Þjóðviljinn - 22.05.1982, Síða 12

Þjóðviljinn - 22.05.1982, Síða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. maí 1982 Hinn 17. april síðastlið- inn boðuðu Kvenréttinda- félag íslands, Blaða- mannafélagið og Samband auglýsingastofa til ráð- stefnu í Reykjavík undir yfirskriftinni „Konur í fjölmiðlum". Þar mættu skeleggar konur (og fáeinir karlar) til leiks og ræddu þá mynd, sem fjöl- miðlar íslenskir gefa af íslenska samfélaginu með tilliti til þess# að hér þrífast tvö kyn, karlkyn og kven- kyn. Fjölmiðlarnir láta þó i sem svo, að hér á landi búi aðeins karlar. ' Eitt erindanna vakti sérstaka * athygli undirritaörar blaöakonu. Þaö flutti Marianna Friöjóns- dóttir, dagskrárgaröarkona hjá sjónvarpinu, og beindi hún spjótum slnum aö fréttaflutningi þeirrar stofnunar. Erindi hennar virtist byggt á nokkuö itarlegri vinnu. Marianna sagöi mér að til- tölulega auövelt væri aö gera rannsókn sem hennar, og þaö þótt flóknari væri. Starfsmenn sjón- varps hafa nefnilega haldiö skrá allt frá upphafi um fréttir i sjón- varpinu. 011 fréttaviðtöl eru vél- rituðá blöö og þau sett í skrá eina mikla undir nafni viömælandans. Þá er einnig til skrá yfir allar þær auglýsingar, sem birst hafa á skjánum frá fyrstu tiö. Þarna er þvi hreinasta gullnáma fyrir þjóðfélagsfræðinga af öllu tagi og þætti mörgum gaman að komast i „fælinn”. 89% móti 11% Marlanna taldi nöfnin I skránni góðu og flokkaöi I karla og konur. Frá upphafi sjónvarpsútsendinga hefur verið rætt við 2288 manns i fréttatimunum (suma oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, en þessi er fjöldinn). Þar af var rætt við 2034 karla, og 254 konur. Hlut- föllineru 89%móti li%.Samteru hlutföllin i samfélaginu 50 prósent á móti 50 prósentum. Yfirleitt rætt einu sinni við hverja konu — nema nú- verandi forseta! Maríanna gluggaði nánar i spjöldin: I flestum tilfellum var rætt oftar en einu sinni viö hvern karl. Yfirleitt var rættaöeins einu Rætt við Maríönnu Fnðjons- dóttur um konur í fjölmiðl- um „Við eruin aö viðhalda þeirri skiptingu, sem við I orði kveðnu berjumst á móti. Friðjónsdóttir, dagskrárgeröarkona, um kvenmynd fslenskra fjölmiðla. — (Ljósm.-eik-) Marianna Um konur og fj ölmiðlana sinni við hverja konu. Frá þessu eru heiöarlegar undantekningar: þannig hefur veriö rætt oftar en einu sinni við núverandi forseta Islands. Þessu til mótvægis má líka nefna annaö dæmi, ófagurt: aðeins einu sinni var rætt við þá einu islensku konu, sem gegnt hefur ráðherraembætti, þ.e.a.s. Auði Auöuns, dómsmálaráöherra fyrrverandi. Ef málið er athugaö enn nánar kemur upp úr dúrnum, aö tvisvar sinnum hefur veriö rætt við kven- fiskifræðing, sitt hvora konuna i sitt hvort sinnið. Viö aðra tvo ein- staklinga, karla, sem Marianna athugaöi til mótvægis, var rætt tuttuguogtvisvar sinnum, hvorki meira né minna, um fiskifræð- ingamál. Uppeldis- og félagsmál „sérsvið" kvenna! Flest viötöl viö konur falla undir uppeldis- og félagsmál. En rætt hefur veriö við 46 konur um þá málaflokka. Þá koma menn- ingarmál og listir, en þar hefur verið rætt við 41 konu. Sjónvarpiö hefur rætt viö 19 konur um stjórnmál. Nokkur þessara viðtala hafa fjallaö um málefni borgarstjórnar, en i flest- öllum tilfellum hefur i þessum viðtölum veriö rætt um stjórn- málaþátttöku kvenna og jafn- réttismál. Nokkrum sinnum hefu.r veriö eða flugurnar og Ijósið? rætt viö konur um iönkynningu, einu sinni hefur veriö rætt viö konu i húsgagnaiönaði og i annaö sinn viö fulltrúa Iöju um atvinnu- ástand i verksmiöjum SIS á Akureyri. Þá hefur fimm sinnum verið rætt viö konur um visindastörf, m.a. tvisvar viö Margréti Guöna- dóttur, prófessor. Annars vegar var rætt viö Margréti um inflú- ensu-veiru og hins vegar um könnun á ónæmi islenskra kvenna fyrir rauöum hundum. Þetta má | Ikalla sérstök „kvennamál.” Áberandi er hversu miklu oftar er rætt viö konur i stétt hjúkr- unarfræðinga, fóstra, þroska- þjálfa og kennara heldur en konur i öðrum starfsgreinum. Þetta sýnir, aö þessi eru atvinnusviöin og áhugamálin, sem konum eru tileinkuð sérstaklega. Þrettán sinnum hefur veriö rætt viö konur um hjúkrun og heilbrigðismál, en aöeins einu sinni viö lækni af kyni kvenna, og fjallaöi þaö viðtal um heilsugæslustöövar. Konur eru allavega ekki eiginkonur i sjónvarpi! Loks tindi Marianna til nokkuð, sem kalla má gleöifrétt. í fréttum sjónvarpsins hefur aðeins einu sinni veriö rætt viö konu sem eiginkonu tiltekins karls. Þetta geröist meira aö segja nýverið, á sjálfum jafnréttisráratugnum. Biskupskjör haföi fariö fram og sr. Pétur Sigurgeirsson verið kjörinn biskup. Sjónvarpiö ræddi við eiginkonu Péturs, Sólveigu Asgeirsdóttur, sem eiginkonu Péturs. Þetta taldi Marianna gleöilegt, þvi aörir fjölmiölar en sjónvarpið væru hér miklu verri. Hlutur Ijósmyndanna Marlanna kannaði einnig aöra skrá sjónvarpsins — ljósmynda- skrána. Þar eru til myndir af 859 mönnum, þar af aöeins 39konum. Þaö eru einungis 4% þeirra, sem | mynd er til af i safni sjónvarps- ins. Taldi Marianna, aö talan 4% gæfi talsvert meira til kynna en aðeins þaö, aö 4% ljósmynda i safni sjónvarpsins væri af konum. Þessi tala væri sennilega miklu nær hinu raunverulega ástandi hjá sjónvarpinu almennt heldur en talan 11%, sem minnst var á hér áður. Marianna kannaöi ekki lengd viötalanna, né heldur annað efni sjónvarpsins. Ef allt væri skoðað I kjölinn, kæmi án efa i ljós, aö konum er að miklu leyti úthýst úr fjölmiölum. Myndin? Marianna taldi þetta ástand fréttaviötala vera fremur spegil- mynd af þjóöfélagi okkar en spegilmynd af hugarheimi Islenskra fréttamanna. Menn eru timabundnir og stressaöir i þessu starfi, sagði Marianna. Þeir leita þvi til þess, sem sýnilegastur er hverju sinni. Og þaö eru nær ætiö karlar. Annars kom Einar Karl Haraldsson einn ritstjóra Þjóö- viljans, meö fróölegt innlegg á ráöstefnuna. Hann skýröi frá kenningum um fjölmiöla, sem hann orðaði svo: „Fjölmiölar og fjölmiölafólk dragast að valdinu og valdsmönnum eins og flugur að ljósi. Einar Karl sagöi enn- fremur, aö af kenníngunni iéiáái þaö, aö þess væri ekki aö vænta aö konur sætu viö sama borð og karlar i fjölmiölum fyrr en þær skipa valdastööur þjóöfélagsins aö jöfnu viö karla. Fjölmiðlar þurfa að gera betur Marianna sagöist vera sam- mála Einari Karli i þvi, aö senni- lega fengist ekkert jafnrétti i um- fjöllun fjölmiðla fyrr en jafnrétti væri á borði i þjóöfélaginu. En, bætti hún viö, fjölmiðlafólk getur samt gert miklu betur en þetta. Það gerist ýmislegt i þjóöfélag- inu, sem fjölmiðlar sinna alls ekki vegna þess að fjölmiölafólk telur þau mál sérmál kvenna og þvi léttvægari en önnur mál. Tökum sem dæmi hiö merka mál sem fæðingarorlofkarla er. Nokkuð er umliöiö siðan upphæðin var hækkuö til karla, og átti þetta að stuðla að þvi að fleiri karlar nýttu sér orlofiö en hingað til hefur veriö. En hvað geröist? Allir fjöl- miölar þögöu um þetta — allir sem einn. Þetta var fært i tal á ráöstefnunni og tekiö sem dæmi um þennan hugsunarhátt fjöl- miölafólks. Og þá fyrst tók þaö við sér og skýröi frá þessu. Þaö er engin sérhæfing á fréttastofum fjölmiölanna I mál- efnum þeim, sem álitin eru kvennamál. Þau eru einfaldlega talin ómerkari en önnur. Og þetta gildir ekki siöur um konurnar, sem þar vinna. Þær eru aö berj- ast viö aö ná jafnrétti við sam- starfsfélaga sina af karlkyni. Þvi er kannski skiljanlegt, aö þær skuli ekki sinna málum kynsystr- anna. Mér finnst, að þaö þurfi að breyta þvi viðhorfi fjölmiölafólks og almennings, aö þessi mál séu ómerkari en önnur, segir Marl- anna. Aö minu mati er þaö jafn- mikiö stórmál hvernig börnunum okkar líður, hvers konar fólk viö erum að ala upp, eins og hvort von er á miklum verkföllum i vor eða ekki. Finnst ykkur það ekki? ast

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.