Þjóðviljinn - 27.05.1982, Side 16

Þjóðviljinn - 27.05.1982, Side 16
MOÐVIUINN Fimmtudagur 27. mal 1982 AbaUimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tlma er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins iþessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiðslu blaðsins 1 slma 81663. Blaðaprent hefur slma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsimi 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 j Blindum i kennd meðferð ! Hvíta stafsins Nýlega veitti UNESCO Hlindrafclaginu styrk til að fá hingað til lands erlendan umferliskennara i 6 vikur til að kenna blindum notkun Hvita stafsins. Fyrir valinu varð breskur kennari, Brian J. Andrew, en hann var áður kennari við endurhæfingar- skóla bresku blindrasamtak- anna f Torquai I S-Englandi. Hér á landi munu um 15 manns njóta leiðsagnar Brians J. Andrew um lengri eða skemmri tima. HVITI STAFURINN er eitt mikilvægasta hjálpartæki blindra og sjónskertra. Hann gerir þeim kleift að komast um á eigin spýtur i þekktu umhverfi. Blindir þurfa þó oft á aðstoð annarra vegfarenda að halda, einkum yfir fjöl- farnar umferöargötur. Þvi verður aldrei nægilega brýnt fyrir ökumönnum og gang- andi vegfarendum að sýna þeim sem nota HVITA STAF fyllstu tillitssemi og að bjóða fram aðstoð sina þegar þurfa þykir. 5000 manns hjóluðu Talið er að yfir 5000 manns hafi tekið þátt i hjólreiðadeginum er það mun nteira en á sams konar degi i fyrra. Alls söfnuðust 500 þúsund krónur. Veður var ágætt s.l. sunnudag er söfnunin fór frarn, en það cr Sjálfsbjörg sem stendur fyrir hjólreiðadeginum i ár cins og i fyrra. Kosningahappdrættið: Kosnlngastarf kostar stórfé Kosningar kosta mikið té. Tugþúsundir króna og gott ef ekki meira. Alþýðu- bandalagið hefur ekkert til að reiða sig á annað en félagsmenn og velunnara# ekkert peningaauðvald stendur að baki þvi. Ein fjáröflunarleið Alþýðu- bandalagsins er happdrætti. Alþýðubandalagið sendi út giró- seöla til féiagsmanna og velunn- ara nokkru fyrir kosningar. Til þess að standa undir öllum þeim reikningum og kosningavixlum, sem nú fara aö streyma inn, þarf happdrættiö aö takast vel. Það eru þvi vinsamleg tilmæli til allra, sem fengu slika seðla, aö greiða þá sem fyrst og eigi siðar en 1. júni þvi þá er dregið. Vinn- ingar eru að vanda glæsilegir. Stærsti vinningurinn er Súsúkl- bifreiðin, sem þeir Kristján Þeir Kristján Valdimarsson og Olfar Þormóðsson stýrðu kosninga- vinnunni I Reykjavik og höfðu gát á happdrættisbilnum — rauðum og glæsilegumSúsúki. Hinn 2. júni veröur ljóst hver hreppir gripinn en þá er dregið i kosningahappdrættinu. Valdimarsson og Olfar Þormóðs- anum. En brátt hverfur hann son hafa haft I hlaðinu hjá sér I þeim af braut — til hins heppna/- kosningamiöstöðinni i Siðumúl- hinnar heppnu! ast Gunnar Gunnarsson gefur kost á sér Gunnar Gunnarsson fyrr- verandi forseti Skáksam- bands isiands 1974 —1976, hefur tilkynnt að hann gefi kosl á sér til forystu i Skák- sambandinu að nýju, cftir að Stjórn Taflfélags Reykja- vfkur fór fram á þaö við hann. I gær var ekki vitáö um mótframboð, en aðalfundur Skáksambandsins verður á laugardaginn kemur. Viðskipta- jöfnuðurinn óhagstæður um 82,9 miljónir 1 apríl í aprilmánuði var vöruskipta- jöfnuður okkar islendinga óhag- stæöur um 82,9 miljónir króna. Út var flutt fyrir 748,2 miljónir króna, en inn fyrir 821,1 miljón króna. A fyrstu fjórum mánuðum þessa árs er vöruskiptajöfnuður- inn óhagstæður um 647.1 miljón króna, en var óhagstæður um 211,1 miljón króna á sama tima i fyrra. Meðalgengi erlends gjaldeyris á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs er talið hafa verið 40,1% hærra en i sömu mánuöum árið 1981. Jón Ásgeirsson hjá RKÍ: 26 Pólverjar eru að koma hingað Vantar frambúðarhúsnæði — Það eru i a llt 26 pólsk- ir flóttamenn sem koma hingaö frá Austurríki, sagöi Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóri Rauða krossins i viðtali við blaðið í gær. Þar af eru þrír þegar komnir en hínir 23 koma á föstudaginn. Um þrjátiu þúsund pólskir flóttamenn eru nú i Austurriki og bíða þess yfirleitt að komast til einhverra annarra landa og hefja nýtt líf. — Fólkið sem kemur til okkar er yfirleitt á miðjum aldri og meðal þeirra eru átta börn á aldr- inum eins til sex ára. Þetta fólk er yfirleitt vel menntað, svo dæmi séu tekin eru þarna verk- fræðingur, erfðafræðingur, hjúkrunarfræðingur, land- búnaðarfræðingur, rafvélavirki, bifvélavirki, sjúkraliði, læknir og tannlæknír. Við höfum þegar út- vegað mörgum þeirra atvinnu og hjá öðrum höfum við eitthvað i sigtinu. — Ég óttast helst erfiðleikana með að útvega leiguhúsnæði. Okkur vantar nú 5 leiguibúðir og einar tvær einstaklingsibúðir. Þetta fólk kann að sjálfsögðu litið i öðrum tungumálum en pólsku. Strax eftir helgina byrjar fólkið á tungumálanámskeiði þarsem þeim verður einnig sagt frá Islandi og islenskum samfélags- háttum. Okkur Rauðakross- mönnum til aðstoðar verða einnig Pólverjar sem búsettir eru hér á landi. — Allir hafa reynst mjög já- kvæðir i garð þessa fólks hingað til og ég á ekki von á öðru en þannig verði áfram. Fólkið er að breyta gjörsamlega um umhverfi og lifshætti og það reynir mikið á það við umskiptin. Vonandi verða allir reiðubúnir til að auðvelda þeim þessar breytingar. — óg * UNESCO veitti Blindra- Ifélaginu styrk til þess að fá hingað til lands erlendan inann sem kennir blindum að j nota Hvita stafinn. Hér sést kennarinn, Brian J. Andrew, I með nemanda. (Ljósm. gel). Gunnar Gunnarsson Nýr forseti Skáksambandsins kosinná laugardag Kuldakastið: segir búnaðarmálastjóri ,,Gróður var viðast hvar nokkuð vel kominn af stað undan vetri en þetta kulda- kast á Norðurlandi, sem ætlar að reynast nokkuð langvarandi, hefur auð- vitað stöövað vöxtinn undanfarna daga", sagöi Jónas Jónsson búnaðar- málastjóri þegar við spurðum hvaða áhrif hann teldi kuldakastið á Norður- landi hafa á grassprettu og búnað til sveita. — Þrátt fyrir þennan afturkipp i vorinu er nú viðast hvar hægt að hafa fé úti við en þó eru staðir eins og i útsveitum á Norð- Austurlandi þar sem fé er enn á gjöf og ef ekki bregður til hlýinda og sprettu alveg á næstu dögum fer að þrengjast um fóður, sagði Jónas. — Og sauðburður gengur sinn vanagang? — Já, ég held að hann gangi yfirleitt nokkuð vel og það á ekki að fara illa um lömbin nema þetta dragist á langinn. — En hvernig keinur ræktun undan vctri? — Horfur eru sæmilegar á að bændur losni við kal að mestu leyti en of snemmt er að spá endanlega um það. Gróðurinn verður að ná sér betur á strik til aö hægt sé að sjá hver endanleg niðurstaða verður i þeim efnum, sagði Jónas Jónsson búnaðar- málastjóri að siðustu. — v. Jónas Jónsson búnaðarmála- stjóri: ef ekki fer að bregða til hlýinda i uppsveitum N-Austur- lands er hætt við að fóðurbirgðir gangi til þurrðar. Grasspretta hefur nú stöðvast í bili

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.