Þjóðviljinn - 16.04.1982, Blaðsíða 19
ISI
Hringiö í síma 81333 kl 9-5 alla
virka daga> eða skrifið Þjóðviljanum
Þýðingar
og málfar í
sjónvarpi
íslenskuunnandi hringdi:
Mig hefur oft langað til að
gera athugasemdir við það mál-
far.sem sjónvarps og dtvarps-
menn hafa tileinkað sér og
tvinóna ekki við aö reiða fram á
skjáinn fyrir alþjóð. En þar er
af svo mörgu að taka, að allur
Þjóðviljinn nægöi ekki. Ég ætla
þvi í þetta sinn að halda mér við
aöeins eitt atriöi — en þar
blöskraði mér aldeilis sérlega.
1 leikriti Eugene O’Neills,
sem sjónvarpið sýndi á föstu-
daginn langa— ísmaðurinn
kemur var þrástagast á orðinu
pipudraumur. Það orö kannast
ég hreint ekki við og þekki
engan sem það gerir. Ég fór að
lesendum
Or tsmanninum. — O’Neill hefði lfldega ekki verið ánægður meö
ýmislegt i tcxtanum sem birtist á skjánum sl. laugardag.
leggja við eyrun og viti menn:
þýðandinn tók enska orðið
„pipedream” og þýddi svona.
Einstaka sinnum var „pipe-
dream” svo þýtt sem ópium-
draumur!
Að ööru leyti vil ég ekki tjá
mig um þýðingu þessa og mál-
farið, en gæti gert margar
athugasemdir. Þaö er svo sem
sök sér þótt sé illa þýtt og við-
haft rangt málfar í myndum,
sem sjálfar eru lélegar, þótt slik
vinnubrögð eigi auövitað ekki
að viðgangast. En þegar farið er
svona með listaverk á borö við
þetta, þá hljóta menn auðvitaö
að mótmæla.
Um þjónustu Félagsmála-
stofnunar Reykjavíkurborgar
HjÖrtur Geirsson hringdi og
sagði sinar farir ekki sléttar
af viðskiptum við Félagsmála-
stofnun Reykjavikurborgar —
eða öllu heldur framkomu
starfsfólksins.
Hann segist fyrir skemmstu
hafa misst húsnæði sitt, verið
'nýkominn í bæinn Ur vinnu úti á
landi og verið algjörlega pen-
ingalaus. Hann leitaði þá til
Félagsmálastofnunar Reykja-
vikurborgar i vandræðum
sinum til að fleyta sér yfir
verstu erfiðleikana þar til úr
rættist með hdsnæði og vinnu.
Honum var visað á félagsráð-
gjafa, sem reyndist mjög vel.
Sá útvegaöi Hirti sem svaraði
tveggja vikna uppihaldi, en
visaði honum siðan á annan, þar
sem hann sjálfur væri að fara i
smáfri. „Þessi annar” er ekki
enn farinn að mæta, að þvi er
Hirti skilst: am.k. hefði sér
reynst ómögulegt að ná i hann.
Fyrri félagsráögjafinn hafði
lofað sér aðstoð áfram, en slðan
náöist ekki i staðgengilinn og
ekki nokkur maður vissi hvar
hann var að finna eða hvað ætti
að gera við málið.
Hjörtur sagði, að Ur sinum
málum hefði ræst sökum greið-
vikni gjaldkera. Sér væri spum
hvers konar stofnun þetta væri.
Fólkiö sýndi af sér þvilika
framkomu, að ekki myndi
nokkrum manni liðast annars
staöar. Þarna kæmi fólk, sem
væri misjafnlega á vegi statt en
þyrfti nauðsynlega á hjálp að
halda i flestum tilvikum. Það
væri hins vegar algjörlega undir
hælinn lagt hvort þaö hlyti
viötal eftir viku eða tiu daga.
Það gæti svo soltið á meöan
Barnahornid
Myndina teiknaði Hálf-
dán, 6 ára, en hann á
heima á Bolungarvik
Föstudagur 16. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19
• Útvarp
kl. 23.00
Kvöldgestir
í útvarpi
Þáttur Jónasar Jónassonar
„Kvöldgestir” er á dagskrá
útvarpsins klukkan 23.00 i
kvöld og stendur nokkuð fram
yfir miðnætti, en þaö þóttu
mikil nýmæli hjá stofnuninni á
sinum tima. Næsta skref rikis-
útvarpsins á þessu sviði er
popp-rokkþáttur sem mun
verða sendur út á laugardags-
nóttum i sumar — 1 tilrauna-
skyni til aö byrja með.
Hvað um það. 1 þátt Jónasar
i kvöld mæta hjónin Stella
Guðmundsdóttir og Róbert
Arnfinnsson og munu þau
rabba við Jónas um hvaðeina
Jónas Jónasson verður með
Kvöldgesti I útvarpssal i
þriðja siðasta sinn i kvöld.
sem upp kann aö koma.
Aðeins eru tveir þættir aðrir
eftir af „Kvöldgestunum” —
Jónas Jónasson mun siöan <
hætta i bili.
Slónvarp
kl. 20.55
Skon-
rokk
Skonrokkið er á sinum stað
á dagskrá sjónvarpsins i kvöld
klukkan 20.55. Það hefur ekki
farið framhjá neinum,
væntanlega, að Edda Andrés-
dóttir hefur tekið viö
stjórninni af Þorgeiri Ast-
valdssyni?
Charles Denner leikur aðalhlutverkið i kvikmynd Truffauts
náunga sem elskaði bara konur.
Maðurittn sem
elskaði konur
(eða B.A. mynd af flóknustu gerð)
„Maðurinn sem elskaði kon-
ur” er nafnið á kvikmyndinni,
sem sjónvarpið sýnir i kvöld
klukkan 22.05. Leikstjóri er
Franciois Truffaut, hvorki
meira né minna, og hún var
gerð árið 1977.
Efnisþráöur: Bertrand
Morane var fertugur að aldri
og bjó í Montpellier. Hann var
verkfræðingur og hafði unun
af starfi sinu. Hann sinnti þvi
þó ekkert utan vinnutimans —
ekki sökum önnum kafins fjöl-
skyldulifs, þvi hann var pipar-
sveinn. Bertrand var haldinn
einni ástriðu, og aðeins einni
— konur áttu hug hans allan.
Hann forðaöist samskipti
við karlmenn, en var þeim
mun meira gefinn fyrir félags-
skap kvenna. Og útlit kon-
unnar skipti engu máli; hann
elskaöi allar, jafnt þær
rauðhærðu vegna hinnar góðu
lyktar, sem þær bera með sér;
þær ljóshærðu vegna gervi-
mennskunnar; þær eldri
sökum daðurs; þær ungu
vegna sjálfselskunnar o.s.frv.,
segir i kynningu sem fylgir
myndinni.
Það segir lika i kynning-
unni, að Bertrand þessi hafi
hvorki verið kvennagull né
daðrari. Er þá nema von viö
spyrjum: hvað i ósköpunum
gekk manninum til? Væntan-
lega verðum við einhvers vis-
ari eftir sýningu myndarinnar
i kvöld en þetta er örugglega
B.A. mynd af floknustu gerð!
Francois Truffaut er leikstjóri
föstudagsmyndinnar.