Þjóðviljinn - 27.05.1982, Page 7

Þjóðviljinn - 27.05.1982, Page 7
Fimmtudagur 27. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Hrafn Sæmundsson skrifar: Aðlögun starfsloka Innan raða Alþýðusam- bands (slands voru, þegar ASÍ-þing var haldið árið 1980, 58065 manns. Meðlim- ir í BSRB voru árið 1981 16193. Þessar staðreyndir segja það meðal annars að úr röðum þessara skipulögðu samtaka launafólks, kemur stór hluti af gömlu fólki í landinu. Þessar staðreyndir vekja þá spurningu, hvernig eigi að vinna að málum þeirra sem eru gamlir i dag og þeirra sem verða gamlir i náinni framtiö. Hverjar eru skyldur þessara samtaka launa- fólks við þessa aldurshópa. Ríki og verka- lýðshreyfingin Nú má segja að á vissan hátt séu það aðrir aðilar en þessi sam- tök sem semja um kjör og að- búnað gamalmenna þó aöverka- lýðshreyfingin hafi þar hönd i bagga. Vistun og aðhlynning gamal- menna er til að mynda i höndum rikisins fjárhagslega að mestu leyti. En lifeyrir gamalmenna er þó beint eða óbeint tengdur samn- ingum um kaup og kjör, eftirlaun frá almannatryggingum fylgja kjarasamningum einnig að ein- hverju marki og lifeyrissjóðir eru til komnir áþennan hátt. Fleiri hliðar Er þá málum gamals fólks vel borgið? Er nokkur ástæða til þess að hin skipulögöu samtök launa- fólks séu i vaxandi mæli að huga að þessum málum, nema þá i ályktunum á hátiðlegum stundum og hátiðlegum dögum? Svona einfalt er málið nú ekki. Málið hefur miklu fleiri hliðar og það er stöðugt að verða umfangs- meira og það er stöðugt að bætast við verkefni sem verkalýðshreyf- ingin þarf að leysa á þessu sviði. Sett undir leka Fram undir þessa tima hafa menn einblint nokkuð mikið á hina efnahagslegu afkomu gam- als fólks. Þetta er auðvitað eðli- legt vegna þess að fram á þennan dag hefur gamalt fólk ekki haft örugga afkomu. Enn i dag er nokkuð stór hópur gamalmenna sem lepja dauðann úr skel þó aö tvöfalt lifeyriskerfi hafi nú sett undir þann leka að stórum hluta. Ný þjóðfélagsgerö Hinsvegar er elli mannsins orðið viðtækara hugtak en áður var. bað verða fleiri gamlir en áður. Það verða fleiri lengur gamlir en áður og lifeyrisald- urinn mun lengjast á næstu árum. Þetta stafar annarsvegar af þvi að h'fskjör þjóðarinnar eru góð, Hrafn Sæmundsson meðalaldur hækkar, og hinsvegar stafar þetta afþvi að ný þjóð- félagsgerð er að ryðja sér til rúms. Ný tæknibylting mun breyta þjóöfélaginu á næstu árum. Val mannsins Vegna þessa verður að mæta ellinni á annan veg en áður. Vegna þessa verður að byrja miklu fyrr en áður aö undirbúa ellina. Þetta verkefni hefur verið kall- að „Aðlögun starfsloka”. Nýting fritimans og aukin fyrirbyggjandi heilsurækt eru þau atriði sem huga verður að. Og val einstaklingsins að aðlögun starfsloka verður að aukast. Menn eiga að geta valið. Það hafa ekki allir sömu þarfir á þessu sviöi og ekki sömu möguleika heldur. Ný stef numörkun Þessi þáttur málsins er að minu viti eitt af stærstu félagslegu verkefnum verkalýðshreyfingar- innar. Verkalýðshreyfingin þarf að hafa stefnu i þessu máli. Sjálf- stæöa stefnu. Þaö þarf að undir- búa vissa stefnumörkun. Það þarf að sveigja lifeyris- sjóðina og sjúkrasjóðina að þessu verkefni á næstu árum smátt og smátt. Og aðlögun starfsloka eiga að vera eitt mikilvægt atriði i samningagerð aðiia vinnu- markaðarins. Mismunandi kostir Það þarf að gefa fólki mis- munandi kosti til að nálgast starfslok á vinnumarkaði. Það þarf að gefa fólki möguleika á hlutastörfum siðustu árin, ef það óskar þess. Það þarf að gefa fólki kost á að búa sig undir elli á and- lega sviöinu með margvislegri kennslu til að mæta auknum fri- stundum. Það þarf að gefa verka- fólki miklu almennari möguleika á skipulagðri heilsurækt og end- urhæfingu til að undirbúa góða heilsu i elli. i samráði Þessu og mörgu öðru þarf verkalýðshreyfingin að vinna að á næstu árum á skipulegan hátt. Við skuium ekki vanmeta það sem opinberir aðilar gera. Við skulum ekki vanmeta það sem samtök ýmiskonar gera af góðum hug. En málefni og hagur gamals fólks hlýtur aö vera fyrst og fremst hagsmunamál launþega- hreyfingarinnar. Þau eiga fyrst og fremst að leggja linurnar i samráöi við félagsmenn sina sem nálgast verkalok eða eru komnir á lifeyrisaldur. Verkalýðshreyfingin má ekki leggja þessi mál i hendur annarra eingöngu. Það er ekki raunsæi. Hrafn Sæmundsson Ur bréfi frá Bandaríkjunum: Mótmælaaðgeröir gegn kjarnorkuvopnum við bandariskan háskóla. Þá verða allar skepn- ur jarðar blindar... Undanfarnar vikur og mánuði hefur bandarískri friðar- hreyfingu vaxið mjög ört fiskur um hrygg. i þessum bréfkaf la frá íslenskri konu segir frá þvi, hvernig hreyf- ingin kemur til lítils bæjar í Bandaríkjunum miðjum: Viö tókum þátt i göngu um dag- inn sem var nefnd „walk for sur- vival” og var til að mótmæia kjarnorkuvopnakapphlaupinu. Svona ganga var haldin i flestum borgum Bandarikjanna þennan sama dag. Hérna voru 3000 manns i göng- unni (30 þúsund manna bær) og aldrei fyrr haföi jafnmargt fólk verið saman komið á einum staö og þá hér i bænum. Þaö er ótrú- lega mikill stuðningur við þessa hreyfingu og það liggur við að manni finnist vera von þegar svona margir standa upp og láta i sér heyra. Það sem hefur hjálpað hreyf- ingunni mikið eru samtök lækna, um 12000 manns út um allt land, sem hafa að markmiði að fræða fólk um afleiðingar kjarnorku- styrjaldar. Þau hafa feröast um allt og haldið fyrirlestra og komu m.a. hingað á þetta smásker. Þan eru aö benda á að það sé ekkert sem heiti að lifa af kjarnorku- strið, þeir séu lánsamastir sem deyi fyrstir. Þetta hefur komið svo við Kan- ann að þeir eru farnir að standa upp og mótmæla, og það er t.d. búiö að skopast mikið að Reagan fyrir aö vilja eyöa háum fjár- hæöum i áætlun um að flytja alla ibúa út i sveit ef til kjarnorku- striös kæmi. Það kom nefnilega i ljós að þyrfti átta daga fyrirvara til aö hægt væri að flytja 80% þjóöarinnar út i sveit. Fyrir utan að ef nokkrar þeirra sprengja, sem þegar hefur verið komiö fyrir, spryngju (?), þá hyrfu 50% af ozonlaginu sem þýddi að við heföum nær enga vörn gegn geislun utan úr heimi. Þeir segja: ef 20% ozonlagsins hyrfu yrðu allar skepnur jaröarinnar sem hafa augu, blindar; á Norðurpóln- um sem i New York....” R.M. Ogilvie: Roman Literature and Society. Penguin Books 1980 Höfundurinn er kunnur fyrir skrif sin um rómversk trúarbrögð og sögu. Hann segir i formála að hann hafi skrifað þessa bók, vegna aukins áhuga á klassiskum fræðum og meö hliðsjón af þeim mörgu ágætu þýð- ingum á latneskum höfund- um, sem hafi verið unnar á siöustu áratugum. Leiöarljós höfundar I samningu bókar- innar er sú skoöun hans „að bókmenntirnar spegli áhuga og sérleika samfélagsins á hverjum tima. Til þess aö meta latneskar bókmenntir verða menn að nálgast og skilja þá lesendur og áheyr- endur, sem þær voru skrif- aðar fyrir og hafa einhverja nasasjðn af sögusviðinu”. Þetta er allt gott og blessaö enda bætir Ogilvie þvi viö að „Virgilius og Horatius standi algjörlega fyrir sinu sem stórskáld og aö ljóö þeirra séu auðlesin hvort heldur á latinu eða I góöum þýð- ingum”, sem hápunktur skáldskapar allra tima, án allra útlistana. Það sakar þó ekki að lýsa þeim timum sem þeir lifðu og það ætti að verða mörgum hvatning til lesturs klassikeranna, að kunna nokkur skil á þvi um- hverfi sem þeir hrærðust i og voru sprottnir upp úr. Latneskar bókmenntir eru ekki heldur bundnar Róm og timum Rómverja. Þær tvinnast um allar evrópskar bókmenntir og eru grund- völlur bókmennta miðalda og allt fram á okkar tima, undirstaða, sem evrópu- menningin spratt af ásamt grískum menntum. Höfundinum tekst þaö sem hann leitast viö að gera, að færa Róm nær nútimanum og sýna fram á þau órjúfandi tengsl sem eru á milli Ev- rópu og Rómar. Laugavegur 11 í enn nýrri mynd Að Laugavegi 11 hefur meira og minna verið rekin veitingasala í einhverri mynd undanfarin ár. Árið 1936 var fyrst opnuð veitingasala á þessum stað sem gekk undir nafninu White Star. En seinna ráku athaf namennirnir Silli og Valdi Adlonbar í þessu húsi. Um tima var starfrækt verzlun í hús- næðinu eða þar til 11. júní 1976 að hjónin Arni Krist- jánsson og Lára Clausen þóf u þar veitingasölu undir nafninu Bixið og seidu pylsur ís og sælgæti. Mikil breyting var gerð á Bix- inu 1978 og 1. mai það ár var opn- aöur skyndibitastaður, sem seldi meðal annars hamborgara og heitar samlokur. Viö aukna sam- keppni og breytt viöhorf i veit- ingahúsarekstri var ákveðið að breyta nú Bixinu þannig að færu saman skyndibitastaður og þægi- legur veitingastaður og um leið að nýta til fullnustu það húsnæöi sem fyrir hendi er. A hinum nýja matseðli er að finna kjúklinga- og fiskrétti sem djupsteiktir eru undir þrýstingi sem gerir það að verkum að upprunaleg gæði hrá- efnisins halda sér fullkomlega. Einnig verður á boðstólum salat- bar, sem algengt er aö finna á veitingahúsum erlendis að ó- gleymdum Bixborgurum sem margir Reykvikingar þekkja. Einnig verður boöið upp á hinar hefðbundnu heitu samlokur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.