Þjóðviljinn - 22.05.1982, Side 9

Þjóðviljinn - 22.05.1982, Side 9
Helgin 22.-23. maí 1982 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 9 Hjálmur Sighvats- son leikur einleik með Sinfóníunni Laugardaginn 22. mai veröa haldnir tónleikar i Háskólabi'tíi á vegum Ttínlistarsktílans i Reykjavik og Sinfóniuhljtím- sveitar tslands. A tónleikum þessum ljfkur Hjálmar Sighvats- son einleikaraprtífi I piantíleik, en hann leikur Pianókonsert nr. 1, eftir Prókofieff meö Sinfóniu- hljómsveitinni. Er þetta siöari liöur einleikaraprófs hans, en i s.l. mánuöi hélt hann einleikstón- leika i Austurbæjarbiói. Tónleik- arnirhefjastkl. 2.30 siödegis, en á efnisskrá eru auk pianókonserts- ins, Karnival i Róm eftir Berlioz og Sinfónia nr. 29 1 A-dúr eftir Mozart. Aögangur aö tónleikum þessum er ókeypis og öllum heimill meöan húsriim leyfir. Oey Tjeng sýnir 1 Gallerí Laugardaginn 22. mai klukkan 16, opnar Oey Tjeng Sit mynd- listarsýningu I Galleri Suöurgötu 7. Siter dreki, viö þvl veröur ekki gert. Hann fæddist á eynni Jövu, en býr og starfar i Amsterdam. Hollenska menntamálaráöu- neytiö styrkir ferö listamannsins til Islands. Hann mun vinna aö myndlist hérlendis I sumar og einnig sýna i Rauöa Hiisinu á Akureyri, en sii sýning opnar 19. júni'. Meö honum i förinni er sonur hans, Alexander, sem mun gera kvikmynd um ferö þeirra feöga. Verk Sit eru fjölbreytt að allri gerö og viö þvi' veröur ekki gert. Sýningin i Galleri Suöurgötu 7 er opin til 6. júni milli klukkan 16 og 20 daglega. Ókeypis veiðileyfi í Elliðavatni 1 framhaldi af frétt i fjölmiðlum um samþykkt borgarráös varö- andiókeypis veiðileyfi fyrir ungl- inga og ellilffeyrisþega, hefur þess misskilnings gætt aö þessir aöilar geti fariö til veiöa á vatna- svæöi Veiöifélags Elliöavatns án tilskilinna veiöileyfa. Af þessu tilefni vill Veiðifélag Elliöavatnsvekja athygliá þvi aö öllum, sem fara til veiöa á þessu svæöi, er skylt aö afla sér veiöi- leyfis.Borgarráöhefur samþykkt aö ellilifeyrisþegar (67 ára og eldri) og unglingar (innan 16ára) búsettir i Reykjavik skuli eiga kost á veiöileyfum án endur- gjalds. Ásgerður Jónsdóttir: Bors Godi stari Þá er godfatherhugsjón Sjálf- stæðisflokksins komin á stall og nú i liki Daviðs Oddssonar, borgarstjóraefnis hans. Fyrir a.m.k. tvennar siðustu borgar- stjórakosningar, keyrði viða- mikil alföðurauglýsing á borg- arstjóraefninu svo mjög Ur hófi i máli og myndum Morgunbiaðs- ins, að bæði aðstandendum þess og andstæðinguin var orðið flökurt. Ég hélt raunar að það væri ekki samkvæmt leikregl- unt lýðræðiselskandi stjórn- málaflokks að setja cinn mann á pólitiskan upphafningarstall, allt sjáandi, allt blessandi, allt getandi og allar þrautir leys- andi „börnum sinum” borgar- búunt i hag. En þctta er nú einu sinni still Sjálfstæðisflokksins á hlutverki borgarstjóra. Það hef- ur þvi verið ntikil hvild I þvi undanfarin fjögur ár að hafa venjulegan skrumlausan mann I starfi borgarstjóra (að fyrrver- andi borgarstjóra ólöstuðum), mann sem aðeins er starfsmað- ur borgarinnar en ekki pólitisk- ur leiðtogi og auglýstur godfath- er. Þessa tyllistööu mun fyrr- verandi borgarstjóri B.t.G. hafa afþakkað svo sem hæfir heil- brigðri skynsemi. Ekki veit ég hvort Davið Oddsson hefur sóst eftir þessum tignarstalli en hann hefur a.m.k. viðurkennt hann með orðum og gjöröum. Það þarf mikla kosti til þess að dvelja þar. Þótt framámenn Sjálf- stæðisflokksins keppist við að lýsa þvi yfir hve hæfur hann sé til starfsins, er ég engan veginn sanfærð um að svo sé. Ég ber ekki brigður á mannkosti hans, sem ég veit ekkert um þá hvorki til eða frá. I stööu borgarstjóra er margt nauðsynlegt. En fyrst og fremst staðgóð og hlutlæg þekking, að kunna orðum sinum hóf og virða sannleikann. 1 ræöum og ritum Daviðs Oddssonar finnst mér og kenna misbrest i öllum þessum atriðum. Þaðer af ýmsu að taka i hinum mörgu viðtölum hans og uppsláttargreinum i útvarpi og blöðum. Ég ber þá fyrst niður fimmtudaginn 13.05 i útvarpinu. Spurt var hvort borgarbúar mundu finna einhvern stjórn- sýslumun núverandi og fyrrver- andi borgarstjóra — „Þeim (borgarbúum) tekur sárt hve vinstri menn hafa sótt djúpt i vasa þeirra” — Heimilin eru hrædd og kviðin. Skattar og skattar. Venjuleg heimili eru yfirleitt ekki verr stödd en svo að þar er til flest það sem hug- urinn girnist. Kaupgeta hefur aldrei verið eins gifurleg og þetta siðasta ár.. — Skemmti- jarstj athe smai staðir yfirfullir flesta daga vik- unnar og ferðir til útlanda tiðari og almennari en nokkru sinni fyrr. Ætli heimiliskviði og skattpin- ing sé orsök alls þessa? Svari hvereftirsinu viti. Davið Oddsson er af þeirri kynslóð, sem ætti að vita að við komumst ekki hjá þvi að hafa riflegan félagslegan sjóð til samfélagslegra lramkvæmda og þarfa. Og hvaðan ætli þeim sjóði komi fé nema frá þeim sem mynda þetta samfélag. All- ir telja sjálfsagt að njóta góðs af sameiginlegum sjóöi hvort sem er til framkvæmda eða persónu- þarfa. Þess vegna tel ég það niðurlægjandi og afsiðandi að bjóöast til að kaupa sálir manna fyrir lækkaða skatta og teygja menn þannig til að svikja það samfélag sem þeir þó vilja hafa gottaf. Sæmilegast væri fyrir alla stjórnmálaflokka aö leggja nið- ur þetta fátæktar- og skattavæl og ekki sist að þvi er varðar fasteignagjöldin en lækkun þeirra er ein fegursta atkvæöa- beita Daviös Oddssonar og fl. Ég á litla ibúð, svo litla aö hún mundi rúmast mörgum sinnum i fjölmörgum einbýlishúsum þessarar borgar. Á þessu ári greiði ég kr. 1.791.- i fasteigna- gjöld og finnst það ekki mikið jafnvel þótt ibúðin sé litil. Ég staðhæfi, að sá sem hefur efni á þvi að byggja sér höll hefur lika efni á þvi að greiða af henni fasteignagjöld. Þetta er einföld rökleiðsla. Davið Oddsson hefur- vitnað til nærliggjandi sveitar- félaga, Seltjarnarness og Mos- fellssveitar um lægri fasteigna- gjöld en i Reykjavik. Ég þekki ekki afleiöingar þessarar kosn- ingabeitu á Seltjarnarnesi. En ég þekki þær mjög vel i Mos- fellssveit og þær eru vissulega ekki ágóði fyrir samfélagiö þar. Davið Oddssyni hefur að von- um orðið tiðrætt um framtiðar- skipulag Reykjavikurborgar og byggingarsvæði (tilv. útvarpiö 26.04). M.a. vanhugsaða byggð á Rauðavatnssvæðinu. Ég held nú aö hver sá sem kominn er til vits og ára viti, að Reykjavikur- svæðið liggur nyrst á suðvestur- norðaustur sprengjusvæöi Atlantshafshryggjarins og megi þvi vart á milli sjá hvort þar er einn bletturinn háskalegri en annar. Þessi kosningabeita er þvi móðgun við almenna þekk- inguogskynsemi. Davið Oddsson afbiður þétt- ingu byggðar i Reykjavik og er éghonum sammála. Þó verð ég að minnast þess að eftir siðustu borgarstjórnarkosningar var » / • l°n, reða ftur haldið áfram að þétta byggð i Reykjavik samkvæmt skipulagi fráfarandi stjórnar. Þessar byggingar reyndust vissulega ekki bæjarprýði, ég nefni sem dæmi húsin sem risu á mótum Hofsvallagötu og Nesvegar. Davið Oddsson bendir á strandsvæði Reykjavikur sem byggingarsvæði. öll strand- lengjan frá Selsvör að Elliðaám er undirlögð af atvinnuhúsnæði nema brot af Laugarnesinu. Þeta hefur ekki gerst á siðustu fjórum árum. Að þvi er varðar strandlengjuna innan við Elliðaár þá veit ég ekki um eig- endur hennar. En ef Reykjavik- urborg á eitthvert svæöi með fram ströndinni þá finnst mér rétt að taka það til samíélags- legra nota t.d. sem útivistar- svæði og bátalægi i stað þess að leggja ströndina undir stórhýsi sem ioka allri sjávarsiðunni fyrir öðrum en eigendum hús- anna, eins og gerst heíur um meiri hlutann af strandlengju Reykjavikur, svo ekki sé minnst á strönd Þingvallavatns. t útvarpinu þ. 26.04 bar Davið Oddsson sig ilía yfir þrengslum i miðborginni og skorti á bila- stæðum. Við lúsarleit i hugskoti minu og eftirgrennslan á mið- borgarsvæðinu hef ég ekki getað fundið eitt einasta hús, sem reist hefur verið þar siðustu fjögur ár, hvort sem það má telja núverandi stjórnendum borgarinnar til lofs eða lasts. Miðborgin var orðin yfirfull af ósmekklegum nýbyggingum fyrir f jórum árum og engu hægt viö þau ósköp að bæta. Bilastæði voru þá alltof fá eins og allir vita, sem eiga bila. Þeim hefur kannski fremur fjölgað en hitt en i engu samræmi við aukna bilaeign borgarbúa. Þelta vita auðvitað allir sem ekki vilja vera blindir. 1 útvarpsþætti þ. 13.05 siöast- liöinn sagöi Daviö Oddsson orö- rétt „Aður en vinstri stjórnin komst að var ekkerthús byggt 'svo að ekki væri búið að mal- bikagötur að þvi” — osfrv. Herra minn trúr! Þeir sem muna grjóthríöina á Melunum og á öllum nýbyggingarsvæðum jafnvel áratugum saman geta ekki nú kyngt þessari flugu. En ekki minnist ég þess að okkur þætti neitt óeðlilegt við það, þótt ekki væri hægt að gera allt i einum svip i borg sem var aðþenjastút. Þann 18. nóv. 1981 var i þætt- inum A vettvangi eöa Morgun- póstinum rætt viö borgarstjórn- arfulltrúana Davið Oddsson og Björgvin Guömundsson og þeir spurðir um málefni aldraðra i Asgeröur Jónsdöttir Reykjavik. Þeir létu illa af eins og lenska er og kenndu „lands- byggðinni” um, sem sogaði til sin allt f jármagn. Davið lét þess og getið að þessar aðfarir „landsbyggðarinnar” væru að kenna misvægi atkvæða. Þess væri full þörl að f jalla nánar um svona ábyrgðarlaust tai en það verður ekki gert að þessu sinni. 1 þessum útvarpsþætti og l'leiri þáttum hefur Davið Odds- son talað fjálglega um aðgerðir borgarstjórnar Reykjavikuri 50 ár og íorystu hennar i málefn- um aldraðra. Maðurinn er ekki svo ungur aö árum að hann eigi ekki aö vita betur. Fyrsta og lengi vel eina elliheimili i Reykjavik er einkaframtak og forsvarsmaður þess og eigandi hefur ekki gert sér mannamun eitir búsetu fólks i landinu. Ég held að ég megi íullyröa að næsta elliheimili hafi risið fyrir norðan, að Skjaldarvik við Eyjafjörð. Siðan kom útibú frá Elliheimilinu Grund i Hvera- gerði og enn á vegum einka- framtaks. Borgarstjórn Reykjavikur tók ekki að rumska verulega i þessum málum fyrr en á siðustu einum til tveimur áratugum og þá f'yrir sifelldan þrýsting félagslegra sinnaða afla sem borgarstjórn óttaðist að fengi blindum atkvæðum hennar nýja sýn. 1 útvarpsþætti 13.05 aíneitaði Davið Oddsson samstarfi við aðra flokka i borgarstjórn af hugsjónaástæðum. Og i öörum þætti þ. 26.04 sagöi hann orð- rétt: „Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemur ekki sterkur út úr þess- um kosningum fáurn við l'jög- urra flokka stjórn með enn meiri vitleysuen veriöhefur”. Vissulega mundi slik stjórn eiga erlitt um vik satt er það. Eigi aö siður langar mig til að spyrja þennan málhressa for- svarsmann frelsis og lýöræöis: Er þá flokksræði eins stjórn- málaflokks ákjósanlegasta lorm lýðræðis? Ég læt hér staðar numiö. Það erhversdagslegaekkivilji minn að áreita fólk. En mér þykir ekki hæfilegt fyrir þann, sem stefnir að þvi að setjast i póli- tiskt valdasæti og stýra með pólitiskri hendi örlögum ann- arra og fara með fleipur og jafn ósannar. og ómerkilegan mál- flutning og ég hef tiundað hér að framan. Ég leyfi mér þvi að ef- ast um hæfni hans i stööuna. Ég vil að lokum taka það fram að ég rita þessa grein og birti hana algjörlega á eigin ábyrgð, án vitundar, og etv. gegn vilja allra stjórnmálaílokka og sam- taka. Asgerður Jónsdóttir. Hin svokölluöu ,,frfleyfi” fást afhent á borgarskrifstofunum .Austurstræti og hjá æskulýösráöi Frikirkjuvegi 11 gegn framvisun persónuskilrikja. Unglingar innan 12 ára komi i skipulögöum hópum á vegum æskulýösráðs, eöa meö fullorönum. Frileyfum ber aö framvisa á veiöisvæöinu hjá eftirlitsmönnum (Vatnsenda, Elliöavatni og Gunnarshtílma). Tilhagræöis hefur nii einnig veriö ákveöiö aö afhenda frileyfi á Vatnsenda og Elliöavatni. Lamaöir og tatlaöir hafa einnig fengiö frileyfi undanfarin ár og geta þeir vitjaö þeirra á skrif- stofu Sjálfsbjargar. Hlutaöeigandi aðilar eru þvi beönir um aö sækja sin frileyfi á viökomandi stöðum þegar þeir hyggjast renna fyrir fisk á vatna- svæöi Elliöavatns. Sýningu Tryggva að ljúka Sýningu Tryggva ölafssonar listmálara i' ListmunahUsinu lýkur á sunnudaginn, en hún hefur þá staöiö i 3 vikur. Tryggvi sýnir um 50 akryl-málverk auk teikninga og grafikmynda. Aö- sókn aö sýningunni hefur veriö mjög góö og allmargar myndir hafa selst. Tryggvi ólafsson er búsettur i Danmörku og hélt sfðast sýningu hér á landi fyrir 2 árum siöan.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.