Þjóðviljinn - 02.03.1982, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 02.03.1982, Qupperneq 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 2. mars 1982 W -z- c ÞJÓÐARBÓKHLAÐA Tilboð óskast i að smiða þak á Þjóðarbók- hlöðuhús við Birkimel. Húsið er 4 hæðir, um 2600 ferm. að flatar- máli. Mestur hluti þaksins er álklætt timburþak ofan á steyptri plötu. Hluta verksins skal lokið 1. ágúst, en öllu verkinu að fullu 15. október 1982. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 1000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 23. mars, 1982 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 lárniðnaðarmenn óskast Verkefni eru fólgin i smiði á nýjum fisk- vinnsluvélum. Þægilegur vinnutimi. Upplýsingar hjá verkstjóra, simi 78120 og á skrifstofu, simi 26155. □ TRAUST hf ÍSSKÁPA- OG FRYSTIKISTU VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum i frystiskápa. Góð þjónusta. ’aslverh REYKJAVIKURVEGI 25 Hafnarfirði simi 50473 Ibúð óskast Kona með tvo drengi óskar eftir ibúð sem fyrst. Fyrirframgreiðsla. Upplýsingar i sima 66901 eftir kl. 5. Blikkiðjan Asgarði 7/ Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmfði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 ÍSLANDSDEILD amnesty international Pósthólf 7124, 127 Reykjavík Hækkun á hita og rafmagni Stjórn veitustofnana samþykkti á fundi sinum i gær breytingar á gjaldskrám Hitaveitu Reykjavik- ur og Rafmagnsveitu Reykjavik- ur. Þetta mun leiða til 20% hækkunar gjalda Rafmagnsveit- unnar og 13.5% hækkun gjalda Hita veitunnar. Þessi samþykkt er gerö vegna þess aö um sl. áramót féllu úr gildi lög sem bönnuðu slíkar hækkanir nema meö samþykki verölagsnefndar. Nú þarf hins vegar aöeins staöfestingu iönaöarráöherra á gjaldskrám orkufyrirtækja. Þessar breytingar stjórnar veitustofnana á gjaldskrám taka mið af þeim hækkunum sem iönaöarráðuneytiö var búiö aö mæla meö viö gjaldskrárnefnd. Borgarráö fjallar um þetta mál I dag. Hækkun á vörum og þjónustu t gær tóku gildi ýmsar hækkan- ir á vörum og þjónustu. Útseld vinna iðnaðarmanna hækkaöi um 7,51% og vinnuvélataxti um 14%. Flutningstaxtar vörubila hækk- uöu um 15% aö meöaltali og nýr fiskur um 7,5%. Þá hækkaöi steypa og sement þann 25. fyrra mánaðar um 12%. Landbúnaðarvörur hækkuöu einnig i veröi, en almennur verö- lagsgrundvöllur hækkaöi um 9,16%. 1 þeirri hækkun felst hækk- un á kaupgjaldi bænda um 7,5% 1. mars eins og annarra lands- manna og hækkun á rekstrarlið- um búa og gætir þar aðallega gengisbreytingarinnar og verö- bólgunnar. Ekki tókst i gær aö fá uppgefiö hve mikil hækkun varö á einstök- um vöruflokkum landbúnaöar- afurða, enda misjöfn eftir niöur- greiöslum. Þá hækkaöi áfengi og tóbak um 10%. Svkr. Prófkjör krata á Akureyri: Aðefns 1 kona í 6 efstu sætum Miklar sviptingar urðu i próf- kjöri Alþýðuflokksins á Akureyri um helgina. Efstur varð Freyr Ófeigsson en hann hlaut 262 at- kvæöi i fyrsta sæti en samtals 323 atkvæöi. 390 manns kusu en svo vildi til að 03 atkvæöi voru ógild og munu prófkjörsreglur hafa veriðilla kynntar. Orrustan um 2. sætiö varð hörö- ust. Þar bárust á spjót þeir Ingólfur Árnason, bæjarfulltrúi Samtakanna, en hann hefur lagt lag sitt við Alþýðuflokkinn og Tryggvi Gunnarsson verkamað- ur. Hafði sá siðarnefndi sigur að lokum og fékk hann 129 atkvæði i 2. sætið en Ingólfur aðeins 117. Næst komu Jórunn Sæmunds- dóttir, Snælaugur Stefánsson, Birgir Marinósson og svo Alfreð Ó. Alfreðsson, en hann er sá eini sem fékk bindandi kosningu. Virðist sem kvennaframboðið á Akureyri hafi rúið borgaraflokk- ana þar öllum kvennablóma. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Árshátíð Alþýðubanda- lagsins í Suðurlands- kjördæmi Arshátið Alþýðubandalagsins i Suðurlandskjördæmi verður haldin i Aratungu, föstudaginn 5. mars n.k. og hefst kl. 21.00. Dagskrá: 1. Margrét Frimannsdóttir, ávarp. 2. Visnavinir syngja. 3. Garðar Sigurðsson alþm., ávarp. 4. Helgi Seljan alþm., skemmti- atriði. 5. Sigurgeir Hilmar, grin og gleði. Hljómsveit Stefáns P. leikur fyrir dansi til kl. 2 um nóttina. Og það er aldrei að vita nema Jónas Arnason komi i heimsókn.. AB í uppsveitum Árnes- sýsiu og Kjördæmisráð. Margrét Sigurgeir Bragi Páll Þorbjörg Alþýðubandalagið i Hafnarfirði Fundur um atvinnumál Opinn fundur verður i Góðtemplarahúsinu fimmtudaginn 4. mars kl. 20.30. Stuttar f ramsögur flytja: 1. Bragi Guðbrandsson. Staðarval og félagsáhrif orkufreks iðnaðar. 2. Páll Arnason. Fiskiðnaður i Hafnarfirði. 3. Þorbjörg Samúelsdóttir. Vinnuvernd. 4. Þórður Vigfússon. Atvinnuþróun á breytingatímum. Þórður. Eftir framsöguræður verður skipt i umræðuhópa. Umræðustjórar: Lúðvik Geirsson, Bragi V. Björnsson, Sigurbjörg Sveinsdóttir, og Hallgrimur Hróðmarsson. Fundarstjóri verður Rannveig Traustadóttir. Hafnfirðingar —fjölmennið og takið þátt i að móta stefnuna. — Stjórn- in. Alþýðubandalagið Akureyri Auglýsir almennan félagsfund fimmtudaginn 4. mars kl. 20.30 Fundarefni: 1. Gengið frá framboðslista. 2. Fréttir frá nýliðnum fundi miðstjórnar og ráðstefnu um sveitarstjórnarmál. 3. Kosningastarfið. — Stjórnin. Orðsending til Kópavogsbúa vegna prófkjörs 6. mars n.k. 1) Kosningarétt hafa þeir sem verða 18 ára einhvern tima á þessu ári, eða eru eldri og eru búsettir i Kópavogi skv. skráningu bæjar- stjóra/Hagstofu 28. febrúar 1982. 2) Nöfnum á lista Alþýðubandalagsins verður raðað eftir hendingu — ekki stafrófsröð. 3) A lista Alþýöubandalagsins skal setja sex krossa, 3 viö kvennanöfn og 3 við karlanöfn. Stuðningsfólk! Veljum sjálf á G-listann, lista Alþýðu- bandalagsins. Tökum f ullan þátt í prófkjörinu 6. mars. Stjórn og uppstillingarnefnd Alþýðubandalagsfélagar á Selfossi Félagsfundur verður haldinn laugardaginn 6. mars n.k. kl. 14.00 að Kirkjuvegi 7 Sellossi. Dagskrá: 1) Framboðsmál 2) önnur mál. — Uppstillingarnefnd. Kratar Framhald af bls. 6 fótum troðib, svosem i Griklandi og Portúgal áður en Tyrklandi nú. Þetta hlyti að vera þingmönnum umhugsunarefni. Ekki var það nú að sjá á Halldóri Blöndal sem var mjög vanstilltur I sæti sinu á meðan á málflutningi ólafs stóö, og reyndi að gera gamanmál úr þessari Nató-abildarbeiöni. Hlaut það daufar undirtektir hjá samþing- mönnum. ólafur Ragnar sagði að ekki væri borið brigður á lagalegt rétt- mæti beiðninnar, en eðli málsins vegna myndi Alþýðubandalagiö sitja hjá við atkvæðagreiöslu. Fór hann fram á nafnakall við at- kvæðagreiðslu, sem fór einsog áður sagöi þannig aö 28 þingmenn samþykktu aðildarbeiðni Nató en þingflokkur Alþýðubandalagsins sat hjá ásamt Guðmundi Bjarna- syniog Páli Péturssyniúr Fram- sóknarflokknum. Albert Guömundsson geröi sérstaklega grein fyrir atkvæði slnu og sagði m.a. að aðild Spánar aö Nató væri til að styrkja „vestræna sam- vinnu”. Hún færist stöðugt suöurá bóginn. -óg Ekki óvænt Framhald af bls. 16. Um helgina fór fram prófkjör allra flokka á Siglufiröi. A-listi fékk 96 atkvæði og i efsta sæti lenti Jón Dýrfjörð meö 38 atkvæði i það sæti. B-listi fékk 118 atkvæði og i efsta sæti varð Bogi Sigur- björnsson með 96 atkvæöi I það sæti. D-listi fékk 194 atkvæöi og varð Björn Jónasson efstur með 93 atkvæði i þaö sæti. G-listi fékk svo 121 atkvæði alls og varð Kol- beinn Friðbjarnarson efstur með 78 atkvæði i 1. sætien 108 alls. „Nýsköpunarstjórn” hefur veriö á Siglufirði undanfarið kjörtimabil, þe. samstjórn Sjálf- stæðisflokks (2), Alþýðuflokks (2) og Alþýöubandalags (3). —v

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.