Þjóðviljinn - 26.03.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.03.1982, Blaðsíða 1
MOBVIUINN Föstudagur 26. mars — 70. tbl. 47. árg. Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra: Sveitarfélög taki verkefni af ríkinu Fái jafnframt viðbótartekjur til að standa undir aukn- um framkvæmdum Svavar Gestsson félagsmála- ráðhcrra hefur lagt fram tillögu I . rikisstjörninni þess efnis að frá og með næstu áramótum yfirtaki sveitarfélögin i landinu verkefni af rikinu eftir sérstökum samn- ingi. i þessu skyni verði tekju- stofnar sveitarféiaganna veru- legá efidir til að sveitarfélögin fái viðbótartekjur tii að standa undir nýjum verkefnum. Þetta kom fram i ávarpi Svavars Gestssonar félagsmála- ráðherra á fulltrúaráðsfundi Sambands islenskra sveitar- félaga i gær. Svavar sagði enn- fremur: „Til að vinna að samningum um þessi efni verði skipuð sérstök samninganefnd á vegum rikisins og Sambands islenskra sveitar- félaga. Svavar Gestsson félagsmálaráð- herra: tekjustofnar sveitarfélag- anna verði verulega efldir. f tillögunni er gert ráð fyrir þvi að nefndin ljúki störfum svo snemma að unnt verði að taka til- lit til niðurstöðu hennar við fram- lagningu f járlagafrumvarps fyrir haustið 1982. Tillagan gerir einnig ráð fyrir þvi að nefndin kanni með hvaða hætti er unnt að tryggja sveitarfélögum i þéttbýli betri möguleika til að leggja varanlegtslitlag á götur.t.d. með þvi að myndaður verði sjóður i þvi skyni. Skal tekið tillit til þessa við uppgjör á verkefnum rikisins og sveitarfélaganna '. I lok ávarps Svavars Gests- sonar komst hann svo að orði: „Eins og ég sagði i upphafi hef ég þá tilfinningu að umræða undanfarinna ára um stöðu sveitarfélaganna sé að skila þeim árangri að menn séu almennt i stakkbúnir til þess að hefja fram- kvæmdir af alvöru. Eins og til- laga min fyrir rikisstjórninni ber með sér tel ég grundvallaratriði að aðilar þessara mála setjist niður og semji um markmið og leiðir i sókn okkar til aukins lýð- ræðis, valddreifingar og sjálf- stjórnar sveitarfélaga. En loka- takmarkið er jöfnuður og félags- legt öryggi fyrir alla þegna þessa lands, hvar sem þeir búa”. — v. [Sjóherinn a\ Mulanhahli ■ i ■ i Samþykkir skilyrðin! Sú tilkynning barst hingað til lands í gær, að bandaríski sjóherinn hefði nú ákveðið að hlaupa frá fyrri hótunum um að taka jarðvegs- rannsóknir á Suður- nesjum í sínar eigin hend- ur. Sjóherinn hefur þar með fallist á þær for- sendur samninga við Orkustofnun, sem Hjör- leifur Guttormsson iðnaðarráðherra gerði kröfur um. 1 bréfi Orkustofnunar, sem sjóherinn hefur nú samþykkt var tekið fram að greiðslur fyrir rannsóknir Orkustofnunar skyldu fara fram i islenskri mynt, aö undirverktaki hersins skuli afla tilskilinna leyfa réttra umráðaaðila til umferðar, rannsókna og borana á þvi land- svæöi sem um ræðir, og i þriðja lagi er sjóhernum tilkynnt, að Orkustofnun sé kunnugt um mismunandi sjónarmiö innan rikisstjórnarinnar varöandi landnotkun og skipulagsmál á umræddu svæði, og þvi feli samningur um rannsóknir ekki i sér neina heimild til framkvæmda aö rannsókn lok- inni af hálfu þeirra stjórnvalda islenskra, sem Orkustofnun heyri undir. 1 bréfi Orkustofnunar kemur ennfremur fram að hún sé tilbúin til að hefja framkvæmdir og ljúka verkinu á tilsettum tima. Þaö var fimmtudaginn 18. mars, sem hingaö barst tilkynn- ing bandariska sjóhersins um að herinn tæki verkþátt Orku- stofnunar i eigin hendur, ef iðn- aöarráöherra féllist ekki skilyröislaust á óbreyttan samning fyrir klukkan fjögur næsta dag. Það var hins vegar fyrstmánudaginn22. mars, sem iönaðarráðherra lét Orkustofn- un i té niðurstööur af könnun ráöuneytisins, og setti þá ákveðin skilyrði fyrir þátttöku Orkustofnunar i viðkomandi rannsóknum. Næsta dag, þriðjudaginn 23. mars tilkynnti bandariski sjóherinn svo, aö samningum við Orkustofnun hefði veriö riftað, en i gær, tveimdögum siöar, kemur ný til- kynning frá sjóhernum, og er þá fallist á skilyrði iðnaðarráðu- neytisins! I Landbúnaðarráðuneytið: Bannar innflutning fóðurvara frá Danm. Álviðræður áfram í dag Ekkert látið uppi um gang mála Klukkan 10.30 I gærmorgun hóf- ust viðræöur þeirra Hjörleifs Guttormssonar, iönaöarráðherra og dr. Paul Míiller, formanns framkvæmdastjórnar Alusuisse um deilumál fslenskra stjórn- valda og Alusuisse. Fyrst ræddust þeir Hjörleifur og Miiller við einir I um það bil klukkutima, en siðan hófust fund- ir með þátttöku ráðgjafa á báðar hliöar. Með Hjörleifi Guttorms- syni mættu þá Vilhjálmur Lúð- viksson og Ingi R. Helgason, sem báðir eiga sæti I islensku álvið- ræðunefndinni og einnig Halldór Kristjánsson, lögfræöingur i iðn- aðarráðuneytinu sem ritari. Með Muller mættu Wolfensberger, Halldór Jónsson, stjórnarformað- ur Isal og Ragnar Halldórsson, forstjóri ísal. Fundir þessara aðila stóðu bæði fyrir og eftir hádegi i gær og halda áfram i dag. Hádegisverð snæddi Miiller i gær með þremur ráðherrum úr islensku rikisstjórninni, iönaðar- ráðherra, forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra. Hjörleifur Guttormsson, iðnaöarráöherra og dr. Paul Múller, formaöur framkvæmdastjórnar Alusuisse viö upphaf viöræöna i Ráöherrabústaönum I gær. — Ljósm. gel. Landbúnaðarráðuneytið hefur bannað innflutning á hvers konar fóðurvörum, dýraafurðum, jarðávöxtum og blómum frá Dan- mörku hingað til lands. 1 tilkynningu fra landbúnaðar- ráöuneytinu segir að þetta sé gert vegna þess að upp sé komin gin- og klaufaveiki i Danmörku. Enn- fremur beinir ráðuneytið þvi til feröafólks að það heimsæki ekki sveitabæi á Fjóni og þeir sem dvaliö hafi þar á sveitaheimilum taki ekki með sér hingað til lands óhrein vinnuföt eða skó. — Svkr. Málefni E1 Salva- dor á Alþingi Hvcr er mælikvaröi Sjálfstæö- isflokksins á mannréttindi? SJA 6. stnu. ^Miðstjórn^1 I arfundur ! I Fundur verður haldinn i I miðstjórn Alþýðubandalags- I I ins föstudaginn 2. og laúgar- J • daginn 3. april n.k. og hefst . I hann fyrri daginn kl. 17.00 i I I sal starfsmannafélagsins I | Sóknar að Freyjugötu 27. ■ Dagskrá: I 1. Stjómmálaviöhorfið. 2. Skýrsla flokksstarfsnefnd- I I ar. ■ 3. önnur mál. Flutningaskipið Suðurland sökk við Færeyjar 1 gær: Tiú skipverjum bjargað, eins saknað Flutningaskipiö Suöurland sökk 30 - 40 sjómilur noröur af Myki- nesi I Færeyjum í gærdag. Giftu- samlega tókst aö bjarga 10 mönn- um af áhöfn skipsins, en cins manns var saknaö. Suðurlandiö var að koma frá Færeyjum með saltfarm, sem skipa átti á land á Austurlandi. Um eitt leytið i gærdag hafði Suð- urlandið samband við radióið á Hornafirði og tilkynnti að skipiö væri lagst á hliðina, en vindur væri suð-suðvestanstæður 7 til 8 vindstig og mikill sjór. Stuttu seinna var tilkynnt að einn maður hefði lent fyrir borð og væru hinir 10 að yfirgefa skipið. Fljótlega náðist samband við dönsku flotastöðina i Færeyjum, en danska varðskipiö Hvidbjörn- en var i um einnar klukkustundar siglingar f jarlægð. Þar var þyrla um borð en illa gekk að koma henni á loft vegna veöurs. Land- helgisgæslan hér gerði þegar i stað ráðstafanir til að senda leit- Frh á 3. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.