Þjóðviljinn - 26.03.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.03.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. mars 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Sagnfræðingurmn og sósíalistinn Edward P. Thompson Edward Thompson (fæddur 1924) er sagnfræðingur og sósial- isti. Hann nýtur mjög mikils álits sem sagnfræðingur, enda byggir hann á mjög vfðtækum rannsókn- um. Arið 1955 gaf hann út sitt fyrsta sagnfræðirit, timamóta- verk um ævi útópistans William Morris, William Morris, Romantic to revolutionary (i vasabókarbroti frá Merlin Press, 1977). Flytur ræður á fundum Stúdentaráðs/SÍNE og her- stöðvaandstæðinga, fyrir- lesari í Háskólanum Friaarslnnar i Austur-Evrópu, yfirlýsing tékknesku andófs- hreyfingarinnar Charter '77: Friður og frelsi Eftirfarandi yfirlýsingu frá tékkneskum samherjum friðar- hreyfingarinnar i V-Evrópu fylgdi prófessor Edward P. Thompson úr hlaði með þessum orðum f blaðinu „European Nu- clear Disarmament Bulletin”: „European Nuclear Disarma- ment (END) fagnar þvi að hafa móttekið þessa yfiriýsingu frá friðar- og mannréttindahreyf- ingunni Charter 77, staðföstustu og lengst starfandi miðstöð upp- byggjandi baráttu fyrir mann- réttindum i nokkru ríki Varsjár- bandaiagsins. Yfirlýsingin er undirrituð af þeim Váciav Malý og Dr. Bedrich Placák, tals- mönnum Charter 77 og Dr. Jiri Hájck, sem var utanrikisráð- herra Tékkóslóvakiu á tfma „vorsins f Prag” árið 1968. Með birtingu þessarar mikilvægu yf- irlýsingar, staðfesta ritstjórar END-Bullctin stuðning viö yfir- lýsinguna og sannfæringu um „að friður og frelsi séu óaðskilj- anleg”. Við hvetjum tékknesk stjórnvöld til að hætta ofsóknum á hendur Charter 77 og til að greiða fyrir hverskonar sam- skiptum milli þeirra sem styðja mannréttindi og málstað friðar i Evrópu.” Við höfum að undanförnu ver- ið spurð um afstöðu okkar til friðarhreyfingarinnar i Vest- ur-Evrópu — hreyfingar sem náð hefur lengra en aðrar slikar i Evrópu, bæöi hvað snertir við- feðmi og öfluga andstööu gegn kjarnorkuvopnum. Afstaða okkar hlýtur að byggjast á sömu rökum og viö höfum sett fram i baráttu fyrir þegnréttindum og mannréttind- um í landi okkar. Við stefnum að þvf að virt séu ákvæði i okkar eigin lögum, einkum þau sem finnast i lögum nr. 120/76. Al- þjóðlegi sáttmálinn um þegn- rettindi og stjórnmálaréttindi og Alþjóðlegi sáttmálinn um efnahags-, félags- og menning- arleg réttindi hafa ennfremur i inngangsorðum sinum að geyma alþjóðlegar yfirlýsingar um mannréttindi. Þessir sátt- málar lýsa yfir að virðing fyrir mannréttindum og mannlegri reisn séu undirstaða frelsis, réttlætis og friðar I heiminum. Við krefjumst þess að okkar rikisvald virði þá þau fyrirheit sem lýöveldi okkar gaf, þegar það staöfesti þessa alþjóðlegu sáttmála og undirritaöi loka- ályktun öryggis- og samstarfs- ráðstefnu Evrópu. Sú lokaálykt- un telur virðingu fyrir mann- réttindum og frelsi (eins og fram kemur i Mannrettindayf- irlýsingu Sameinuöu þjóðanna og báðum sáttmálum) til grund- vallarþátta i friöi og samstarfi og við slökun spennu milli rikja. 1 samræmi við umrædd skjöl, sem eru umtalsverður árangur i slökunarstefnu Evrópu og varða veginn i átt til frekari ávinn- inga, teljum viö mannréttindi og lýðfrelsi óaöskiljanlegan þátt slökunarstefnunnar, jafn mikil- vægan og hernaðar-, efnahags- og diplómatiskar hliðar þeirrar stefnu: Þátt sem skilyröar hina og er skilyrtur af þeim. Dr. Jiri Hajek Við höfum við mörg tækifæri, i bréfum og tillögum til stjórn- valda i okkar landi, að við ætt- um að standa viö þessar yfirlýs- ingar um að friðurinn sé óskipt- anlegur, yfirlýsingar sem end- urteknar hafa verið af alvöru- þunga áratugum saman. Loka- ályktun Helsinki ráðstefnunnar skýrir þessar yfirlýsingar á óyggjandi hátt, þegar fjallað er um virðingu fyrir mannréttind- um sem óaöskiljanlegan og jafnréttháan þátt friðar, þar eð ekki væri með neinum rétti hægt að tala um frið ef slika virðingu fyrir mannréttindum skorti. Þetta samband er gagnkvæmt og verkar á báða vegu. Erfitt er aö leggja trúnað á yfirlýsingar um friðarviðleitni, þegar þær gefa ríkisstjórnir landa þar sem fólk er ofsótt fyrir að krefjast þess (i þágu slökunarstefnu) að gerðar séu ráöstafanir til að tryggja mannréttindi og frelsi. A likan hátt reynist erfitt að telja þá talsmenn mannréttinda og friðar, sem um leið ýta undir vigbúnaöarkapp og færa striös- hættuna slfellt nær, sérstaklega i Evrópu. Sú heimsálfa getur þarmeð ekki gert sér þær glæstu vonir sem fólust I lokaályktun Helsinki-ráöstefnunnar um ör- yggi og samstarf rikja. Við heimsálfu okkar blasir nú sú hætta aö hún veröi vettvang- ur kjarnorkustriðs, grafreitur þeirra þjóöa og menningar sem fæddu af sér sjálfa hugmyndina um mannréttindi, þar með tal- inn réttinn til að lifa — hið æðsta allra mannréttinda. Erfitt reyn- ist að trua, að þeir séu helstu talsmenn slikra réttinda (þar með talinn réttarins til að lifa án þess aö óttast striö) sem ein- ungis gagnrýna hugmynda- fræðilega andstæðinga sina og keppinauta fyrir að brjota mennréttindi en umbera sjálfir slik réttindabrot i eigin landi. Við fögnum þessvegna að meðal þeirra sem láta frá sér fara aðvörunarorð og hvetja stjórnvöld sin til aö breyta i samræmi við Helsinki-yfirlýs- ingarnar, eru margir af vinum okkar. Þeim sem ekki hafa hik- aö við að lýsa samstöðu með þeim okkar, sem hafa verið of- sóttir og oröið fyrir frekari skerðingu af völdum stjórn- valda, sökum þess aö við höfum mótmælt brotum gegn þessum yfirlýsingum og hvatt til að stjórnvöld staðfesti þær i verki. Viö óskum þess aö þessir vinir okkar haldi áfram baráttu fyrir óskiptanlegum friði, sem á ekki aöeins viö um landsvæði heims- ins heldur einnig ýmis og marg- breytt svið mannlegs lifs. Viö höfum ekki sömu tækifæri og þeir til að tjá á jafn öflugan hátt sameiginlega sannfæringu okk- ar um að friður og frelsi séu óaðskiljanleg. Meö þessari yfir- lýsingu getum við þó gefið til kynna samstöðu okkar meö öll- um þeim sem leitast við að koma I veg fyrir gjöreyðingu heimsálfunnar, og við hvetjum allar þjóðir, rikisstjórnir og vel- viljaða menn til að standa sam- an um að vernda þá leiö sem var vörðuð i Helsinki árið 1975. Prag, 16. nóvember 1981 Václav Malý, talsmaður Charter 77-hreyfingarinnar I Tékkóslóvakiu Dr. Bedrich Placák, talsmaö- ur Charter 77 Dr. Jiri Hájek, i hópi tals- manna Charter 77. Yfirlýsing ætluð Sameinuöu þingi Sósialiska lýöveldisins Tékkóslóvakiu, Rikisstjórn Sósialiska lýðveld- isins Tékkóslóvakiu, skrifstofu forseta Sósialiska lýðveldisins Tékkóslovakiu, Tékkneska Friðarráöinu, Kristna friðar- ráðinu og samtökunum Pacem in Terris. Atta árum siðar lét Thompson frá sér fara grundvallarrit um upphafstíma ensku verkalýðs- stéttarinnar, The Making of the English Working Class (Penguin- forlagiö). Siðan kom út eftir Thompson bókin Whigs and Hunt- ers(Penguin, 1975) sem tekur til umf jöllunar ensk lög, sem i sagn- fræðinni nefnast The black Act, en þau bönnuðu vissa tegund af dýraveiðum en voru notuð i margskonar öðrum tilfellum. Umfjöllun Thompsons snýst meðal annars um sjálfsprottna almenna óhlýðni við lög, reglu og eftirlit. Um það þema hefur Thompson fjallað i fleiri ritum (sjá ritgerðina Time, Work-di- scipline and Industrial Capital- ism i timaritinu Past and Present nr 38, 1967). Thompson er allur mjög bresk- ur að sjá, hávaxinn, renglulegur með úfiö grátt hár eins og gamali enskur fjárhundur. Bækur hans eru einnig mjög breskar. Hann gengur með breska empirismann i hrygglengjunni. Hann leggur sig i framkróka við að sanna, sem veldur þvi oft aö hann verður nokkuð langmáll. Jafnframt er Thompson mjög meðvitaöur um fræðikenningar. 1 hinu mikla verki um ensku verkalýðsstéttina heldur hann uppi stöðugri um- ræðu um stétt og stéttarvitund, i „Whigs and Hunters” ræðir hann um hagfræði og hugmyndafræði og i ævisögu Morris um hlutverk útópismans. Dæmigert fyrir Thompson — likt og enska marxista svo sem Christopher Hill og Eric Hobs- bawm — er að i f ræðilegu umræð- unni gleymist aldrei að þetta snýst allt um manneskjur. Kenn- ingarnar bera ekki þekkinguna ofurliði. Thompson vill ekki kalla sjálfan sig marxista. Hann telur aö tilséu „marxiskar hefðir” sem eiga i sifelldum skoðanaskiptum við aðrar kenningar, en það sé ekki til neitt „afmarkað algjör- lega marxiskt kenningakerfi”. Thompson hallast fremur að ljóðlist en heimspeki, hann setur þá hlið við hlið William Blake og Marx. Af þeim sökum hefur hann tekið mjög gagnrýna afstööu til formgerðarstefnunnar (strúktúralismans) sem hefur verið i uppgangi meðal marxista á meginlandi Evrópu undanfarna tvo áratugi. 1 langri ritgerð sem nefnist The Poverty of Theory (i bókinni The Poverty of Theory and other Essays, Merlin Press 1978) ræðst Thompson til atlögu gegn franska tisku-marxistanum Louis Althusser og lærisveinum hans. Thompson gagnrýnir fyrst og fremst skort á raunvisindaleg- um aðferðum: svo virðist sem Althusser telji að visindakenning- ar framleiði sinar eigin stað- reyndir, burtséð frá raunveru- leikanum. Thompson tilheyrir kynslóð sem er nokkuð eldri en þeir marxistar sem nýja vinstri hreyfingin sat við fótskör hjá á sjöunda áratugnum. Samt sem áður átti hann þátt i að hrinda nýju, vinstri hreyfingunni af stað. Arið 1956 ákvað hann að segja sig úr kommúnistaflokknum, þar eð hann gæti ekki stutt hreyfingu sem féllistá innrás Sovétrikjanna i Ungverjaland. En Thompson sagði ekki skilið við hugsjón sósialismans. Hann gerðist ekki úrtölumaður, heldur eins og hann orðar það, fortölu- maður (reasoner). Hann skrifaði margar greinar fyrir ýmis vinstri timarit, til dæmis The Reasoner, The New Reasoner og það sem siðan varöThe New Left Review. Asamt Raymond Williams gaf Thompsonút May Day Manifesto árið 1968 (Penguin). Hann er núna meðlimur i breska Verka- mannaflokknum, ekki vegna þess að hann sé heillaður (eins og hann orðar þaö) heldur vegna þess að Aðalræðumaöur á fundi her- stöðvaandstæðinga i Háskólabiói á laugardaginn klukkan 5 e.h.: Edward P. Thompson. það sé orðið „likt og að vera hluti af mannkyninu”. Edward Thompson var virkur i friðarhreyfingunni þegar á sjötta áratugnum, liktog margir aðrir i nýju vinstri hreyfingunni. Hann hélt áfram störfum sinum i friðarhreyfingunni, á sama tima og önnur málefni urðu veigameiri meðal vinstri manna. Thompson er mjög virkur, hann skrifar og heldurræður.ers.töðugtá þönum, einn daginn i BrQssel, annan i Frankfurt, þann þriðja i New- castle og á laugardaginn kemur i Háskólabiói i Reykjavik. Ein af frægum greinum heitir Notes on Exterminism, the Last Stage of Civilization (New Left Review 1980) sem gæti á islensku heitið Um helstefnuna, siðasta skeið menningar. Onnur grein kemur út þessa dagana i Timariti Máls og menningar. Thompson heldur áfram sagn- fræðirannsóknum sinum, hann beinir nú athyglinni aö ljóðskáld- inu og hugsjónamanninum Willi- am Blake. Baráttan útilokar ekki fræðilegar rannsóknir. Þvert á móti: hvort tveggja helst i hend- ur. Thompson sækir baráttuþrek sitt til sögunnar. Hann segir á einum stað i ritum sinum: „Vit- und um söguna ætti að gera okkur betur kleift að skilja þá getu til umbreytinga sem blundar i sér- hverjum manni.” (Að mestu eftir Ronny Ambjörns- son, Dagens Nyheter) Sýning á fræðflbokum Sýningu á nýjum visinda- og fræðiritum frá Springer-verlag forlaginu hefur verið opin þessa viku i hliðarsal Félagsstofnunar stúdenta, en henni lýkur i dag. Bækur þessar eru einkum á sviði visinda, tækni og læknis- fræði. Fyrirtæki Springer-verlag hefur aðsetur i Berlin en er ekki i neinum tengslum viö Axel Springer. Þetta er I fyrsta sinn sem bækur fyrirtækisins eru sýndar hér á bókasýningu. Fyrir- tækið gaf út um 800 nýja bókatitla á s.l. ári. Fulltrúi forlagsins David Anderson er hér á landi i tilefni af sýningunni. Sýningunni lýkur i dag ki. 17.001 dag. \KonuF~} kúnst i J frú Glit Glit h.f. er nú að setja á markaðinn nýja linu i blómapottum og vösum. Þessi nýja lina hefur hlotið I nafniö Kornakúnst. ■ Kornakúnst er unnin I I steinleir blönduðum muldu I vikurhrauni af Reykjanesi, | ' sem hefur svipað brennslu- ■ J 'stig og leirinn, og samlagast I honum þvi njjög vel. Vikur- I I inn bráðnar og veröur að | * glerungi sem gefur þessa • ' skemmtilegu kornóttu áferð. I I Kornakúnst eru fáanlegir I blómapottar af öllum stærð- | * um, veggpottar hengipottar ■ J svo og vasar og skálar. Höfundur Kornakúnstar I eru þau Þór Sveinsson, leir- | ■ kerasmiður og Eydis Lúð- ■ J viksdóttir myndlistakona. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.