Þjóðviljinn - 22.04.1982, Page 13

Þjóðviljinn - 22.04.1982, Page 13
Fimmtudagur 22. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 i tilefni alþjóðaheilbrigðisdags- ins og með hliðsjón af gögnum Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar hefur Jón Sigurðsson, fyrrver- andi borgarlæknir, tekið saman ávarp heilbrigðisyfirvalda hér- lendis. Ástæða þykir til að birta ávarpið, eða meginefni þess a.m.k. hér i blaðinu, að þvi leyti, sem það hefur ekki áður verið gert. Á undanförnum árum, sem og i mörgum löndum öðrum, hafa orðið hjá okkur þjóðfélagslegar breytingar sem hafa haft veruleg áhrif á félagslega aðstöðu aldraðs fólks og mun trúlega kveða enn meir að þeim á komandi árum. Hver er gamall? beir, sem taldir eru aldraðir, eru ósamstæður hópur, mjög mis- aldra, sextugir eða eldri. Að áliti Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eru um 5,8% af mannkyninu 65 ára og eldri. Gert er ráð fyrir að um næstu aidamót verði þetta hlutfall um 6,4%. Hérlendis er yf- irleitt miðað við 70 ára aldur og þar yfir þegar talað er um aldr- aða. Árið 1980varhlutdeild þeirra af þjóðarheildinni 6,8% en trúlega verða það 7,6% - 7,9% um næstu aldamót. Rannsóknir og reynsla leiða i ljós að yfirleitt eru næsta skýr mörk milli aldurshópa 60 - 75 ára og eldri. Þeir, sem eru i fyrri hópnum eru að búa sig undir að hætta eða eru hættir störfum. Sið- ari hópurinn, er vegna hrörnunar eða vanmáttar á þeirri leið, að verða sjálfum sér ónógir og öðr- um háðir. Það er þó breytilegt og einstaklingsbundið. Öldrun er eðlileg Elli veldur ekki sjúkdómum, þótt aldraðir séu yfirleitt mót- tækilegri fyrir þeim en aðrir. Menn eldast misjafnlega vel. Margtaldraðfólker likamlega og andlega hraust. öldrun er eðlilegur þáttur i lifi manna. En breytingar sem henni fylgja eru ekki einvörðungu lik- amlegar heldur einnig á hugar- fari. Aldraðir einstaklingar eru i auknum mæli farnir að lita á sig sem einstaklinga með marg- breytilegar þarfir, sem aðrir þjóðfélagsþegnar. Þeir sætta sig ekki við að vera álitnir eldri en þeim sjálfum finnst þeir vera, una þvi ekki að vera álitnir sér- stakur hópur, haldinn kvillum, sem ekkert verði við gert, kominn á grafarbakkann, ófær til ástalifs, ófær um að annast sig sjálfur, hvað þá aðra. Aldraðir benda á, að þegar tækifæri gefist, hafi þeir margsinnis sýnt fram á, að þeir geti skilað góðu dagsverki og þar meðþjóðfélaginutalsverðum arði og þannig verið nýtir þjóðfélags- þegnar, þeir hafi jafnvel i ein- stökum tilvikum unnið afreks- verk, t.d. á sviði lista og visinda. Sveigjanleiki nauðsyn- legur 1 Japan vinnur helmingur karla, 65 ára og eldri, fulia vinnu. 1 mörgum þróunarlöndum eru þjóðflokkar sem halda reynslu gamalla manna og visku þeirra úr skóla lifsins sérstaklega i Blaðamaður og Ijósmyndari voru svo heppnir að hitta á þennan hóp isetustofunni. Mynd: Ari. Aldraðir geta skilað góðu dagsverki heiðri og gera þá jafnvel að leið- andi mönnum i þjóðlifinu. Ef til vill nýtist framlag aldraðra til meðbræðranna best með dagleg- um samvistum þessara aðila, samveru og samvinnu, eftir þvi sem þjóðfélagshættir frekast leyfa. Þeir, sem vissir eru um að þeir ráði yfir nægri starísorku telja jafnvel lifshamingju sina undir þvi komna, að þeir fái að halda Það er betra að gæta sin við bingóið. Mynd: Ari. áfram starfi, eftir að þvi aldurs- marki, sem meinar þeim það, er náð. í ýmsum löndum er unnið að þvi, að gera aldurstakmarkið og eftirlaunakerfið sveigjanlegt, og búa aldrað starfsfólk undir starfslok, hugsanlega framhald á starfi eða umskipti til annarra starfa. Þannig hefur verið reynt að láta starfsfólk hætta störfum smám saman að eigin ósk. Skylt er þó að taka eðlilegt tillit til starfsins sjálfs og auðvitað eru menn ekki ætið sjálfir dómbærir um, hversulengi þeir eru hæfir til þess starfs, sem þeir gegna. I vissum löndum hefur verið höfð hliðsjón af almennu atvinnu- ástandi. 1 Frakklandi heíur t.d. komið til tals að draga úr at- vinnuleysi þar með þvi að lækka aldurstakmark við lausn frá starfi ogmiða þaðhjá körlum við 60 ár og konum við 55 ár. Viðkvæmur aldur Elliárin eru viðkvæmasti hluti ævinnar næst á eftir ungbarna- aldri. öldrun fylgir fyrr eða siðar hrörnun, sem ryður sjúkdómum og ellikvillum braut og gömlu fólki er hættara við slysum en þeim yngri. Aldraðir eiga erfitt með að átta sig á ýmsum breyt- ingum i daglegu lifi nýtiskufólks, einkum þeim, sem eru heyrnar- sljóir, sjóndaprir eða fatlaðir. Vanmáttur, sem er tiður i lifi gamals fólks, getur orðið að al- varlegu vandamáli. Einlifi, sem oft er þeirra hlutskipli, fylgir tið- um öryggisleysi, einmanakennd og þunglyndi, en sannað er vis- indalega, að þunglyndi getur dregið úr mótstöðu gegn sjúk- dómum. Hjá öldruðum er oít stutt frá sjálfsumönnun i vanrækslu á sjálfum sér. Þegar út af ber á ein- hverju þessu sviöi, riður á að fljótt sé brugðið við, svo að kom- ist verði hjá að vandinn vaxi meir en nauðsyn er. Gamalt fólk þarínast þvi oft eftirlits, en gæla veröur jal'nan sjálfsvirðingar hins aldraða og réttar hans til einkalifs. Það þarfnast ástúðar, umönnunar, heilsugæslu, heilsuverndar og endurhæfingar. Þaö heíur sér- þarfir varðandi fæði, þrifnað, hreyfingar og einnig oft varðandi húsakynni, flutning og persónu- legt öryggi. Satnhjálp Þegar fjölskyldan, sem venju- lega umgengst hinn aldraða mest, getur ekki lengur veitt hon- um nauðsynlega aðstoð, verða aðrir að koma til: vinir, kunn- ingjar, nágrannar, sjúkravinir góðgerðafélaga eða heimahjúkr- un og heimilishjálp á vegum sveitarfélaga og loks heimilis- læknirinn. Með góðri samvinnu þessara aðila má mjög oft veita hinum aldraða þægilegt og ánægjulegt lif i heimahúsum, þar sem hann oftast kýs að eyða ævi- kvöldinu. Óski hann hinsvegar eftir, eða aðstæður krefjist þess að hann dveljist á dvalar- eða hjúkrunarheimili, hjúkrunar- eða sjúkradeild er það hlutverk opin- berra aðila að sjá um að þau úr- ræði séu fyrir hendi. — mhg Ósköp er nú notalegt að tylla sér hérna niður. Mynd: Ari Það eru meinleysismenn, þessir ljósmyndarar. Mynd: Ari,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.