Þjóðviljinn - 22.04.1982, Síða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. april 1982
Vistheimili
aldraðra
Snorrabraut 58
Óskum eftir að ráða starfsfólk i eftirtaldar
stöður:
A. stöðuhjúkrunardeildarstjóra,
B. stöðu hjúkrunarfræðinga,
C. stöður sjúkraliða,
D. stöðu iðjuþjálfa,
E. stöðu sjúkraþjálfara
F. stöðu starfsfólks i eldhús,
G. stöðu starfsfólks til aðstoðar ibúum,
H. stöður ræstingarfólks,
I. stöður skrifstofufólks.
Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf,
vaktavinnu eða fastan vinnutima.
Nánri upplýsingar gefa Sigrún Óskars-
dóttir og ólafur Reynisson i Þjónustuibúð-
um aldraðra, Dalbraut 27, föstudag og
mánudag kl. 2—5, eða i sima 85377.
Aðalfundur Málara- félags Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 29. april kl. 20 i húsnæði félagsins að Lágmúla 5. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Verkfallsheimild. 4. Önnur mál. Stjórn Málarafélags Reykjavikur
Samtök sveitarfélaga í vesturlandskjördæmi óska eftir að ráða ferðamálafulltrúa i sumar. Hér er um að ræða fjölbreytt starf sem snertir flesta þætti ferðamálaþjónustu. Umsóknir sendist Samtökum sveitarfé- laga i Vesturlandskjördæmi, pósthólf 32, Borgarnesi, fyrir 3. mai n.k. Nánari upp- lýsingar eru gefnar i sima 93-7318.
Utankj örf undar-
atkvæðagreiðsla
i Reykjavik vegna sveitarstjórnarkosn-
inga 1982 hefst laugardaginn 24. april kl.
14.00—18.00.
Kosið verður að Frikirkjuvegi 11 (kjall-
ara) alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og
20—22, en sunnudaga og aðra almenna fri-
daga kl. 14—18.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Frá Garðyrkjuskóla
ríkisins
Umsóknarfrestur um inngöngu i skólann
1982 rennur út 1. mai næstkomandi.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð
fást á skrifstofu skólans, simi 99-4340 eða
99-4262.
Skólastjóri
Úr salarkynnum rlkisins Borgartúnie
Samband Veitinga- og gistihúsa:
Ríkið með eigin sam-
komustað í sam-
keppni við veitingahús
,,í höfuðborginni hefur enn einn
veitingastaðurinn séð dagsins
ljós. Er sá meö þeim glæsilegri og
stærri sem um getur og er þó
langt til jafnað. Opnun þessa
staðar hefur gengið hljóðlega fyr-
ir sig, enda húsbændur ekki hald-
ið hcnni á lofti. Tökum við hjá
Sambandi veitinga- og gistihúsa
okkur þvi bessaleyfi aö kynna
staöinn fyrir þeirra hönd. Teljum
við rétt og skylt að landsmenn fái
um hann fulla vitneskju, enda
reistur fyrir þeirra fé — og ekki
litiö af þvi”.
Þannig hljóðar upphaf orðsend-
ingar sem talsmenn Sambands
veitinga- og gistihúsa kynntu á
blaöamannafundi i gær og var
þar verið aðf jalla um veitinga- og
ráðstefnusali sem Rikissjóður
hefur innréttað á tveimur efstu
hæðum Rúgbrauðsgerðarinnar
við Borgartún 6 i Reykjavik.
Talsmenn veitingamanna voru
argir út i þetta ráðslag. Töldu
þeir að hér væru opinberar stofn-
anir að heyja óheiðarlega sam-
keppni við löggilda veitingamenn
og að ekki væri á bætandi þá
skattheimtu sem lægi á veitinga-
rekstrinum i landinu eins og
mara.
Hólmfríður Arnadóttir fram-
kvæmdastjóri Sambands veit-
inga- og gistihúsa kvað þessa
skatta ekki vera innheimta,
hvorki af skemmtana- eða sam-
komuhaldi á efri hæöum Rúg-
brauðsgerðarinnar né af þeim
fjölmörgu litlu samkomusölum
sem blómstruðu út um allan bæ.
Veitingamenn hefðu margsinnis
haft samband við fjármálaráðu-
neyti og kvartað yfir þeirri aug-
ljósu mismunun sem i þessu fæl-
ist, en litið verið um svör. Nú
hefði mælirinn endanlega fyllst
þegar rikissjóður sjálfur hefði
hafið rekstur sinna eigin salar-
kynna i samkeppni við veitinga-
menn.
Veitingamenn greiða sjálfir
þann kostnað sem leiðir af eftirliti
með þeirra eigin rekstri. 4 menn
eru i fullu starfi hjá embætti lög-
reglustjóra við þetta eftirlit sem
einungis er haft á löggildu stöðun-
um, þ.e. þeim sem hafa vinveit-
inga-og rekstursleyfi. Aðrir stað-
ir eins og „bilskúraeldhús” og
„átthagasalir” gangast ekki und-
ir neitt eftirlit, hvorki að þvi er
varðar matvæli né lokunartima
salarkynna. Einn talsmanna veit-
ingamanna likti þessu við það ef
Landssamband islenskra útvegs-
manna þyrfti að bera allan kostn-
að af rekstri Landhelgisgæslunn-
ar! Vissulega allrar athygli verð
hugmynd.
— v.
„Adstödu til funda og
skemmtana vantaði”
— segir Höskuldur
Jónasson
ráöuneytisstjóri
í fjámálaráðu-
neytinu
Við litum inn í ráðstefnu-
og veislusali þá sem rikið
hefur innréttað að Borgar-
túni 6. Þar hefur verið
komið fyrir smekklegum
innréttingum á þriðju og
fiórðu hæð hússins ásamt
turni. Þarna geta amk. 300
manns setið í aðalsal við
borðhald. Þarna er og
dansgólf/ diskótek, bar og
setustofa.
A sömu hæð er fullbúið eldhús,
að auki nokkur samkomuher-
bergi sem rúma allmarga til viö-
bótar. Þá komum við inn I gufu-
bað meö tilheyrandi baöaöstöðu,
afslöppunar og búningsherbergj-
um.
Höskuldur Jónsson ráðuneytis-
stjóri í fjármálaráðuneytinu kvað
reglur um þessi salarkynni hafa
tekiö gildi um miðjan mars sl. En
við spuröum hann hvert hafi veriö
Höskuldur Jónsson ráöuneytis-
stjóri: Allar framkvæmdir viö
Borgartún 6 greiddar af fjárlög-
um.
upphaf þess að þessi aðstaða var
byggð upp:
„Upphafið má rekja til þess að
þegar Rikissáttasemjaraembætt-
ið var stofnað fyrir nokkrum ár-
um vantaði tilfinnanlega aöstöðu.
Menn fengu augastað á efri hæð-
um Borgartúns 6 en þegar til kom
var annar póll tekinn I hæðina og
sáttasemjari fékk húsnæði i
Borgartúni 22 undir samninga-
fundi og þess háttar. Hins vegar
var okkur alla tið ljóst að rikis-
starfsemina sjáifa vantaði til
finnanlega aðstöðu, t.d. eru i
samninganefnd BSRB 70 manns
og fjölmörgir fundir eru þarna
haldnir á vegum ráöuneytanna.
Okkur hafði veriö bannað aö vera
með stærri samkvæmi i Ráð-
herrabústaðnum og þess vegna
var afráöið aö koma einnig upp
samkomuaðstööu á þessum
stað”.
Hver borgar?
„Þessar framkvæmdir eru
undir liðnum Borgartún 6 á fjár-
lögum og svo hefur verið frá upp-
hafi, en farið var að nota hluta
salarkynnanna 1979”.
Nú er þarna dansgólf og gufu-
bað?
„Já, þaö er alveg rétt. Varö-
andi dansgólfið höfum við alla tið
litið svo á að nauðsynlegt væri að
efla félagslif meðal okkar starfs-
manna og þvi þótti hagkvæmt
þegar salurinn var hannaöur, að
gera ráð fyrir samkomuaðstöðu
utan vinnutimans. Gufubaðiö hins
vegar er notað af starfsfólki
þessa húss, bæði starfsmönnum
Lyfjaverslunarinnar á neðri hæð-
inni svo og þeirra sem sjá um
rekstur salarkynna ráðuneyt-
anna”.
— v.