Þjóðviljinn - 10.06.1982, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 10.06.1982, Qupperneq 6
6 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Heldur lltiö hefur farið fyrir suöur-amerfskri leiklist hér á iandi, ef undan eru skildar fáar sýningar eftir höfunda þar I álfu, minna má m.a. á Fröken Margréti, sem hér náði miklum vinsældum. A undanförnum ár- um hefur sprottiö upp i Suður- Ameriku gróskumikiö leikhús, þrátt fyrir einræðisstjórnir, rit- skoðun og annað það sem er al- þýðu og listamönnum til bölvun- ar og ógagns. isumum rikjum Suður-Amer- Iku hafa oröiö til stórgóð neðan- jarðarleikhús, m.a. aö þvf er áreiðanlegar fregnir herma I Brasiliu — og að öðrum leikhús- um ólöstuöum, hefur trúlega Arena-leikhúsið I Sao Paulo öðl- ast mesta frægð suður-amer- Iskra leikhúsa undir stjórn leik- húsmannsins Augusto Boal. En á Listahátið nú gefst kost- ur á að lita rjómann úr suður- amerisku leikhúsi, þar sem er Rajatabla-leikhúsið frá Venesú- ela. Það var stofnað árið 1971 undir forystu leikstjóra beggja þeirra sýninga, sem leikhúsið sýnir. Sá er Carlos Giménez, en hann átti upptökin að þvi að þetta tilraunaleikhús var stofn- að undir verndarvæng Teatro Úr sýningu Rajatabla á Forseti lýöveldisins. Leikritið er frjáisleg útlegging á skáldsögu Miguel Asturi- as, sem hefur komiö út i islenskri þýðingu Hannesar Sigfússonar. Heimsókn Rajatabla-leikhússins frá Venesúela mörgum löndum Evrópu. A morgun, föstudag, leikur Rajatabla leikritið Bólivar eftir José Antonio Rial. Þessi sýning er sú nýjasta frá hendi Raja- tabla, en kveikjan að verkinu er barátta Simon Bolivar fyrir frelsun Spönsku Ameriku og ástandið i þessum rikjum árið 1981,150 árum eftir dauða frels- ishetjunnar. Forseti lýðveldisins er frjáls- leg útlegging leikhópsins og höf- undarins, Hugo Carillo, á sam- nefndri skáldsögu Miguel Angel Asturias — sem hefur, vel að merkja, komið út á islensku i þýðingu Hannesar Sigfússonar árið 1964. Forseti lýðveldisins lýsir heimi suður-amerisks stétta- veldis, sem i sýningunni þróast yfir i martröð. Um sýninguna hefur verið sagt, að hún væri formfagurt sjónarspil, sem tæk- ist á frábæran hátt að sameina nýsköpun og rótgróna fag- mennsku. Og það er vissulega ástæða til þess að hvetja alla, sem vett- lingi valda, að berja þessar sýn- ingar Rajatabla augum — ekki þarf að óttast tungumálið, þvi ýtarleg atburðarás verður birt á prenti i leikskrám sýninganna. Rajatabla sýnir Bólivar sem fyrr segir á morgun, föstudag og laugardag i Þjóðleikhúsinu, og hefst sýning kl. 20.00 báða Rjómiim úr Suður-Amerískri leiklist del Ateneo de Caracas. Raja- tabla var tryggður lifvænlegur grundvöllur, þannig að hópur- inn getur undirbúið sýningar sinarmjög velogá löngum tima og unniö á leiksmiðju visu, og hópurinn nýtur auk þess fulls listræns frelsis, sem hefur ekki litið að segja. Rajatabla lék fýrst eingöngu fyrir suður-ameriska áhorfend- ur, en frá árinu 1975 má segja að leikhópurinn hafi verið á ferð og flugi og gist allar meiri háttar leikíistarhátiðir og leikið i fjöl- dagana. Forseti lýðveldisins veröur svo sýnd á mánudags- kvöld og þriðjudagskvöld, einn- ig kl. 20.00. — jsj. Þar er líf sem mætast vatn og klettur John Rud sýnir steinhöggmyndir í Norræna húsinu Að undanförnu hefur staðið yf ir sýning danska skúlptúrlistamannsins John Rud á steinhögg- myndum í Norræna hús- inu í anddyri þess og einnig utanhúss, en högg- myndir þessar eru unnar i granít og aðrar steinteg- undir. John Rud er sjálflærður i list sinni, en hefur þegar öðlast frægð fyrir verk sln og sýnt á Vor- og Haustsýningunum i Charlottenborg meira eða minna frá árinu 1975, auk þess sem hann hefur sýnt vlða ann- ars staöar. Listamaðurinn var á siðasta ári hér á landi i kynnisferö, og varö þá sú hugmynd til, aö hann kæmi hingað til lands með verk sin og ynni auk þess hér á landi. Það er nú orðið aö veruleika, og aö því er segir i sýningar- skrá, mun hann bæta smám saman við sýninguna verkum, sem hann mun vinna úr is- lenskum steinum. í hugleiöingum sinum um höggmyndina fjallar John Rud m.a. um gildi höggmynda. Kon- kretstefnan svonefnda kom til Þar er lif sem mætast vatn og klettur. Klofið Granit eftir J ohn Rud sögunnar fyrir nokkrum árum, og átti að vera uppgjör viö allar aðrar stefnur. Gildi höggmynda skyldi felast i eigin verðleikum án sérstaks táknmáls eða utan- aðkomandi útskýringa. Þannig átti höggmyndin að fjalla um sjálfá sig, ef þannig má aö orði komast, án skir- skotunar til annars en þeirra andstæðna, sem búa i efninu þyngd — léttleika, mýkt — harka o.s.frv. Og John Rud segir: „Aö vinna ýmist meö eða móti eiginleikum efnisins — þar er ég vel heima”. John Rud myndhöggvari við vinnu sina Sýning John Rud á granit- höggmyndum hans stendur til 20. júni i anddyri Norræna húss- ins, en sýningin utandyra veröur fram i ágústmánuð. A morgun föstudag mun svo John Rud kynna sýninguna og list sina sérstaklega, og verður það kl. 17.00 i Norræna húsinu, en sunnudaginn 13. júni kl. 17.00 mun hann flytja fyrirlestur um vinnuaöferöir sinar. —jsj Tónlelkar að Kjarvalsstöðum John Speight næstur í röð ungra íslenskra tónskálda t kvöld kiukkan nlu verða þriðju tónleikarnir af þeim sex, sem fyrirhugaðir eru i tónleika- röðinni, sem Þorgerður Ingóifs- dóttir hefur sett saman og til kynningar á ungum, isienskum tónskáldum. Það kann kannski að koma skrýtilega fyrir sjónir, að sjá nafnið John Speight i sllku samhengi, en til skýringar skal þess getið, að John er is- lenskur rikisborgari og talar bráðgóða Islensku, og þvi ekkert eðlilegra en að hann skipi sinn sess i kynningu á borð við þá, sem nú fer fram að Kjarvals- stöðum i tilefni Listahátiðar. En hvað sem nöfnum og rikis- borgararétti liður — um John Speight hefur verið sagt, að hann sé afskaplega efnilegur músikant: tónskáld og söngv- ari. Hann söng m.a. i bæði Sig- aunabaróninum og La Boheme, eins og þeir sem þær sýningar sáu, muna eftir. En á tónleikunum i kvöld fá áheyrendur að heyra tónsmiðar John Speight. Verkin, sem flutt veröa, eru tvö: Verses and Cad- enzasog Strengjakvartett nr. 2. Verses og Cadenzas þýðir ein- faldlega samspilskaflar og ein- leikskaflar, og er þetta verk, sérstaklega samið fyrir hina þrjá flytjendur þess, sem eru: Einar Jóhannsson (klarinett), Hafsteinn Guðmundsson (fag- ott) og Sveinbjörgu Vilhjálms- dóttur (pianó). Verses og Cad- enzas er grundvallað á fyrsta samspilskaflanum, eins og segir i tónleikaskrá, en siðan koma einleikskaflar fyrir hvert hinna þriggja hljóðfæra og samspils- kaflar á milli. 1 lok verksins leika svo öll hljóðfærin einleik samtimis. John Speight samdi Verses og Cadenzas árið 1979. John Speight hefur samið þau tvö verk, sem verða leikin á þriðju kammertónleikunum að Kjarvaisstöðum — en þessi kammertónleikaröð er m.a. til þess að kynna ung, islensk tón- skáid. Siðara verkið á tónleikunum, Strengjakvartett nr. 2, er i ein- um kafla, sem skiptist i tólf hluta, en niu þeirra byggjast á pedalnótunni „E”. Þeir þrir hlutar, sem ekki byggjast á ped- alnótunni „E”, eru aftur á móti byggöir á hömðfóniskum og hrynfrjálsum pólýfóniskum hugmyndum, eins og segir i tón- leikaskrá. Strengjakvartettinn er fluttur af Rut Ingólfsdóttur (fiðla), Helgu Hauksdóttur (fiöla) Sess- eljuHalldórsdóttur (lágfiðla) og Pétri Þorvaldssyni (celló), en verkið samdi John Speight árið 1974 og tileinkaði þaö Þorkatli Sigurbjörnssyni. Tónleikarnir verða sem fyrr segir að Kjarvalsstöðum i kvöld og hefjast þeir kl. 21.00. — jsj.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.