Þjóðviljinn - 22.04.1982, Síða 4

Þjóðviljinn - 22.04.1982, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. april 1982 . OJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjódfrelsis Ctgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. L'msjónarmaöur sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson. Klaöamenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Olafsson Magnús H. Gislason, Ólafur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson. iþróttalréttaritari: Viöir Sigurösson. Ótlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. I.jósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar. Trausti Einarsson. Auglvsingar: Hildur Kagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir. Sæunn óladóttir. Ilúsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigúrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Ctkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Siðumúla 6, Iteykjavik, simi 8i:!33 Prentun: Blaðaprent hf. Halldór Laxness • Ötal margt kemur upp í hugann þegar spurt er um áhiHf mikilsháttar rithöf undar á samtíð sína og þjóð. í mjög almennum orðum talað gerir slíkur rithöf undur saryiferðamenn sína næmari og skilningsbetri en þeir ella væru á þau tíðindi sem gerast í tímanum, stór og smá. Og hann er sá mikli buxnapressari sem af örlæti sínu býður Símafélaginu, okkur öllum, til veislu — og skemmti sér hvereins og hanner maðurtil. • Við getum líka þrengt spurningar og svör og vikið til dæmis að áhrifum Halldórs Laxness á pólitíska hugsun lesenda sinna, á afstöðu margra þeirra til þjóðfélagsmála. Þau eru mikil og afdrifarík. Stundum einblina menn á það, að Halldór hafi með skáldverkum sínum og ádrepum gert heilar eða hálfar kynslóðir að sósialistum — eða þá á það, að hann hafi síðar dregið strik yfir þann kapítula ævinnar. Þetta eru miklar einfaldanir og segja varla hálfa sögu. Halldór Laxness hefur haft sérstæða þýðingu fyrir róttæka vinstristef nu. Hann átti alveg vafalaust mikinn þátt í því, að breiða út sósíalísk viðhorf, sem hann var mjög handgenginn eins og hann kemstað orði í viðtali hér í blaðinu i dag. Um leið hef- ur hann haft mikil og heilladrjúg áhrif á sósialista í þá veru, að þeir gæf u meiri og betri gaum að þjóðlegum verðmætum og að nauðsyn víðsýni og reisnar í menn- ingarmálum. Síðar varð hann á sinn hátt forgöngu- maður í nauðsynlegri endurskoðun á ýmsum þeim hugmyndum um þróun samfélaganna sem sósíalistar höfðu komið sér upp í krafti bláeygrar bjartsýni eða óskhyggju eða kreddufestu, sem reynslan neitaði að staðfesta. • En sama er hvort menn spyr ja lengur eða skemur urri einstaka þætti þessara mála eða hvort spurt er um vinstrimenn eða hægrimenn og allt þar á milli: við heilsum í dag efagjörnum húmanista, sem hef ur notið góðs af ýmsu því sem ágætt er í kristinni hefð og sósíaliskri hugsun og stendur fé hans reyndar fótum í enn fleiri andlegum plássum. í heimi þar sem öllum mannlegum verðmætum er stefnt í mikinn háska veíjna gíf urlega vígbúinnar valdrembu er sannarlega mikil þörf fyrir menn af þessari gerð — hvort sem við erum þeim sammála í fleiri eða færri greinum. • Þjóðviljamenn munu síst vilja gleyma því, að Halldór Laxness hef ur skrifað margt og mikið í þetta bláð í gegnum tíðina, reyndar meira en aðrir rit- höfundar. Lesendur blaðsins hafa notið þess munaðar á liðnum árum að lesa fyrstir manna mikinn f jölda greina Halldórs um mörg stórmál heimsins, réttlætis- mál margvfsleg og þjóðfrelsi, sem og um nauðsynja- mál menningar. Og í öllum þeim voru málefni borin fram af þeirri ástríðu og þeim ferskleika sem er örfun hverjum þeim manni sem vill vera lifandi maður í heiminum. Við minnum líka á þær hlýju og skörpu mannlýsingar sem Halldór hef ur brugðið upp í kveðjum til samferðamanna, lífs og liðinna, sem hér hafa birst. Fyrir allt þetta örlæti skuldum við Þjóðviljamenn Halldóri miklar þakkir. • Það hefur verið sagt um suma mikla rithöfunda, að þeir hafi hlotið það hlutskipti að verða einskonar viðbótarríkisstjórn í sínum löndum. Þetta á fyrst og fremst við um stöðu slíkra manna í ritskoðunarsam- félögum. Sem betur fer getum við Islendingar notað aðrar samlíkingar um hlutverk Halldórs Laxness í okkar samfélagi. Hann er tákn og ímynd þess sjálfs- aga og metnaðar, þess þolgæðis og yfirsýnar sem ekki einungis hafa gert veg íslenskra bókmennta mik- inn á okkar öld, heldur um leið gert það í senn að miklu skemmtilegra og miklu vandasamara hlutverki en ella að vera (slendingur — hver svo sem þau viðfangsefni eru sem hvert okkar fæst við í hvers- dagsleikanum. — ÁB. klíppt 50% óvissa jKönnun Dagblaðsins og Visis , um viðhorf úrtaks Reykvikinga tilj borgarstjórnarkosninga mun óneitanlega setja svip á alla kosningaumræðu næstu daga. Sú er reynslan frá fyrri tið og þá sér i lagi rétt fyrir kosningar. Margir munu sjá vonarpening i hinu mikla óvissuhlutfalli i þeirrikönnun sem nú liggur fyr- ir þvi að íslendingar kjósa þó að æ fleiri gerist blendnir i trú á flokka og ákveði ekki fyrr en i siðustu lög hvernig þeir verja atkvæði sinu. Þegar óvissuhlut- fall er frá 10 til 20% má gera ráð fyrir að svipaðrar tilhneigingar gæti hjá þeim óvissu og fram kemur hjá þeim sem taka af- stöðu. Með hækkandi óvissu- hlutfalli verður erfiðara að spá i skoðanahópinn, og þegar það er D-LISTIMED MEiRIHLU ÞEIRRA SEM TAKA AFST Athugasemdir fóíks í köonuninni: rSvo venjulegt fólk í efstu sætunum” Ragnar Július- son Jóna Gróa Sig- urðardóttir Margrét Ein- arsdóttir Guðrún Jóns- dóttir Guðrún Agústs- dóttir Guðmundur Þ. Jónsson Alfheiður Inga- dóttir Gerður Steinþórsdóttir Sólrún Gisla- dóttir Guðriður Þor- steinsdóttir orðiö yfir 50% myndu vist fæstir vilja reiða sig á að niöurstöður gefi eitthvað sem nálgast rétta mynd. Gegn stjórninni Engu að siður er útkoma Sjálfstæðisflokksins I könnun D og V ekkert fagnaðarefni. Hún leiðir hugann aftur til 1958, þeg- ar ihaldið i Reykjavik fékk 2/3 fulltrúa i borgarstjórn kjörna, 10af 15, (er spáð 14 af 21 nú). Sá ihaldssigur var upphafið að við- reisnaráratugnum — hinu lang- vinna og samfellda valdaskeiði Sjálfstæðisflokksins i landsmál- unum. Slikur sigur i vor myndi áreiðanlega draga langan slóða. Og það hlýtur aö vera umhugs- unarefni fyrir marga stuðnings- menn Gunnars Thoroddsens og núverandi rikisstjórnar hvað hann hefði í för með sér. Það er augljóst mál að hvert einasta atkvæði sem greitt er Davið Oddssyni og D-listanum i Reykjavik er atkvæði gegn stjórnarliðum i Sjálfstæðis- flokknum, og eflir stjórnarand- stöðuarminn og Geirs-liðiö. Góð skipti? Ef við höldum áfram að taka mark á D og V-könnuninni er ljóst að Reykvikingar ætla ekki aðeins að tryggja ihaldinu meirihluta, heldur að bæta i borgarfulltrúahóp þess Ragnari Júliussyni, Jónu Gróu Siguröar- dóttur og Margréti S. Einars- dóttur. Nýir kæmu og inn fulltrú- ar Kvennaframboðs Guðrún Jónsdóttir og Sólrún Gisladóttir. Hinsvegar munu ágætir fulltrúar núverandi meirihluta sem borið hafa mikla ábyrgð og unnið margvisleg störf að borg- armálum á kjörtimabilinu brenna úti, það er að segja Gerður Steinþórsdóttir formað- ur félagsmálaráðs hjá Fram- sókn, Guðrún Agústsdóttir stjórnarformaður SVR, Guð- mundur Þ. Jónsson formaður atvinnumálanefndar og Lands- sambands iönverkafólks, Alf- heiður Ingadóttir formaður um- hverfismálaráðs, Sigurður G. Tómasson formaður umhverfis- málanefndar hjá Alþýðubanda- lagi og Guðriður Þorsteinsdóttir formaður Jafnréttisráðs hjá krötum. Bitast um sama fylgi í könnun D og V vekur það sérstaka athygli hvað Fram- sóknarflokkurinn er langt niðri, og svo hitt að kvennaframboðið og Alþýðubandalagið eru að bit- ast um sama fylgi, og kemur það ekki á óvart með hliðsjón af þvi að Alþýðubandalagið hefur á mörgum sviðum haft forgöngu i jafnréttismálum kynjanna og teflir nú fram i aðal- og varasæti til bæjarstjórna nær jöfnu hlut- falli kvenna og karla. í siðustu bæjar- og sveitarstjórnum var hlutfall kvenna meðal kjörinna bæjarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins 24%, og héldi flokkurinn utanum meðalfylgi siðasta ára- tugar yrði þetta hlutfall nú i vor milli40og 50%. Þess ma geta að konur voru 6% sveitarstjórnar- manna eftir kosningarnar 1978. Fæstir njóta eldanna sem fyrst- ir kveikja þá, mætti hér segja. En hvað verður um áhrif kvennaframboðs I bullandi minnihluta i borgarstjórn? Hvaða konur? Og annað mætti hugleiða og rekja til kaldhæðni örlaganna að liggi mál eitthvað svipað og könnun D og V virðist gefa til kynna þá eru það fyrst og fremst konur sem munu ýta hverri annarri út og inn úr borg- arstjórn eftir þvi hvernig listun- um gengur að fiska atkvæði meðal óvissra og þeirra sem ekki gefa upp skoðun sina. Spurningin stendur þvi ekki um það hvort kjósa skuli konur eður ei, heldur hvaða konur. Hörð kosningalota En ætli sé ekki best að taka D og V-könnunina eins og þeir gera á Dagblaðinu sem visbend- ingu um að kosningabaráttan sé ekki hafin að neinu marki, kjós- endur séu óráðnir og landsmálin yfirgnæfi borgarmálin enn. Og lesa það eitt út úr henni að ihaldið hafi verulega möguleika á að endurheimta meirihlutann i borginni, en ekki sé of seint að koma i veg fyrir það með sam- stilltu átaki og hressilegri kosn- ingabaráttu. — ekh m skorið

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.