Þjóðviljinn - 19.03.1982, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. mars 1982
Skerðingarákvæði Olafslaga
Hefðu lækkað launln
: Frumvörp sigla j
I hradbyri
j til afgreiðslu
I t fyrradag mælti Guðrún ,
• Helgadóttir ■ fyrir áliti heil- ■
I brigðis og tryggingamála- I
I nefndar neðri deildar ai- I
I þingis um iyfsöiulög. t ,
• frumvarpinu sem nefndin ■
I mælir með að verði sam- I
I þykkt, er gert ráð fyrir aö |
I Háskóla islands verði veitt ,
■ lyfsöluleyfi. Matthías A. ■
I Mathiesen mælti fyrir frum- I
I varpi um stjórnskipunarlög |
I á þessum fundi neðri deildar ,
• og Svavar Gestsson mælti ■
I fyrir breytingu á sveitar- I
I stjórnarlögum, þarsem gert |
I er ráð fyrir að fariö veröi ,
Imeð siðkomnar tilkynningar i
um aðsctursskipti einsog •
með kjörskrárkærur. Enn I
fremur er kveðið á um aö I
sýsiunefndarkosningar skuli |
fara fram um leið og hrepps- •
nefndarkosningar en kjör- I
seöiil sé með öðrum lit.
A þessum fundi var frum- I
varp um Flutningssamninga •
á landi samþykkt sem lög frá I
alþingi. Siðan var fundinum
frestað til klukkan sex i gær- I
kveldi. — óg ■
Sinfónían
i 3. umrœðu
Frumvarp uin Sinfóniu- I
hljómsveit tslands var af- ,
greitt til þriðju umræðu al- ■
þingis i efri deild eftir miklar I
umræður og mikið þóf undir I
það siðasta. Frumvarpið var ,
samþykkt án nokkurra ■
veigamikilla breytinga, en I
þingmenn deildu dágóða
stund um það hvernig at- ,
kvæðagreiðsiur ættu að fra ■
fram. Eftir nokkurt þóf og I
úrskurð Helga Seljan forseta I
deildarinnar var gengið tii ,
atkvæða um breytingatil- ■
lögur og frumvarpsgreinar. I
Þær breytingartillögur |
sem fólu i sér mesta breyt- ,
ingu voru felldar með eins at ■
kvæðis mun, viö fögnuö
áhugamanna um Sinfóniuna |
á áheyrendapöllum deildar- ,
innar. Frumvarpið er þvl ■
komið með smávægilegum I
breytingum til þriðju um- |
ræðu eftir langa og stranga ■
umræðu i efri deild. — óg ■
t svari Svavars Gestssonar viö
fyrirspurn Halldórs Blöndals um
áhrif viðskiptakjara á Iaun kom
m.a. fram að hefðu öil skerð-
ingarákvæöi ólafslaga verið i
gildi á sl. ári hefði heildarlækkun
Íauna t. desember sl. oröið 1.28%.
t svari Svavars sagöi að ef viö-
skiptakjörin heföu veriö reiknuð á
sl. ári inn I veröbótavisitölu, auk
þess sem áhrif áfengis og tóbaks-
hækkana og vegna launaliöar I
búvörugrundvelli heföi verið
tekin með heföu áhrifin af þessum
þáttum veriö þessi:
1. júni I98lheföu viðskiptakjör
hækkað laun um 0,9%, áfengi og
tóbak hefðu lækkað um 0.31%, en
launaliður búvörugrundvallar
hefði lækkað laun um 0.39%.
Áhrifin af Olafslagavlsitölunni
hefðu orðið hækkun á kaupi um
0.2% 1. júni 1981.
1. september 1981 heföu
viðskiptakjörin valdið hækkun á
veröbótavlsitölu um 0,6%. Aftur á
móti hefðu laun lækkaö um 0.49%
vegna hækkana á áfengi og tóbaki
og laun hefðu að auki lækkaö um
0.53% vegna launaliöar I búvöru-
grundvelli, þannig að skerðingar-
ákvæöi Ólafslaga heföu haft I för
með sér 0.42% lækkun á kaupi 1.
september 1981.
1. desember 1981 hefðu áhrifin
orðið þau, að viðskiptakjörin
hefðu lækkað vlsitölu veröbóta á
laun um 0.2%, áfengi og tóbak
heföu enn lækkaö visitöluna um
0.5%, en launaliöurinn I búvöru-
verði hefði lækkaö visitöluna um
0.58%, þannig að vegna skerð-
ingarákvæða Olafslaga heföi
heildarlækkun launa 1. desember
s.l. orðiö 1.28%.
Refirnir skornir
Sagöi Svavar að ekki léki
nokkur vafi á þvl að afnám
skerðingarákvæöa ólafslaga I
fyrra heföi veriö ávinningur fyrir
verkalýöshreyfinguna. Efna
hagsráðstafanir rlkisstjórnar-
innar I fyrra hefðu skilað sér i
minni veröbólgu og þannig verið
til hagsbóta fyrir launþega.
Halldór Blöndal og Geir Hall-
grimsson sögðu kjörin hafa
versnaö.
Geir sagöi aö Svavar Gestsson
hefði sem ritstjóri Þjóðviljans
barist gegn efnahagsráðstöfunum
rikisstjórnarinnar og kvatt
saman alþingi götunnar. Þessar
efnahagsráðstafanir rlkis-
stjórnarinnar heföu verið
stöðvaðar meö „ólögmætum”
verkfallsaðgerðum. Svavar
Gestsson taldi það hafa verið
kaupránsaðgerðir. Ekki bara
kaupránsaögerðir, heldur hefðu
ráðstafanir þeirrar rikisstjórnar
ekki getað haft áhrif á
verðbólguna þannig aö hún
þingsjá
minnkaöi, til þess hefðu þó ref-
irnir verið skornir. Flokkur Geirs
Hallgrimssonar væri ennþá með
kaupránsaðgeröir á dagskrá — og
full ástæða væri fyrir alþingi göt-
unnar aö hafa andvara á sér
gagnvart þvi liði. Pétur Sigurös-
son sagoi ao verið væri aö hvetja
alþingi götunnar til aðgerða.
Karvel Pálmason sagði að allt
illt væri Alþýðubandalaginu aö
Lögð hefur veriö fram skýrsla
utanrfkisráöherra um utanrikis-
mál sem er venjubundiö á hverju
þingi. 1 skýrslunni er aö finna
yfirlit yfir stööu ýmissa mála-
fiokka sem heyra undir utanrikis-
ráöuneytiö. 1 köflunum um
alþjóöamái eru atriöi og oröalag,
sem hljóta aö vekja spurningar
og jafnvel andstööu meöal þing-
manna. Hér á eftir eru nokkur
sýnishorn, m.a. samanburðar-
fræöi á herlögum I Póllandi og
Tyrklandi:
,,Ég mun fjalla um ástandið i
Póllandi i tengslum við samskipti
austurs og vesturs en ég vil strax
undirstrika að enda þótt herlög
riki bæöi i Tyrklandi og Póllandi
þá er grundvallarmunur þarna á
milli. I Tyrklandi gripur herinn
inn i til þess að afstýra frekari
ógnaröld og endanlegu skipbroti
lýðræðis. Þetta gerir hann án
nokkurra utanaðkomandi áhrifa,
að þvi er viröist með stuðningi
eða skilningi mikils hluta þjóðar-
innar og meö þvi yfirlýsta mark-
miöi að endurreisa lýöræöi i
landinu. t Póllandi tekur herinn
öll völd undir beinum þrýstingi og
ógnun um aö annars muni önnur
riki taka til sinna ráöa. Valda-
takan er augljóslega i beinni and-
stööu viö vilja yfirgnæfandi
meirihluta þjóöarinnar, gerð I þvi
skyni einu að slökkva þann litla
neista frelsis og lýöræðis sem þar
hafði kviknað og ætlað að tryggja
að slikir neistar kvikni þar ekki
aftur um ófyrirsjáanlega fram-
tiö.”
„Duartes miðjumaður" og
„alræöisvald kommúnism-
ans"
„I skýrslu minni á s.l. ári vék ég
nokkuð að málefnum E1 Salva-
kenna og sérstaklega pólitiskri
forystu þess. Þeir væiuallir tæki-
færissinnar. Geir Hallgrimsson
taldi. að Svavar væri aö hóta með
alþingi götunnar. E nnfrernur að
Alþýðubandalaginu væri alveg
sama um kjörin meðan flokkur-
inn vermdi ráðherrastólana. Þeir
mundu ekki fara þaðan forystu-
mennirnir fyrr en þeir væru
farnir að óttast um pólitisk völd
innan verkalýöshreyfingarinnar.
Magnús Magnússontalaöi á sama
veg og aðrir i stjórnarandstöö-
unni. Tómas Arnason sýndi fram
á meö tölum aö kaupmáttur heföi
haldist betur en menn hefðu
óttast. Ýmsar hliöarráðstafanir
heföu verið gerðar til að vernda
kaupmátt launa og það væri
Skýrsla utan-
ríkisráðherra um
herforingja-
stjórnina
í Tyrklandi
dor. Þvi fer fjarri að ástandið hafi
batnaö á þeim tima sem siöan er
liðinn. Ógnaröldin er alls ráðandi
og ýmsar fylkingar til hægri og
vinstri keppastum að myrða and-
stæðingana en allur almenningur
i landinu liður mest, eins og oftast
vill verða. Það yrði of langt mál
að reyna hér aö skilgreina
ástandið I E1 Salvador og benda á
liklegustu lausnirnar. Almennar
kosningar standa fyrir dyrum en
vandséö er aö þær geti leyst mikiö
eins og i pottinn er búið. Ýmsir
vinstri flokkar fá ekki aö taka
þátt i kosningum eða vilja það
ekki, ög irarnböð éoa jatnvei
aöeins þátttaka i atkvæðagreiðslu
getur jafngilt dauöadómi frá ein-
hverjum þeirra fylkinga, sem
berjast um völdin. Núverandi
rikisstjórn i landinu er blanda af
herforingjastjórn og borgaralegri
stjórn, litils megnug og sjálfri sér
sundurþykk. Hún hefur reynt aö
skipta stórum jarðeignum milli
smábænda til að draga úr þjóö-
félagsmisréttinu en árangur af
þvi starfi er enn óviss vegna upp-
lausnarástandsins I landinu.
Bandarikjamenn hafa veitt
kaupmátturinn en ekki fjöldi
krónanna i launaumslaginu sem
skipti máli.
Friöjón Þórðarson sagöi að
ræöa mætti verðbólguna frá
ýmsum sjónarhornum. Stað-
reyndin væri sú að verðbólgan frá
byrjun til loka árs i fyrra hefði
mælst 41.6% einsog að heföi verið
stefnt. Siðan mættu menn rifast
einsog þá lysti um veröbólguna að
öðru leyti. Undir lok umræðnanna
sagði Halldór Blöndal að ráð-
herrar Alþýðubandalagsins
þyrftu aö búa sig undir þaö að
gegna ekki störfum ráðherra
næstu hálfu mannsævina. Ráð-
herradómur þeirra kæmi ekki til
greina a.m.k. næsta áratuginn.
— óg
stjórninni hernaðaraðstoð til að
berjast við skæruliðafylkingu
vinstri manna, sem þeir segja
studda af ýmsum kommúnista-
rikjum og jafnframt veita Banda-
rikjamenn stjórninni nokkra
efnahagsaðstoð I von um að hún
styrki stöðu kristilegra demó-
krata Duartes í Kosningunum og
þar meö aðstöðu miðjumanna i
stjórnmálum E1 Salvador.
Sameinuðu þjóöirnar hafa tvi-
vegis ályktað um ástandið i E1
Salvador. Þar hafa aðilar verið
vittir fyrir framferði sitt og
skoraö á þá að taka upp viðræður
til að leysa málin á friðsamlegan
hátt. Island hefur greitt þessum
tillögum atkvæði sitt, en þvi
miður bendir enn ekkert til aö
friðsamleg lausn sé i sjónmáli.
Sumir þeirra hópa, sem berjast
við rikisstjórnina hafa gefið til
kynna, að þeir kunni að vera
reiðubúnir til samningaviðræðna,
en stjórnin er þvi andvig og visar
m.a. til kosninganna, sem fram
eiga að fara.
Astandið i sumum öörum
miö-Amerikurikjum, einkum
Guatemala, er i sjálfu sér ekki
mikiö betra en I E1 Salvador.
Mesta ógnunin við frið og stöðug-
leika i þessum rikjum er fátækt,
félagslegt óréttlæti og alræðis-
vald fámennisstjórna. Aöeins
með auknu jafnræöi, aukinni al-
mennri menntun og efnahags-
legri uppbyggingu verður hægt að
stuðla að lýðræðisþróun og forða
þvi aö sterkir öfgahópar steypi
þessum rikjum út I alræðisvald
kommúnismans. Þegar svo er
komið gefast tækifærin ekki til að
skoða hug sinn að nýju og hyggja
aö þvi hvort aörar leiöir væri ekki
gæfulegri. Næg eru dæmin til að
sanna það.”
Breytingar við frumvarp um Hæstarétt
Híndra hugsanlegt
st j órnarskrárbrot
Ólafur Ragnar Grimsson mælti
i fyrradag I efri deild fyrir breyt-
ingartillögum sem hann flytur
. viö frumvarp um Hæstarétt
lslands.
Ólafur rakti i gær álit ýmissa að
um hugsanlegt stjórnarskrárbrot
væri að ræöa. Breytingartillögur
hans gengju út á að firra hugsan-
legu stjórnarskrárbroti um leiö
og þær tryggöu að mál fengju
eölilega afgreiöslu á skömmum
tima.
í tillögunum er gert ráö fyrir að
við svokallaða smærri dóma skuli
dómarar f Hæstarétti taka sæti' i
dómum eftir röð sem ákveöin er
með almennri reglu. Hingaö til
hefur það veriö dómurum i sjálfs-
vald setthverjir skipi slika dóma.
Kvað Ólafur það vera óheppileg
vinnubrögð. Þá er gert ráð fyrir
að ráðning i störf hæstaréttar-
ritara og sérfróöra aðstoðar-
manna sem oft eru kvaddir til
ráðuneytis, skuli vera auglýst
laus til umsóknar og dómnefnd
meti hæfni umsækjenda.
Þá er I tillögum Ólafs Ragnars
gert ráö fyrir sérstöku fyrir-
komulagi um fjölgun dómara i
réttinum, þannig að frá upphafi
árs 1983 sé Hæstiréttur skipaöur
11 dómurum. Þegar stöður fastra
dómara losna eftir þennan tima,
skal hvorki skipa né setja nýjan
dómara i hans stað. Þetta gildi
um fyrstu fjórar stöðurnar sem
þannig losna. Sagði Ólafur að
með þessum hætti næðist sú fjölg-
un og afkastageta i Hæstarétti,
sem aö væri stefnt meö frum-
varpinu án þess að hættaværi á
stjórnarskrárbroti. Vakti hann
athygli á þvi að engin skrifleg
greinargerð hefði borist frá þeim
aðiljum sem ættu þátt i frum-
varpsgeröinni þarsem reynt væri
að hrekja lögfræðilegar efa-
semdir sem fram væru komnar.
Málinu var frestað.
-óg
„1 Tyrklandi gripur herinn inn í til þess aö afstýra frekari ógnaröld og endanlegu skipbroti lýöræöis.
Þetta gerir hann án nokkurra utanaökomandi áhrifa...” segir I skýrslu utanrikisráöherra. Þessi mynd
er frá „réttarhöldum” yfir 52 meölimum í DISK-verkalýöshreyfingunni tyrknesku. Þeir eiga á hættu aö
veröa dæmdir til dauöa fyrir heföbundna verkalýösstarfsemi, fundi, verkfallsboöun og þess háttar.
„Lögfræöileg martröö” segir einn lögfræöinganna um þessi skriparéttarhöld.
,Afstýra ógnaröld án
utanaökomandi áhrifa’