Þjóðviljinn - 19.03.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.03.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. mars 1982 UOBVIUINN Máígagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. L'msjónartnaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Ólafsson Maenús H. Gislason, Olafur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttafréttaritari: Viöir Sigurðsson. Úllit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. l.jósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkaiestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglvsingar: Hildur Kagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. lnnheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Iteykjavik. sími 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Sér grefur gröf. . . • Bandaríkjastjórn þreytist ekki á að kenna heims- kommúnismanum um þjóðfélagslega ólgu í Róm- önsku Ameríku en með síminnkandi árangri. Margt hefur breyst síðan 1954 þegar Bandaríkin gátu með málaliðum sem og römmum sálrænum og efnahags- legum hernaði steypt umbótastjórn í Guatemala, án þess að hafa af þeirri aðgerð annað ónæði en mót- mælagreinar nokkurra evrópskra menntamanna. Nú viðurkenna menn í vaxandi mæli, og þá ekki síst í Vestur-Evrópu, að ef t.d. í Guatemala eflist vinstri- sinnuð skæruliðahreyf ing sem horfir vonaraugum til Kúbu og hatar Bandaríkin, þá er þar um að ræða bandarískt sjálfskaparvíti: það var stóri bróðir í norðri sem kom til valda því hægraliði sem um langt skeið hefur stýrt landinu með herfilegum grimmdar- verkum. Róttækni Sandinistahreyfingarinnar í Nicaragua er nátengd þeirri staðreynd, að Somoza- fjölskyldan var vinur og skjólstæðingur Bandaríkj- anna lengst af. Ef að Chilemenn endurheimta póli- tískt frelsi og nota það til að kjósa aftur vinstristjórn, þá mun þar koma saman heift hinna fátæku sem Pinochet hef ur leikið grátt sem og dýrkeypt vitneskja um aðild CIA og bandarískra auðhringa að valda- ráninu 1973. • Margt hef ur breyst síðan 1954, en bandarískir ráða- menn virðast engu að síður haf a lítið lært. öðru hvoru ber nokkuð á skilningi þeirra á þvf, að vinskapur við einræðisherrana og herforingjaklíkurnar geti verið háskasamlegur, það þurfi að efla fjölflokkakerfi, styðja við bakið á miðstéttum og svo framvegis. En oftar en ekki er þessi skilningur meir í orði en á borði — ótti bandarískra ráðamanna við byltinguna sem kynni að leynast á bak við ýmsar hinar brýnustu þjóð- félagsumbætur reynist öllum skilningi sterkari. Og það er sem fyrr veðjað á Pinochet eða einhverja hans nóta. Og sem fyrr segir: hér er að finna rætur djúp- stæðs ágreinings milli Bandarfkjanna og ýmissa helstu rikja í Vestur-Evrópu: stjórnir bæði Vestur- Þýskalands og Frakklands eru reiðubúnar til að senda þróunaraðstoð og selja vopn vintristjórn í Nicaragua, sem utanríkisráðherra Reagans vill gera að kommún- ‘iskri alræðisstjórn í augum heimsins. • Afl f jölmiðla til jákvæðra hluta er meira en fyrir tæpum þrjátíu árum þegar slökkt var á Ijósum í Guatemala. Skilningur manna á eðli hinna suður- amrísku vandamála betri. Gagnrýn afstaða ríkja sem Bandaríkin hafa ekki efni á að hunsa er öflugri. En samt er haldið áfram að styðja illræmda stjórn El Salvador, samt er reynt að ef la málalið gegn Nicara- gua. Ein f regn er þó jákvæð meðal þeirra sem nýlega berast. Stjórn Mexíkó hafði borið fram friðaráætlun um Mið-Ameríku, sem meðal annars gerði ráð fyrir samningaviðræðum við hina pólitísku hreyfingu skæruliða. Bandaríkjastjórn tók fyrst heldur illa í ráðagerð þessa, en nú sýnist sem Haig utanríkisráð- herra hafi snúið við blaðinu og sýni tillögum Mexí- kana, sem hafa boðist til milligöngu, nokkuð jákvæð- an áhuga. Of snemmt er að fullyrða nokkuð um það hver alvara er að baki slíkum sinnaskiptum, eins gætu þau verið bragð til að vinna tíma í erfiðri stöðu. En viðbrögð þessi sýna þó eitt sem vert er að gefa gaum: Reaganstjórnin er komin í alvarlega klípu út af umsvifum sínum í El Salvador, hún á í vök að verjast fyrir andófi heima fyrir og erlendis — auk þess sem eymd stjórnar Napóleons Duartes verður augljósari með hverjum degi sem líður. Má vera að undanhaldið sé hafið. — áb. klíppt YSELTIRNINGUR s BLAD SJÁLFST/ECHSMANNA Á SELTJARNARNESI Glæsilegur árangur Hjá Seltjarnarneslhaldinu er lýöræöið meö typpi. Uppdiktuð viðtöl Þaö telst til heföbundinna IMorgunblaöslyga aö segja Alþýöubandalagiö vera Moskvuhollan kommúnista- flokk og draga hvergi af sér I Itúlkunum sem gætu skaöaö málstaö Alþýöubandalags- ins. Heimsmyndin er máluö tveimur litum, svörtu Iog hvitu. Þjóöviljinn og Alþýöubandalagiö hafa oröiö þeirrar gæfu aönjótandi aö teljast kolsvart i túlkunum, Ifréttum og frásögnum Morgunblaösins. Yfirleitt hefur þó Mogganum tekist aö Ihafa þessa lifsýn sina þann veg I fréttum, aö þetta hefur haldistá milli lina eöa slæöst i fyrirsagnir. Nú bregöur Ihins vegar svo viö aö blaöiö viröist hafa gjörsamlega misst stjórn á sér. Þaö er nú oröi lenska aö dikta upp heilu Iviötölin sem viökomandi kannast ekkert viö. 1 bak- sölum alþingis er þannig blaöamaöur aö leita eftir Iyfirlýsingum frá stjórn- málamönnum sem vilja heldur betur misfarast i meöförum Morgunblaösins. j helgar meðalið Morgunblaöiö hefur * hamrað á þvi aö Hjörleifur IGuttormsson hafi stöövaö framkvæmdir og rift samn- ingum Orkustofnunar i t Helguvik þó fyrir liggi aö Iiönaöarráöherra fór ekki fram á annaö en dokaö yröi viö meö framkvæmdir , meöan veriö væri aö skoöa Imáliö nánar. Morgunblaös- lyginni til staöfestingar er diktaö upp viötal við Pál , Flygering ráöuneytisstjóra, * sem hann sá ástæðu til aö I vita Moggann fyrir. ■ Viðtal við | Steingrím . 1 fyrrakvöld sagöi Stein- Igrimur Hermannsson for- maöur Framsóknarflokksins aö hann kannaöist tæpast viö ■ eitt orö sem Mogginn hefur Ieftir honum þann dag. „Haföi ekki hugmynd um undirritun samninganna” ■ stendur I æpandi baksiðu- Ifyrirsögn Moggans. Þaö er- nú oröiö helviti hart fyrir viömælendur Morgunblaðs- > ins aö geta ekki talaö viö Iblaðiö nema undir vitni. Þeim nægir ekki aö túlka og afbaka I ritstjórnardálkum • sinum og venjulegu póli- Itiskum fréttum. Nú bætast viðtölin viö. Hvar er nú heiöur og sómi hinnar ís- ■ lensku blaöamennsku? Eitthvað annað en karlremba Skelfing er ihaldiö á Sel- tjarnarnesi viökvæmt þessa dagana. I málgagni þeirra Sel- tirningi stendur eftirfarandi: „Miklar blaöafregnir hafa komiö i kjölfar hins glæsilega prófkjörs Sjálfstæöismanna hér á nesinu, sumt svo grátbroslegt aö varla tekur tali. Rætt hefur veriö um karlrembu, skort á lýöræöi og svo framvegis. Fæst af þessu hefur veriö svaravert hvaö þá meira, enda varla ætlast til annars en aö skrif þessi léttu af skammdegis- drunganum.” Hver ætli séu þessi „miklu blaöaskrif?” Vandaöur fjöl- miölafræöingur ættaöur af Sel- tjarnarnesi gjöröi sér þaö ómak aö kanna máliö. Niöurstööur rannsóknarinnar leiddu i ljós, aö hin „miklu blaöaskrif” sem komu ihaldinu úr jafnvægi, reyndust vera eitt litiö lesenda- bréf i siödegisblaöinu, þar sem kvartað er undan vinnu- brögöum Sjálfstæöisflokksins á Seltjarnarnesi. Lýðrœði með typpi Úrslitin i hinu „glæsilega prófkjöri” Sjálfstæöisflokksins á Seltjarnarnesi voru þann veg aö I fyrsta sæti var karlmaöur, i ööru sæti karl, I þriöja sæti karl, i fjóröa sæti karl I fimmta sæti karl, i sjötta sæti karl — en i sjö- unda sæti nýtur fulltrúi kven- kynsins heiöursog traustsSjálf- stæöisflokksins á Seltjarnar- nesi. Hvilik frekja, skamm- degisdrungi, blinda og siöleysi aö brigsla flokknum um karl- rembu! Enda segir málgagniö þetta: „Allir heilvita menn sjá i hendi sér aö hvergi hefur lýö- ræði fengiö aö hafa sinn gang eins og einmitt á Seltjarnarnesi þar sem stór hluti bæjarbúa kýs fulltrúa sina á lista Sjálfstæðis- flokksins, — og velur þá fulltrúa sem þeir telja besta.” Þetta er nú lýöræöiö sem Sjálfstæöisflokkurinn býöur Sel- tirningum uppá. Nýr liðsmaður herstöðva- andstæðinga? „Þaö er min skoðun, aö úr- slitavaldið um þaö, hvort tsland tengist hugmyndum um kjarn- orkuvopnalaust svæöi hljóti aö vera i höndum islenskra stjórn- valda. Kæmi til þess, aö rikis- stjórnir Noröurlanda vildu ekki láta hiö sama yfir islendinga ganga i þessu máli og aðrar norrænar þjóöir vegna varnar- samstarfs tslands og Banda- rikjanna, kynnu tslendingar aö rifta þvi samstarfi til aö úti- lokast ekki frá frændþjóöum sinum eöa slita samstarfi sinu viö þær á fleiri sviöum en þessu.” Hver hefur oröiö? Ötrúlegt en satt, það er Björn Bjarnason h e r n a ö a r s p e k ú 1 a n t á Mogganum og formaöur Varö- bergs samtakanna um vestræna samvinnu. Aö visu er maöurinn aö mæla i útlandinu en ekki á heimavigstöövum. Máliö er nefnilega þaö, aö þó þeir þvaöri og blaöri einsog Pentagon- generálar hér heima, þá er þeim fullljóst aö á meginlandi Evrópu duga ekki Reaganlin- urnar sem þykja boölegar hvunndags I Mogganum i um- ræöu um „öryggis- og varnar- mál”. Björn Bjarnasson. Viösýnni i Kaupmannahöfn en i Aöalstræti Timamótayfir- lýsing Engu er likara en Björn Bjarnason hafi lagst undir feld og hugsaö upp á nýtt. Er þetta ekki fyrsta sinni sem maöur af hans standi (erföaprinsa og hugmyndafræöinga Sjálf- stæöisflokksins) oröa þá hug- mynd að verið gæti aö viö ættum aö rifta „varnarsamstarfi” viö Bandarikjamenn? Tilefni tilvitnaöra oröa Björns er þaö, aö margir tals- menn kjarnorkuvopnalauss svæöis á Noröurlöndum hafa lýst yfir þeirri skoðun sinni, aö Island gæti ekki oröiö hluti af sliku kjarnorkuvopnalausu svæöi vegna tilvistar banda- risku herstöövarinnar hér og rökstudds gruns um mikilvægi herstöðvarinnar i kjarnorku- vopnakerfi Bandarikjanna. Þetta er Birni nú oröiö ljóst og vill hann ekki viö una. Þess vegna gefur hann I skyn (þaö er ekki hægt aö ætlast til aö menn fullyröi þegar svona stendur á), aö annaö hvort sætti Noröur- landaþjóöirnar sig viö herstöð ina hér og leyfi okkur að vera meö i yfirlýsingu um kjarnorku- vopnalaust svæöi ellegar aö viö losum okkur viö herinn („riftum varnarsamstarfinu”) og yrðum þannig óaöskiljan- legur hluti af kjarnorkuvopna- lausu svæöi á Noröurlöndum. Þetta er tímamótayfirlýsing hjá Birni. Viö vonumst til aö Björn standi aö baki herstöðvaand- stæöinga i baráttunni fyrir seinni valkostinum: „rifta þvi samstarfi til aö útilokast ekki frá frændþjóöum”. tsland úr Nató, herinn burt. — óg og skorrið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.