Þjóðviljinn - 22.05.1982, Qupperneq 3
Hélgin 22.—‘23. mal 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Ekkert
sólbaðsveður
Ekki ætti veðurbliðan að
halda mönnum heima i garöi
á kosningadaginn, þótt búist
sé við mildu og hlýju veðri
viðast hvar á landinu i dag.
Það má jafnvel búast við
svolitilli súld á Suðurlandi i
dag, þótt væntanlega verði
ekki mikil úrkoma. Semsagt,
hið ákjósanlegasta kosn-
ingaveður — hvorki of gott
né of vott...
launakröfur:
hjúkrunar- !
fræðinga I
Félag Háskólamenntaðra I
Hjúkrunarfræðinga lýsir yfir I
eindregnum stuðningi við |
launakröfur hjúkrunarfræð- ■
inga innan Hjúkrunarfélags I
tslands. I
Ljóst er að umtalsverður f
skortur á hjúkrunarfræðing- ■
um rikir nú á landinu. t
Nefndar hafa verið ýmsar I
ástæður, svo sem mikið |
vinnuálag, erfiður vinnutimi «
og vinnuaðstaða og siðast en I
ekki sist óánægja hjúkrunar- I
fræðinga með laun sin.
Mikill fjöldi hjúkrunar- •
fræðinga i landinu hefur sagt I
upp störfum og gengu fyrstu I
uppsagnirnar i gildi 15. mai. |
FHH skorar á riki og hlutað- ■
eigandi bæjarfélög að ganga I
að kröfum hjúkrunarfræð- I
inga og koma þannig i veg |
fyrir að neyðarástand skap- ■
Styðja
Frá ráöstefnu um mæöravernd og nýburaþjónustu, sem lauk i gær. Yfir 20 fyrirlestrar voru fluttir á
ráðstefnunni og verða gefnir út á bók siðar.
Ráðstefna um mæðravernd og nýburaþjónustu:
Óiafur ólafsson landlæknir:
Koma má i veg fyrir flesta erfiða
galla á börnum með aukinni
fósturskoðun
Efla ber allt eftirlit
með bömum á fósturstigi
r r
— segir Olafur Olafsson landlæknir
t gær lauk ráðstefnu um
mæðravernd og nýburaþjónustu
sem haldin var að frumkvæði
landlæknisembættisins i sam-
vinnu við Ljósmæðrafélag ts-
lands, Félag hjúkrunarfræðinga
auk heimilis-, kvensjúkdóma- og
barnalækna. Voru fluttir yfir 20
fyrirlestrar á ráðstefnunni sem
siðar verða gefnir út á bók.
Gestur ráðstefnunnar var Dr.
J.M.L. Phaff frá Evrópuskrif-
stofu Alþjóba heilbrigðisstofn-
unarinnar.
Ólafur Ólafsson landlæknir
kvað ráðstefnur af þessu tagi
hafa verið haldnar nokkrum sinn-
um áður með sérfræðiaðilum sem
annast hina ýmsu þjónustu innan
heilbrigðiskerfisins. Hann sagði
fjölmörg mál hafa borið á góma
allt frá framkvæmd og fyrir-
komulagi mæðraverndar til nýj-
unga eins og siaukinni fram-
kvæmd legvatnsprufa og sónar-
tækja. Þá voru rædd mál eins og
foreldraráðgjöf, tryggingamál og
félagsleg réttindi ýmiss konar,
nýburaþjónusta, gjörgæsla við
fæðingar, svokölluð áhættubörn
og fleira.
Ólafur landlæknir sagði að
margt athyglisvert hefði komið
fram á þessari ráðstefnu. Til
dæmis var það álit flestra sér-
fræðinga og margra heilsugæslu-
llækna að auka þyrfti allt eftirlit
með börnum á meðgöngutim-
anum. Voru menn almennt þvi
sammála aö sónarskoðun á fóstri
einu sinni til tvisvar á meðgöngu-
tlmanum væri það sem stefna
bæri að.
Ráðstefnugestir voru einhuga
um að auka bæri menntun ljós-
mæöra og kvaðst Ólafur Ólafsson
landlæknir harma að frumvarp
Svavars Gestssonar heilbrigðis-
ráðherra komst ekki áfram gegn-
um þingið.
Margs konar aðgerðir eru i
undirbúningi til að auka mjög
eftirlit með börnum á fósturstigi
og þarf ekki að eyða orðum að þvi
hversu marga sjúkdóma og erfiða
galla á börnum mætti koma i veg
fyrir að mestu með auknu eftir-
liti, sagði ólafur ólafsson land-
læknir að lokum.
— v.
Suxnarhús í
SVKS.Cö
\\ Ml l l II I
í beinu leiguflugi 11-20 júni, 10 dagar
Verð frá kr.
2.920
miðað við flug og gengi 18. janúar 1982.
frá kr. 4.970
Innifalið í verði hópferðar: Flug, rútuferðir,
gisting, 1/2 fæði í Austurríki, akstur til og frá
flugvelli erlendis, lestarferðir, skoðunarferði:
til Innsbruck og Lichtenstein, íslensk farar-
stjóm.
Það verður seint flogið á fallegri slóðir en til
svissnesku og austurrísku Alpanna. 11. júni
efnum við til 10 daga ferðar til Sviss og bjóðum
m.a. hópferð með dvöl í sumarhúsum í Sviss og
Austurríki. Sjálfsagt er einnig að hafa í huga
það upplagða tækifæri sem leiguflugið býður
á ódýrri sjálfstæðri ferð um mið-Evrópu, t.d.
með bílaleigubíl eða járnbrautarlestum. í hóp-
ferðinni er gist í eina nótt í Zurich en að öðm
leyti er dvölinni skipt bróðurlega á milli sumar-
húsanna í Altenmarkt í Austurríki og
Wildhaus í Sviss. Farið verður í fjölda
skoðunarferða um hið gullfallega umhverfi
þeirra, borgir verða heimsóttar, Rínar-foss-
arnir skoðaðir og farið í fjallakláfum upp í
svissnesku Alpana.
í tengslum við leiguflugið 11. júni efnum við
við einnig til ferðar þar sem einungis er dvahst
í sumarhúsunum í Wildhaus, örskammt frá
bænum Buchs á landmærum Sviss og smá-
ríkisins Lichtenstein.
Samvinnuferdir-Landsýn
AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899