Þjóðviljinn - 19.03.1982, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. mars 1982
Islensk framleiösla
cs
*o
o
o
’-O
<3J
hJ
DUGGUV06123
■S 3SB09B
'b;;;/;;;;/77;;;;;;;;/;///;///;//£
O
J-
QJ
C/5
ÖX)
ffi
25 ára reynsla
Tilkynning
til íbúa Garðabæjar
Allir þeir sem hafa haft eða hafa undir
höndum skjaldbökur eru vinsamlegast
beðnir að láta vita i sima 42311.
Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar.
Verkakvennafélagið Framsókn
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Akveðið hefur verið að viðhafa allsherjar-
atkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og ann-
arra trúnaðarstarfa félagsins fyrir árið
1982 og er hér með auglýst eftir tillögum
um félagsmenn i þau störf.
Frestur til að skila listum er til kl. 12 á há-
degi fimmtudaginn 25. mars 1982. Hverj-
um lista þurfa að fylgja meðmæli 100 full-
gildra félagsmanna. Listum ber að skila á
skrifstofu félagsins i Alþýðuhúsinu við
Hverfisgötu.
Stjórnin.
Samtök
herstöðvaandstæðinga
Vettvangskönnun á hersetnu svæðunum.
Hópferð á Suðurnes laugardaginn 20.
mars. Lagt verður upp frá Umferðarmið-
stöðinni kl. 14 (hálf tvö). Viðkomustaðir:
Tankasvæðið i Njarðvikum — Helguvik —
Hólmsbjarg — Vopnabúrin — Sprengju-
heldu flugskýlin—Njósnatunglastöðin. Áð
verður á Nató-túni og nesti snætt. Mætið
vel vædd.
Upplýsingar og skráning i sima 1 79 66.
milli kl. 15 og 18 i dag og 10 og 12 á morgun.
Landkynningarnefndin.
Guðmundur Pámason
Súgandafirði
Fæddur 17. 4. 1888
— Dáinn 10. 3. 1982
Elsti ibúi Súgandaf jar&ar,
Guömundur Pálmason á Sól-
stööum, er fallinn i valinn nálega
94ra ára gamall. Hann fæddist 17.
april 1888 I Keflavik i Vestur-fsa-
fjaröarsýslu, þar sem nú er
Galtarvitinn. Foreldrar hans
voru Sesselja Jónsdóttir frá Hóli i
Bolungarvik, og Pálmi
Lárenziusson frá Vatnadal i Súg-
andafiröi. Pálmi haföi fariö
ungur til Bolungarvikur og stund-
aöi þar sjóróöra. Þar kvæntist
hann Sigriöi Pálsdóttur frá Ósi.
Sambúö þeirra var stutt, þar eö
Sigriöur lést af barnsförum
nokkru siöar. Seinna kvæntist
Pálmi Sesselju Jónsdóttur.
Bjuggu þau fyrst i Bolungarvik,
en áriö 1886 fluttust þau til Kefla-
vikur og áttu þar heima til ársins
1900, er þau fluttust aö Botni i
Súgandafiröi.
Keflavik var litil jörö og haröb-
ýl. Búendur höföu veriö þar
margir, en jafnan haft þar
skamma búsetu. Þessari jörö á
ströndinni viö hafiö fylgdu
margar sagnir. Jöröin var á
grónum bökkum á sjávarströnd-
inni og skriöuberum hliöum. En
undir þessu landi var undra-
heimur þjóösagnanna. Undir
yfirboröi gilja og grýttra bakka,
var hin fegursta jörö, skrúð-
grænir vellir og gróin dalverpi.
Þar var undraheimur sambýlis-
þjóðar okkar, álfabygöarinnar.
Og þar voru álög á mörgum
stööum, sem mannfólkið þurfti að
þekkja og varast. Og þar mátti
enginn búa lengur en þrettán ár,
ella myndi hefnd frá dularheim-
um koma fram á fólkinu.
Sesselja og Pálmi bjuggu þarna
i 14 ár. Þeim búnaðist vel og
Pálmi reri, þegar fært var fram á
grunnmiðin. En mörgu kynntust
þau dularfullu. Fólkiö sá stundum
menn úr sambýlisþjóöinni og einu
sinni týndist Ólöf, dóttir þeirra,
fjögurra ára, rétt á túnblettinum,
en fannst þó nokkru siðar.
Eftir 14 ára dvöl i Keflavik
fluttust þau aö Botni, svo sem
fyrr er greint.
Þau áttu þrjú börn. Jón var
elstur. Hann gerðist sjómaöur og
formaöur á Suöureyri og fórst
með vélbát sinum i sjóróöri 1913.
Óiöf, dóttir þeirra, fórst af stein-
Tfl varnar
kartöflum
Frostin hafa löngum gcrt
kartöfluframleiöendum marga
skráveifuna, og hefur veriö fátt
um varnir. Nú hefur komiö i ljós,
aö úr þessari hættu má a.m.k.
vcrulega draga meö þvi aö úöa
vatni yfir garölöndin þegar frosts
veröur vart. Þá er og taliö vist, aö
uppskera aukist viö vökvunina,
einkum i sandjarövegi.
Máliö kom til kasta Búnaöar-
þings, sem taldi rétt að bændur
njóti fyrirgreiöslu Stofnlána-
deildarinnar til þess aö setja upp
úöunarbúnaö og aö framlag veröi
veitt samkvæmt jaröræktarlög
um til aöveitu á vatni, „enda sé
unnið eftir áætlun, sem Búnaöar-
félag Islands samþykkir”.
Til frostvarna er taliö aö þurfi
ca 28 tn/ha/klt.
—mhg
kasti i Botnshliö, skömmu eftir aö
þau fluttust i Botn. Guðmundur
Pálmason vann þá i búi með for-
eldrum sinum, þar til yfir lauk
meö gömlu hjónunum, Pálmi lést
1913 og Sesselja áriö 1915.
Guömundur kvæntist Sólveigu
Guömundsdóttur, ekkju Siguröar
H. Jónssonar úr Arnarfiröi. Hún
var meö tvö börn, Rannveigu og
Jón. Þau bjuggu fyrst i Botni, en
fluttust til Suöureyrar og þar lést
Scjlveig skömmu síöar.
Guömundur kvæntist ööru sinni
1932 frændkonu sinni Sigriöi
Kristjánsdóttur frá Noröureyri.
Sigriöur er fædd 1907. Þau áttu
fyrst heima á Suöureyri, en áriö
1942 reistu bau nvbvli i Arós i
Staðardal. 1 Súgfiröingabók segir
svo: — „Sólstaöir heitir nýbýli,
sem þau frændsystkin Guö-
mundur Pálmason frá Botni og
Sigriöur Kristjánsdóttir frá
Noröureyri byggðu i Arósi i
Staöardal. Þar hafa þau búiö
siöan og eignast tvö börn (Pálma,
sem er sjómaður og á heima á
Suðurlandi, og Sólveigu, hús-
freyju i Borgarfiröi). Þarna i
Arósum hafa þau reist dálitiö bú
til minningar um forna búnaðar-
hætti. Þar er allt i 19. aldar stil,
amboöin upp viö vegginn, orfiö,
ljárinn og hverfissteinninn,
hrifan og kláran, einnig gömul
kerra. En þau hafa einnig
traktor. A honum er farið i
kaupstaöinn inn aö Suðureyri.
Guömundur er nú 87 ára. (1975).
Hann gengur daglega til vinnu,
fer meö skóflu og haka eftir
þörfum og brýnir ljáinn um slátt-
inn. En hann verður aö leggja vel
á steininn, þvi að hér eru ójöfnur
litt lækkaöar og þvi ekki neinn
skáravöllur..”
Guömundur var hraustmenni
og verkmaður góöur til sjós og
lands. Á yngri árum var eins og
stormur i rödd hans og hlátur
hans var snöggur og himinlifandi.
Hann var hress i tali og ekki vil-
samur. Sigriöur er hin mesta
dugnaðarkona og vaskleg til orös
og æöis. Þau áttu heima þarna viö
voginnogskammtfrá alfaraleiö i
40 ár. Þaö var einhver sómi yfir
þessu býli og samvistum þeirra
hjóna. Guömundur féll frá 10.
mars s.l. kempa hinna virku
daga.
Gunnar M. Magnúss.
|pÚTBOÐ(|)
Tilboð óskast i að leggja „lagnir á Oskjuhlið”, fyrir Hita-
veitu Reykjavíkur. Tilboð verða afhent á skrifstofu vorri
að Frikirkjuvegi 3 gegn 1500 kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 6. aprll
n.k. kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800
Blaðberab^ó
í Regnboganum, laugardaginn 20. mars kl. 1
Æskudraumar
Með ísl. texta.
Garðabær —
lóðaúthlutun
Lausar eru til umsóknar 10 lóðir i Hofs-
staðamýri.
Umsóknum sé skilað á bæjarskrifstofuna
Sveinatungu, fyrir 25. mars nk.
Bæjarritari.
Styrkir til háskólanáms
í Austurríki
Austurrisk stjórnvöld bjóöa fram i löndum sem aöild eiga
að Evrópuráöinu nokkra styrki til háskólanáms eða rann-
sóknarstarfa i Austurriki á háskólaárinu 1982—83. Styrk-
irnir eruætlaðir stúdentumsem lokið hafa a.m.k. þriggja
ára háskólanámi eða til framhaldsnáms eða rannsókn-
starfa að loknu háskólaprófi. — Umsóknir skulu hafa bor-
ist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykja-
vik, fyrir 2. april n.k. Sérstök umsóknareyðublöð og nán-
ari upplýsingar fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráöuneytiö,
12. mars 1982.
Skjót viðbrögð
Þaö er hvimleitt aö þurta aö
bíöa lengi meö bilaö rafkerfi,
leiöslur eöa tæki.
Eöa ný heimilistæki sem þarf
aö leggja fyrir.
Þess vegna settum viö upp
neytendaþjónustuna - meö
harösnúnu liöi sem bregöur
skjótt viö.
• • • RAFAFL
Smiðshöfða 6
ATH. Nýtt simanúmer: 85955