Þjóðviljinn - 25.03.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Fimmtudagur 25. mars 1982
Hreindýrum
fjölgar
Talið er að hreindýrum hér á
landi hafi fjölgað all verulega
hin sfðari ár. Náttúrufræði-
stofnun lét kasta tölu á þau árið
1980 og komst aö þeirri niður-
stöðu, að þau myndu þá vera um
3000. En athuganir, sem gerðar
voru sl. sumar, — fremur óná-
kvæmar þó, —benda til þess aö í
sumar geti hreindýrin oröið um
4000.
Fjölgunin hefur leitt til þess
að dýrin hafa vikkað landnám
sitt og gera sig víöar heima-
komin en áöur, trúiega i leit aö
betra beitilandi. Meðal annars
hafa þau þrengt aö Noröfiröing-
um, (kannski list þeim veí á
stjómarfariö þar), og kvörtuöu
þeir til Búnaöarþings yfir þess-
um ágangi.
Búnaöarþing taldi ástæöu til
þess aö fækka stofninum veru-
iega en viðhalda honum þó „þar
sem hann sé sjálfsagöur hluti
hinnar i'slensku náttúru”. Verði
stærö stofnsins miöuö við þau
llfsskilyröi, sem hreindýrin
hafa á heiöunum noröur og
austur af Vatnajökli en ástand
þess beitilands þó athugað af
Landgræöslu og landnýtingar-
ráðunaut svo „unnt sé að
ákveöa eölilega stærö hrein-
dýrastonfsins”.
— rnhg
Þeir féiagarnir úr Vfghólaskóianum: Arnar Þór Sveinsson, Þorsteinn 6. Bjarnason og Sveinn Braga-
son. — Ljósm.: -gel.
Strákar 1 starfskynningu
Nú er sú vika í grunn-
skólum Reykjavíkur og
nágrennis, þegar nem-
endur geta reikað nokk-
urn veginn sjálfvala um
og ýmsa vinnustaði á
höf uðborgarsvæðinu.
Þetta er tími starfskynn-
ingarinnar en það er nýr
þáttur í skólastarfinu
sem má kallast ómiss-
andi. Nemendum er gert
að fara á þá vinnustaði
sem hvað mest höfða til
þeirra og á meðan kref ur
skólinn ekki á náms-
iðkanir af neinu tagi.
Þjóðviljinn hefur ekki fariö
varhluta af viku starfs-
kynningarinnar, þvi inn á rit-
stjórn hafa komiö ófáir úr hin-
um ýmsu skólum og fylgst meö
þvi sem gerist innan veggja.
Þrir af nokkru stærri hópi.nem-
endur úr Vighólaskóla i Kópa-
vogi voru tilleiöanlegir i stutt
spjall viö blaöamann. Þetta
voru Arnar Þór Sveinsson, Þor-
steinn Ó. Bjarnason og Sveinn
Bragason. Kváöust þeir eins og
fjöldi annarra hafa kosið aö
fylgjast með störfum blaöa-
manna og fréttamanna og hin-
um ýmsu fjölmiðlum. Ótkoman
varð sú aö flestir úr skólanum
fóru á starfskynningu hjá fjöl-
miðlunum. i Tölvuskólann, i
rannsóknarstööina aö Keldum
og einnig i Háskólann. Þá voru
allmargir sem höföu áhuga á
Landhelgisgæslunni og Slökkvi-
liöinu. Þeir félagarnir sögöust
vera á siöasta vetri i Vighóla-
skóla en frá honum lægi leiðin
sennilega i Menntaskólann i
Kópavogi. —hól
Öldungar á flakkí TB L Myndasaga eftir EMIL & HALLGRÍM ©
KVfRT SKYLDI LE'STIN
VERA AÐ FARA?
LITLU SEIIW, ÞESAR LESTíN STÖÐVA5T :
USS' ÞAÐ ER EIN-
HVER AÐ K0MA. .
0Á , V/Ð SKUU/M FBLA
O KKUR 1 k6 SSUWM.
FLÝTTU ÞER I KASS
ANN ARINBOÖRN !
<
P
O
Viö ætlum aö taka ^
okkur frf í 14 daga ,
en vitum ekki hvort/
■. þaö veröa i
raun 14 dagar. J
Viö erum búin aö safna \
sparifé til 14 daga en
vitum ekki hvort þaö ‘
dugir
svo lengi. Skiluröu?
íAuövitaö skil ég þaö. J
ll __________________—^
\ Cfeg lika~ C
Afar fríkuð
afmælisdagabók
með stjömuspám
Fyrirtæki sem nefnir sig „Lif
eftir fæöingu” hefur gefið út af-
mælisdagabók meö stjörnu-
spám sem mun ætlaö aö vera of-
boöslega frikuö eins og sagt er I
vissu umhverfi. Bókin heitir
Pældi mér og er þannig gerð, að
til vinstri er dagatal sem gefur
pláss tveim kunningjum á hvern
afmælisdag, en á hægri siöu eru
ýmsar áreiðanlegar upplýs-
ingar um fólk sem fætt er i viö-
komandi stjörnumerki og árátt-
ur þess. Til fróöleiks er hér
gripið niöur i ljónsmerkinu:
Þetta er sagt um vikuna 8.-15.
ágúst og fylgja með rammar
stjömuviskulegir:
LJONIÐ 23. júli-22. ágúst
í þessu merki eru fæddir:
Debussy, Henry Ford, Halie Se-
lassie, Hoover, Mata Hari,
Mussolini, Napoleon og fleiri
blóðlatar frekjudósir.
Gættu þin á liöinu, sem safn-
ast i kringum þig, þeir finna hve
þú ert konunglegur og eru bara
að smjaðra fyrir þér til þess aö
fá brauömolana, sem hrjóta af
boröum þi'num. Varaöu þig sér-
staklega á dökkhæröu fólki, tala
nú ekki um, ef þaö er meö yfir-
skegg, svoleiöis náungar eru
bara á eftir þessu eina. Þaö má
auövitaö alltaf taka pilluna, en
samt.. Þú elskar allan undir-
lægjuhátt gagnvart þér sjálfum,
stoltiö er að drepa þig aö ekki sé
minnst á allar þinar ódrýgðu
hetjudáöir. Hins vegar hatar þú
óheiöarleika, kjarkleysi, en þó
sérstaklega alla gagnrýni gagn-
vart sjálfum þér. Farðu 25
hringi með leiö 5 og þú munt
ekki iðrast þess.
Fjárhags-
aðstoð við
bágstadda
bændur
„Fjárhagur og efnaleg staöa
einstakiinga innan bænda-
stéttarinnar hefur jafnan verið
mjög misjöfn. Sá munur hefur á
siöustu árum farið hraövaxandi
og er nú svo komiö, aö segja má
aö algjört gjaldþrot vofi yfir
þeim bændum, sem verst eru
staddir.
Orsakir þess aö svo er komiö
eru margar og samverkandi.
Vegur þar þyngst sá mikli fjár-
magnskostnaöur, sem er sam-
fara allri uppbyggingu og
endurnýjun I landbúnaöi. Arö-
semi fjárfestingar i landbúnaöi
er ekki nægileg til að standast
þann kostnaö. Sömu sögu er aö
segja um rekstrarfé bænda. Þá
eru skattalög óhagstæð þeim
bændum, sem standa i fram-
kvæmdum og hafa stofnað til
mikilla skulda. — Veröi ekki
breyting hér á er mikil hætta á
aö eölileg og nauösynleg endur-
nýjun í bændastétt stöðvist.”
Svo segir i erindi, sem
Búnaöarsamband S-Þingeyinga
sendi Búnaðarþingi. Hér er
stritt til oröa tekið en þó engan
veginn um of.
Búnaöarþing taldi mál þetta
„vandasamt og erfitt úrlausn-
ar”, en beindi þvi til stjórnar
Búnaðarfélags Islands og
Stéttarsambandsins að athuga
leiöir til úrbóta bg benti á eftir-
farandi:
1. Lenging lánstima á samn-
ingsbundnum lánum.
2. Frestun afborgana af
lánum.
3. Framlag úr Byggðasjóöi til
aö koma f veg fyrir byggöarösk-
un.
4. Undanþágu frá skattalög-
um um tekjufærslu af skuldum.
5. Fullt verö afurða, ef um
skeröingu er aö ræöa.
—mhg