Þjóðviljinn - 16.04.1982, Page 5

Þjóðviljinn - 16.04.1982, Page 5
Föstudagur 16. aprll 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Hvaða máli skipta Falklandseyjar? Upphaf deflunnar um auðæfi Suðurskautsins Neðst á kortinu er Suðurskautslandið flatt út. Þar sést m.a. að Argentlna og Bretland gera tilkall til sama geirans á ineginlandinu,og að cyjarnar merktar STB (Stóra-Bretlandi) eru ekki litils virði I sam- bandi við væntanleg átök um þær kröfur. Norðmenn hafa helgað sér þrjú sker þar I hafi og gera tilkall til Lands Maud drottningar. Þegar menn hafa undrast þá miklu hörku sein hlaupið hefur I Falklandseyjadeiluna hafa þeir bent á. að ekki sýnist eftir miklu að slægjast: eyjarnar sjálfar eru fátækar af náttúruauðæfum, eyjaskeggjar fámennir og eftir þvl þýðingarlitlir í framleiðslu og viðskiptum. Efast var um að það borgaði sig að bora eftir oliu á landgrunninu. En ef menn taka annan pól í. hæðina og lita svo á að með her- námi Falklandseyja hafi Argentina byrjað kapphlaupið mikla um auðæfi Suðurskauts- landsins, þá horfir málið öðru visi við. Argentina og Bretland eru meðal þeirra rikja sem gera til- kall til yfirráða yfir stórum geir- um af þeirri istertu sem Suður- skautslandið er. Og þá skiptir vist talsverðu máli að hafa fótfestu á sem flestum þeirra eyja sem næst eru hinu kalda meginlandi, sem byggt er mörgæsum og visinda- mönnum frá nokkrum þjóðum. Samningur fer úr gildi Samningur er i gildi um að leggja allar deilur um Suður- skautslandið til hliðar þangað til árið 1991 — á meöan hafa þau tólf riki sem undirrituðu samning þar að lútandi árið 1959 skuldbundið sig til að láta alla umferð um það svæði lúta alþjóðlegum lögum — þar er m.a. bannað að fara með vopn og geyma þar geislavirkan úrgang. Það er með öðrum orðum ekki um þjóðarstolt að ræða, ekki um hæpinn sögulegan rétt, né heldur um Falklandseyinga, sem Argentinumenn eru nú að reyna að múta til samvinnu með þvi að lofa þeim litsjónvarpi. Heldur um upphaf aö átökunum um gifurleg náttúruauðæf i Suðurskauts- landsins. Og það er heldur ekki rétt að gleyma þeirri oliu sem finna á i námunda við eyjarnar sjálfar. Fréttastofan AP hefur j»ð eftir Brian Frow, sem sagður er yfirmaður Falkland Islands Office i London, að nýlegar rann- sóknir hafi leitt það i ljós, að i kringum Falklandseyjar sé meiri oliu að finna en i öllum Norður- sjónum. Það er sannarlega eekert smáræöi. En vitaskuld hafa stjórnirnar i Buenos Aires og London engan hag af þvi að halda þeim anga málsins á lofti — frek- ar en þær minnast á Suðurskauts- landiö. Rík álfa Suðurskautslandið er ekkert smáflykki, álfan er á stærð við hálfa Afriku. Og þar er svo mikið af náttúruauðlindum að finna, að stundum er haft á orði að isálfa þessi geti orðið bjargvættur mannkynsins þegar annað pm þrýtur. Visindamenn vinna af kappi að þvi að finna sem virk- astar aðferðir til að nýta þessi auðæfi við þær aðstæður sem rikja suður þar. Og hertogar iðnaðarins eru vafalaust fyrir löngu farnir að gera áætlanir um það hvernig þeir geti komið þar ár sinni fyrir borð. Til dæmis að taka má finna i austurhluta Suðurskautslandsins mestu kolabirgðir sem saman eru komnar á einum stað i heiminum — það er i landi Mariu drottn- ingar — en landkönnuðir höfðu áður fyrr þann sið að nefna ýmsa skika eftir kóngafólki. Menn hafa þegar fundið undir ishettunni meira af gulli, silfri, kopar, tini, krómi, nikkel og platinu en mælanlegt sé. Tvöföldun sjávarfangs Af auðæfum er nóg en til þessa hafa menn ekki gert mikið meira en að leita þau uppi. Áður fyrr voru hvalveiðimenn einir um aö sækja i þessi köldu pláss, en of- veiði og náttúruverndarsjónar- mið hafa dregið mjög úr búskap þeirra. Þess i stað sækja flotar frá Sovétrikjunum, Japan, Chile, Argentinu, Noregi, Suður-Afriku, Taiwan og fleiri löndum þangað. Ekki eru þeir á venjulegum fisk- veiðum en sækjast mest eftir krilli, sem er smárækja og getur hæglega orðið einhver helsta upp- spretta jarðar af eggjahvitu- efnum. 1 krilli er 65% eggjahvitu- efni, eins og i nautakjöti, humar og rækju. Talið er að i hafinu um- hverfis Suðurskautslandið séu allt að sex miljarðir smálesta af þessum matvælum. Sumir sérfræðingar eru svo djarfir i spám sinum að þeir áætla að hægt verði að veiða þar syðra 150 miljónir tonna á ári. Það munar um minna — þvi fisk- afli heimsins er nú helmingi minni. Landakröfur Þegar samningurinn alþjóðlegi um Suðurskautslandið rennur út að niu árum liðnum má búast við þvi að það verði heldur betur handagangur i öskjunni. Að sjálf- sögðu væri það eðlilegast að auð- æfi þessa heimshluta yrðu sam- eign þjóða heimsins — en þau riki sem mesthafa komið viðsögu þar syðra eru ekki á þeim buxum. Nýsjálendingar, Argentinumenn, Chilemenn, Astralir og frændur okkar Norðmenn eru meðal þeirra sem spekúlera stórt i þessum málum. 011 þessi riki Framhald á bls. 18. SOLEY — athyglisverð tilraun Tine Hagedorn fer með hlutverk huldumeyjarinnar Sóleyjar. Rúnar Guðbrandsson i hlutverki Þórs Asmunúursonar. Kvikmynd: Sóiey Framleiðandi: Kvikmyndafé- lagið Sóley hf. Leikstjórn: Róska og Manrico. Handrit: Róska og Manrico. Samtöl: Einar Ólafsson. Kvikmyndataka: Mario Gianni og Charles Rose. Klipping: Guiliano Mattioli. Hljóð: Carlo Duca. Tónlist: Gunnar Reynir Sveins- son. Meðal leikenda: Rúnar Guð- brandsson (Þór Asmundarson), Tine Hagedorn (Sóley), Jón frá Pálmholti (séra Grimur), Pétur Ilraunfjörð (Otilegumaður). Kvikmyndin Sóley segir frá Þór Asmundarsyni, ungum pilti, sem ferðast langa vegu til að leita að hrossum. Ófrjáls er hestlaus maður, er boðskapur föður hans, áður en hann leggur i ferðina löngu og ströngu, og leitin verður ekkert smáræði áður en yfir lýkur, liggur yfir öræfi og óbyggðir, milli mann- heima og hulduheima og eins og i öllum góöum ævintýrum er einnig að finna baráttuna milli góðs og ills, haturs og ástar. Efnisþráðurinn er spunninn úr þjóðsögum, þjóðkvæðum og þjóðlegum kveðskap, og fyrir aðstandendum myndarinnar vakir að lifga þetta efni við, tengja það sögu þjóðar að fornu og nýju, undirokun alþýðunnar gegn vondu yfirvaldi og barátt- unni fyrir frjálsu landi. Það er i sjálfu sér virðingar- vert, að örla skuli á viðleitni is- lenskra kvikmyndagerðar- manna til að vinna með þetta efni. Þaökrefstáræðis, enda má ekki mikið út af bregða til að boginn sé spenntur of hátt eða of lágt og boðskapurinn missi marks. Það verður að segjast eins og er, að ekki tekst allt sem skyldi i Sóleyju, þrátt fyrir góðan ásetn- ing höfunda hennar. Það er til dæmis ekki laust við, að hið þjóðlega efni, þjóðsagnabrunn- urinn, sem leitað er fanga í, beri leik og leikstjórn ofurliði, og fyrir vikið næst ekki það vald á viðfangsefninu sem nauðsynlegt er; og þrátt fyrir fegurð Sóleyj- ar og vörpuleik Þórs Asmund- arsonar næst ekki sá ævintýra- blæri myndina á köflum, sem er hennar lifgjafi. Sóley er gerð af vanefnum miklum og ber það með sér að sumu leyti, öðru ekki. Þaö er til dæmis undravert, hversu vel teksttili mörgum atriðum þrátt fyrirhin greinilega knöppu kjör, sem myndin er gerð við. Stað- setning sumra atriða er hug- vitssamleg og skemmtilega spilað á náttúru landsins og margvisleg fyrirbrigði þess — ég nefni sem dæmi atriðið, þar sem huldukonan Sóley, fulltrúi hins góða i myndinni, bregður á leik við hverinn og sömuleiðis þegar þau Sóley og Þór hinn mennski synda i hellinum. Þar og viðar fór saman ágæt úr- vinnsla hins þjóðlega efnis og myndmálsins — og það verður að segja eins og er, að hvar- vetna i myndinni mátti greina virðingu höfunda hennar fyrir hvorutveggja: efniviðnum og listforminu. Tónlist . Gunnars Reynis Sveinssonar hafði einnig ekki litið að segja i þvi að ná fram til- ætluðum áhrifum. Hún fellur vel að efninu og tekst að undirstrika svo um munar, hvaðeina sem gerist, og viða var það i mynd- inni, að mér fannst tónlistin hreinlega taka frumkvæðið af öllum öðrum þáttum filmunnar, hún varð gerandinn, i kjölfarið fylgdu land og saga, og þetta tókst án þess að músikin yrði nokkurn timann uppáþrengj- andi. Bráövel gert hjá Gunnari Reyni, og þess ber að geta, að hljóðupptakan á tónlistinni var með ágætum. Ekki ætla ég mér að fjölyrða um frammistöðu leikara i myndinni, læt aðeins i ljós þaö álit mitt, að það gengur ekki upp að treysta nær alfarið á áhuga- leikara i kvikmyndum, ekki i Sóleyju nú fremur en i öðrum myndum áður. Hvort um er að kenna áhugaleiknum sem slik- um eða leikstjóra skal ósagt lát- ið. Mér fannst gaman að úti- legumanni Péturs Hraunfjörð og séra Grimi Jóns frá Pálm- holti, sr. Grimi einkum i fyrri hluta myndarinnar, þar sem viö kynnuipst þessum geistlega skúrk og ribbalda og hans ófriða föruneyti.Hjá velflestum leikur- um öðrum en Jóni bar um of á þreytandi framsagnarlinku og blæbrigðaleysi, en hvort tveggja er króniskur kvilli hjá flestum áhugaleikurum. Með allri virðingu. En þessir kvillar gera að verkum að gersamlega vonlaust er að dæma nokkuð um stóran hluta af samtölum myndarinnar að myndinni séðri aðeins einu sinni, vegna þess aö blæbrigða- leysi i framsögn getur gert ágætis texta fullkomlega glóru- lausan. Enn verri er þó tilgerð sú, sem örlaði á hjá stöku leik- ara, hún gerir persónuna hlægi- lega. Þarna hefði leikstjórum ekki veitt af að beita lið sitt fast- ari tökum, þvi það er fyrst og fremst þetta atriði, sem gefur Sóleyju þann amatörblæ, sem á henni er. Þvi miður. En nóg um það. Eftir stendur Sóley sem at- hyglisverð og á köflum býsna góð tilraun til að vinna úr efni- við, sem islenskir listamenn yfir höfuð fást of litið við. Tilraunin er alls góðs-makleg og ekki sist hennar vegna ættu menn að sjá Sóleyju; þá Sóleyju, sem Jó- hannes úr Kötlum orti svo fall- ega um og Pétur Pálsson tón- setti y ndislega. Og það væri vel, ef fleiri hefðu það áræði, sem aöstandendur kvikmyndarinnar um Sóleyju hafa sýnt að þeir hafi: til að takast á við nútima- vandamál á grundvelli þess þjóðlega arfs, sem viö íslend- ingar eigum. — jsj

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.