Þjóðviljinn - 22.05.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.05.1982, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. maí 1982 i Skemmtum okkur saman að Laugarvatni í sumar Nýjung í f lokksstarfinu Vilfu dvelja i viku að Laugarvatni í júlí? Sumarfrí og samvera að Laugarvatni r • r -i r i juh Alþýðubandalagið býöur þeim sem geta tekiö sumarfrf I júli til dvalar og samveru á Laugarvatni. Giidir þetta jafnt um fjöiskyldur sem einstaklinga. Gisting, matur og öll aðstaða verður I Héraösskölanum. Nd gefst kostur á að panta vikudvöl að Laugarvatni á skrifstofu Alþýðubandalagsins, Grettisgötu 3. Slminn er 17 50ð. Þar eru veittar allar nánari upplýsingar. Um er að ræða vikuna 19. tii 25. júli, eða vikuna 26. júli til 1. ágúst. HVAÐ KOSTAR DVÖLIN? Kostnaður við vikudvöl að Laugarvatni f sumar er kr. 1725 fyrir fullorðinn, kr. 1000 fyrir börn sex til tölf ára, og kr. 200 fyrir börn yngri en sex ára. HVAÐ ER INNIFALIÐ? lnnifalið I verðinu er gisting i tveggja til þriggja manna herbergjum, fullt fæði, fjölbreytt dagskrá, barnagæsla og afnot af ýmiskonar aðstöðu að Laugarvatni. HVAÐ VERÐUR UM AÐ VERA? • Lögð veröur áhersla á útivist og náttúruskoðun undir leiðsögn kunnugra. ^ Efnt verður til menningarvöku nokkur kvöld meö þátt- töku listamanna. • Flutt verða fræðsluerindi, haldin námskeið I framsögn og félagsstörfum ef áhugi er fyrir hendi, og starfað I umræðuhöpum. • Og svo er ötaliö það sem mest er um vert aö eiga sam- verustundir og sumarfrl á fögrum stað I góðum félags- skap HVAÐ KOMAST MARGIR AÐ? Þaö rúmast mest nlutlu manns hvora vikuna I þvi húsnæði sem Alþýöubandalagiö hefur til umráöa I Héraðsskólan- um. Við leggjum áhersiu á að fá til Laugarvatns fólk á öll- um aldri og sem viðast að af landinu. Þátttaka er öllum heimil. HVERJIR SJA UM UNDiRBÚNING? Þegar þátttökutilkynningar taka að berast munum viö mynda hópa til að útfæra dagskrá I einstökum atriðum. Baldur óskarsson og Einar Karl Haraldsson stjórna undirbúningnum. Staðarhaldari á Laugarvatni af hálfu Alþýðubandalagsins verður Baldur óskarsson, og ráðinn veröur starfsmaöur til þess aö annast barnagæslu á staön- um. HVAÐ BER AÐ GERA? Pantið pláss á Laugarvatni sem allra fyrst til þess að auðvelda skipulagningu. Við munum svo láta frá okkur heyra meö auglýsingum I Þjóðviljanum og samtölum. PANTAÐU STRAX i SIMA 17 500 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Blikkiöjan Asgarði 7, Garöabæ Önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboð SIMI 53468 Höfuölykill Hjúkrunarheimilis aldraðra I Kópavogi — Sunnuhllöar, afhentur framkvæmdastjóra heim- ilisins. Ljósm. gel. Hjúkrunarheimilið í Kópavogi tekið í notkun: 60% byggingarkostnaðar sjálfboðavinna og Hjúkrunarheimili aldraöra i Kópavogi var vigt á uppstign- ingardag og formlega tekiö I notkun. Var heimilinu gefiö nafnið Sunnuhlið enda staðsett mót suðri i brekkunni upp af Kópavoginum. Múgur og margmenni var við vigsluathöfnina og var heil- brigðisráöherra Svavar Gestsson á meðal gesta. Byggingarsaga hússins var rakin og kom fram I máli Asgeirs Jóhannessonar for- manns undirbúningsnefndar að bygging hafi byrjað I janúar 1980 og að kostnaður við bygginguna sé orðinn um 13 milljónir króna. Þar af hafa 60% safnast gegnum sjálfboöavinnu ýmis konar og fjársafnanir á meðal Kópavogs- búa. Sunnuhlið kemur til með að hýsa 38 vistmenn og eru 22 þeir fyrstu þegar byrjaöir að flytja inn. Síöari hluti hússins veröur svo tekinn I notkun 1. júli I sumar, gjafafé en húsið allt er um 1450 fermetrar auk 750 fermetra I kjallara þar sem aðstaða veröur fyrir tóm- stundavinnu vistmanna og fleira. Snorri S. Konráðsson forseti bæjarstjórnar flutti ávarp við vlgslu Sunnuhllðar og tilkynnti þá ákvörðun bæjarstjórnar að hún myndi kosta stækkun eins af verkum Gerðar Helgadóttur og koma upp við anddyri hjúkrunar- heimilisins. sKráargatiö Nú er aðeins ein vika til þess aö nýr forseti veröi kosinn hjá Skáksam- bandi íslands. Eins og kunnugt er þá mun Ingimar Jónsson hætta en enn er allt óráðiö með hver veröi eftirmaður hans. Hin aðskiljan- legustu nöfn hafa þó heyrst nefnd. Guðmundur Pálmason hjá Orku- stofnun og einn af sterkari skák- mönnum landsins, og Pétur Eirlkssonhjá Alafossi, munu eftir nokkra yfirlegu hafa hætt við all- ar framboöshugleiöingar. Björn Theódórsson hjá Flugleiöum gaf sér einnig góðan tíma til að ihuga framboð en hætti svo við. Fylgis- menn Einar S. Einarssonar blða spenntir eftir þvi hvernig fram- vinda mála verður og er alls ekki talið óliklegt að Einar gefi sig út i slaginn á ný og þá aö sjálfsögöu i samfloti meö félaga sinum og samverkamanni Högna Torfa- syni. Halldór Biöndal hefur sést talsvert að tafii I kringlu Alþingis og hafa getspakir menn verið með vangaveltur um það hvort stjómunareðli Halldórs lendi ekki á Skáksambandinu. Þá veit eng- inn hvað bróðir hans Haraldur Blöndal hugsar þessa dagana. Altént bauð hann sig fram gegn Ingimar Jónssyni á þinginu i fyrra en tapaði örugglega. Er þá komiö að þeim sem hvað liklegastir eru til aö hljóta em- bætti Ingimars: þeim Sverri Bergmann lækni og Stefáni Þormar Guðmundssyni bankastjóra Spurningunni um hver verður eftirmaöur Ingimars veröur aö sönnu svarað i næsta þætti skák- málanna, þingi Skáksambandsins næsta laugardag. Skrýtin uppákoma varð I sundlaugunum i Laugardal I gærkvöldi. Magnús nokkur Olafsson (Þorlákur Magnús: Var hent I laugina þreytti) og fleiri voru meö ein- hvert sprell þar hvort sem það var nú á vegum Dagblaösins eða einhverra annarra aöila. Þeir voru með kosningar i laugunum og áróður og voru iklæddir kjól- fötum. Þetta fór eitthvað I taug- arnar á sumum sundlaugargest- um og tóku þeir sig til og hentu köppunum i laugarnar og kosn- ingasneplunum á eftir þeim. Þar með lauk þeirri kosninga- baráttu... Dagblaöiö var óháð og frjálst að vissu marki, og þar voru menn slegnir sitt undir hvorn meöan Jónas var og hét. Svona miklast allir hlutir i minningunni. En eftir samslátt siðdegisblaöanna hefur Visissvip- urinn gerst æ meira ráöandi undir flokkspólitiskri Ihaldslinu Ellerts B Schram meöan Jónas sinnir væntanlegu videoveldi og kætist yfir krásum. Þetta hefur haft þær afleiöingar aö lesendur og allur almenningur er farinn aö lita á Dagblaöiö og Vlsir sem flokks- pólitiskt auka-málgagn Sjálf- stæöisflokksins. Af þessum sök- um er DV nú aö dæmast úr leik sem tæki til þess aö gera skoö- anakannanir á fylgi flokkanna. Þetta sést best á þvi aö meöan Dagblaöiö var og hét var prósenta þeirra sem ekki svör- uöu, höföu ekki afstööu eöa voru óvissir um 20%, en hefur veriö 40 til 50% eftir samsláttinn. Þetta hafa DV-menn túlkaö sem aö sífellt stærri hópur kjósenda væri meö reikandi afstööu og magnaö- an pólitiskan leiöa, en þar gæti allt eins veriö um aö ræöa að sifellt stækkandi hluti kjósenda kæröi sig ekki um aö DV væri með nefið niöri i þeirra pólitisku skoö- unum. Vegna flokkslinusvipsins á DV hlýtur aö koma til álita að reynt veröi aö fá einhvern óháöan aöila til þess aö annast skoðana- kannanir um stjórnmál. DV gæti haldið sig viö bjórinn og annaö sem ekki heyrir til I flokkapólitfk. EUert: DV fylgir nú flokkspóli- tfskri ihaldslfnu. Talsvert hefur verið rætt um frumleika og ferskleika kvennaframboðs og er margt til I þvi. En á kosninga- karnevali kvennaframboös I Laugardalshöll var ekki leitað á ný miö heldur tekin upp kynning á ýmiskonar góökynjuöum félags- skap á svipaöan hátt og Sjálf- stæöisflokkurinn hefur a.m.k tvisvar efnt til I Valhöll. Viröist þar hafa verið lagt inn á þá sömu braut og kvennaframboöiö hefur gagnrýnt stjórnmálaflokkana fyrir aö eigna sér ýmiskonar þjóðþrifafyrirbæri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.