Þjóðviljinn - 26.03.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 26.03.1982, Blaðsíða 15
IWI Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla * ... virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum Glúmur Hólmgeirsson skrifar: Að minrika landið frá Nú meö stuttu millibili hafa birst tvær greinar um Blöndu- virkjun, (i febrúar) og þær bestu, sem um þaö mál hafa sést. Báöar ákall um aö komiö veröi i veg fyrir þaö glapræöi, að sökkva gróöurlandi í stórum stil undir vatn. Hin fyrri er eftir Guöriöi B. Helgadóttur i Austurhliö: þegar helstefna og lifsstefna takast á og hin siðari eftir Helga Baldursson frá Syöra-Hóli: ögn um Blöndu o.fl. Taliö er, aö veröi þetta gert, veröi virkjunin mikiö ódýrari, en hvaö kostar þaö okkur aö sökkva öllu þvi lifi sem þarna er, i okkar fjúkandi landi og ekki fáum viö lifgrös úr þvi kaldalóni, til lifs búfjár eöa manna, eftir þaö. í báöum þessum greinum er ljóslega sýnt fram á hve alröngum for- sendum þessi áætlun er byggö og gerir hana aö dýrasta og óhagkvæmasta virkjunarkost- inum. Jafnhliöa þvi, sem viö erum aö reyna aö sporna viö þvi, aö allur jarövegur lands okkar fjúki á haf út, aöalkostur viö virkjun Blöndu I talinn sá, aö þar á aö sökkva landi meö miklum gróöri, á stærö viö væna sveit. Gróandi landiö er grund- völlur alls lifs en sambúö mannsins viö landiö og allt lif- andi er slik, vegna óseöjandi gróöafýsnar, aö stutt viröist aö blöa þess, aö mannskepnan standi uppi landlaus og þar meö án andrúmslofts, og þá hjálpa okkur engar ódýrar Blöndu- virkjanir eöa álhallir. Hafa menn gert sér grein fyrir þvi , sem hér er ætlaö aö gera? Þaö er veriö aö minnka landiö, sem ekki er hægt aö bæta nokkru fé. t heimi, sem stefnir risaskrefum aö þvi aö eyöa gróöri jaröar, er best aö átta sig á þvl, aö ekkert er eins dýrt viö virkjanir og landiö, sem fer undir vatn. Þaö veröur þvl aö vera fyrsta og æösta skyldan viö gerö orkuvirkjana, aö land- og gróöureyöing veröi I algeru lágmarki. Þessvegna veröur þessi virkjunarleiö, Blanda I. meö sinni hóflausu landeyöingu, lang dýrasti virkjunarkosturinn I reynd. Talaö hefur veriö um aö græöa upp örfoka heiöarlönd I staö Blöndulónsins. Er byrjað á þvi? Hvernig væri nú aö fresta Blönduvirkjun þar til séö er hvort sú ræktun er möguleg? Þaö viröist ekki neitt reka svo á eftir henni, aö ekki megi skoöa alla kosti náiö, og gera ekki nauðungarsamninga, sem kosta djúpstæöan ágreining I héraöi, sem seint jafnast. Viröist því sá kostur ekki sistur, aö fresta virkjun um sinn. Og þaö er hár- rétt skoðun Helga frá Syöra- Hóli, aö þaö er ekki einkamál þeirra við Blöndu, hvernig hún er virkjuö. Stórkostleg land- eyöing er tjón allrar þjóöar- innar, og öll þjóöin veröur látin borga fyrir þau spjöll, sem verða, þó aldrei sé hægt aö bæta. Glúmur Hólmgeirsson lcsendum ^StÍEL^A^SOíVv Barnahornid « ;>;» • .» . * » / ( » » \ « » » ' i . é ( i i Föstudagur 26. hiárs 1982 ÞJOÐVILJINN — StÐA 15 Útvarp kl. 20.40 Kvöldvaka Kvöldvaka er á dagskrá Út- varpsins að venju á föstudags- kvöldiö og hefst hún kl. 20.40. Kvöldvakan tekur hálfa aöra klukkustund i flutningi og gott betur. Fjölmörg atriði veröa á dagskrá. Þar má nefna ein- sögn Stefáns tslandi viö undir- leik Fritz Weisshappel. Sig- uröur Kristinsson kennari flytur annan hluta frásagnar sinnar af búsetu I Stafafells- fjöllum. Þá les Helga Þ. Stephensen ljóð eftir Júliönu Jónsdóttur og Jón R. Hjalmarsson ræöir viö Kjartan J. ólafsson vél- stjóra viö trafossvirkjun um ýmislegt sem á daga Kjartans hefur drifiö. Aö endingu kveöur Andrés Valberg nokkrar stemmur viö visur eftir Agúst Vigfússon. ' Stefán lslandi er einn þeirra sem fram koma i kvöldvöku Útvarps. •Útvarp kl. 23.05 Kvöldgestir Jónasar Jónassonar Helgi Tómas- son og Sif Þórz Kvöldgestir, hinn vinsæli þáttur Jónasar Jónassonar veröur á dagskrá Útvarpsins I kvöld og hefst þátturinn kl. 23.05. Gestir Jónasar aö þessu sinni eru ballettdansarinn frægi, Helgi Tómasson og Sif Þórz, en hún var fyrsti kenn- ari Helga. Helgi Tómasson „Brezhnev gamli á vist f vök aö verjast,” sagöi ögmundur Jónasson aöspuröur um ástandiö hjá þeim Kremlverjum. Fréttaspegill:______ Hræringar í Kreml, álmál o.fl. Fréttaspegill er aö þessu sinni I umsjá ögmunds Jónas- sonar og hefst þátturinn kl. 21.20. „Þaö veröa 3 mál á dagskrá þáttarins I kvöld”, sagöi ög- mundur er Þjóöviljinn sló á þráð til hans I þeim erinda- gjöröum aö fá upp efni þáttar- ins. ögmundur Jónasson er stjórn- andi Fréttaspegils I kvöld. ,,Ég mun ræöa hræringarn- ar I Kreml, en þar þykjast menn sjá fyrir veika stööu Brezhnevs gamla. Hann eigi hreinlega i vök aö verjast I þeirri grimmu valdabaráttu sem þar geisar. Þá mun ég taka tali ein- hvem virtasta sérfræöing I málefnum Póllands, Z. Pelc- zynski. Hann er nú prófessor I Oxford, en fæddur og uppalinn I Póllandi og veit þvi sitt lítiö af hverju um málefni föður- lands slns. Aöalmáliö veröur svo ál- máliö”, sagöi ögmundur, en kvaöst ekki vera búinn aö gera þaö upp hvernig tekiö verður á þvi efni. Sjónvarp Tff kl. 21.20

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.