Þjóðviljinn - 10.06.1982, Síða 5
Fimmtudagur 10. júni 1982 ÞJöÐVILJINN — SIÐA 5
Sósíaldemókratar töpuðu
Hamborg
Græningjar
ráða meirihlutanum
Um helgina fóru fram kosning-
ar til borgarþings i Hamborg sem
hefur veriö eitt af helstu vigjum
sósialdemókrata i Vestur-Þýska-
landi. Kristilegir demókratar
bættu viö sig fylgi og uröu i fyrsta
sinn stærsti flokkur borgarinnar.
Sósialdemókratar töpuöu meiri-
hluta sinum en hafa samt sem áö-
ur möguleika á aö halda völdum
— en nú meö styrk Græningjanna,
sem fengu 7,7 prósent atkvæöa og
véku Frjálslyndum úr hefö-
bundnu hiutverki þeirra sem
„þriöja flokks”, sem ræöur
meirihluta.
Þessar kosningar gætu haft af-
drifarikar afleiöingar og losaö
enn um stjórnarsamstarf sósial-
demókrata og frjálslyndra I
Bonn. Frjálslyndir fengu aöeins
5,8% atkvæöa i Hamborg og féllu
þar meö út af þingi borgarinnar
(sem telst eitt af „löndum” Sam-
bandslýöveldisins) — en 5% at-
kvæöa þarf til aö komast á þing.
Frjálslyndir eru orönir mjög ó-
kyrrir i stjórnarsamstarfi viö
sósialdemókrata og gætu kosn-
ingaúrslitin spillt þvi enn frekar
en oröiö er. Þau mál skýrast inn-
an tiöar i sambandi viö undirbún-
ing fylkisþingskosninga I Hessen.
Frjálslyndir ætla i næstu viku aö
taka ákvöröun um þaö, hvort þeir
skuldbinda sig til aö styöja áfram
sósialdemókrata til valda i Hess-
en eöa hvort þeir ætla aö ganga til
Kosningabaráttan i Hamborg: Kiep, frambjóöandi Kristilegra,
glottir aö kosningaspjaldi sósial demókrata meö mynd af Dohn-
anyi borgarstjóra.
kosninga, sem þar veröa i sept- notaö sé
ember,, ,opnir I báöa enda ” — svo pólitik.
oröbragö úr islenskri
Sósialdemókratar misstu all-
mikiö fylgi til I Hamborg — þeir
höföu hreinan meirihluta i borg-
inni eöa 51,5% atkvæöa, en fóru
niöur i 42,8%. Þar meö fá þeir ein-
um borgarfulltrúa færra en
Kristilegir, sem bættu við sig
5,6% og fengu 43,2% atkvæöa.
Ný staða kemur upp
Eitt hiö athyglisveröasta viö
úrslit þessara kosninga er þaö, aö
Græningjarnir, umhverfisvernd-
armenn sem hafa I kosningum
hér og þar i landinu fengiö fylgi
sitt hvorum megin viö 5% útilok-
unarregluna, fengu verulegt fylgi
eöa 7,7% — og kemur þaö væntan-
lega mest frá sósialdemókrötum.
Þar meö fá Græningjar 9 fulltrúa
og eru reiðubúnir til aö styöja
sósialdemókrata til valda i Ham-
borg — en aö visu meö ýmsum
skilmálum sem sósialdemókratar
munu eiga erfitt meö aö kyngja.
Græningjar eru eiginlega dæmdir
til aö standa meö sósialdemókröt-
um, þvi þaö mundi valda mikilli
uppiausn I þeirra eigin iiöi ef þeir
geröu eitthvaö sem kæmi Kristi-
legum til valda. —-áb
Eftir ,,kosningar” í E1 Salvador
Um níu þúsund smábændur
hraktir af jörðum sínum
Bóndi i El Salvador segir
farir sínar ekki sléttar:
menn í grænum einkennis-
búningum komu á akur
hans og handléku vélbyss-
ur. Hann spurði þá einskis
og fór; hann vissi að þeir
voru komnir til að reka
hann af því landi/ sem
hann hafði ræktað i þrjú ár
og talið sitt. Bróðir hans
var ekki eins fljótur að
taka við sér — og hefur
ekkert til hans spurst síð-
an.
Ein saga af mörgum. Smá-
bóndinn haföi fyrir skömmu lagt
fram umsókn um eignarhald á
leigujörö sem hann haföi unniö —
samkvæmt ákvæöum um upp-
skiptingu jarönæöis, sem átti aö
vera réttlæting stjórnar Duartes
forseta og réttlæting á afskiptum
Bandarikjamanna af málum
landsins. En eftir þær vafasömu
kosningar sem fram fóru I land-
inu i vor hafa áhrif þeirra, sem
lengst eru til hægri, eflst — og þar
meö telja landeigendur sig eiga
auöveldan leik. Þeir hafa óspart
notaö sér aöstæöur; taliö er aö
um niu þúsundir smábænda hafi
verið flæmdir af jöröum sinum,
tæp fjögur þúsund eftir kosning-
ar.
Þingiö, sem kosiö var til i vor
án þess aö vinstriflokkarnir vildu
né heldur gætu tekiö þátt I kosn-
ingum, hefur nýlega samþykkt aö
Þeir bændur sem hafa sótt um
eignarhald á jöröum hafa einatt
veriö aö undirrita sinn dauöa-
dóm.
„fresta” ðætlun sem heitir þvi
fallega nafni „landiö til þeirra
sem jöröina yrkja”. Þetta er gert
undir þvi yfirskini aö stórbýli
skili meiri framleiöni en smábýli.
Einn af talsmönnum bænda-
samtakanna i E1 Salvador, Ruiz,
telur aö alls hafi 3600 bændur ver-
iö myrtir fyrir að gera tilraun til
aö fá bréf fyrir eignarhaldi sinu á
jöröum. Algengur viöskilnaöur
morösveita hægrimanna er sá aö
troöa mold upp I vit þeirra sem
myrtir hafa veriö. Ruiz segir: sá
sem útfyllir umsóknareyöublaö
fyrir jarönæöi er oft að undirrita
sinn dauöadóm.
Bandarikjamenn hafa stært
sig af þvi aö hafa ýtt undir þau
öfl, sem vildu milda stéttarand-
stæöur I landinu meö þvi aö skipta
stórbýlum eöa hluta þeirra milli
leiguliöa og fjölga þar meö I stétt
sjálfseignarbænda. Bandariskir
erindrekar eru aö sögn ekki sér-
lega ánægöir meö þaö, hvernig
hinum hálfvolgu tilraunum til
umbóta er nú hrundið af erki-
ihaldinu — en fáar sögur fara af
þvi aö þeir hafi rekiö eftir þeirri
óánægju meö einhverjum refsiaö-
geröum sem kæmu valdhöfum i
E1 Salvador illa.
áb —byggtá Guardian.
■ x
I tilefni Falklandseyjastríðsins:
Vopnasalan skammgóður vermlr
Hinn kunni breski friöarsinni,
E.P. Thompson, sem er islensk-
um herstöövaandstæöingum aö
góöu kunnur, komst svo aö oröi
um striö Breta viö Argentinu-
menn, aö Bretum væri meöal
annars aö hefnast fyrir gifur-
lega vopnasölu til einræðis-
herranna I Argentinu og reynd-
ar mörgum löndum öörum.
Breskir — og aðrir vestrænir
vopnasalar, hafa óspart selt
vopn til margra þeirra ríkis-
stjórna sem einna lakast orö
hafa á sér haft — í þeirri von, aö
þeim yröi beint gegn þegnum
einræöisherranna eða gegn ein-
hverjum þeim nágrönnum sem
varöa vopnasalana litlu.
Kreppulaus iðnaður
En nú snýst dæmiö gegn ein-
um af vopnasölunum — mikiö af
búnaöi argentinska hersins er
breskur. Eöa þá franskur, isra-
elskur, bandarískur. Þettta er
kafli úr mjög alvarlegri sögu
sem ekki er séö fyrir endann á
og birtist i þeirri staöreynd, aö
vopnaframleiðsla er sú iönaöar-
grein sem er i mestum vexti og
lætur sig kreppur engu skipta.
Og hún er I svo miklum vexti
m.a. vegna þess aö á siöastliðn-
um áratug hefur þrefaldast það
vopnamagn er gengur til landa
þriöja heimsins — sem hafa i
Breski tundurspillirinn Sheffield brennur dti fyrir ströndum Falklandseyja
reynd brýna þörf fyrir flest ann-
aö en eldflaugar og skriödreka.
Háþróuð vopn
Fyrirrúmum tiu árum fóru til
þriöja heimsins mestmegnis úr-
elt vopn, umframbirgöir. En á
siöustu árum hefur hver hindr-
unin af annarri fallið i vopnasöl-
um — og eru þess dæmi að há-
þróuð tæknivopn séu seld úr
landi jafnvel áöur en herir
framleiöslulandannahafa notaö
þau. Vopnasalarnir hafa verið
sérlega frjálslyndir viö hinar
hægrisinnuðu stjórnir — ef ekki
beinlinis fasistastjórnir Suöur-
Ameriku: það átti að efla þær i
baráttunni viö heimskommún-
ismann, sem er eini vandinn
sem núverandi stjórn Banda-
rikjanna vili um hugsa.
Ótrygg áhrif
Stjórnir vopnasölurikjanna
eru ekki aöeins á höttum eftir
gróöa i viöskiptum sinum meö
vopn. Þær vilja gjarna efla vin-
sældir sinar og itök i þriöja
heiminum meö fyrirgreiöslu á
hernaöarsviöinu. En eins og
bandariska blaöið Washington
Post bendir á i nýlegri forystu-
grein, þá reynast áform um
pólitiska hollustu sem endur-
gjald fyrir vopn oftar en ekki
reist á sandi. Blaðið minnir á
þaö, aö Sovétmenn hafi i Kina,
Egyptalandi og Sómaliu reynt
þabsama og Bandarikin i Iran:
aö vinfengi þaö sem vopn eiga
aö tryggja er valt, svo ekki sé
meira sagt. Afleiöingarnar
veröa svo oft hinar fáránlegustu
eins og sést af vopnasölu til
Iraks og Irans aö undanförnu.
israelar hafa selt erkióvinum
Bandarikjanna i Teheran vara-
hluti og skotfæri i bandarisk
vopn sem klerkaveldið tók i arf
frá besta vini Bandarikjanna i
Austurlöndum, transkeisara. A
meöan losa Egyptar sig viö
varahluti i sovésk vopn til erki-
óvina sinna i Irak. Mörg dæmi
hliöstæö mætti nefna.
Og eins og Thompson hefur
minnt á: þegar til vopnaskipta
kemur lendir vopnasalinn fljót-
lega i meiriháttar vandræöum.
Vopnin sem áttu að bæta gjald-
eyrisstööu hans og styrkja hann
til pólitiskra áhrifa i öðrum
heimshlutum geta eins snúist
gegn honum sjálfum, eins og
gerst hefur við Falklandseyjar.
Eða þá að tregða hans á að selja
meira af vopnabúnaði meöan á
stendur ófyrirséðum styrjöldum
granna i milli leiðir til þess, aö
vopnakaupandinn litur á hann
sem svikara — og snýr sér
kannski I aðrar herbúðir!
Vopnabisness okkar tima er
skammgóöur vermir þeim sem
hann reka- hann er aö sjálf-
sögöu gifurlega háskalegur og
þó er hann öllu ööru fremur
ránsskapur, glæpur gagnvart
þeim gifurlega fjölda jarðarbúa
sem býr við skort. _ áb