Þjóðviljinn - 10.06.1982, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. júni 1982
UOOVIUINN
Máígagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson,
Ólafsson.
Kjartan
Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir.
L'msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson.
Blaöamenn: Auöur StyrkársdóUir, Helgi Ólafsson
Maenús H. Gislason, Ólafur Gislason, Óskar Guðmundsson,
Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristínsson, Valþór Hlööversson.
iþróttafréttaritari: Viðir Sigurösson.
t tlii og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson.
LjósmyndiriEinar Karlsson, Gunnar Elisson.
llandrita- og prófarkalestur: Elias Mar. Trausti Einarsson.
Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir.
Húsmóöir: Bergijót Gúöjónsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar
Sigúrmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen
Jónsdóttir.
útkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6,
Reykjavik, slmi 81332
Prentun: Blaöaprent hf.
Vopn
og öryggi
• Sameinuðu þjóðirnar hafa byrjað sérstakan fund
um afvopnunarmál. Risaveldin ætla að byrja nýjar
viðræður í Genf sem eiga að snúast um niðurskurð á
vissum tegundum kjarnorkuvígbúnaðar. Friðar-
hreyf ingar láta æ meira til sin taka.Og það lætur nærri
að önnur hver grein sem nú er skrif uð um alþjóðamál
f jalli um vígbúnað,afvopnun og öryggi þjóða.
A öllum þessum málf undum er, þegar allt kemur til
alls, spurt um tvö höfuðsjónarmið. Annarsvegar það,
hvort aðferð þjóða til að tryggja öryggi sitt sé að víg-
búast (kenningin um að gera hugsanlegan andstæðing
hræddan við afleiðingar árásar). Hin er sú að her-
styrkur sé í sjálfu sér að verða úrelt hugtak á öld
kjarnorkuvopna. Vegna þess að tortímingarmáttur
slíkra vopna sé svo mikill að ekki sé nokkur leið að
nota þau í neinum pólitískum tilgangi eins og það
heitir
• Hjá valdhöfum, ekki síst valdhöfum risaveldanna
ríkir augljóslega það viðhorf, að mikill hernaðar-
máttur sé nauðsynlegur þeim sem vill tryggja sér
öryggi og frið. William Clark, ráðgjafi Reagans
Bandaríkjaforseta í öryggismálum, var nýverið að
ítreka þau sjónarmið, að glíman við Sovétríkin krefð-
ist„mikils, sveigjanlegs og nothæfs herstyrks", sem
byggði bæðiá kjarnorkuvopnum og hefðbundnum víg-
búnaði. Clark segir að Bandaríkin verði að reka þá
öryggisstefnu að hægt sé að nota heraf la með virkum
hætti. Þetta þýðir í raun, eins og ýmsir hinna her-
skárri f Washington hafa sagt beinum orðum, að
Bandaríkjamenn þurfi jafnan að geta gert ráð fyrir
því að þeir geti háð styrjöld við höf uðf jandann, einnig
kjarnorkustyrjöld, og sloppið lifandi.
• Frá sovéskum leiðtogum og herforingjum heyrast
ekki sllkar formúlur, þeir kjósa alla jafna að vera
nokkuð svo dularfullir í tali. En vígbúnaðarstefna
þeirra sýnist hvíla á ósköp svipuðum viðhorf um og hin
bandaríska. Með öðrum orðum: einnig þar eystra
„ofmeta" menn beinan herstyrk og reyna að sann-
færa sjálfa sig um að Sovétríkin gætu háð styrjöld og
lifað af — enda þótt kjarnorkuöld sé í garð gengin.
• Því er það að enda þótt margt sé ólíkt með við-
horfum Sovétmanna og Bandaríkjamanna eiga þeir
ákveðin grundvallaratriði sameiginleg þegar komið
er að öryggismálum. Þessi „samstaða" birtist í fyrri
viðræðum þeirra í milli um takmarkanir á vígbúnaði,
sem í reynd hafa því miður ekki gefið annan árangur
en aukinn vígbúnað — það jákvæða við samkomulagið
milli risanna, sem kennt er við SALT-1 og Salt II, er
takmarkað við það að vígbúnaðarkapphlaupið er ekki
alveg hömlulaust, það er undir nokkru eftirliti.
• Andspænis þeim skilningi sem að ofan var rakinn
standa svo þau viðhorf að kjarnorkuvopnin haf i steypt
af stóli hefðbundum hugmyndum um herstyrk, yfir-
burði, sigurhorf ur og þar fram eftir götum. Þekktur
bandarískur herfræðingur, Richard Barnet/Segir að
sjálft eðli valds hafi breyst við vígbúnaðarþróun
síðari ára: sá sem nú hefur ráð yf ir auðlindum á borð
við dýrmæt jarðefni, orku, mat, matvæli vatn og
þekkingu hefur miklu meira vald í heiminum en stór-
veldi fyrri alda gátu haft með landvinningum og ný-
lendupólitík. Aftur á móti hefur stríðið sjálft, segir
Barnet,breyst í keðjuverkanir sem ekki er hægt að
stýra. Hernaðaraðgerðir verða svo yf irgripsmiklar og
fara svo úr böndum, að það er ekki lengur hægt að
nota þær til að fylgja eftir hefðbundnum öryggishags-
munum ríkja.
• Hér er hugsað á sömu brautum og talsmenn hinna
ýmsu f riðarhreyf inga eru á: það er blátt áf ram utan
við skynsemi að treysta á kjarnorkuvopn, og hvorki
þau né hefðbundin vopn stuðla að auknu öryggi og
friðarlíkum. Spennan í heiminum er ekki stærst orsök
vígbúnaðarkapphlaupsins/heldur er vígbúnaðarkapp-
hlaupið í sjálfu sér kannski veigamesta orsök spenn-
unnar.
— áb
Fjöldann
vantar
Fram hefur komið aö að-
sókn á hin ýmsu atriöi Lista-
hátlðar er sist minni heldur en
fyrir tveimur árum. En eitt-
hvað vantar óneitanlega, og á
þaö drepur ólafur Jónsson I
DV.
„Hvað er saxófónleikari að
gera á bakinu á dúfu? Og af
hverju eru menn að spila á
fiölur uppi á Hljómskálanum?
Plakat Listahátiðar er svo
sem til vitnis um það sem við
förum á mis við á hátlðinni. í
ár er engin skemmtun út um
stræti og torg I likingu viö þaö
sem var á listahátiö fyrir
tveimur árum — spánverjar á
stultum, sérstök dagskrá viö
Skólavörðustlg, ævinlega eitt-
hvað um að vera ef maður átti
erindi I bæinn. Þetta held ég
aö sé rangt, rétt heföi verið aö
halda áfram þeim hátiðabrag
sem svo farsællega tókst á slð-
ustu hátið. 1
Hægri sveifla j
Og ósköp var snautlegt aö I
Ikoma niöur á Torg á laugar- f
daginn I heitu og þurru veðri 1
• og frétta það þar aö setningu
listahátiðar hefði verið aflýst
„vegna veðurs”. Hvaða veö-
urs? Þetta er hægri sveiflan,
sagði maður við mig á göt-
unni. Svona ér hún.”
Mikil veisla
Hin almenna þátttaka fyrir
tveimur árum var einstæð og
sakna hennar fleiri en ólafur.
En jafnvel þó aö það mark ná-
ist að 10 þúsund sæki atriði
listahátiðar i Reykjavik verð-
ur þaö veisla fyrir fáa.
En býsna góö veisla eins og
fram kom i viötali viö örnólf
Arnason i Þjóðviljanum sl.
sunnudag.
„Viö erum lika nýbúnir að
fá góöa umsögn um hátiðina
þar sem eru skrif bandariska
tónlistargagnrýnandans
Harold Scoenberg sem skrifar
i New York Times. Hann velur
Listahátiö i Reykjavik sem
eina af fimm eftirsóknarverð-
ustu hátiöum I Evrópu á þessu
ári.”..
”Þaö er enda tiltölulega
vandalaust að fá hingaö
þekktustu tónlistarmenn
heimsins vegna þess að þegar
skoðaður er listinn yfir þá,
sem hafa tekið þátt I fyrri
Listahátiöum, er auðséð að
hér hafa verið settar ströng-
ustu gæöakröfur sem þekkj-
ast.”
klrippt
Afvopnunar-
ráðstefna
A mánudaginn var hófst af-
vopnunarráðstefna Sameinuðu
þjóðanna, hin önnur i röðinni, i
New York. Hún mun i sjálfu sér
ekki leiða til afvopnunar. Af-
vopnun mun koma sem afleiö-
ing af slökun á spennu milli
stórveldanna og aðeins meö þvi
aö annað þeirra stigi einhver
þau skref I afvopnunarátt að hitt
fylgi á eftir. Engin ástæða er til
bjartsýni i þessum efnum þvi að
allar afvopnunarviðræöur stór-
veldanna i 35 ár hafa ekki leitt
til afvopnunar heldur meira
vopnakapphlaups, sem nú snýst
meir og meir um að gera atóm-
vopnin meðfærilegri, smærri og
nothæfari.
En afvopnunarráðstefnan
getur vissulega leitt til aukins
skilnings á vandamáiunum og
einuðu þjóðanna mun framleiða
orðogpappir. Svomikiðer vist.
Hætt er viö að hún muni eins og
friðarhreyfingarnar festast um
of i þvi fari að ræða sjúkdóms-
einkenni vopnakapphlaupsins
en minna verði talað um sjálfar
orsakir þess og forsendur. í
auknum mæli þurfa menn að
kryfja til mergjar þá hagsmuni
og þá stefnumótun sem liggur
vopnakapphlaupinu til grund-
vallar.
Nýtt áfl
En menn skyldu ekki van-
metaorð og pappir. Samþykktir
og ályktanir má nota. 1978 sam-
þykkti afvopnunarráðstefna
Sameinuðu þjóðanna að kjarn-
orkuvopnalaus svæði væri mik-
ilvægt skref i átt til afvopnunar.
A þessari samþykkt byggöi
tam. Jens Evensen þegar hann
setti I gang árið 1980 baráttuna
fyrir kjarnorkuvopnalausum
Norðurlöndum.
stuðlað enn frekar að þvi að al-
menningsálitið i heiminum snú-
ist gegn vopnaskaki á upplýstan
og ákveðinn hátt. Viö höfum á
siðustu misserum orðiö vitni að
stórbrotinni þróun þar sem mil-
jónir manna I Vestur-Evrópu
hafa mótmælt rikjandi stefnu i
vopnakapphlaupinu, og i kjölfar
þeirra mótmæla hefur friðar-
hreyfingunni I Bandarikjunum
vaxið ásmegin með undraverð-
um hraða, þannig að tekið er að
hrikta i pólitiska kerfinu I
Bandarikjunum, og leiðandi
stjórnmálaöfl farin að beita sér
fyrir málstað friðarhreyfingar-
innar. Jafnvel I Austur-Evrðpu,
þar sem óopinberar skoðanir
eru ekki vel séöar, skýtur frið-
arhreyfingin gegn atómvopnum
rótum.
Miðpunktur
011 þessi mikla hreyfing hefur
gert afvopnunarráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna að nokkurs-
konar miðpunkti og um eitt þús-
und bandarisk samtök munu
nota timann meðan hún stendur
til margvislegra fundarhalda og
aðgerða. Ýmsir forsvarsmenn
friöarhreyfinga munu og fá
tækifæri til þess að ávarpa af-
vopnunarþingið þótt þessi sam-
tök eigi enga aðild aö Samein-
uðu þjóöunum. Formlegheitin
eru ráðandi á vettvangi SÞ, en
sú ákvörðun að verja amk.
þremur dögum hennar I að
hlýða á málsvara óháðra friöar-
hreyfinga, sýnir hvaða sess þær
hafa öölast.
Segja má eins og norski frið-
arrannsóknarmaðurinn Johan
Galtung að um þessar mundir
sé kapphlaupið I bókaútgáfu —
ályktunargerð, og mótmælaað-
geröum komiö fram úr sjálfu
vo pna ka pph la up in u.
Afvopnunarráöstefna Sam-
Og frá þvi aö slöasta afvopn-
unarráöstefna Sameinuðu þjóö-
anna var haldin hefur nýju póli-
tisku afli sem sækir mikiö af
röksæmdafærslu sinni i pappira
SÞ vaxið fiskur um hrygg, þaö
er aö segja friðarhreyfingunni.
Ólafur Ragnar Grimsson for-
maður þingflokks Alþýðu-
bandalagsins beitti sér fyrir þvi
á Alþingi I vetur að send yröi is-
lensk þingmannanefnd á af-
vopnunarráöstefnuna I New
York. Það var ekki gert 1978.
Þingmannanefndin fer ekki að-
eins til þess að hlusta, sem i
sjálfu sér er ærið erindi, þvi is-
lenskir þingmenn hafa áreiðan-
lega gott af þvi að f á i sin NATÓ-
eyru hljóm hinnar bandarisku
friöarhreyfingar. Hún mun
einnig eiga viðræöur við marga
aöila um þá hugmynd aö efna
hér til ráðstefnu um kjarnorku-
vigbúnaö á Noröur-Atlantshafi
og þær áhyggjur sem Islending-
ar hafa af sivaxandi áherslu á
höfin sem vopnabúr stórveld-
anna.
Púðurtunna
Sænska friðarrannsóknar-
stofnunin segir að jörðin sé púö-
urtunna sem sé I þann veginn að
springa i loft upp. Sérstök nefnd
Sameinuðu þjóðanna hefur
komist að þeirri niðurstöðu að
hergagnaiðnaðurinn sé gauks-
unginn i efnahagslifi heimsins.
Afl friöarhreyfinganna hefur
knúið æðstu menn stórveldanna
til þess að hefja á loft tillögur
um aö smiða plógjárn úr sverð-
unum. Spurningin stendur um
það hvort slikar sýndartillögur
nægja til þess að draga vigtenn-
urnar úr friöarhreyfingunum
eöa þær halda áfram að efla al-
menningsálit I heiminum á þann
veg aö eitthvaö miði i raun i átt
til afvopnunar.
— ekh
og skorrið