttur i Haga- skóla kl. 14 á sunnudag. I karlafiokki verða fimm leikir. Bjarmi og Óöinn leika að Hafralæk á laugardag kl. 14, Þróttur Nes. og Þróttur R. á Neskaupstaö sama dag kl. 16, SA og UMSE i Glerár- skóla á Akureyri á sunnudag kl. 13, HK og IS i Hagaskóla ásunnudagkl. 15.30ogá eftir þeim leik mætast Vikingur og Samhygð á sama staö. o ísí byggir Fyrir stuttu var samþykkt i borgarráði Reykjavikur að veita ISI leyfi til að byggja við iþróttamannvirkin i Laugardal. Undirbúningur er þegar hafinn og i nýju byggingunni er fyrst og fremst gert ráð fyrir gistiað- stöðu fyrir iþróttaflokka er- lendis frá og af landsbyggð- inni. Vonir standa til að byggingaframkvæmdir geti hafist strax með vorinu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.