Þjóðviljinn - 22.05.1982, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 22.05.1982, Qupperneq 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. mal 1982 Samþykkt sveitar- stjórnarráösteffm. A Iþýðubandalagsins Alþýðubandalagið er sósíalískur flokkur launafólks sem berst fyrir lýðræði og jafnrétti. Flokkurinn telur • að öll stjórnskipan islenska lýð- veldisins eigi að þróast í átt til aukins lýðræðis og valddreif ingar, • að rnarkvisst eigi að stuðla að þátttöku allra Islendinga í ákvörð- unum um stórt og smátt i þjóðlif- inu, • að ákvarðanir eigi að taka í nánum tengslum við þá einstaklinga sem þær snerta. Lýðræði og Alþýðubandalagið leggur áherslu á mikilvægi sveitarf élaganna sem grunneininga í lýðræðisskipan lands- ins. Sameiginlegt verkefni sveitarfé- laga, Alþingis og ríkisstjórna er að tryggja jafnvægi í byggð landsins og réttláta skiptingu lífsgæða. Sjálfs- stjórn og f járhagslegan sjálfsákvörð- unarrétt sveitarfélaganna verður að auka um leið og verkefni yrðu færð *frá ríki til sveitarfélaga. Sveitarstjórnarmenn Alþýðubanda- lagsins munu beita sér fyrir: • virkara lýðræði, • upplýsingastreymi frá fulltrúa- samkomum til fólksins, • ákvörðunarrétti almennings um nánasta umhverf i sitt, • umræðum á vinnustöðum og þátt- töku launafólks í ákvarðanatöku. Alþýðubandalagið telur að innan sveitarfélaganna þurfi hver einstak- lingur að hafa möguleika til áhrifa á umhverf i sitt og aðstöðu til að fylgjast vel meðstörfum kjörinna fulltrúa. Við hlið fulltrúalýðræðisins i sveitarfélög- um er æskilegt að áhugasamtök, hverfafélög, framfarafélög, íþrótta- félög, æskulýðssamtök og menningar- félög fái aðstöðu til beinni áhrifa á ákvarðanatöku en nú tíðkast. Flokkur- inn telur að finna þurfi nýjar leiðir til virkari þátttöku almennings í sveitar- stjórnarmálum. Áhugafólk þarf að fá aðstöðu og valdsvið til virks aðhalds og áhrifa á ákvarðanatöku kjörinna fulltrúa.milli kosninga. Alþýðubandalagið telur að ríkisfjöl- miðlarnir hafi að ýmsu leyti brugðist lýðræðishlutverki sínu. Þeir hafa van- rækt að flytja upplýsandi efni um meginstefnur í þjóðmálum og um nauðsyn þátttöku í ákvörðunum al- mannasamtaka og fulltrúasamkoma. Alþýðubandalagið leggur því áherslu á að hagur ríkisf jölmiðlanna verði bætt- ur og þeim gert kleift að stuðla að vax- andi lýðræðisvitund meðal þjóðarinn- ar. Við undirb.úning nýrrar hljóð- varpsrásarog landshlutaútvarps verði tekið mið af þeim rétti sem almenn- ingur í lýðræðisþjóðfélagi hef ur á upp- lýsingum um forsendur mikilvægra stjórnmálaákvarðana. Beinar útsend- ingar frá stefnumótandi umræðum á Alþingi og í sveitarstjórnum og frá kjarasamningum á að auka bæði í sjónvarpi og útvarpi. Alþýðubanda- lagið mun beita sér fyrir því á vett- Stefna Alþýðubandalagsins: • Lýðrœði og valddreifing • Sjálfsstjórn sveitarfélaga • Breytt og betri fjölmiðlun • Bein áhrif íbúa • Fólkið eigi framleiðslutœkin • Styttri vinnutími í virku lýðræði • Jafnrétti og jðfjjuður • Símenntun í sókn til lýðrœðis vangi sveitarstjórna að ný tækni í f jöl- miðlun — staðbundið útvarp, sam- tengd sjónvarpskerfi og upplýsinga- bankar — verði notuð á vegum sveit- arstjórna til upplýsingastarfsemi, fræðslu og menningarauka. Alþýðubandalagið telur nauðsynlegt að sveitarstjórnir séu opnar fyrir til- raunum með ný framleiðsluform og búskaparhætti. Með markvissum að- gerðum og með opinberum stuðningi þarf að virkja framtak og hugvit til nýsköpunar í atvinnustarfsemi og rekstrarháttum atvinnutækja. A sama hátt vill Alþýðubandalagið að ungt fólki fái aðstöðu til að reyna hug- myndir sínar um nýjan lífsstíl. Ný- sköpun af þessu tagi gæti lagt grunn aðnýjuog heilbrigðara verðmætamati meðal þjóðarinnar. Alþýðubandalagið leggur áherslu á að forsenda raunverulegs lýðræðis í landinu er að fólkið eigi framleiðslu- tækin. Sveitarfélög og samtök þeirra, samvinnufélög starfsmanna og önnur samvinnufélög svo og ýmiss konar al- mannasamtök önnur eiga ásamt stærri ríkisfyrirtækjum að taka við hlutverki auðfélaga. Sveitarfélögin eiga að stuðla að atvinnuuppbyggingu á félagslegum grunni til að veita sam- borgurunum fjárhagslegt og félags- legt öryggi og tryggja gott mannlíf. Arður verður ekki til nema af vinnu og til að nýta hann i þágu fólksins verða atvinnutækin að vera í félagslegri eign heimamanna. Alþýðubandalagið telur brýnt að verkalýðsfélögin gerist nýtt afl í atvinnurekstrinum hvarvetna á landinu líkt og samvinnufélögin á fyrstu árum aldarinnar. Aukið jafnrétti og jöfnuður milli kynja og stétta eru forsenda fyrir al- mennari jjátttöku í lýðræðislegri ákvarðanatöku innan íslensku stjórn- skipunarinnar. I virku lýðræði verður vinnutíminn að vera til muna styttri en nú tíðkast á (slandi. Alþýðubandalagið leggur sérstaka áherslu á að þegar verði haf inn undir- búningur að dreifingu starfa á allar vinnufúsar hendur framtfðarinnar til aðstemma stigu við þeirri hættu að ný framleiðslutækni dæmi f jöldann til at- vinnuleysis. Hið aukna ráðrúm sem örtölvubyltingin getur fært almenn- ingi til lengri frístunda ber að nýta til virkara lýðræðis. i skólum, félaga- samtökum og heimilum, þarf að efla skilning á þeim miklu möguleikum sem í framtíðinni felast til nýrrar sóknar í þágu lýðræðis og jafnréttis.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.