Þjóðviljinn - 25.03.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 25.03.1982, Blaðsíða 14
14 SÍÐA ■— ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. mars 1982 ALI»VÐUBANDALAGIÐ betta er nýja kosningamiöstöðin, Siöumúla 27. Kvennafundur um kosningastarfið I kvöld kl. 20.30 verður fundur i Siðumúla 27 (nýju kosningamið- stöðinni). Til umfjöllunar verður: „Lifandi kosningastarf”. Námskeið i félags- málum, fundartækni, ræðumennsku. A fundinum veröur starfað i hóp- um og skipulagi komið á viðfangsefnin framundan. Miöstöö kvenna P.s. Kvennabréfið 5 er komið á prent. beir sem hafa áhuga á að sjá innihald þess, en fá það ekki heimsent, geta fengið eintak á skrifstof- unni að Grettisgötu 3. Miöstöö Alþýðubandalagið i Hveragerði Opinn stjórnmálafundur verður haldinn i Hótel Hveragerði laugardag- inn 27. mars kl. 14.00. Garðar Sigurðsson alþingismaður og Svavar Gestsson ráðherra koma á fundinn og ræða um stjórnmálaviðhorf og fleira. Almennar umræður og fyrirspurnir. Fólk hvatt til að íjölmenna. Stjórnin. Vorfagnaður Alþýðubandalagsins i A-Skaftafellssýslu Vorfagnaður Alþýðubandalagsins i A-Skaftafellssýslu verður haldinn i Holti á Mýrum laugardaginn 27. mars og hefst með borðhaldi kl. 20.30 Gestir kvöldsins verða Helgi Seljan alþingismaður og Baldur óskarsson.Skemmtiatriðiog dans. — Rútuferð frá Höfn á iagnaöinn kl. 19.30. Þátttaka tilkynnist til Þorbjargar i Suðursveit, Hannesar á Mýrum eða Hauks á Höfn i sima 8293 Og 8185. Batdur Helgi Alþýðubandalagið á Akureyri Fimmtudaginn, 25. mars kl. 8.30 ætlum við að koma saman að Eiðs- vallagötu 18og vinna að stefnuskránni. Félagar eruhvattir til að mæta. Aðalfundur 1. deildar Alþýðubandalagsins i Reykjavík (vesturbæjardeild) Aðalfundur 1. deildar Alþýðubandalagsins i Reykjavik verður haldinn fimmtudaginn 1. april kl. 20:30 að Grettisgötu 3. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf 2) Undirbúningur borgarstjórnarkosninga. ÍJlfar Þormóðsson kosningastjóri ABR Mætum öll. Stjórn 1. deildar ABR Alþýðubandalagið á Akranesi Félagsfundur verður i Rein mánudaginn 29. mars kl. 20.30. Fundar- efni: Framboðslistinn lagður fram tii samþykktar. 2. önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin Fulltrúaráð Alþýðubandalagsins i Reykjavik Fulltrúaráð ABR er boðað til fundar mánudaginn 29. mars nk. klukkan 20:30 i kosningamiðstöð að Siðumúla 27. Fundarefni: Stefnuskrá fyrir borgarstjórnarkosningarnar 22. mai nk. Stjórnin Nýr stefnuskrárhópur Enn einn starfshópur hefur verið stofnaður til að undirbúa borgar- stjórnarstefnuskrá ABR og mun fjalla um framkvæmdaráðsmál, veit- u.stofnanamál. hafnarmál og húsnæðismál. Hópstjóri er Helgi G. Samúelsson. Fyrsti fundur verður auglýstur siöar. ÍSSKÁPA- OG FRYSTIKISTU - VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum í frystiskápa. Góð þjónusta. 'vSrk REYKJAVIKURVEGI 25 Hafnarfirði sími 50473 V erkalýðsf élagið Þór Selfossi: Atelur ákvörðun um stein- ullar- verksmiðju „Fundur i stjórn og trúnaðar- mannaráði Verkalýðsfél. Þór haldinná Selfossi mánudaginn 22. mars 1982 átelur harðlega þá ákvörðun iðnaðarráðherra, að ákveða steinullarverksmiðju staö á Sauðárkróki, þar sem öli rök sýna að hagkvæmara væri að reisa verksmiðjuna i Þorláks- höfn.” Þessi tillaga var samþykkt samhljóða. Innrás? Framhald af bls. 3 ihlutun Bandaríkjanna Stjórnin i E1 Salvador er rúin stuðningi fólksins og lifir nú ein- göngu á efnahags- og hernaðar- aðstoð Bandarikjanna. Og nú er svo komið málum, aö það eina sem virðist geta bjargað stjórn- inni sé bein hernaðarleg Ihlutun Bandarikjanna, sem þau hafa þegar hótað. Ayala sagði að hugmyndir þjóðfrelsisaflanna um friðsam- lega lausn nytu mikils stuðnings. Þannig hefði Alþjóðasamband jafnaöarmanna boðist til þess að skipa Willy Brandt sem sátta- semjara i fyrirhuguðum samn- ingum, en þvi boði hefði verið hafnað af Bandarikjastjórn og stjórn Duartes. Þá sagði hann að tilraunir stjórnar Mexikó og Frakklands til þess að finna frið- samlega lausn á deilunni hefðu einnig skipt miklu máli. Hann sagði að Mexikó ætti mikilla við- skiptahagsmuna að gæta á þessu svæöi og þeim væri mikill akkur i þvi að pólitlskt jafnvægi kæmist á I Miðameriku. Aöspurður sagði Ayala að valdaránið I Guatemala I gær heföi litla þýðingu fyrir gang mála I E1 Salvador; þaö endur- speglaði valdabaráttu innan hersins og yfirstéttarinnar i land- inu og sýndi óhæfni hannar til þess að stjórna. Hann sagöi að sama væri upp á teningnum i E1 Salvador, og likur bentu til að enn hægrisinnaðri öfl myndu „sigra” Duarte i þeim kosningaskripaleik sem nú stæði fyrir dyrum i E1 Salvador. Ayala sagöi að lokum að and- spyrnuöflin gætu unnið hernaðar- legan sigur i E1 Salvador, þvi þjóöin stæði einhuga að baki þeim. Hins vegar vildu þau kom- ast hjá frekari blóðsúthellingum i lengstu lög. E1 Salvadornefndin gengst fyrir almennum fundi I Félagsstofnun stúdenta i kvöld kl. 20.30. Þar mun Raul Flores Ayala gera grein fyrir ástandi mála i E1 Salvador. Þá verður sýnd ný kvikmynd frá E1 Salvador, en fundarstjóri verður BöðVar Guð- mundsson. -ólg. , Er sjonvarpió bilaó? Skjarinn Sjónvarpsverbtói Begstaðastrati 38 simi 2-1940 Sambýli þroskaheftra á Selfossi. Þroskaheftir Sambýli á Selfossi A Selfossi var opnað 1. mars s.l. sambýli fyrir fullorðna þroska- hefta einstaklinga. Sambýlið er rekið á vegum Svæðisstjórnar Suðurlands. Stofnkostnaður var fjármagnaður af Framkvæmda- sjóöi öryrkja og Þroskaheftra. A þessu heimili geta dvalið 6 ein- staklingar, og er nú verið að koma upp vinnuaöstöðu fyrir ibú- ana. Sigrún Jensey Sigurðardótt- ir þroskaþjálfi er ráðin til að vera i.forsvari fyrir sambýlið. Purrktónleikar á Hótel-Borg Hljómsveitin Purrkur Pillnikk heldur tónleika á Hótel Borg nú i kvöld, fimmtudag. Purrkurinn hefur lokið við upptökur á nýrri plötu, sem væntanlega kemur út snemma i april. Kynnir hljóm- sveitin þetta kvöld töluvert af þvi efni, sem hún hljóðritaði seint i febrúar. Sveinbjörn Beinteinsson alls- herjargoði kemur frá Draghálsi og kveður m.a. Eddukvæði. Eddukvæði eru einmitt viðfangs- efni Sveinbjarnar á væntanlegri LP plötu allsherjargoðans, sem kemur út um likt leyti og plata Purrksins. Hálfvegis má kalla kvöldið, hina óþekktu stærð, þegar tvær hljómsveitir, sem aldrei áður hafa spilað á Borginni koma þar fram. Þetta eru Keflavikurhljóm- sveitirnar Vébandið og Negatif. Þetta fara ab verða siðustu tón- leikar Purrks Pillnikks hér á Is- landi áður en hljómsveitin heldur til Englands i boði hljómsveitar- innar The Fall. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og standa þeir fram til 01.00. Verð aðgöngumiða verður kr. 55. Helgarskákmót á Siglufirði 13. helgarskákmót Timaritsins Skákar og Skáksambands Islands verður haldiö á Siglufirði um næstu helgi. Búist er við þátt- töku flestra bestu skákmanna þjóöarinnar s.s. Friðriks Ölafs- sonar, Helga Ólafssonar, Jóns L. Arnasonar, Margeirs Pétursson- ar og Jóhanns Hjartarsonar. 1. verðlaun á mótinu verða 5 þús. krónur, 2. verðlaun 3 þúsund og 3. verðlaun 2 þúsund krónur. Þá verða veitt verðlaun i kvenna- flokki, öldungaflokki og unglinga- flokki. Herstödvaandstæðingar Herstöðvaandstæðingar Akureyri Árshátið og baráttusamkoma Herstöðvaandstæðingar á Akureyri efna til árs- hátiðar föstudagskvöldið 26. mars i Alþýðuhús- inu. Nútimatónlist og gömlu dansarnir. Laugardaginn 27, mars kl. 14 halda herstöðva- andstæðingar á Akureyri baráttusamkomu að Hótel KEA. Ræðumaður Böðvar Guðmundsson, sem einnig flytur samkomugestum nokkra söngva. Samlestur úr bókmenntúm. Happdrætti. Herstöðvaandstæðingará Akureyri Böðvar Herstöðvaandstæðingar i Þingeyjarsýslu Baráttusamkoma á Breiðumýri Herstöðvaandstæðingar i Þingeyjarsýslu efna til baráttusamkomu á Breiðumýri kl. 21 sunnudagskvöldið 28. mars. Ræðumaður Böðvar Guðmundsson. Samlestur úr bókmenntum á vegum Akureyringa. Heimamenn sjá um önnur dagskráratriði. Herstöðvaandstæðingar I Þingeyjarsýslu FRAMLEIÐUM BRAUÐKÆLA ÖL- OG GOSDRYKKJAKÆLA og önnur frysti- og kælitæki simi 50473 ífrá. sivBrh Reykjavíkurvegi 25 Hafnarfirði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.