Þjóðviljinn - 28.05.1982, Page 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. mal 1982
Ertu með að Laugarvatni?
Sumarfrí
og samvera
að Laugarvatni
i juli
PANTA ÞARF FYRIR 15. JÚNI NK.
Frestur til þess aö panta og staöfesta pöntun á vikudvöl aö
Laugarvatni I sumar á vegum Alþýöubandalagsins rennur
út 15. júni. Flokksfélög hafa forgang aöplássum fram til 7.
júnf.
Þeir sem þegar hafa pantaö dvöl á Laugarvatni eru vin-
samlegast beönir aö staöfesta pöntun sfna meö þvl aö
senda greiöslu fyrir fjöröungi dvalarkostnaöar á skrif-
stofu Alþýöubandalagsins aö Grettisgötu 3 I Reykjavik
þar sem allar nánari upplýsingar eru veittar. Sfminn er 17
500.
HVAÐ KOSTAR DVÖLIN?
Um er aö ræöa vikuna 19. til 25. júii, eöa vikuna 26. júli til
1. ágúst. Kostnaöur viö vikudvöl er kr. 1725 fyrir fulloröinn
(staöfestingargjald kr. 325), kr. 1000 fyrir börn sex til tölf
ára (staöfestingargjald kr. 250) og kr. 200 fyrir börn yngri
en 6 ára (ekkert staöfestingargjald).
HVAÐ ER INNIFALIÐ?
Innifaliö i veröinu er gisting i tveggja til þriggja manna
herbergjum, fullt fæöi, fjölbreytt dagskrá, barnagæsla og
afnot af ýmiskonar aöstööu aö Laugarvatni.
HVAÐ VERÐUR UM AÐ VERA?
• Lögö veröur áhersla á útivist og náttúruskoöun undir
leiösögn kunnugra.
0 Efnt veröur til menningarvöku nokkur kvöid meö þátt-
töku listamanna.
• Flutt veröa fræösluerindi, haldin námskeiö I framsögn
og félagsstörfum ef áhugi er fyrir hendi, og starfaö I
umræöuhópum.
0 Og svo er ótaliö þaö sem mest er um vert aö eiga sam-
verustundir og sumarfrl á fögrum staö i góöum félags-
skap
HVAÐ KOMAST MARGIR AÐ?
Þaö rúmast mest niutiu manns hvora vikuna i þvi húsnæöi
sem Alþýöubandaiagiö hefur til umráöa I Héraösskólan-
um. Viö leggjum áherslu á aö fá til Laugarvatns fóik á öll-
um aldri og sem viöast aö af landinu. Þátttaka er öllum
heimil.
ALÞÝDUBANDALAGIÐ
Laus staða
Staða fræðslustjóra i Norðurlandsumdæmi vestra er laus
til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um menntun og
fyrri stórf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
6, 101 Reykjavik, fyrir 26. júni n.k.
Menntamálaráöuneytiö
26. mal 1982.
ÍSSKAPA- OG FRYSTIKISTU
VIÐGERÐIR
Breytum gömlum ísskápum
i frystiskápa.
Góð þjónusta.
fUS€ViIFÉv
REYKJAVIKURVEGI 25 Hafnarfirði sími 50473
Frá fyrstu : stúdentaútskriftinni I Egilsstaöakirkju s.l. vor. Menntamálaráöherra Ingvar Glslason I
ræöustól.
Menntaskólinn
á Egflsstöðum
Nú er lokiö þriöja starfsári
Menntaskólans á Egilsstööum.
Alls hafa 215 nemendur stundaö
nám Iskólanum á skólaárinu, auk
30 i námsflokkum. Slöast liöiö vor
útskrifuöust fyrstu stúdentarnir
22 aö töiu af eftirtöidum braut-
um: Málabraut, uppeldisbraut,
náttúrufræöibraut, félagsfræöa-
braut og verzlunarbraut. Skólinn
er fámennur og hyggst nota kosti
smæöarinnar en minnka eftir
föngum þaö óhagræöi sem henni
fylgir i takmörkuöu námsfram-
boði.
Stúdentar brauðskráðir í
annaö sinn
Laugardaginn 15. mai voru
stúdentar útskrifaðir. Brauð-
skráöir voru 31 nemendi, 16 konur
og 15 karlar. Stúdentar veröa nú
útskrifaðir af sömu brautum og i
fyrra að viðbættri eðlisfræða-
braut. Ljóst er aö margir hafa nú
önnur markmiö með mennta-
skólanámi en áður var. Þannig
hyggur aðeins um 1/5 hluti þessa
hóps á háskólanám I haust, hinir
fara beint út i atvinnulifið, i nám
erlendis eða aðra skóia en háskól-
ann.
Um félagslif og heimavist
Af skólahaldi i vetur er það að
segja að það hefur gengiö vel.
Fall á haustönn var minna en áö-
Skjaldarmerki M.E.: Lagar-
fljótsormurinn. Ýmsir trúa á
tilvist hans þótt ekki hafi
hann sést úr skólanum svo
vitað sé, enda er skólinn tæp-
an kflómetra frá fljótinu.
Sérstaða M.E.
M.E. er yngsti menntaskóli
landsins. Meðalaldur kennara er
27-28 ár. Vegna smæðar skólans
oghins lága aldurs kennara hefur
skapast náið samband milli
þeirra og nemenda. Skólaheimilið
hefur orðið eins og stór fjöl-
skylda. M.E. starfar samkvæmt
eininga- og áfangakerfi fjölbraut-
arskólanna á Faxaflóasvæðipu og
i skipulagstengslum við alla skóla
fjórðungsins sem framhaldsnám
reka. Þetta hefur þau áhrif að
nemendur geta hafið mennta-
skólanám i heimabyggðum og
strax við upphaf skólahalds skap-
aðist festa i kennaraliðinu. Trú-
lega er það einsdæmi að meðal
fastra kennara sé nær þriöjungur
útlendingar. I M.E. hafa innfædd-
ir annast kennslu i frönsku, þýsku
og ensku. Nú verður sú breyting á
að tvenn hjón hætta störfum við
skólann og hyggja á frekara há-
skólanám eða önnur störf. Við
þetta losna stöður i islensku,
ensku og félagsfræði. Auk þessa
þarf viðbót við kennslukrafta i
stærðfræði vegna fjölgunar nem-
enda. Auðvelt hefur reynst að fá
kennara að M.E. Ungt mennta-
fólk virðist telja aöstæður á Eg-
ilsstöðum að ýmsu leyti eftir-
sóknarverðar.
Erlend nemendaskipti
Fyrsta starfsár skólans urðu
nemendaskipti við menntaskól-
ann i Þórshöfn i Færeyjum.
U.þ.b. 20 nemendur ásamt kenn-
urum fóru frá Egilsstöðum og
dvöldust eina viku i Færeyjum.
Jafn margir komu þaðan. Af
þessu urðu ágæt kynni nemenda
beggja skólanna, og nú er stefnt
að framhaldi þessara samskipta
næsta haust með tilstyrk Menn-
ingarsjóðs Noröurlanda.
Lokaorð
Fyrirsjáanlegt er aö skólinn
mun enn um skeið búa við bráöa-
birgðaaðstöðu i sambandi viö
Úr kaffinu I boröstofu skólans. Allir heimavistar-
nemendur eru I mötuneytinu svo og ýmsir sem búa I
bænum. Hægt er aö vera I lausafæöi.
Kennararnir á sólbjörtum vordegi. Meöalaldur
þeirra er rúm 27 ár, og i hópnum er einn Þjóöverji,
einn Amerikumaöur og einn Frakki.
ur, aðeins 8% þegar á heildina er
litiö. Félagslff er gott og tekur si-
fellt á sig fastara form með bættri
skipulagningu á starfi stjórna og
klúbba. Þaöháir nokkuð félagslifi
hve margir nemendur fara heim
um helgar en reynt er að hafa
aðra hverja helgi skipulagða þótt
ekki séu lagðar neinar hömlur á
heimferðir neménda.
Byggingarframkvæmdir við
heimavistarálmuna hafa gengið
vel. Óvist er þó og næsta óliklegt
aö nokkur not veröi af henni á
haustönn 1982. En fyrst þegar
heimavistarrými hefur aukist um
þau 60 rúm, sem verða i hinni
nýju álmu, getur skólinn svo vel
sé annað umsóknum úr fjórö-
ungnum og auk þess tekið viö ein-
hverjum utan hans, en sllkt er
mjög æskilegt ýmissa hluta
vegna. Þá mun heimavistin rúma
120-130 manns.
komið i M.E. á 2. eða 3. ári.
Fyrsta árs nemendur i skólanum
eru þvi hlufallslega fáir. Enginn
er tekinn I heimavist á 1. ári en
öllum umsóknum þar um visaö i
Eiðskóla.
M.E. er staðsettur 1 1200 manna
sveitakauptúni og nýtur um-
hverfis sins i ýmsu t.d. hvað varö-
ar tómstundaiðju og ýmsar heim-
sóknir á menningar- eða listasviöi
i héraðið.
M.E. er eini menntaskólinn
sem hefur framsögn og mælsku-
list sem skyldugrein (á 3. önn).
Með þessu vill skólinn undirstrika
þá nauösyn sem þaö er öllum
þegnum i lýöræöisriki aö geta
sagt hug sinn og verið þannig
virkir I umhverfi sinu.
Breytingar á kennaraliði
Það hefur veriö lán M.E. að
kennslu og fleira, þvi fyrst þegar
heimavistarálman er fullbúin
verður byrjað á kennsluhúsi. Það
er þó næsta ótrúlegt hve slikt hef-
ur litið komið aö sök. Þetta bygg-
ist á þvi að það er góöur andi I
skólanum. Þannig hafa nemend-
ur i vetur stórbætt félagsaðstöðu
svo salurinn eða „félagsheimilið”
er orðinn vistlegur til samkomu-
halds. 1 hitteðfyrra fengu nem-
endur þetta húsnæði til ráöstöfun-
ar „tilbúið undir tréverk og máln-
ingu”. Þá er nú nýtekin i notkun
gufubaðstofa sem nemendur hafa
að mestu komið upp af eigin
rammleik. Menntaskólinn á Eg-
ilsstöðum mun nú sem fyrr leitast
við að koma til móts við menntun-
arþörf Austfirðinga og fjölga
námsleiðum eftir föngum innan
þess ramma, sem honum er skor-
inn miöað við nemendafjölda og
verkaskiptingu milli skóla fjórð-
ungsins. (Frá M.E. stytt)