Þjóðviljinn - 22.05.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.05.1982, Blaðsíða 5
Helgin 22,—23. maí 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Játvarður Jökull Júlíusson skrifar: íslands- vika í Paimpol 1 Paimpol á Bretagne- skaga I Frakklandi er haldin tslandsvika, sem hófst á mánudag og stendur fram á næstu helgi. A dagskrá eru sýningar, m.a. á gömlum myndum frá Paimpol, myndum frá þeim tima er þaöan gengu mörg skip á Islandsmiö. Sýnd veröur kvikmynd sem gerö var 1936 eftir sögu Pierre Loti, A Islandsmiöum, einnig er boöiö upp á kvikmyndir um Island og videodagskrár um Vigdisi Finnbogadóttur ogTonton Yves, Islandsfara, sem hefur skrifaö endur- minningar sinar frá skútu- öld. Gamlar fleytur sigla meö ströndum fram, músik- antar skemmta — meðal annars bretónakórinn Breiz Ihuel, efnt er til kappleikja og ýmislegt fleira er á dag- skrá. Vandi mun vera aö benda á pólitiskan atburð sem valdiö hefur öllu meira róti en ósigur Sjálfstæöisflokksins i Reykjavik voriö 1978. Þaö fékk svo hrotta- lega á flokkinn aö tapa Reykja- vik, aö hann hreinlega „komst ekki yfir þaö.” Þar kenndi svo hver öörum um. Enginn hlaut samt eins haröa dóma eins og sjálfur aðalstjórn- andi flokkseigendafélagsins, Geir Hallgrimsson þá forsætisráð- herra. Hann var nefnilega staöinn aö þvi þá, auk alls annars, aö stinga af á kjördegi til að fara á fund vina sinna i Bilderberg- klúbbnum úti i löndum. Alitið var, jafnvel sannað, aö þá heföi mörgum flokksmönnum ol'boöið svo, ofan á allt annaö, aö þeir hafi refsað með þvi aö sitja heima. Það eru ærnar forsendur fyrir vitnisburöinum sem Gunnar Thoroddsen gaf Geir seinna: Óx aldrei upp úr þvi að vera harð- drægur forstjóri i einkafyrirtæki. 'Ox aldrei upp i það að vera flokksleiötogi, hvaö þá aö vera þjóðarleiðtogi. Eitt er vissa: Fyrri kjósendur Sjállstæðis- flokksins ollu umskiptunum, bundu enda á völd hans yfir Eeykjavik. Umskiptin uröu lika margvis- leg. 1 lyrsta lagi vitnaðist hversu hraklega borginni hafði verið stjórnaö á mörgum sviöum. Allt var vaöandi i skuldum og hinu og öðru sukki. Var verið árum saman að bæta úr þvi. 1 ööru lagi og jafnframt vitnaöist að allt moraöi i ílokkshreiðrum þar sem þó áttu að heita borgarstofnanir og var gagnið eftir þvi. I þriöja lagi vitnaðist aö nýi meirihlut- inn hafði vel vit á að stjórna borg- inni, náði strax á þvi góðum tökum og var íramar öllu snjall og heppinn að velja óháöan borgarstjóra, mann sem enginn vill nú missa. Loks kom svo á daginn i fjórða lagi að tveir af fremstu Sjálfstæðismönnum i borgarstjórn undirstrikuðu allt þetta með þvi að hopa af hólmi fyrir fullt og allt, gáfu allt upp á bátinn. Aörir þverbrestir komu i ljós i Sjálfstæðisflokknum, aukalistar bæði á Suðurlandi og Noröurlandi eystra. Þeir voru bara forspil að öðru meira, þ.e. stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens, Friðjóns og Pálma með liðsemd þeirra Eggerts og Alberts. Bresturinn varð að sprungu, sprungan varð að gjá. Þó svo ætti aö heita haustiö 1981, aö Geir Hallgrimsson hefði bæði tögl og hagldir meðan Landsfundur Sjálfstæðisflokksins stóð, breytti sú samkoma harla litlu. Kikisstjorn Gunnars ekki siður samhenl og örugg en áður. Samstarl' meirihlutafiokkanna i borgarstjórn Reykjavikur aldrei traustara eða tilþrifameira, enda þjálfað i aö jafna ágreiningsefnin. Og Alberl Guömundsson sami Al- bert Guðmundsson og ætið áður, jafnt á Alþingi og i borgarstjórn: Náungi sem Geir gat hvorki ýtt írá eða farið i kringum. Aðeins ein stjarna dauf sást á dimmum himni Geirs. Jón G. Sólnes íyrir norðan og var þar talað um endurkomu. Einu sinni var vist talaðum aðra endurkomu, en nóg um það. Þó Jón G. Sólnes lýsti fyrir norðan endurkominn, þurfti saml stjörnu i Reykjavik og Geir halaði Davið Oddsson upp á stjörnuhim- in, Matthilding og reviuskáld. En hvað hann heíur i það að vera borgarstjóri þó föngulegur sé og kjaftfor, þaö er mörgum ráðgáta. Fólk með dómgreind ætlast til meira. Fleira var gengið úr skoröum hjá Geir en klofinn ílokkur. Eina konan i borgar- stjórn gekk úr skaflinu, nýjar vandfundnar og enn verra að finna þeim staö á listanum, en aðrir flokkar meö stjórnþjálfaða kvenskörunga hvar sem auga var rennt um bekki. Þremur konum var holað meöal átta karla i fyrstu 11. sætin. Það var alit og sumt. Svo boðaði Morgunblaðið þær á námskeið íyrir viövaninga ofan á allt annað, enda sjálft kvennaframboðið á hinu leitinu. Allt eru þó smámunir hjá sjálfri gjánni i ílokknum. Sú gjá verður nefnilega ekki falin 22. mai. Stuðningslið Gunnars Thorodd- senstekur ekki upp á þvi að færa Geir Hallgrimssyni á silíurfati rikisstjórn Gunnars Thoroddsens og þar með höluö hans sjálfs. Það er það sem hlyti að gerast ef ein- vaíalið Geirs Hallgrimssonar, leifturstjónararmur og flokkseig- endur vinna Reykjavik. Þá verður á engum klekkt fyrr en Gunnari Thoroddsen og fólki hans hinum megin gjárinnar. Það er eins vist eins og að dagur fylgir nóttu. Margur myndi láta segja sér tvisvar, enda ólikt Gunnari ef sá biðleikur á eftir aö koma i ljós- mál aðiararnótt 23. mai. Færi svo, gæti runnið upp dagur hinnar sætu heíndar eltir langt valdatafl i Valhöll. Mér er sem ég sjái þau ránfuglsaugu sem Geir Hall- grimsson þá rennir lil bráðar- innar. 12. mai 1982 Jálvarður Jökull Júliusson. Biðleíkurinn í valdataflinu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.