Þjóðviljinn - 22.05.1982, Page 4

Þjóðviljinn - 22.05.1982, Page 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. mal 1982 Davíð Oddsson upplýsir hvemig borgarstjórí Reykja- víkur er valinn innan Sjálfstæðisflokksins Akvörðun tveggja Reykvíkingum aðeins ætlað að kvitta fyrir í kosningunum i viOtalinu við Daviö Oddsson i Mogganum i fyrradag, kemur berlega i ljós hvernig hið lýð- ræðislega ferli er i Sjálfstæðis- flokknum. Nú kynni einhver að haida að fjöldinn i flokknum ákvaröaöi hver ætti að gegna „trúnaðarstöðu” á borð við þá sem DaviöOddsson gegnir nú. En hafi einhver haldið þaö, þá veður hann i villu og svima. Davfð Oddsson segir að einungis tveir eða þrir menn hafi verið um þessa ákvörðun i Sjálfstæðis- flokknum. En gefum Davið sjálf- um orðið: manna „Þegar Birgir tsleifur ákvað aö helga sig þjóðmálum urðu miklar umræður i flokknum, hver tæki viö af honum sem formaður borg- arstjórnarflokksins. Birgir fór strax að kanna þetta mál, þvi honum var ljóst aö nýr maður yrði aö fá nokkurt tækifæri áður en gengið yrði til kosninga. Hann ræddi við fjölda sjálfstæðismanna og leitaði eftir áliti þeirra hver væri besta lausnin i þessu máli, svo það mætti áfram rlkja ein- drægni og sátt i borgarstjórnar- flokknum. Samtöl Birgis tsleifs leiddu það I ljós að við Ólafur B. Thors vorum liklegustu kandidat- arnir. Albert Guðmundsson var þá i forsetaframboði og auk þess þingmaður, eins og Birgir. Þegar Ólafur B. Thors lét þaö svo út ganga að hann vildi helga sig sinu fyrirtæki, þá stóð ég raunveru- lega einn eftir á sviðinu af hálfu flokksins.” Asgeir Hannes Eiriksson Albertgest- Sólótaut Svarthöfða Vegir liggja til allra átta ósköp líkt og var. En hugur eigrar utangátta, ekkert finnur svar. Því áður var oft fútt og fjör Framsóknar- í blænum. Þá voru hjörtun ung og ör og Ihaldið réði bænum. Vegir liggja til ýmsra átta enn sem forðum tið. En mörg er þrautin þungra nátta og þrálátt komma-stríð. Nú bið ég þess að borgar-íhalds bleikur draugur risi og dunda mér við dónaskrif hjá Dagblaðinu & Vísi. komandi Borgarstarfsmenn og borgarbúar íhaldið vill gefa einkaaðilum sam- eignarfyrirtcekin en ekki heimilis- fastur segir Ásgeir Hannes Eiríksson um framboðslista íhaldsins t merku viðtali i Helgarpóstin- um við Asgeir Hannes Eiriksson pylsusala i miöbænum og vel- mektugan íhaldsmann, kemur fram það álit Asgeirs, að Albert sé frekar gestkomandi en heimilisfastur á listanum hjá leiftursóknarliðinu: ,,Eg vildi láta Sjálfstæðisflokk- inn bjóða fram tvo lista, annan með Davlð og leiftursóknarliði frjálshyggjunnar og hinn með sæmilega umburðarlyndu fólki með snoturt hjartalág. Þannig hefðum við náð meirihlutanum aftur meö tangarsókn i stað þess að tapa fylgi meö leiftursókn. Höfuðgallinn við D-listann er skortur á fólki úr athafnalifinu. Fyrir utan Albert Guðmundsson er enginn einkaframtaksmaður fyrr en I fimmtánda sæti listans, og raunar teljum við stuðnings- menn Alberts hann frekar gest- komandi á listanum en heimilis- fastan.” Borgarstarfsmenn og almenn- ingur i Reykjavik ættu að huga vel aö þeim hugmyndum sem fram hafa komið hjá frambjóð- endum Sjálfstæðisflokksins að undanförnu um einkarekstur i heilbrigðisþjónustunni og á öðr- um sviöum. Katrin Fjeldsted og Markús örn Antonsson vöktu athygli á þessari stefnu Verslunarráðs tslands I sjón- varpsþætti á dögunum og Davið Oddsson lætur að þvi liggja i við- tali við Morgunblaðið á uppstign- ingardag að Bæjarútgerö Reykjavíkur sé slikur baggi á borginni, aöbest væri að losna við hana. Þjóðviljinn telur einnig ástæðu til þess að minnast á grein eftir Albert Guömundsson I Morgun- blaðinu 14. nóvember 1981 þar sem hann leggur til að borgin að- stoði einstaklinga eða félög til að taka að sér fyrir eigin reikning reksturinn þar i einhverskonar samstarfi við borgina. Albert nefnir I þvi sambandi rekstur áhaldahúss, vélamiöstöðvar, pipugeröar, grjótnáms, verk- stæða SVR, ýmsan rekstur á veg- um hafnar, rafmagnsveituhita- veitu og vatnsveitu. Þá ræðir Albert um I sömu grein að borgin eigi að bjóöa út hrein- gerningar, þvott, rekstur mötu- neyta, hreinsun gatna, snjó- mokstur og hirðingu opinna svæða. —ekh Vel metinn íhalds- maður í miðbænum í Helgarpóstsviðtali: Líflegri miðbœr núna Sjálfstæðisflokkur- inn var harðlokað- ur fyrir slíkum hugmyndum, segir Asgeir Hannes pylsusali 1 viðtali við Asgeir Hannes Ei- riksson pylsusala og íhaldsmann i Helgarpóstinum segir m.a.: „Það má kannski kallast kald- hæðni örlaganna að það var ekki fyrr en Sjálfstæðisflokkurinn hans Asgeirs var farinn frá völd- um i Reykjavík að ihaldsmaður- inn fékk leyfi til a. setja upp pylsuvagninn. „Maður verður að vera heiðarlegur i garð vinstri meirihlutans” segir hann. „Þeir hafa losað á margan hátt um bæj- arlifið. Það hafa sprottið upp litil veitingahús um miðborgina eins og var fyrir einum og tveim ára- tugum. Mönnum hefur verið gert auðveldara fyrir á margan hátt — þetta stefnir allt i rétta átt. Sjálf- stæðisflokkurinn var harðlokaður fyrir öllum þessum hugmynd- um.”__— A Iþýðubandalagið kristilegur frjáls- hyggjuflokkur . i------------- „Konukarlar” íAlþýðu- bandalaginu segir Magnús E. Sigurðsson prentari íMogganum og vill að verkalýðurinn kjósi kvenna- framboðið „Bæði Alþýðubandalagiö og Al- 1 þýðufiokkurinn hafa reynst aftur- haIdsöflunum drýgstur stuðning- ur siðustu ár” segir Magnús Ein- ar Sigurðsson sem skrifar i Morg- unblaöiö á fimmtudaginn. Siðan segir Magnús: „Alþýðuflokkurinn afhjúpaði sig endanlega á „viðreisnarárun- um” og Alþýðubandalagið á sér helst hliðstæðu i „kristilegum frjálshyggjuflokkum Evrópu” þegar litið er til órjúfandi sam- starfs þess við svæsnustu aftur- haldsöfl landsins að undanförnu, bæöi á stjórnmálasviöinu sem og innan verkalýðshreyfingarinnar. 1 jafnréttismálum eru þeir á sama bekk og hinir flokkarnir. Konur eru annars flokks félags- menn sem haldið er utan við raunveruleg áhrif, nema þvi að- eins þær lúti I einu og öllu leiðsögn karl^veröi einskonar „konukarl- ar” i pólitikinni.”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.