Þjóðviljinn - 22.04.1982, Side 23
Fimmtudagur 22. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23
:
Vandi frystihúsa vegna hringorma
í fiski og tillögur um seladráp.
Háskóla íslands og
Hafrannsóknastofnun verði
falin rannsókn þessara mála
t Morgunbiaðinu 18. mars sl. er
sagt frá nefnd sem starfaðhefur á
vegum sölusamtaka frystihús-
anna og S.I.F. til ah finna ráö til
útrýmingar á hringormum i fiski.
Að þessu hefur starfað á vegum
nefndarinnar Eriingur Hauksson
liffræöingur. Niöurstaöa nefndar-
manna viröist vera sú samkvæmt
túlkun Morgunblaösins, aö helsta
ráöiö til aö draga úr þessum
vanda sé að minnka selastofnana
viö landiö, sem eru landselur og
útselur. Sérstaklega telja þeir þó
útselinn hættulegan i þessu sam-
bandi.
Allir sem eitthvað hafa komið
nærri fiskverkun vita að hring-
ormar i fiski auka nokkuð kostnaö
við fiskvinnsluna sérstaklega I
frystihúsunum. Hins vegar dreg
ég I efa að sú tala sem þarna er
nefnd 12 miljón kr. sé nákvæm-
lega sú upphæðsem greidd er fyr-
ir að pilla orm Ur flökum i frysti-
húsum á ári. Enda er sjálfsagt
erfitt að reikna út slika upphæð
rétta.
Eins er með þá útreikninga eöa
ágiskanir um að selurinn éti
ákveðið marga skuttogarafarma
af þorski og öðrum nytjafiski hér
við land á ári. Til að koma með
slikar tölur sem eitthvað væri
byggjandi á, þá þyrftu þær að
byggjast á margra ára rannsókn-
um, sem ekki eru fyrir hendi nú.
Menn vita það nú, að til eru tvær
tegundir hringorma. önnur teg-
undin, selaormurinnþarf að kom-
ast i dýr meö heitu blóði til þess
að lifkeöjan slitni ekki.
1 þessu sambandi kemur selur
og ýmsar hvaltegundir orminum
til hjálpar og hýsa lirfur hans og
þroska þær. Hin hringormateg-
undin þarf alls ekki þessa hjálp-
arstarfsemi sjávardýra með heitt
blóð til þess að timgast; hann er
sjálfum sér nógur. Lengi vel
héldu menn að allir hringormar
þyrftu að komast í sjávardýr,
með heitu blóöi til aö halda lif-
keðjunni gangandi. En þessa
kenningu afsannaði norskur nátt-
urufræðingur fyrir allmörgum
árum, eftir margra ára rann-
sóknir.
Nú er spurningin þessi: hvor
þessara ormategunda veldur
mestum skaða hér á fiski? >að
má vel vera, að hægt sé að
minnka ormasýkingu fisks,
þ.e.a.s. þeirrar tegundar sem
þarf sjávardýr með heitu blóöi
sem millilið. En hvað þá um hina
tegundina sem er sjálfri sér nóg?
Og hvað mikið er hUn útbreidd
hér viö land? Þessari spurningu
er nauðsynlegt aö fá svarað, en
það veröur ekki gert nema með
visindalegum rannsóknum sér-
fræðinga, sem að sjálfsögðu taka
nokkurn tima. Ég hef grun um
það, aðsiðari hringormategundin
séhér i miklum mæli sumsstaðar.
Þessi grunur minn styðst við
eftirfarandi reynslu mi'na. Ar-
ið 1959 vann ég á vegum sjávar-
útvegsráðuneytisins. A vetrar-
vertiðinni var ég staddur i Stykk-
ishólmi þegar bátar sem þar
lögðu upp komu með netafisk, Ur
netum sem þeir áttu uppundir
Rauðasandi. Þetta var stór og
fallegur fiskur nýgenginn á mið-
in; haföi gengiö upp á grunnið
nóttina áður. Ekki sást hringorm-
ur i flökum þessa fisks, og
magar þeirra voru tómir. Þrem-
ur dögum siðar kom ég I Stykkis-
hólm og skoöaði fisk Ur þessum
sömu netum við Rauðasand. Þá
voru flökin ur fiskinum þaðan al-
sett stórum gulum hringormum,
sýnilega'fullþroska ormi en ekki
lirfnm.
Ég er nú bara leikmaður á
þessu sviði, og þvi spyr ég: Er
ekki eins liklegt að hér hafi ver-
ið um orma þeirrar tegundar að
ræða, sem ekki þurfa sjávardýr
með heitu blóði til að timgast?
Hinu þykistég hafa tekiöeftir, að
þegar göngufiskur kemur af hafi
hungraður á grunnmii^að sé þar
ekki fyrir hendi æti handa honum,
þá leggst hann á botninn og étur
hvað sem er. Þannig hefur aö lik-
indum verið viö Rauðasand aö
fiskurinn át sjálfan orminn. I
Morgunblaðsgreininni er sagt að
göngufiskur sem kemur hingað til
hrygningar frá Grænlandi sé oft-
ast ormalaus. Þetta er rétt. Ég
hef metið til Utflutnings þUsundir
tonna af sDkum saltfiski og það er
mjög sjaldgæft að finna i honum
hringorm. Þetta er þvi merki-
legra þegar það er vitað að selir
viö Graenland eru margfalt fleiri
heldur en hér viö land.
Ég tel mig þekkja nokkuð til
bæðt landsels og útsels héf við
land svo og selategunda við Aust-
ur-Grænland og i Norður-lshafi.
Ég er alinn uppá selveiðijörð þar
sem árleg kópaveiði var um 100
landselskópar. Þá var ég við
veiðar á landsel i tvö
vor i Hvalseyjum og einnig tvö
haust viö dráp á Utselskópum og
fullorðnum sel, enbrimlunum var
fækkað ef þeir uröu of margir i
samanburði við urtur. A þessum
árum fengust oftast um 100 kópar
af landsel i Hvalseyjum og oft á
annað hundrað Utselskópar og
fjöldi brimla var drepinn. Þrátt
fyrir þá staðreynd að á þessum
árum voru Hvalseyjar eitt af
stærstu Utselslátrum hér viö land,
þá voru hringormar i fiski Ur
Faxaflóa minni en viðast annars-
staöar. Við skoðuðum i maga
þeirra Utselsbrimla sem drepnir
voru, þvi það var vani hinna
gömlu selveiöimanna. Mikiö var
af sandkola i maga þeirra og
nokkuö af smákeilu og lýsu. Þaö
var rétt hending ef þar fannst
þyrsklingur eða ýsa. (Landselur
lifir talsvert á hvognkelsum á
vorin og frameftir sumri).
Með þessar athuganir i huga,
þáheldég aö Utreikningar manna
um að selurinn hér við land éti
marga togarafarma af þorski og
öðrum nytjafiski á ári, séu i allan
máta mjög hæpnir. Og það mega
vera i meira lagi kokhraustir
menn sem bera sllkar fulyrðingar
á borð fyrir almenning, án þess
að þekkja nokkuð til lifnaðarhátta
sela.
I Norður-lshafi er fæða sela-
stofnanna mikið iskóð eöa öðru
nafni pólarþorskur, kolmunni og
loðna. Þetta eru allt smáfiskteg-
undir. Ég hef skoðað i selamaga á
fullorðnum vöðusel og blöðrusel i
Norður-lshafi og þá kom þetta i
ljós: Hringanórinn sem heldur sig
nyrst allra selategunda i tshafinu
lifir lika á slikum smáfisktegund-
um. A meðan selveiði var talin til
mikilla hlunninda þeirra sjávar-
jarða þar sem selalátur voru, þá
var þess alltaf gætt að selnum
fækkaði ekki og viö það var veiðin
miðuð. Siðan á fyrri hluta þessar-
ar aldar þá hefur sel fækkað i
látrum þar sem ég þekki til. Þetta
hefur orðið vegna þess að skot-
veiði hefur aukist, vegna skot-
glaðra manna frá ýmsum þétt-
býlisstöðum sem notað hafa hrað-
skreiða bátaTig skotið sel oftast i
óleyfi alveg uppi i selalátrum.
Það er þvi fjarstæða aö tala um
fjölgun sela hér viö land, miðað
við þann tima fyrr á öldinni þegar
selalátur voru nytjuð af sjávar-
bændum og alfriðuð fyrir öllum
skotvopnum og hart gengið fram i
þvi, að sliku banni væri hlýtt.
Þetta ættu allir að vita sem kæra
sig um að vita hið sanna i þessu
máli.
En um þaö geta menn verið
sammála, að mjög gott væri að
geta losnaö við hringorma Ur fiski
sem veiöisthér við land. En hvort
þvi markmiði yrði náð með þvi að
fækka sel frá þvi' sem nú er, það
tel ég algjört vafamál. Það hefði
t.d. engin áhrif nema þá á þá
hringormategundina sem þarf að
komast i sel eöa annað sjávardýr
með heitu blóði til að lifkeðjan
slitni ekki. En hvaö þá með hina
tegundina? Ég held að þaðsé álit
flestra náttúrufræðinga sem eru
taldir hafa eitthvaö til brunns að
bera, aö þaö sé i hæsta máta var-
hugavert að gripa inn i iifkeðjur
hinnar villtu náttúru, þvi árang-
urinn geti eins oröið öfugur til til-
ganginn.
1 þessu sambandi vil ég benda á
eftirfarandi. Hagsmunaaöilar viö
nokkrar laxveiðiár töldu fyrir
nokkrum árum, aö það mundi
auka á laxagengdina i þessum
ám, ef þeir losnuöu við seli sem
héldu sig viö árósana. Þeir fengu
þvi skotmenn til að drepa selinn.
En hvaö skeði svo? Þegar selur-
inn var horfinn frá árósunum, þá
gekk minna af laxi i árnar. Og
ástæðan var einfaidlega sU, að
mikið af geldlaxi sem kom upp i
árósana af hafi meö hrygningar-
laxi,hann hélt ferðinni áfram upp
i árnar, fýrir tilstuölan selsins,
sem elti laxatorfurnar. Ef menn
ætla sér að gripa inn i lögmál
náttUrunnar, þá þurfa þeir að
þekkja þessi lögmál. Ég tel það
alveg fráleitt, og i hæsta máta
óvisindalegt,ef fariö verður i það
aö drepa niöur islenska sela-
stofna,á þeim forsendum, að þeir
taki til sin æti Ur hafinu og séu
tæki náttUrunnar til aö halda
ákveðnum hringormastofni við
lýði. Ef fariö verður að borga
mönnum fyrir að drepa niður is-
lenska selastofna skipulagslaust
og án alls eftirlits á framan-
greindum forsendum, þá getur
enginn sagt fyrir um það nú,
hvaða afleiðingar slikt hefði i för
meö sér.
tslenskir selastofnar eru hluti
af lifriki islenskrar náttúru sem
okkur ber að umgangast með
varúö, og nytja skynsamlega sé
þess þörf. Viö skulum minnast
þess að i aldaraðir var selur mik-
ið nytjadýr á sjávarjörðum þar
sem selalátur voru, og bjargaði
þá sélveiði mörgum manni frá
hungri. Sel fjölgar ekki ört, þar
sem urtur eiga aðeins einn kóp á
ári. Ég sting upp á þvi, að allt
seladráp framkvæmt i þeim eina
tilgangi að drepa niður selastofna
við landið, án þess að nytja afurö-
ir selsins, veröi bannað. Að svo
komnu máli eru ekki fyrir hendi
neinar visindalegar sannanir fyr-
ir þvi, að slikt dráp leysti Ur
hringormavandamáli frystihús-
anna, þó framkvæmt yrði. Rikis-
valdið á aö fela Háskóla tslands
og Hafrannsóknastofnun að
rannsaka ástand selastofnanna,
svo og hringorma við landið. Og
ef eitthvað þætti tiltækilegt að
gera aö lokinni þeirri rannsókn,
þá verður það skilyröislaust að
byggjast á tillögum þessara vis-
indastofnana.