Þjóðviljinn - 19.03.1982, Side 7

Þjóðviljinn - 19.03.1982, Side 7
Föstudagur 19. mars 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Myndir og texti: Svkr. A slóðum Snæfellsáss Vegurinn fyrir ólafsvikurenni er ekki meö hrikalegustu á landinu. Þó er hann viösjárveröur, grjóthrun og skriöuföll loka honum oft á tiöum, enda klettar og hllöin snarbrött fyrir ofan. — Eigi skal gráta Björn bónda# heldursafna iiði.— Ævinlega dettur blaða- manni þessi orð i hug er hann ekur fyrir Ólafsvík- urenni og Rif á Snæfells- nesi blasir við, hvar Björn hirðstjóri á Skarði var veg- inn af Englendingum um árið. Blaðamaöur var á ferö þar vestra fyrir skömmu. Aö sjálf- sögðu tók hann rútuna vestur, enda veöurútlit nokkuö iskyggi- legt, lausasnjór á jörö og blika á lofti. Þaö var þvi betra aö feröast meö traustum bilum og bilstjór- um, sem vanist hafa slarkinu um áraraðir og kippa sér ekki upp við það, þó smátafir veröi sakir snjóa eða veðurs. Þegar vestur að Vegamótum á sunnanverðu Snæfellsnesi kom stóöu þar tvær rútur i hlaöi, önnur átti aö fara til Stykkishólms en hin til ólafsvikur. Þá gaf þar á að lita vörubil einn mikinn og marg- efldan, meö drifi á öllum hjólum, útbúinn tönn grimmilegri að framan enda notaður til snjó- ruönings þar um slóöir. A Vega- mótum var spurst fyrir um færö og töldu heimamenn hana ekki veröa til trafala. Siöan var haldiö sem leiö liggur út Staöarsveit. Er kom að vegamótum út i Breiöuvik þurfti aö keöja rútuna, þvi hún komst hvergi i beygjunni á vegin- um upp Fróðárheiði. Allt gekk svo án tafa nokkurn spöl, eöa þangaö til aö ekiö var fram á snjóruöningstæki, veghefil og moksturskóflu er siluöust áfram, þvi snjór haföi sest á veginn, þó mokaö heföi verið um morguninn. — Dag skal að kveldi lofa. Eftir lestargang yfir heiöina blasti Breiðafjöröurinn viö og sást vel yfir aö Rauöasandi. Oti við hafsauga mátti greina litla ljósa bletti, þar voru fiskimenn aö draga netsin, —vel á minnst fisk- ur er lifibrauö þeirra er búa f þorpunum aö noröanveröu Nes- inu. 1 stundarfjóröung var stansað i Ólafsvik, þar sem losaö var bæöi fólk og farangur, meöal annarra fór þar úr bilnum hún Guörún litla, sem var aö fara aö hitta ömmu sina i Ólafsvik. Svo var haldið af staö út á Hellissand, fyr- ir Ólafsvikurenni. Vegurinn er undir háum klettum, ekki hátt yf- ir sjó, að visu, en þó er h.ann einn viösjárverðasti vegarkafli á öllu landinu. Koma þar til skriöuföll og snjóflóö eigi fátiö, og eru Sand- árar innilokaöir þegar svo stend- ur á þvi vegurinn fyrir Jökul er engin hraöbraut, enda lokaöur timum saman. A Rifi og Hellissandi er fagurt mannlif að sögn innbyggjara þessara staöa, þó lesa megi i bók- um, að þar hafi menningin ekki staðið báðum fótum i jötu alla tiö. Eins og fyrr er greint er fiskur- inn, sem dreginn er úr sjónum auösuppspretta fólksins. Vinnslu- stöövarnar eru þvi eölilega þau mannvirki, er setja mestan svip á staöinn. Þó má ekki gleyma aö geta um myndarlegan nýjan skóla, er tekinn var i notkun i haust er leið, iþróttahús, sem jafnframt er sundlaug og félags- heimilið Röst. Er blaöamann bar aö garði siöla dags voru flestir hættir vinnu i frystihúsinu, en enn var verið aö i saltfiskinum. Aö sögn verkstjórnarmanna hefur ekki verið unninn ýkja langur vinnu- dagur upp á siökastiö, fiskurinn ýmist verkaöur i salt, frystingu eöa hengdur upp. Öll vinna viö fiskinn er bónusvinna og þeir, sem harðir eru af sér ná góöu timakaupi. En bónusvinnan er harður skóli. Þaö var gaman aö koma aö Rifi og sjá þann myndarlega flota, sem þar var samankominn. Blaöamannslandkrabbinn haföi einhvern veginn fengiö þaö inn i sinn harða haus, aö einungis loönuskip væru meö yfirbyggðu dekki. Honum varð þvi aö orði er hann sá báta I Rifshöfn, aö hér væru einungis loönubátar við bryggju. — Hvilíkur munur hlýt- ur aö vera fyrir sjómennina aö geta veriö i vari bæöi fyrir ágjöf og úrkomu viö vinnu sina. Svona þyrftu sem flestir bátar, sem stunda netaveiöar aö vera. En nú var komiö myrkur og eftir spjall viö vigtarmanninn Sæ- mund Kristjánsson um aflabrögö og fleira var haldiö til kojs. — Kannski meira seinna af mannlifi i nágrennni Jökulsins. —Svkr. Hún Guörún sagöist eiga heima I Breiöholtinu og sagöi þar vera gott aö búa. Hún haföi ekki mikla trú á fólki I Arbæjarhverfi. En amma hennar I Ólafsvik, hún var bæöi góö og skemmtileg og alls ekki i mikiö ráöist aö feröast langa leiö meö rútu til aö heim- sækja hana. • Þaö er ekki neitt dútl aö vinna i saltfiski. Þar er unniö I bónus og þvi ekki veriö aö hangsa. Þó er ckki aö sjá aö vinnan hafi svo ýkja þrúgandi áhrif á þessar yng- ismeyjar er voru aö rifa upp salt- fisk og stóöu I saltmokstri er blaöamaöur kom aövlfandi. tbúar Hellissands og Rifs hafa ekki gleymt þvl, aö í afkomendunum er framtlö þjóöarinnar fólgin. Nýr skóli hefur veriö byggöur, hiö ágætasta hús, sem búiö er aö taka I notkun, þó ekki sé þaö fullfrágengiö.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.