Þjóðviljinn - 26.03.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.03.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. mars 1982 MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan ólafsson. Kréttastjóri: Þórunn Sigurðardóttír. L'msjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Kilip W. Franksson. Blaðamenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Ólafsson Maenús H. Gislason, Olalur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttafréttaritari: Viöir Sigurðsson. Cllit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Vuglysingar: Hildur Kagnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6, Reykjavik, simi 8i:i23 Prentun: Blaðaprent hf. Með þjóðarsamstöðu • Hvort sem fundur Hjörleifs Guttormssonar og Mullers frá Alusuisse skilar einhverjum árangri eða ekki, þá skiptir höfuðmáli að sem allra f lestir geri sér glögga grein fyrir því, hve rök okkar fyrir mjög verulegri hækkun raforkuverðsins til álversins eru sterk. Það eru sanngirnisrök, sem auðhringnum ber að taka tillit tiLenda þótt samningsákvæði kveði á um óbreytt raforkuverð til ársins 1994, eða í 12 ár enn, og þá lítilli hækkun, en síðan bundnu orkuverði til ársins 2014. • Hér í Þjóðviljanum var í gær gerð ýtarleg grein fyrir því hvaða orkumagn hinir ýmsu orkunotendur í landinu fá í sinn hlut, og hvað þeir hver um sig greiða stóran hluta þess heildarverðs, sem hér er greitt f yrir alla selda orku. • Samkvæmt tölum Orkustofnunar sem Þjóðviljinn kynnti í gær, þá fékk álverið í sinn hlut á árinu 1979 um 43% allrar seldrar orku, en greiddi hins vegar aðeins rúm 8% þeirrar upphæðar sem inn kom fyrir orku- söluna. Sfðan hef ur lítið breyst. • Heimilin í landinu og þau íslensk atvinnufyr- irtæki, sem ekki njóta sérsamninga, fengu hins vegar i sinn hlut um 40% orkumagnsins (orka til húshitunar meðtalin), en greiddu fyrir þessi 40% full 80% af inn- komnum tekjum f yrir orkusölu. • Það eru íslensk heimili og íslensk atvinnufyr- irtæki, sem greiða niður orkuna f yrir Alusuisse. Orku- verðið sem Alusuisse greiðir hér nú er 6,55 aurar á kílówattstund. Orkuverðið sem almenningsrafveit- urnar greiða landsvirkjun er 27 aurar, eða meira en f jórfalt hærra. Verðmunurinn er 313% (ekki 413% eins og misritaðist í blaðinu í gær). Þegar álverið tók til starfa árið 1969 var þessi munur 81%, og þótti mikill þá. Með þjóðarsamstöðu verður að knýja f ram breyt- ingar á gömlu samningunum, með samkomulagi sé það í boði, annars einhliða. — k. Fundur með Thompson • A morgun,laugardag, efna Samtök herstöðvaand- stæðinga til almenns f undar í Háskólabiói, undir kjör- orðinu: Gegn helstefnu hernaðarbandalaga. • Að undanförnu hefur starfsemi hvers kyns sam- taka, sem berjast fyrir friði og afvopnun, eflst mjög f f lestum okkar nágrannaríkja. Hið taumlausa vígbún- aðarkapphlaup risaveldanna og sú vaxandi tortím- ingarhætta sem því fylgir hefur kallað æ fleiri til virkrar þátttöku í baráttu fyrir friði og takmörkun vígbúnaðar. • Meðal ræðumanna á fundi herstöðvaandstæðinga í Háskólabíói á morgun verður breski sagnfræðingur- inn Edward P. Thompson, kunnasti forystumaður bresku f riðarhreyf ingarinnar. • Flestir gera sér nú Ijóst að staðsetning meðal- drægra kjarnorkueldf lauga í Austur- og Vest- ur-Evrópu magnar styrjaldarhættuna, og alveg sér- staklega þá hættu að Evrópa tortímist í átökum risa- veldanna, sem að öðru leyti kynnu þó að verða tak- mörkuð. • Sú krafa verður æ háværari, að Evrópuríkin frá Póllandi til Portúgal, frá (slandi til Grikklands, taki frumkvæði í baráttu fyrir tryggingu friðar og tak- mörkun vígbúnaðar, — óháð vilja risaveldanna í austri og vestri. • Alkunna er að Kremlverjar hafa þann hátt á, að stimpla alla þá í Austur-Evrópu sem eitthvað hafa við vígbúnaðaræði Varsjárbandalagsins að athuga, sem handbendi Bandaríkjanna. Svipaðrar tilhneigingar gætir mjög á Vesturlöndum, nema með öfugum for- merkjum. Út úr þessum vftahring þurfa þjóðir Evrópu að brjótast. Friðarhreyf ing, sem starfar sem útibú frá Brésnef eða Reagan er einskis virði, en friðarhreyfing sem byggir upp nýtt sjálfstætt afl í stjórnmálum Évrópu og setur vígbúnaðaræði risa- veldanna stólinn fyrir dyrnar — hennar er brýn þörf. Það er slíka friðarhreyfingu, sem hinn breski sagn- f ræðingur Thompson vill byggja upp. Þess vegna skal komu hans fagnað hér. — k. Samanburðar- fræði „Það er hvorki hægt að byggja sóslalisma né lýöræöi á tilskipunum sem neytt er ofan i fólk eöa á þvi aö hverfa aftur til óréttlætis og fá- mennisstjórna fortiöarinnar. Alþjóöasamband sósialista hefur slegið þvi föstu aö sömu meginreglur gildi I þessum efnum um Pólland og Tyrkland, Afganistan og E1 Salvador...” „Annaö risaveldiö styður sjálfsákvöröunarrétt pólsku þjóöarinnar og baráttu frjálsu verkalýðsfélaganna. Þetta er lofsvert. En sama risaveldi stuölar jafnframt aö þvi aö haldi uppi stjórn sem kúgar frelsi af verka- mönnum og bændum I E1 Salvador. Stjórn Bandarikj- anna felur sig á bak viö þaö aö frelsisbaráttan í Mið-Am- eriku sé á snærum Kúbu- manna, Sovétrikjanna, kommúnismans. Hitt risa- veldiö styöur rétt þjóöar Salvador til sjálfsákvöröun- ar, baráttu þess gegn kúgun. Þetta er lofsvert. En þaö meinar um leiö pólsku þjóö- inni og pólskri verkalýösstétt rétt til sjálfsákvöröunar, rétt til aö móta framtfö sina meö sjálfstæöum hætti. Stjórn Sovétrikjanna felur sig á bak viö þær röksemdir aö frelsis- baráttan í Póllandi sé á snærum Bandarikjanna og kapitalismans... Refsingar Um leiö og fordæming á kúguninni I Tyrklandi fer vaxandi hafa Bandarikin aukiö efnahagslegan, hern- aðarlegan og pólitiskan stuöning sinn viö stjórnina þar. Menn fordæma hers- höföingjana i Varsjá en bera lof á kollega þeirra i Ankara. Þetta er hræsni. í fyrra veittu Bandarikin Tyrklandi 547 miljón dollara aöstoö og I ár hefur forseti Bandarikj- anna beðiö um 700 miljónir dollara til stjórnarinnar þar, þar af fari 403 miljónir I hernaðaraöstoð. Hér er svo sannarlega ekki um aö ræöa refsiaögeröir i nafni frelsis- ins.” ólöf Palme, fyrrum for- sætisráöherra Sviþjóöar i setningarræðu á ráöstefn- unni „Frelsi allra þjóöa — friöur I heimi öllum”. klíppt Fjölmiðlar Viö lifum á timum þegar mik- ill dugnaöur er sýndur viö aö smiöa kenningar um fjölmiöla. Lætur nærri aö hver og einn geti fært rök aö þvi sem honum hentar i þeim efnum og hljómi allt tiltölulega sannfærandi. Til dæmis höfum viö merkar kenningar um þaö aö mikil sjón- varpsneysla og þá myndbanda hafi svipuö einkenni og neysla fikniefna. A hinum endanum standa svo þeir sem telja mann- lifiö litils viröi og mannréttindi I hættu ef menn hafi ekki svosem fimm eöa tiu rásir aö leika sér aö. Á flótta Ein kenning enn, mönnum til fróöleiks. Þessi kenning kemur frá Dan- mörku. Þar segir frá þvi aö aldrei hafi veriö jafn mikiö aö gera i sjónvarpsbúðum og hjá myndbandaleigum þar 1 landi og nú. Þetta geti aö sönnu veriö jákvætt svar I þrúgandi vand- ræöum heimsins. En hún endar á þvi, aö gera myndbandiö aö taugalyfi, aö flótta undan „flóknum heimi”, aö þvi sanna ópiumi fyrir fólkiö sem oft og lengi hefur veriö leitaö aö. Jákvœtt og neikvcgtt Þaö sakar kannski ekki aö geta þess, aö höfundur þessarar fróölegu greinar er forstjóri verslanakeðju i Dan- mörku sem höndlar meö mynd- bandatækni og sjónvarpstæki ýmiskonar. En þótt undarlegt megi virðast kemur hann að nokkru leyti inn á sömu hluti og talsmenn Austur-Evrópurikja og margra rikja þriöja heimsins hafa haft á lofti þegar deilt hefur veriö á alþjóöavettvangi um ástand fjölmiöla. Austanmenn og Þriöjaheims- menn hafa viljað koma á ný- skipan i fjölmiölamálum, sem tryggöi „jákvæöari” fregnir af þessum heimshlutum. Sá sann- tengt þvi, aö i kreppunni spari menn feröir, bensfn og fleira meö þvi aö fjölskyldan situr saman og horfir á lifandi myndir. En greinarhöfundur hallast þó fremur aö þeirri skoöun aö myndbandaneyslan sé svar fólksins viö hinni nei- kvæöu mynd af heiminum og dönsku samfélagi sem útvarp, venjulegt sjónvarp og forsiöur dagblaöanna miöla. Þar eru, segir hann, ekkert nema vanda- mál, strið, morö, slys og ógæfa. Kreppa i hverju horni. Hann segir ennfremur: „Fjölmiölar hafa gefiö okkur þvilika hrossaskammta af nei- kvæðu fóöri á undanförnum árum, aö þeir hlutu aö brjóta niöur alla trú okkar á framtiö- ina og allan baráttuvilja, sem viö þurfum svo mjög á aö halda. 1 sjálfsvörn og til aö mótmæla velur fólkið i stórum stil video fremur en allt þetta neikvæöi sem birtist á forsiöum blaöa og á fréttaskerminum. Heimurinn er orðinn of flókinn til aö skilja °g fylgjast meö. Og menn berj- ast viö þetta neikvæöi meö video”. Kenningin fer af staö meö þeim hætti aö hún sýnist boöa leikskjarni er i þeirra gagnrýni, aö fréttamat er oftast á þá leiö, aö engar fregnir eru sagöar nema illar (hamfarir, slys, striö, spilling, morö) Af ein- hverjum merkilegum ástæöum heyra neytendur ekki aörar „já- kvæöar fregnir” en úr sinni heimabyggö (nýr skóli, ný brú, framlög til félagsmála). Þaö er ekki gott viö þessu aö gjöra — þvi þetta lögmál gildir nefnilega nokkurnveginn um allan heim. Þessvegna hafa lika lönd sem búa viö þokkalegt prentfrelsi veriö treg á aö sam- þykkja hugmyndir ritskoöunar- landa, sem i nafni „jákvæöis” vilja i raun lauma aö ýmsum ritskoöunaraöferöum til aö ýmiskonar einræöisstjórnir fái þokkalegra umtal erlendis en ella. Meö sérstæöum hætti eru myndbandasalinn og ritskoöar- inn komnir i svipaöar buxur. Annar býöur aö visu létta af- þreyingu eins og þaö heitir, en hinn fegraöa (og sjálfsagt leiöinlega) mynd af vissum heimshlutum. En báöir eru þeir á flótta undan óþægilegum staö- reyndum. AB og skorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.