Þjóðviljinn - 16.04.1982, Page 20

Þjóðviljinn - 16.04.1982, Page 20
Abalslmi Þjóðviljans er 81333 ki. 9-20 mánudag til fóstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aöra starfsmenn hlaösins I þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiðslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsími 81333 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Laugavegurínn göngugata? “l Mér líst vel á hugmyndina segir Siguröur Haröarson formaöur skipulagsnefndar Reykjavíkur Tillögur þær og hug- myndir sem fulltrúar hinnar dönsku teiknistof u Anders Nyvig hafa kynnt á undanförnum dögum hafa aö vonum vakið mikla athygli. Tillögur teiknistof unnar gera ráð fyrir mjög róttækum breytingum á skipulagi umferðarmála í gamla miðbænum. Þær gera m.a. ráð fyrir að Lauga- vegurinn verði lagður undir göngugötu og Hverfisgatan fari undir umferð strætisvagna ein- göngu. Þess má þó geta að þetta er aðeins hluti af tillögum teikni- stofunnar, margar aðrar lausn- ir fyrirfinnast og ýmis afbrigði þar að iútandi. >ær miðá þó all- ar að þvi að losa gamla miðbæ- „Það er óhætt að segja að þetta er mjög i þeim anda sem ég hef imyndað mér. Það má taka það fram, að Nyvig og fé- lagar benda á margar aðrar lausnir i svipuðum dúr, t.d. að Laugavegurinn verði gerður aö göngugötu aðeins að hluta. Um- ferðin sem nú fer um Hverfis- götu og Laugaveg yrði þá hleypt um Sætún og Skúlagötu, Miklu- braut og Hringbraut. Þá eru uppi ýmsar hugmyndir um að hleypa hluta umferðarinnar gegnum Þingholtin.” „Hvað með verslunareig- endur á Laugaveginum?” „1 tillögum dönsku teiknistof- unnar er gert ráö fyrir nægum bilastæðum i tengslum við Laugaveginn. Þeim yrði komið fyrir i jöðrum Skulagötu, svo ein umferðargatan sé tekin sem dæmi. Það er svo sem ekkert hægt að fullyrða um viðbrögð verslunareigenda en ég sé ekki að vegið sé að þeim með þessum hugmyndum.” „Bílageymsluhús?” „Allar hugmyndir sem miða að þvi að losna við gegnum- traffíkina ef nota má svo slæmt orð, eru góðar hugmyndir. í þeim hugmyndum sem fram hafa komið um byggingu bila- geymsluhúss er margs að gæta t.d. hvar slíkt mannvirki ætti að vera staðsett, hvort það raski svipmóti gamla bæjarins o.s.frv.” sagði Sigurður. —hól Margt gæti breyst.... inn við hina miklu umferð örkutækja sem i raun hafa þangað ekkert að sækja. Þjóð- viljinn bað Sigurð Harðarson formann skipulagsnefndar Reykjavikurborgar um að segja álit sitt á hugmyndum þeim sem Nyvig hefur borið fram: I J Sameining leigubílastöðva 1 Reykjavík: Spara má 11 miljónir á ári og fá betri þjónustu, segir Sverrír Benediktsson Ef leigubifreiðastöðv- arnar í Reykjavík samein- uöust undir einn hatt mundi sparnaður stéttar- innar í heild nema rúmlega 11 miljónum króna á ári, en leigubílstjórar í borg- inni eru rúmlega 500 tals- ins. Þetta kemur fram i könnun sem Bifreiðastjórafélagið Frami lét Skráningu 6 ára barna sem eiga að byrja i skóla næsta haust lýkur i dag. Það eru sem sagt siðustu forvöð i dag aðmæta með börnin i skólana og láta skrá þau fyrir næsta vetur. Þau sem eru að nýlega gera og sagt hefur verið frá i fjölmiðlum. I þessari könnun kemur einnig fram að stöðvar- gjald bilstjóranna mundi lækka um 40.5% við sameiningu, eða úr 1200 krónum á mánuði i rúmlega 700 krónur á bilstjóra. Fyrir nokkru hélt Frami al- mennan félagsfund þar sem nið- urstöður þessarar hagkvæmnis- könnunar voru kynntar. Við sner- um okkur til eins fundarmanna, Sverris Benediktssonar á Bæjar- flytjast á milli hverfa og skóla eru skráð á Fræðsluskrifstofunni og lýkur þeirri skráningu einnig i dag. 6ára börnin eruskráð á milli 15-17 i dag en önnur frá 10-15 leiðum og spurðum hann fyrst hvort sameining stöövanna væri i bigerð: „Það er ekki gott að segja. Leigubifreiöastjórar almennt eru þvi fylgjandi en forstjórar Bæjar- leiða og BSR hafa látið hafa eftir sér, að visu áður en þessi könnun var birt, að ekki borgaði sig að sameina stöðvarnar. Þeir bentu þar á að samkeppni þeirra i milli þýddi betri þjónustu”. „En hefur ekki sameining áhrif á verðlag ykkar þjónustu, til lækkunar?” „Það er alveg augljóst þegar t.d. bara stöðvargjaldið hjá okkur gæti lækkað um rúm 40%. Svo er á hitt að lita að ef hér væri ein stór leigubilastöð væri hægt að bjóða upp á ódýrari varahlutaþjónustu, ekki sist ef innkaupum á bilum væri betur stjórnaö.Stéttin skiptir um ca. 120—200 bila á ári og það gefur auga leið að ef við ækjum á t.d. einni eða tveimur tegundum, mundu bifreiöaumboðin sjá sér hag i þvi að lækka verð bifreið- anna. Sameining mundi eflaust lækka verð á hjólbörðum þvi við gætum svo vel flutt þá sjálfir inn og fengið fram lægra verð. Kostnaður við rekstur bil- anna mundi semsagt lækka og það gefur auga leið aö slikt kæmi út i lægra verði fyrir neytendur okkar þjónustu”. „Hvað með skipulag keyrsl- unnar, Sverrir?” „Það kemur i ljós i þessari at- hugun sem Frami lét gera, að dauð keyrsla hjá okkur er um 30% af allri keyrslu, þe. akstur milli stöðva, til viðskiptavinanna o.fl. Með betra skipulagi væri hægt að minnka hana amk. um helming. Einnig fer um það bil helmingur okkar vinnutima i bið, nema auð- vitað þessa tvo tima á föstudags- Sverrir Benediktsson bilstjóri: ef eigendur ekki sameina stöðvarn- ar eiga stjórnvöld að gera það. og laugardagsnóttum. Ef við sameinum stöðvarnar er hægt að skipuleggja vaktir og útrýma með öllu þvi ófremdarástandi sem skapast i borginni þessar nætur. Virka daga þyrftu leigu- bifreiðastjórar ekki að hanga að- gerðarlausir heldur nýttist vinnu- timinn mun betur.” „Hvað teljið þið sem eruð með- mæltir sameiningu stöðvanna að beri að gera ef eigendur þeirra standa gegn breytingum á rekstr- inum?” „Mér persónulega finnst að ef þær fjölskyldur sem eiga Bæjar- leiðir, og BSR geta ekki rekið þessi fyrirtæki eins og menn, eigi stjórnvöld hiklaust að gripa i taumana og sameina allan leigu- akstur i borginni undir einn hatt. Það er alltaf verið að tala um að opinber fyrirtæki sem og önnur eigi að reka af einhverju viti og þessi athugun, sem er unnin af ráðgjafafyrirtæki hér i borginni, sýnir svo ekki er um að deila, að sameining stöðvanna er bæði hagsmunamál okkar sem vinnum þar en auðvitað fyrst og fremst viðskiptavinanna”, sagði Sverrir að lokum. _v Prentvilla leiðrétt: Kaupmáttur 25 % hœrri Á forsiðu Þjóðviljans f gær var greint frá nýjum upplýsingum Þjóðhagsstofnunar um þróun kaupmáttar og fleiri þátta i okkar efnahagsmálum. Þar varð sú ljóta prentvilla að sagt var, að kaupmáttur ráð- stöfunartekna á mann hafi á síðasta ári verið 2.5% hærri en fimm árum fyrr. Hiö rétta er að samkvæmt upplýsingum Þjóö- hagsstofnunar varkaupmáttur ráðstöfunarteknanna 25% hærrii fyrra heldur en árið 1976 og leiðréttum við þetta hér með, en biðj- um lesendur afsökunar á prentvillunni. ! Félagsfundur ABR að Síðumúla 27 ! Kosningastefnuskrá Alþýðubandalagið i Reykjavik boðar til félagsfundar i kosn- ingamiðstöð félagsins að Siðumúla 27 á morgun, föstudaginn 16. april kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosin kjörnefnd vegna stjórnar ABR 2. Stefnuskrá Alþýðubandalagsins i Reykjavik við borgarstjórn- arkosningar lögð fram til samþykktar. Framsögu hefur Sigur- jón Pétursson. 3. önnur mál. Kosningastjórn Alþýðubandalagsins i Reykjavik. Forskólarnir: Skráningu 6 ára barna lýkur í dag

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.