Þjóðviljinn - 22.05.1982, Síða 10

Þjóðviljinn - 22.05.1982, Síða 10
10 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Helgin 22.-23. mal 1982 Svavar Sigmundsson skrifar málþátt • • Onnur samantekt t 9. málþætti tók ég saman nokkur atriöi sem höföu tinst til vegna fyrri þátta, og naut ég þar aðstoðar góðfúsra lesenda. Nú ætla ég að taka saman sitt af hverju sem borist hefur siðan, og á ég ýmsum að þakka þær athugasemdir. í 4. ætti var upphaflega talað um táningog siðan aftur i 8. bar var helst hallast að þvi að orðið væri a.m.k. ekki yngra en frá 1957. Þetta staðfestist af þvi sem Einar G. Pétursson cand. mag. sagði mér, að hann hefði fyrst heyrt oröið það ár. Ennfremur segist ólafur Jónsson gagnrýnandi hafa heyrt orðið meðan hann var i menntaskóla, en þaö er i siðasta lagi 1956. Allt bendir þvi til að það hafi orðið til áður en Gisli J. Astþórsson varö ritstjóri Alþýðublaðsins, og þá sennilega meðan hann var ritstjóri Vik- unnar, en þaö var hann 1952—1958. Upphafs táningsins er þvi lik- lega helst að leita i Vikunni á árunum 1952—’56. Siguröur Karlsson leikari hafði samband við mig út af 6. þætti, sem átti aö heita ,,<Tr Púlsmannapælunni”, en i 8. þætti var lika komiö inn á efni þess þáttar. Siguröur benti mér á aö eldri orö- mynd f. verkalýösfélag væri verklýösfélag. Halldór Laxness notar þaö orö i Sölku Völku, en elsta dæmi OH um þaö er úr Rétti 1924, bls 37. Oröiö verklýöurkemur fyrst fyrir i Þjóösögum Jóns Árnasonar, eftir þvi sem seölasafn OH upplýsir. — I 6. þætti er lika meinleg prentvilla, þar sem segir aö erfiöismannaféiag komi fyrir i Þjóölifi 1879, en átti aö vera Þjóðólfil879. Um 7. þátt, ,,AÖ gera konu barn”, hafa komiö allmargar at- hugasemdir. Fyrst er aö nefna nokkrar sagnir og oröasambönd um aö „barna”, sem lesandi einn sendi mér i bréfi. Þar eru reyndar meö sagnir sem merkja almennt ,,aö hafa samfarir”, en þau orö tók ég ekki fyrir i þættinum, aöeins um þær sem leiöa til getnaöar. Bréfritari nefnir m.a. aöhnoöa saman krakkaog aö hjálpa konu um barn.en hann nefnir lika aö fá getnaö.og er þaö þá séö frá sjónarhóli konunnar. Um aö „barna” hef ég siöan rekist á, aö sagt sé að gera e-a bumbu, og Halldór Halldórsson professor hefur sagt mér af sögninni aö bomma i þessari merk- ingu. Um . „barnshafandi” hef ég lika fundið oröasambandið ekki óhindruö.sem Oröabók Blöndals gefur og Talmálssafn OH hefur orðið kengóléttum þá sem langt er komin á leið. Aðurnefndur bréfritari nefnir lika ýmislegt fleira: biöa sin, búast viö sér, eiga von á sér, vænta sin, vera barni aukin, bera barn undir brjóstum, vera gildari og ganga meö þunga. Um barnshöfnnefnir hann einnig tvö orð, bæði barnsþykktog tækifærisvöxt.Fyrra orðiö er allgamalt, og kemur a.m.k. fyrir I annálum, þar sem segir svo frá: „sást á henni þykkt og sem konur nefndu viö hana, það mundi barnsþykkt, varöi hún það og þrætti.” (Annálar I, 233. OH). Um tækifærisvöxthef ég hvorki dæmi úr prentuðu máli né töluðu, og væri fróölegt aö heyra meira um það. Kona hringdi tilmfn og benti mér á, aö barnsfarirværu aöeins notaöar i þvi sambandi sem ég reyndar nefndi, aö deyja af barnsförum,og er þvi vafasamt aö telja þaö almennt samheiti viö barnsburö, eins og ég gerði. Um orðiö bomm hef ég fengið tvær bréflegar athugasemdir. Annar bréfritarinn, sem fæddur er 1921, segist heyra þaö orö sjaldan, en man eftir aö hafa heyrt þaö af vörum stúlku á svip- uöum aldri ca. áriö 1935 á Reykjavikursvæöinu. Hann telur aö oröiö geti veriö enskusletta, þar sem boom i ensku merki m.a. „blómgast snögglega”. (Oröabók G. Zoega, 1945) og i enskri slangurorðabók frá 1956 megi finna: boom the census = to get a woman with child (þ.e. gera konu barn); census = manntal, þjóöskrá. Þessi skýring er ekki sem ákjósanlegust. Framburöur enska orösins ætti aö leiöa af sér oröið búm i islensku, frekar en bomm, og merkingartengslin eru heldur losaraleg, meiri von væri á lýsingarorði eða nafnorði i ensku, ef orðið ætti rót að rekja til hennar. Hinn bréfritarinn er Helga Kress, sem benti mér á heimild sem e.t.v. skýrir tilkomu þessa orös i islensku. Hún tilfærir þekktan söngtexta sem hefst á orðunum Det var brændevin i flasken da vi kom.Eitt erindið segir hún vera á þessa leið: De var allesammen jomfru, da vi kom, de var allesammen jomfru, da vi kom. Men da vi gik, sa var de bom. De var allesammen jomfru, da vi kom. Eina prentaöa heimild min um þennan söngtexta er, merkilegt nokk, söngbók ungtemplara, Rassvasasöngbókin Spangólina frá 1975, (bls. 197). Þar er textinn eilitiö ööruvisi, en þó varöar mestu, aö hann sýnir tvimælalaust reynsluheim kvenna. Vivar alle sammen jomfru da vi kom, Menda vi gik, s3 var vi bom. Vi var alle sammen jomfru da vi kom. Helga álitur aö bom sé merkingarlaus upphrópun, „e.k. tjáning fyrir óvæntan atburö, sprengju, sem enginn haföi fyrir- séö.” Ég hef ekki fundiö þennan texta i dönskum söngbókum, en mér hefur verið bent á, að hann gæti verið norskur, þar sem oröiö bom merki „ónýtisskot” eða „vindhögg”. önnur skýring er e.t.v. sú, aö „norska” oröiö sé skylt isl. bumba, en allt er þaö óvist. En bom merkir lika „vegslá” og so.bomme „skjóta slá fyrir” svo þriðja skýringin sé nefnd. Ég þakka bréfriturum og öðrum þeim sem lagt hafa til skýr- ingar, kærlega fyrir. Aö endingu: 17. þætti birti ég vlsu meö samheitum um óléttu. Nú langar mig i framhaldi af þvi aö spyrja lesendur, hvort þeir kannist viö samheitavisur af einhverju tagi. Þaö gæti veriö gaman aö frétta af sliku, og umfram allt: þær þurfa ekki aö vera merkilegur skáldskapur. Þeir sem vilja leggja orö i betg skrifi Málþætti Þjóöviljans, Siöumúla 6. R. Einnig geta þeir haft samband viö Svavar Sigmundsson I sima 22570. Ég fór niður I bæ á þriðjudags- kvöld og ók undir blaktandi boröum niöur allan Laugaveginn og komst I sannkallað kosninga- skap. Þarna voru boröar frá i- haldinu, krötum, kommum og kvensum. Neösti boröinn var frá ihaldinu og á honum stóö: Bætt leið til lifskjara, X-D, eða eitt- hvað i þeim dúr. Ég heföi viljaö hafa þetta á boröanum: „Fiskur- inn hefur fögur hljóð, finnst hann oft á heiöum” ellegar: Séð hef ég hvalinn sitja á stól, selinn strokka og renna, skötuna ganga á grænum kjól, gráan hest meö penna”. En þetta er nú útúrdúr. Veðrið var meö eindæmum gott og suð- ræn stemmning i miðbænum. Ég fór inn á besta veitingahús bæjar- ins, Lækjarbrekku á Bernhöfts- torfu, og fékk mér rauðvinsglas. Mikiö var það indælt. t bakaleið- inni ók ég Sóleyjargötuna og sá aö himinmiga Þorgeirs Þorgeirs- sonar steig ljómuö til upphæöa. Mér er ekki eins illa viö himin- miguna og Þorgeiri, jafnvel þó aö bandariskur sendiherra hafi gefið hana. Annars passa himinmigur illa við islenska veöráttu, svona yfir- leitt, þó aö þetta kvöld væri undantekning. Þaö gerir rokið. Gosbrunnar þurfa ekki endilega aö gjósa þó aö nafniö bendi til þess. Þeir geta lika fussaö, pissaö, sullaö og spýtt. I Reykjavik er átakanlega litil gosbrunnamenning. Ég heföi viljaö gera fleiri gosbrunna að Fiskurinn hefur fögur hljóð kosningamáli ef þaö væri ekki oröiö of seint. Kannski getur Framsóknarflokkurinn tekiö þaö upp á seinustu stundu. En sumsé. Enginn borg i heimi telst borg meö borgum nema hafa gos- brunna. Hér I Reykjavik er varla hægt aö tala um slika brunna nema himinmiguna tittnefndu. Ég legg til að Persilklukkan á Lækjartorgi veröi tekin i burtu og komið fyrir gosbrunni i staðinn. Þaö gæti veriö stórkostlegt lista- verk til minningar um sigra vora i þorskastriöunum. Min hugmynd er sú aö fær listamaöur veröi lát- inn gera höggmynd af Lúövik Jósepssyni og Hans G. Andersson þar sem þeir standa i tvihjóla striöseyki meö 10 þorskum beitt fyrir og gúlpist sjór út úr þorsk- kjöftunum. Hver þorskur verði tákn fyrir eitt þorskastriö. Hvort Úli Jó eða t.d. Matti Bjarna ættu aö fá að standa með á vagninum er álitamál. Svo mætti hafa tölvustýrðan leynigosbrunn i útitaflinu við Lækjargötu. Sá sem leikur af sér fær á sig bunu. Einnig mætti gjöra höggmynd af Gjálp þar sem hún gjörir árvöxtinn, helst Elliða- árnar ef þaö truflar ekki laxveið- ina. Ég var bara ánægöur meö sjálfan mig þegar ég ók sem leiö lá og sá þetta allt fyrir mér. Er ég fór meöfram Miklatúni gaut ég augum á bakhlutann á Einari Ben og leyföi mér aö álykta i laumi að ólikt yröi nú styttan liflegri ef hann væri aö pissa. En þaö veröur ekki gert aö kosningamáli aö þessu sinni. Guðjón erlendar baekur Paul Goldberger: The City Observed: Ncw York. A. Guide to the Archit- ecture of Manhattan. Photography by David W. Dun- lap. Penguin Books 1982. Höfundurinn er starfandi hjá New York Times og skrifar i það blað einkanlega um arkitektúr og hefur gert lengi. Hann segir i for- mála, að bókin eigi aö vera bæði skemmtilestur og upplýsingarit um kjarna New York, Manhattan og aö hann segi þaö sem honum sjálfum finnst um byggingar og skipulag og þaö sé hans eigið mat sem gildi varöandi val efnisins. Þetta er mikiö lesmál i nokkuö stóru broti, uppundir 350 blaö- siður og myndir i texta. Höfundurinn kryddar lýsingarnar smellnum athugasemdum frá eigin brjósti og hann leynir ekki hversu vænt honum þykir um þessa borg, sem sumir kalla óskapnað en aörir perlu. Adam Smith: The Wealth og Nations l-lII. With an introduction by Andrew Skinner. Penguin English Library. Penguin Books 1982. Megin hugmyndir höfundarins um hagfræöi birtast i fyrstu tveimur bókum verksins, þvi er sá hlutinn gefinn út I þessum bókaflokki ásamt þriöja hluta. Smith var ekki aðeins hagfræð- ingur; kenningar hans snerta einnig heimspeki og þróun sög- unnar, en meginhluti hans fjallar um hagfræöi og fyrir þær kenn- ingar er hann kunnastur* og þær kenningar eru nú sem fyrr deilu- efni. Smith varð fyrst kunnur fyrir annaö rit, „Theory og Moral Sentiment”, sem kom út 1759 og var oft endurprentaö og með viö- bótinni „Disseration on the Origin of Languages” i þriðju útgáfu 1767. Þessi bók kom fyrst út 1776 og komu fimm útgáfur fram til 1789, en ári: siöar lést höfundur. Þetta er niunda prentun verksins hjá Penguin, fyrsta prentun 1970. Roger L. Williams: Horror of Life. Weidenfeld and Nicolson 1981 Höfundurinn hefur einkum fengist við rannsóknir i frönskum bókmenntum og Iiggja eftir hann nokkrar bækur varöandi þau efni. t þessari bók leitast hann viö aö skilgreina ástæðurnar fyrir þeim lifsflótta og jafnvel andstyggð á lifi, sem eru nokkuö sterk ein- kenni sumra franskra höfunda á nitjándu öld. Þaö hefur veriö fjallaö um þessi efni af ýmsum höfundum, en Williams bætir talsverðu viö og hefur einbeitt sér aö nákvæmri rannnsókn á sjúk- dómssögu þeirra höfunda, sem hann fjallar um. Þessir höfundar eru: Baudelaire, Jules de Gonco- urt, Flaubert, Maupassant og Daudet. Höfundur taldi aö sára- sótt heföi mótaö skoðanir þeirra og rúiö þá lifsgleði. Viö nánari rannsóknir komst hann að ýmsum fleiri atriöum varöandi heilsufar þeirra og loka niður- staða hans er sú, að veikindin hafi mótáð þá og viöhorf þeirra meira en samfélagslegar ástæður, Sárasótt var algengari en lengi var álitiö þó sumir höfundar hafi gert fullmikiö úr áhrifum hennar á ýmis skáld og listamenn; þá er ekki hægt aö rengja itarlegar rannsóknir Williams á sjúkra- sögu þeirra höfunda, sem hann fjallar um hér. Höfundurinn sleppir engan veginn aö ræöa mótunaráhrif annarra þátta á hug og verk þessara höfunda. Höfundurinn rekur að nokkru ævi hvers Jiessara höfunda og þá einkum heilsufarssögu þeirra; hann viröist hafa nýtt fjölda heimilda og leitaö umsagna lækna og sérfróðra manna um heilsufar og lækningasögu 19. aldar. Meö þessu riti bætir höf- undur nokkru við þaö safn stað- reynda, sem menn telja sig hafa undir höndum um einkalíf þessara fimm skálda og rithöf- unda. Hafi sárasóttin veriö þessum mönnum hvati til starfa að nokkru leyti og mótaö verk þeirra, þá sér baráttu þeirra við sýkinga vissulega stað.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.