Þjóðviljinn - 19.03.1982, Qupperneq 5
Föstudagur 19. mars 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Neðanjarðar-
bréf frá
Póllandi:
Það
afl
getur
„Viö höfum ekki reynt aö af-
nema sósialiskar grundvallar-
reglur i kerfinu — jafnstööu,
félagslegt réttlæti, rétt bænda til
landsins sem þeir rækta, félags-
lega eign á framleiöslutækjum i
stóriönaöi. En við viljum aö
þessar meginreglur veröi raun-
veruleiki og ekki innantómir
frasar sem fela ótakmarkað vald
valdhafanna og duttiungafulla
óstjórn þeirra”.
Svo mælir Stefna Bratkowski,
sem varð formaður pólska blaða-
mannasambandsins i ágúst 1980
og hefur verið einn af helstu tals-
mönnum þeirrar umbótahreyf-
ingar sem herlögin frá 13. des-
ember i fyrra eiga að kveða
niöur. Bratkowski er nú i felum
einhversstaðar i Póllandi og
hefur sent þaðan frá sér „opið
bréf” sem hér verður að nokkru
rakið.
Bratkowski telur ekki að i Pól-
landi verði þróun svipuð þeirri
sem varð i Ungverjalandi og
Tékkóslóvakiu eftir 1956 og 1968.
Hann segir að munurinn sé sá, að
i Póllandi reis mikil hreyfing,
Samstaða, sem átti stuðning allra
hópa og stétta og ýmissa virtustu
persóna landsins. Auk þess hafi
Pólverjar mikla reynslu af
frelsisbaráttu frá þeim timum
þegar landinu var skipt milli
þriggja stórvelda og frá
hernámsárunum. Það sé ekki
hægt að sigra slika þjóð með þvi
að lýsa yfir hernaöarástandi. Og
þegar hér við bætist, að engar
llkur eru á aö herstjórnum takist
að leysa efnahagsvandann, þá
megi biíast við hverju sem er.
Fyriríramtiðina
Bratkowski hvetur landa sina
til að vinna fyrir framtiðina,
hvern á sinum stað, missa ekki
móðinn, skipuleggja virka gagn-
kvæma aðstoö. Hann hvetur
menn til að velta fyrir sér löggjöf
framtiðarinnar, taka til athug-
unar reynslu samvinnufélaga til
að byggja á i framtiðinni. Einnig
leggur Bratkowski sérstaka
áherslu á að Pólverjar kynni sér
rPrentvilla í~'
I foiystugrein!
It forystugrein Þjóöviljans i I
gær varö sú prentvilla aö I
niður féll talan 12%, þegar ,
• rætt var um samanburð milli ■
IFIjótsdalsvirkjunar og I
Blönduvirkjunar hvaö varö- I
ar stofnkostnaö á orkuein- ,
• ingu. Rétt átti setningin aö ■
Ivera svona:
„Þarnaermunurinn 12% á |
milli Fljótsdalsvirkjunar og ,
■ Blönduvirkjunar sé Blanda i
Ivirkjuð samkvæmt svokall- I
aðri tilhögun eitt og i sam- |
ræmi við það samkomulag, ,
■ sem
I að.”
nú hefur verið undirrit-
rnt- |
slgrað
sem best kenningar og reynslu,
innlenda og erlenda, af sjálfstjórn
verkamanna og staðbundna
sjálfsstjórn.
,, Vopnahlé?”
1 „Opnu bréfi” lýsir Brat-
kowski ástandinu sem einskonar
striði valdhafanna við fólkiö. Og i
strlði vilja menn fyrst huga aö
vopnahléi, segir hann. Hann
hugsar sér að slikt „vopnahlé”
gæti falist i því að valdhafarnir
slepptu pólitiskum föngum, gegn
þvi að þegnarnir stilli sig um
verkföll eða pólitiskar mótmæla-
aðgerðir — verði slikt hlé notað til
að leysa hinn brýnasta vanda.
Verði valdstjórnin þó aö gera sér
greint fyrir þvi, að það veröur
erfitt fyrir hana aö ráða viö þá
miklu beiskju sem breiðst hefur
út meðal almennings.
Sovétrikin
Bratkowski segir I bréfinu, að
Pólverjar geri sér mætavel grein
fyrirþví að hótanir og þrýstingur
frá Sovétrikjunum hefðu ráðið
miklu um setningu herlaganna.
Engu að siður vilji Pólverjar ekki
lita á Sovétrikin sem fjandmann
þvi þau séu nágranni þeirra og
helstur viðskiptavinur. „Við
viljum sjá i Sovétrikjunum
bandamann en ekki lögreglu-
mann”. Hann hvetur til þess að
„allir alvarlega hugsandi menn”
reyni aö fá stórveldin og alla þá
sem þurfa að hafa áhyggjur af
ástandinu i Póllandi til að „skapa
betri forsendur fyrir lýðræðislega
þróun i Póllandi meðal annars
með alþjóðlegum hagsmunum
Sovétrikjanna og efnahagslegum
hagsmunum Vesturveldanna.
Þetta er mögulegt og þetta er
nauðsyn” segir hann.
Eigin styrkur
Við Pólverjar verðum umfram
allt að reiða okkur á eigin styrk,
segir Batkowski. Maöur mun
koma i manns stað og hvorki
vald, lygar eða spilling getur
svipt okkur (landar minir) virðu
leika, skynsemi né heldur
gamansemi... Þetta hernám mun
ekki standa lengi. En þið veröið
að reyna að ná jafnmiklum sið-
ferðilegum yfirburðum yfir and-
stæðingnum og þið hafiðyfirburði
i mannafla. Slikur siðferðilegur
styrkur getur sigrað byssustingi,
gas og hervagna andstæöings-
ins....”
AB endursagöi.
Verzfíð ódýrt
Kr.
Folaldasnitscl kg verð................... 75.00
Folaldabuff kg verð....................... 83.00
Folaldagúllas kg verð..................... 72.00
IMautahakk kg verð....................... 68.00
Kindahakk kg verð........................ 42.50
Ardmona perur 1/1......................... 17.90
Ardmona coctail 1/1...................... 21.75
Ardmona ferskjur 1/1..................... 18.20
Krakus jarðarber 1/1...................... 25.40
Gite shampo 11tr.......................... 23.80
Jelp hreingerningalögur 2 Itr............. 20.00
Bonalin tekkolía.......................... 9.45
Wonder polish ............................ 9.45
W.C. rúllur 8 stk......................... 31.55
Bossa bleiur ............................. 37.50
Opið í öllum deildum:
mánudag—miðvikudaga 9-
fimmtudaga 9—20
föstudaga 9—22
laugardaga 9—12.
JIS
Jón Loftsson hf.
L j C3
_ l_j i__ m
Hringbraut 121 Sími 10600
Sovésk geimför á Venus
1 byrjun nóvember lögöu tvö
sovésk geimför, Venus-13 og Ven-
us-14 af staö til Venusar og lentu
þar bæöi i byrjun marsmánaöar.
Þau hafa sent til jaröar fyrstu
myndirnar sem menn hafa af þvi
sem leynist undir skýjahjúpi
reikistjörnunnar.
Þaö væri synd að segja að
geimförin kæmu i þægilegt um-
hverfi. Venus 13 kom þvi til skila
um 66 miljón kilómetra leið, að
úti fyrir væri 457 stiga hiti og 89
loftþyngda þrýstingur — lofthjúp-
urinn er m.ö.o. þyngri en sjórinn
dýpst I Noröursjónum. Geimfarið
var búið sjálfvirkri kælingu og
starfaöi i röskar tvær stundir,
einnig fór allt aö áætlun að þvi er
varöar Venus 14. Bæöi höföu þau
meö sér skildi meö mynd af Lenin
og skjaldarmerki Sovétrikjanna.
Fleiri sovésk geimför hafa farið
nálægt Venus til ljósmyndana eða
lent á plánetunni, en nú var i
fyrsta sinn hægt að fá myndir af
yfirborðinu og krafsa i það með
sérstökum tækjum. Meðal annars
var tekið sýni af „jarðvegi” og
það rannsakað um borð i seinna
geimfarinu.
Venus er undarlegur heimur og
fróðlegur. Reikistjarnan er 243
jarðardaga aö fara einn hring um
möndul sinn, sem er svotil lóð-
réttur — þvi er þar ekki um að
ræöa árstíöir i okkar merkingu.
Lofthjúpurinn umhverfis hefur
þau „gróðurhúsaáhrif” að hitinn
sem stjarnan tekur við á ekki aft-
urkvæmt út i geiminn. Yfirborð
Venusar er furðu slétt, skorpa
hennar virðist efst úr léttri berg-
tegund, kikri granit, en neðar tek-
ur viö þyngra efni, llkt basalti.
Rauöbrúnn er sá litur sem rikir á
þessum slóðum.
Mynd frá yfirboröi Venusar sem geimfariö Venus-13 sendi til jaröar.
Svona Htur Venusarfar út.
iBodenproben
iBohrgerát
•A s >
SondenfuBj
FarbíesFl '
^jStretfen