Þjóðviljinn - 22.04.1982, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 22.04.1982, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 22. aprll 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Halldór skrifaði um sama leyti, aðallega i Morgunblaðið, og fjalla um allt frá raflýsingu til bók- mennta með viðkomu i drengja- kolli. Magnaðar greinar sem vert væri að safna saman og auka framan við ritgerðarsafn Halldórs. Eftirminnileg er samfelld at- hugun Hallbergs á stil og vinnu- brc gðum Halldórs með dæmum þar sem Hallberg hefur farið i saumana á mismunandi hand- ritsgerðum sömu skáldsögu og sýnir hvernig einstakir drættir og heildarmynd umskapast i hverri nýrri gerð og miða að æ meiri markvisi. Þó er mest um vert hve bækur Hallbergs eru læsilegar, á köflum æsispennandi lesning um baksvið skáldverkanna og samtima skáldsins, auk þess sem fjölmenntun Hallbergs gerir hon- um fært að leiða i ljós og f jalla um fyrirmyndir Halldórs og áhrifa- valda. Umhugsunarefni og brýning islenskum bókmennta- fræðingum! Mikið sem margir nútima- höfundar, þ.á.m. undirritaður, mættu taka til athugunar hve Halldór fer létt með að fjalla um hluti sem hann hefur enga beina reynslu af. Þessi maður sem „aldrei hefur unnið ærlegt handarvik”, hve vel hann lýsir erfiðismönnum til sjós og lands, þessi reglumaður, hve fum- lausum tökum hann tekur alkóhólistann Magnús frá Bræðratungu, eða segjum húð- strýkingu Jóns Hreggviðssonar frá sjónarhorni áhorfenda, böðuls og fórnarlambs, án þess að höfundur hafi verið i neinni af þessum stellingum. Þessi innlif- unarhæfileiki sem bergnemur lesandann svo hann getur hæg- lega lokast inn i skáldverki það sem eftir er æfinnar. Við innlifun- ina bætist siðan ástriðan: ein- kennandi fyrir Halldór hve hann fjallar af mikilli ástrlðu um alla skapaða hluti og hve allt milli himins og jarðar striðir á hann.f hvert skipti er eins og hann beisli jafnmikla orku, lesandinn er alltaf i rússibana. Hann kom fram á timum er allt var i deiglunni hér og úti og varð viðtækið sem islendingar námu breytingarnar i gegn um. Siðar komu útvarp og sjónvarp en högguöu ekki þeirri staðreynd að Halldór Laxness er áhrifamesti fjölmiðill islendinga á tuttugustu öld. Pétur Gunnarsson. Fyrir Nóbelsverðlaun lék gust- ur um Halldór Kiljan Laxness, velvirkan og árásargjarnan baráttumann. Beinskeytt orð hans breyttu mörgum Heim- dallarunglingi i réttlætisþyrstan Æskulýðsfylkingarmann. Rithöf- undurinn gróðursetti það viðhorf að „sannleikurinn er ekki i bók- um, og ekki einu sinni i góðum bókum, heldur i mönnum sem hafa gott hjartalag”. Mótunaráhrif hans i þjóðmál- um voru mikil árin næstu eftir að íslendingar voru vélaðir inn i Atlantshafsbandalagið. Fyrir hugskotssjónum minum stóð höf- undur Ljósvikingsins og Atóm- stöðvarinnar sem á háum stalli — goðsagnakenndur en nálægur. Hann kenndi mér og mörgum öðrum að trúa á maistjörnuna sem skin. Lengi þótti mér þarf- litið að lesa skáldsögur eftir aðra samtimamenn. tslenski sagna- heimurinn utan bóka hans voru fornritin. Vonandi veröur einhver til þess i tæka tið að kanna og rita um hin miklu áhrif sem Halldór hafði i stjórnmálaþróun hérlendis um aldarfjórðungsskeið að minnsta kosti. Ekki nægir þá að rýna i hinar miklu bækur. Jafn mikil- vægt er að rannsaka og leggja mat á áhrifamáttinn sem ræður hans og Þjóöviljagreinar höfðu á bókþyrstan almenning — þar á meðal félagsmálafrömuði og kennara. En uggur minn er sá að hér fari likt og um þjóðfræðin sem ekki var tekið að safna markvisst fyrr en dauðir voru flestir sem mest vissu, en hinir á grafar- bakkanum. Ekki er liklegt að Halldór hvetji. Hann er orðinn fráhverfur hugsjónum sem þá blésu honum i brjóst andriki og orð og hefur um nokkurt skeið ástundað að breiða kæruleysistraf yfir flest sem hann afrekaði sem brimbrjótur i lifsins ólgusjó. Og hvorki munu slikt vinna þeir sem mest flaðra nú né hinir sem telja að farið hafi fyrir Halldóri sem bergnumda mann- inum i þjóðsögunni: Trutt, trutt og tröllin i fjöllunum. A slikri athugun er þó hin mesta þörf. A þessum afmælisdegi er Hall- dór Laxness i vitund manna þjóð- skáld, en framan af ævi liklega umdeildasta stórskáld hérlent á siðari timum. Þvi skeiði lýsir hann af mikilli nærfærni i Nóbels- ræðunni 1955: „I sömu andránni verður mér hugsað til þeirrar fjölskyldu, eitthvað kringum hundrað og fimmtiu þúsund manna stórrar, hinnar bókelsku þjóðar tslands, sem hefur haft á mér vakandi auga frá þvi að ég fór fyrst að standa i fæturna sem rithöfundur, gagnrýnt mig eða talið i mig kjark á vixl; en aldrei skellt við mér skolleyrum einsog henni stæði á sama, heldur tekið undir við mig einsog bergmál, eða einsog viðkvæmt hljóðfæri svarar áslætti.” Staðgóð þekking á islenskum fornritum og sagnahefð hefur reynst Halldóri hollt nesti. Hann er safarikasti ávöxtur þjóðmenn- ingar sem hann lýsir i kaflanum góða um háskóla tslendinga i Brekkukotsannáli, — og hefur viða borið vitni um hvaðan vald hans á máli og stil er runnið. Halldór endurvakti ekki hinn forna islenska sagnastil, — en hann lyfti honum hærra en aðrir. I Nóbelsræðunni minntist skáldið „fornra sagnamanna, þeirra sem hófu sigildar bókmenntir is- lenskar, þessara skálda sem svo mjög voru samsamaðir þjóðdjúp- inu sjálfu að jafnvel nöfn þeirra hafa ekki varðveist með verkum þeirra. Aðeins standa hin óbrot- gjörnu verk þeirra i augsýn heimsins með jafnsjálfsögðum hætti og landið sjálft.” t heimi nútimans er óhugsandi slik aðgreining höfundar og skáldverks. Nafn Halldórs Guð- jónssonar frá Laxnesi verður þvi i framtiðinni samtengt skáldritum hans, og vissulega verður sú minning hans á háum stalli. Alkunnugt er og margklifað á að bækur Halldórs eru að viðhorf- um, stil og efnistökum hver ann- arri ólik, og fáir höfundar, fyrr sem nú, geta flikað jafn fjölskrúð- ugu ritsafni. Eðlilegt er að hug- smiðafrjór höfundur skoði um- hverfi sitt af mörgum kennileit- um og skipti jkfnvel um skoðanir sem glæsikonur um föt. Samt hvarf mér löngun til þess að vita hver samiö hefur Brennunjáls- sögu. Drjúgur hluti af ævistarfi minu hefur verið að kynna nemendum islenskar bókmenntir fornar og nýjar. Skáldsögur Halldórs Lax- ness hafa reynst mér betur falln- ar til þess að glæða bókmennta- áhuga unglinga en önnur slik verk eftir nafngreinda menn. Svonefnd kennsla hefur verið mér i senn starf, svölun og lærdómur. 1 huga minum er saga islenskra bókmennta i lausu máli sem mis- langir vegarspottar báðum megin við myrka aldamóðu. Hinum megin brúar er brautin lengri og betur lögð. Brennunjálssaga er meginstoð i brúarstólpanum þar, en stendur nokkurn spöl frá ár- bakkanum. Þangað liggur þó stigur. Hérna megin hagar eins til: aldar löng leið er frá bakka til brúarstöpulsins mikla, tslands- klukkunnar, — með ivafi nokk- urra bóka eftir sama mann. Attræður er maðurinn venju- lega útbrunninn, en Halldór heldur i fasi og framkomu allri heimsborgarareisn. Siðasta ald- arfjórðung hefur hann lifað i rjómalogni, en samt ritað nokkr- ar markverðar bækur þtt vart standist þær samanburö við önd- vegisrit stórveldistimans frá Sölku Völku tii Brekkukotsann- áls. A heiöursdegi þessum heilsa ég með virðingu sporgöngumanni fornra sagnamanna — og óska honum frjórrar lifsnautnar á ævi- kvöldinu. Jón Böðvarsson A áttræðisafmæli Halldórs Lax- ness er það fjölmargt, sem sækir á þakklátan huga gamals aðdá- anda, en aðeins eitt skal hér nefnt, sú nautn, sem það hefur löngum verið mér, náttúrufræö- ingi, aö lesa það i verkum skálds- ins sem fjallar um náttúru ts- lands, kvika sem dauða. Af eðlilegum ástæðum eru nátt- úrulýsingar umfangsmeiri i Sjálfstæðu fólki en i öðrum skáld- sögum Halldórs Laxness. Ahrifa- mesti þáttur náttúruumhverfis mannvistar á tslandi er veðrið i öllum sinum margbreytileik. Þessum þætti i umhverfi Vetur- húsa gerir skáldiö meistaraleg skil og eru einkum minnisstæðar þrúgandi lýsingar af rigningun- um. Heiðinni sjálfri með mýrum og móum, haglendi og hrjóstrum, unaöi sinum og ömurleika, er einnig lýst af skáldlegu raunsæi. Athyglisgáfan er með eindæm- um. Og mikiö er hún kankvis og , hugguleg kynningin á bæjarlækn- um i öðrum kafla bókarinnar, einn af sólskinsblettunum i þessu magnaða og yfirþyrmandi skáld- verki. Náttúrulýsingarnar i lokabindi næsta stórverks, Heimsljóss, eru i sinum tæra einfaldleika slegnar töfrum og þó svo sannar, aö nátt- úrufræðingur hefur þar ekkert út á að setja. t tslandsklukkunni eru náttúrumyndirnar dregnar fáum dráttum af listrænu öryggi og ber þar hæst lýsingu Arnæusar á byggð við Breiðafjörð, i samtali við Snæfriöi. Seiðmagnaður jökullinn i Kristnihaldi, á mörkum goðsagn- ar og raunveruleika, er enn eitt dæmi um það af hvillkri iþrótt Halldór Laxness nýtir náttúruna sem baksvið þess mannlifs sem um er fjallað. Þá þrenning samúðar, skilnings og skopskyns, sem tslending- ar eiga ekkert orð yfir en erlendir nefna húmor, á Halldór Laxness i óvenju rikum mæli og óviöa skil- ar þessi eiginleiki sér betur og með meiri þokka en i lýsingum hans á húsdýrum og samvistum þeirra og mannskepnanna. Tikin hans Bjarts i Sumarhús- um hneykslaði margan góðbónd- ann i eina tið og varð andstæðing- um Haildórs tákn fyrirlitningar á bændum og búskap. Nær óskilj- anleg er nú sú glámskyggni, að sjá ekkert annað en lúsina á tik- argreyinu, þvi það er sannast að segja, að i islenskum bókmennt- um, og þótt viðar væri leitaö, er erfitt að finna sannferðugri, nær- færnari og klmilegri lýsingu á einum ferfætlingi en frásögnina af þessari gulu óásjálegu hundtik allt frá þvi aö hún er fyrst kynnt i öörum kafla skáldsögunnar þar til hún i lok átjánda kafla lætur Astu Sóllilju nýfæddri i té „hiö eina sem hún átti: hlýju sins lús- uga hundslikama, svangs og hor- aðs” og bjargaði þar með lifi barnsins. Þessi tik tilheyrir nú heimsbókmenntunum og það ger- ir einnig kýrin i sömu skáldsögu, hún Búkolla, og kálfurinn hennar. Lesandinn er nærri þvi að tárfella með kúnni og krökkunum þegar kálfinum er slátrað og varðandi endalok kýrinnar er vissulega haegt að taka undir orð amriskr- ar konu, Agnes Rothery, i bók hennar Iceland. Bastion of the North: „The scene in which he llÞ.e. BjarturH kills this gentle creature nerarly kills the reader”. Sú var og tiðin að Halldór Lax- ness var i augum margra bænda óvinur sauðkindarinnar nr. 1, verri jafnvel en Hákon Bjarna- son. Vist hefur skáldið á stundum dregiö dár að islenskum búskap- arháttum. En sá hinn sami Halldór hefur skrifaö það sem ég hefi fegurst lesið um islenska sauðkind og eiganda hennar, þáttinn af Kápu gömlu i 59nda kafla Sjálfstæös fólks. Og hann var eina skáldið sem i ljóði i til- efni af Alþingishátiðinni 1930 minntist ærinnar sem „yndisleg kroppar fuglagrasið mjóa” og i gleymdi ekki lömbunum „með I bláa grön og klaufalega fætur”. ' „Stoltara er fátt en fögur ær i | haga” segir þessi óvinur sauð- kindarinnar i öðru ljóði. Um hross hefur Halldór Lax- ness fremur fátt að segja i sinum bókum enda vart bætandi á þau ókjör, sem um þær ágætu skepnur hefur veriö skrifað. Þó leggur hann Fal bónda i Eystridal, föður Uglu, þrjú orö I munn, sem segja meira en mörg mæröarrollan: „mikil skepna graðhesturinn”. Halldór Laxness er hundavinur en kann einnig ketti að skilja og köttum að lýsa, sbr. fertugasta og fyrsta kafla Sjálfstæðs fólks. Ég fæ ekki stillt mig um aö taka upp lok þess kafla: „Þegar tikin var farin hoppaði kisi niður i rúm gömlu konunnar, þvoði sér vandlega og lagðist til svefns meö snjáldriö þvers yfir lappirnar. Gamla konan kallaði hann aldrei annað en kattaraf- mánina eða kattarsneypuna en samt kunni hann best við sig hjá henni, þvi hann mat ekki viöbrögö heldur innræti, hún sást aldrei gera neinu kvikindi mein. Það er merkilegt hvað kettir hænast aö gömlu fólki, þeir kunna nefnilega að meta það uppáfinníngaleysi, sem er höfuðkostur ellinnar, veit- ult á öryggi: eða skiidu þau kannski hið gráa hvort i öðru, það sem liggur á bak viö kristindóm- inn og sálina?” Viðhorf gömlu konunnar endur- speglast i tali ömmu i Brekkukoti um hunda og ketti. Ekki má gleyma fuglunum i skáldskap Laxness, né þvi, hve vel hann nýtir þá til að framkalla þá stemningu sem við á. Svanir bera upþi fyrstu linuna I fyrstu stóru skáldsögu hans; kria, máfur og æður lokalinurnar i næsta stór- verki. 1 þvi verki, sérlega i siöara bindi þess, Fuglinn i fjörunni, eru fuglar meö listilegum hætti ljóð- rænt ivaf i hrjúfri umgjörö mann- lifsins á Óseyri við Axarfjörö og andstæðprnar kaldranalegur máfur og hin mjúka æður hafa þar meðvitaða meiningu. Svo gripið sé niður I skáldsögu þrem og hálfum áratug yngri, gleymist ekki auöveldlega snjó- tittlingurinn, sem með oröum Jóns Primusar „er á þýngd við frímerki en fýkur samt ekki þótt hann standi útá berángri i fár- viöri”. óborganleg er lýsingin á skegglubyggðinni i sjávarbjörg- unum i túnfæti séra Jóns, gáska- full raunsæ og undirfurðuleg. Stórafmæli skáldjöfursins er okkur fjölmörgum aðdáendum hans hátiðisdagur. Þann dag þökkum við af hjarta allar þær unaðsstundir sem hann hefur veitt okkur — þvi fleiri sem sam- leiöin með honum hefur verið lengri — og við fyllumst feginleik yfir þvi að eiga hann enn á meðal okkar, ernan og saman við sig. Má ég svo að lokum, með hlið- sjón af þvi, sem fyrr var sagt i þessu spjalli og með blessað vorið i vændum, undirstrika hátiðar- brag afmælisdagsins með fleyg- um ljóðlinum þess erafmælið á: „Folöldin þá fara á sprett og fuglinnsýngur og kýrnar leika við kvurn sinn fingur”. Sigurður Þórarinsson. Seint verður metið hvað þá þakkað hver Halldór Laxness hefur verið sinni þjóð þaö sem af er, hvernig hann hefur auðgað okkur og magnað i skynjun og skilningi, espaðokkur til átaks og átaka, snerpt i álitamálunum og rifið upp. Hann hefur verið að hamast á okkur alla tið og siöa, og verið mesti upplýsingamaður okkar i anda þeirra goðumliku tyftingameistara 19. aldar sem unnu sinni þjóð heitast, og sveið þvi sárast það sem hana skorti á það að vera fullkomin. Hann hefur aldrei getað verið til friðs» og er það ekki ennþá. Þar að auki hefur hann gefið tslendingum heimsbókmenntir. Hvernig vissi Halidór allt það sem hann vissi, og veit? Sá maðurinn gegnum holt og hæöir? Heyrði hann grasið gróa? Er hann göldróttur? Já ætli þaö ekki. Þessi mikli svifkappi og loftandi jafnframt þvi aö vera i senn öðrum fremur jarðbundinn, spanna öðrum meiri andstæður, annars hefði hann ekki skrifað þessar bækur með öllu þvi sem þær rúma. Ég læt öörum eftir aö hugieiða hvernig hér hefði verið umhorfs annars, heföi Halldór ekki verið alltaf að ögra okkur og örva, ýta viö Islendingum, og framkalla fyrir okkur sitthvað sem býr i okkar geði og tilfinningum; og sýna okkur sjálfum hvað sé að vera tslendingur, og þaö sem er ennþá meira manneskja. Og þetta hefur hann gert með þeim hætti að ótal manneskjur i nálægum og fjarlægum löndum sjá sig sjálfar og sina kumpána og fjendur i þessu islenzka fólki sem Halldór hefur dregið úr um- hverfi sinu og sinum hugsunum og tilfinningum^ og skrifaö á is- lenzkar bækur; heimurinn hefur hlustað og skilið að þetta var um heiminn, bókmenntir fyrir heim- inn. Þetta eiga þeir eftir aö fjalla um félagsfræöingar og bók- menntafræðingar og allir þessir fræðingar úr skólum eða vita- veröir á skerjum með salt i auga- brúnum og skeggi og allir hinir, og sanna mál sitt hver á móti öðrum með tilvitnunum i Halldór úr hinni þverstæðufullu gnótt sem býr I bókum þessa manns. Hvernig má ofnæmur maður afla sig til að verja þann næm- íeik sem hann hefur umfram aðra, heyja sér þekkingu og tækni og efla hreysti sina til aö vinna slikt ofætlunarverk sem Halldór hefur unnið? Sigra andstöðu og eflast á úrtölum og fjandskap, og gera samvirk sundurleit öfl i sinu eigin geði? Þarf ekki til þess of- stæki hins heilaga manns, og fullkomnunarþrá? Ásamtóþoli og umburðarleysi byltingarfor- ingjans sem verður ,aö bjarga marnkyninu á hverri blaðsiðu. Margsæi heimsborgarans með smámunasemi farkennarans sem er fulltrúi guðanna i afskekktri sveit, og verður að tryggja það að erindið gleymist aldrei. Vinna og vinna. Þrotlaus leit. Miskunnarleysi við sjálfan sig, að endurmeta sifellt. öll sú einvera sem maðurinn lifir til þess að næra þennan mikla fjölda. Fara einförum, og lesa hvarvetna úr marghljómandi auðn landsins efniviðinn i máttugar smiöar, eða magna sig i skynnautn i flæðandi múg strætanna, dyljast og halda sinu virku i daglegri umferð um leiksvið dægranna. Áður var alls staðar huldufólk i sveitum Islands og holtum, nú er krökkt hvarvetna af söguper- sónum Halldórs Laxness, og það er ekkert huldufólk heldur full- gildir sambýlismenn i þjóðlifinu. Thor Vilhjálmsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.