Þjóðviljinn - 22.04.1982, Page 17
Fimmtudagur 22. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17
sögur umfram allt bókmennta-
verk. Allt þar fyrir utan er eins-
konar aukageta sem ekki skiptir
mig miklu máli. Sumir halda það
sé einhver feikna gullnáma að
komast I samband við rikissjón-
varpsstöðvar með þessum hætti,
en þvi er nú ekki að heilsa.
Hætti
við skáldsögur
bú minntist áöan á þá miklu
fyrirmynd sem Islendmgasögur
eru: á hinn bóginn hefur þú látiö
uppi efasemdir um ýmisleg
tiskufyrirbæri, andskáldsöguna
til dæmis.
Þaö er ekki svo að skilja, sagði
Halldór. Ég hætti að skrifa skáld-
sögur á sjöunda áratugnum og
hefi ekki skrifaö réttan róman
siðan þá . Vegna þess að mér
fannst það sækti I það far að ég-
hermdi eftir sjálfum mér. Þetta
var absúrdtiminn og mikið um að
vera i bókmenntum og ég sam-
þykkti aðeins að vissu marki rök
þessa tlma. Skrifaði til dæmis
ekki lengur samkvæmt þeim
reglum sem skáldsagan hefur átt
sér frá ómunatið. Ég tók nýbylgj-
unni meö þvl að skrifa þrjú eða
fjögur leikrit. Notaði leikrit sem
meðal til að finna form fyrir
skáldsögu sem ekki væri klasslsk,
svo menn hættu að segja að þarna
væru gömlu reyfarasögurnar
komnar rétt einu sinni enn. Að
minnsta kosti eina tilraun gerði
ég sem ég tel að hafi ekki mis-
tekist: Kristinhald undir jökli.
Mér finnst sú bók sé réttnefndur
— ef ekki rétttrúaður — and-
róman. Það var heilmikil vinna
aö snúa þvl verki I leikrit og hafði
verið enn meiri vinna aö' snúa þvl
I róman. Þarna er um að ræöa
sérstakt form, sem getur þó
aldrei orðið regla eöa forskrift.
Þessi timi gerði bobb I bátinn
hjá mér sem skáldsagnahöfundi,
og siðan hefi ég ekki fengið áhuga
á aö skrifa skáldsögur I
klassiskum stil. Ég sé að Thór
Vilhjálmsson hefur að sinu leyti
tekið upp I stóru formi baráttuna
fyrir þessum svokallaða anti-
róman sem upp kom á þessum
árum.
Þá fór um Evrópu sterk hreyf-
ing sem fordæmdi margt af þvi
sem talið hafði verið gott og gilt I
bókmenntum. Og meö ein-
hverjum hætti tengdist þetta svo
stúdentaóeirðunum, sem voru
annað og meira en þær sýndust
vera og gerðu skurk þótt þær
stæðu stutt. Það var ýmislegt
merkilegt að gerast I tiðarand-
anum sem snart marga með svip-
uðum hætti og mig. Og þessi tlö-
indi geröust áreiðanlega vegna
þess, að svo og svo mikið af
stjórnmálahreyfingum i heim-
inum höfðu þolað niðurbrot.
Það er líka hægt að
bera Ijósið inn í trogum,
en er það ekki full óbein aðferð?
Gæfumaður?
Það er hægt að skilgreina það orð
á margan hátt.
Að lifa af
Þú sagöir að séra Jón undir
Jökli sé afurð þessara tlma. Og
hans sterkasta sögn var sú að
menn lifðu ekki af á jörðinni án
skáldskapar....
Séra Jón Prlmus sér hlutina frá
einhverju sérstöku sjónarmiöi
sem býr i hlutunum, hann eins og
kemur innan úr hlutunum með
þetta sjónarmið sem sprengir út
frá sér. Ég álit það mjög róttækt,
en slikt hefur vlst engum dottiö i
hug nema mér sjálfum. Séra Jón
er ortur út úr þessum tima og
þessu sálarlifi, þvi andlegu ásig-
komulagi sem ég uppliföi á
þessum merka áratug.
Mér skilst, sagði ég,að það sé nú
oröin mikil tiska að skrifa heims-
slitabókmenntir. Hafa þau efni
ekki freistað þin?
Þaö er vist ekkert nýtt, svaraöi
Halldór, aö i menningarsögunni
komi upp straumar og stefnur,
misjafnlega sterkar, sem boðuðu
heimsendi eða voru a.m.k. til-
búnar aö taka viö honum, i orði.
En mundir þú núna láta organ-
istann i Atómstöðinni tala meö
sömu bjartsýni um blómlega
garða á rústum Lundúna og
Parisar?
Ég veit ekki, svaraði Halldór,
þetta er á ööru stigi nú en þá, ætli
sú ræða yröi ekki öðruvisi. En -
þessar heimsendavangaveltur
bjóða ekki skáldskapnum heim
nema i einhverjum fyrirfram
jeremiasargráti, sem er nú ekki
beint til aö mæla meö....
Suðuramríka
Og viö fórum aftur að tala um
nokkra samferðamenn Halldórs
hér heima og erlendis og afdrif
þeirra róttæku vinstrikenninga
sem þeir liföu i. Halldór sagði á
þá leiö, að ekki væri mikill svipur
yfir þeirri hreyfingu nú, nema þá
i stöðum langt frá Sovétrikjunum.
Ég skaut þar aö Suöur-Ameriku,
þar sem svo feiknamargt er
ógert.
Já, þar sem menn verða að
byrja á nokkurskonar eyðikletti,
sagði Halldór. Þetta harða land-
eigendavald bifast ekki og
draumsýnirnar verða enn stærri
fyrir bragðið. Þegar ég sótti mál-
þing úti i heimi fannst mér að
skáld sem þangaö komu frá
Suöur-Ameriku, Neruda og þeir
bæru af öörum að glæsileik og
gáfum, þetta voru hámenntaöir
heimsieiðtogar i skáldskap. En
svo er þessi kynslóð horfin og það
er eins og ekkert hafi gerst, sömu
landeigendurnir að drepa sömu
berfætlingana. Og þó: þessi skáld
skildu eftir sig ódauðleg kvæði og
skáldsögur og minningu um góða
drengi...
Óeirðir
Einu sinni börðu stúdenta-
óeirðir að dyrum hjá þér?
Já, það var þegar mér voru af-
hent Sonningverðlaun svonefnd i
Hafnarháskóla. Þá voru utan-
veltumenn og fylgismenn þeirra
meö mikinn viöbúnað, sátu á göt-
unum til að stöðva umferðina og
vildu svo komast inn i skólann,
kannski til að berja á prófessor-
unum, ég veit það ekki. Þetta var
mjög fróðlegt fyrir mig, þótt ég
gæti ekki tekið þessi mótmæli gild
aö þvl er að mér sneri, hvorki á
þeirri stundu né siöar. Ég átti
ekki I útistöðum við þetta unga
fólk og það eiginlega ekki við
mig, þótt svo það vildi gera mig
að blóraböggli. Þeir voru
mikið á móti borgaraskapnum,
þessir menn, og ég kenndi mest í
brjósti um konuna áttræðu, sem
stóö fyrir þessum verölaunasjóöi
og mótmælafólkið vildi láta svara
til saka fyrir allt ranglæti i Kaup-
mannahöfn og annarsstaðar i
heiminum. Það fannst mér ömur-
legur málatilbúnaður. En þaö var
fróðlegt að lenda I þessu, eins þótt
inn I þetta blandaöist fjandskapur
i minn garð frá islenskum
stúdentum i Höfn, sem ég gat ekki
skiliö. Og varð til þess aö islensk
menningarfélög þar i borg
lögðust af um tima og starfa sum
ekki á sama grundvelli og áöur,
en önnur virðast dauð.
Ég notaði leikritin
til að finna form fyrir skáldsögu
sem ekki væri klassísk ....
Okkar tími
Það var lika minnst á timann
og bækurnar, þvi þótt flas sé ekki
til fagnaðar getur lika svo farið
aö timinn hlaupi burt frá höf-
undfnum.
Ég tel mig hafa grætt á þvi aö
hafa haft áhuga á þvi sem uppi
var I timanum, sagöi Halldór.
Þetta var dramatiskur timi,
fullur af bjartsýni og hræöslu.
Kannski er það af aldurs sökum
að manni list svo á að leiöin sé
ekki eins greið fyrir skáld og
sósialheimspekinga og þegar ég
var að alast upp. Það var mjög
örfandi tið og ég er þakklátur
fyrir að hafa lent þar in medias
res I bókstaflegum likamlegum
skilningi — eins og maöur á
blánkuskóm I miðri skothriöinni.
Þú vilt kannski taka undir viö
Balmont sem orti um svipað leyti
og Barn náttúrunnar var i bigerö:
Gæfumaöur er sá sem kemur i
heiminn á örlagastundum hans.?
Gæfumaöur? Þaö er hægt að
skilgreina þaö orð á margan hátt.
En þetta er ekki nein fjarstæða,
ööru nær.
Þaö er erfitt að taka saman i
stuttu máli það sem hefur verið
aö gerast á okkar tima svo vit
veröi i þeirri frásögn. En það var
ekki litiö og það er ekki búið aö
bita úr nálinni með það.
áb