Þjóðviljinn - 10.06.1982, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 10.06.1982, Qupperneq 7
Fimmtudagur 10. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 32. þing BSRB um efnahagsmálin: Orsakir verðbólguimar er ekki að finna í kaupgreiðslum til launafólks n ■ Islenskt efnahagslíf hefur ekki farið varhluta af þeim kreppum sem dunið hafa á hin- um vestræna heimi undanfarinn áratug. Nægir þar að minna á oliuverðhækkanirnar, sem áttu sinn þátt i að kynda verðbólgu- bálið hérlendis. Nú berjast þessar þjóðir við kreppu, sem einkennist fyrst og fremst af verðbólgu og umfram allt af ógnvekjandi atvinnuleysi, sam- fara hægum hagvexti. A Islandi hefur atvinnuleysi hins vegar verið hverfandi þrátt fyrir hægan hagvöxt. Hér hefur verðbólgan verið yfirskyggj- andi vandamál og vandinn, sem af henni leiðir hefur um langa hrið verið eitt af aðalviðfangs- Iefnum rikisstjórna og Alþingis. Stefnan hefur þó umfram allt annað einke'nnst af bráða- birgðaráðstöfunum, svo sem ■ verðbólguaukandi gengisfell- I ingum og skerðingu launa. Þing BSRB var sammála um að nauðsynlegt væri að móta heildar- stefnu til lausnar efnahagsvandanum og ekki orsök verðbólgunnar. Þingið leggur áherslu á að helsta orsök verðbólgunnar, þegar til lengri tima er litið, eru að iaun starfsmanna væru fjárfestingar umfram sparnað fjármagnaðar með lánum, og enn frekar ráðstöfun þessa fjár- magns, þar sem stefnuleysi og skortur á samhæfingu hefur rSðið ferðinni. Þingið leggur þvi áherslu á að orsakir verðbólgunnar er ekki að finna i kaupgreiðslum til launafólks og mótmælir þvi að efnahagsaðgerðum sé nær ein- göngu beint gegn kjörum þess. Eins og alltaf áður, er samn- ingar standa fyrir dyrum hafa atvinnurekendur, og þar með talið rikisvaldið, hafið sam- hljóma áróður um að nú sé efna- hagslegt hrun yfirvofandi. Enn á ný þurfi launafólk þvi að herða sultarólina og slaka á kaupkröf- um. Þegar fyrir þremur árum lýsti 31. þing BSRB þeirri skoð- un sinniaðleggja bæriáherslu á rannsóknir fiskifræðinga og gera rækilega úttekt á hag- kvæmustu flotastærð og sam- setningu til nýtingar áætlaðs aflamagns til lengri tima. A- , herslu bæri að leggja á samhæf- i ingufiskveiða til að hámarksár- I angur náist á hverjum tima. Þessum ábendingum var hins ■ vegar ekki fylgt og nú erum við i að sjá afleiðingarnar, ef svört- I ustu hrakspár um ástand fiski- | stofnana eru réttar. Offjárfest- , ingar útgerðarinnar eru siðan i aðeins enn eitt dæmið um þá ó- I ráðsiu, sem einkennir fjárfest- | ingar i landi. Þing BSRB telur að óhjá- i kvæmilegt sé að mótuð verði I heildarstefna i efnahagsmálum, I þar sem fjárfesting og fram- , leiðsla til sjós og lands verði i skipulögð með tilliti til trausts I grundvallar þjóðarbúsins i ná- | inni framtið. Gæta þarf fyllsta , aðhalds i peningamálum og ■ skipuleggja fjárfestingar með I tilliti til þjóðhagslegrar arðsemi I um leið og stuðlað er að fyllsta • atvinnuöryggi i landinu. 32. þing BSRB Helstu ályktanir Á 32. þingi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja/ sem lauk á þriðjudag, ræddu menn í starfshópum um hin margvíslegustu mál og ályktuðu f þeim efnum. Hluti þeirra álits- gerða hefur verið rakinn hér í blaðinu en hér skal Ijósi varpað á þær sem ekki hefur gef ist timi né rúm til að kynna fyrr. Vinnuverndarátaki fagnað „32. þing BSRB fagnar nýsett- um lögum um aðbúnað og holl- ustuhætti á vinnustöðum. Þingið leggur áherslu á að lög þessi komi sem fyrst til framkvæmda og reglugerðir verði settar. Haft verði fullt samstarf við BSRB við gerð þeirra.” Þá er skorað á stjórnvöld að tryggja fjármagn til þessa, einkum varðandi breyting- ar er gera þarf á húsnæði og ann- að er lýtur að bættum aðbúnaði. I lok ályktunarinnar er lagt til að fræðslunefnd gangist fyrir ráð- stefnu um vinnuvernd fyrir næsta BSRB-þing sem haldiö verður eft- ir þrjú ár. Tryggjum félagsaðild líf- eyrisþega „32. þing BSRB beinir þvi til þeirra aöildarfélaga, sem ekki hafa stofnað sérdeildir lifeyris- þega að gera það sem fyrst. Jafn- framt hvetur þingið aðildarfélög sin til þess að tryggja að lifeyris- þegar geti áfram tekið virkan þátt I starfsemi félaga sinna.” Hlutur kvenna i BSRB verði ef Idur Þeim tilmælum var beint til stjórnar BSRB að kosin verði 7 manna nefnd til að vinna með stjórn bandalagsins að jafnréttis- málum og fylgja eftir stefnu 32. þingsins. Þess verði jafnframt gætt að aukinn verði hlutur kvenna i stjórnum, nefndum og ráðum á vegum samtakanna. Skattleysismörk verði lækkuð Þingið ályktaði að afnema beri tekjuskatt af tekjum allt að 135.000 kr. miðað við framfærslu- visitölu 1. júni 1982 og breytist meö henni. Bent er á að tekju- skatturinn hér á landi sé eingöngu launþegaskattur og að lækkun skattleysismarka sé þvi mikið hagsmunamál þeirra. Þingið álytur að skattsvikum beri að skipa á bekk með öðrum auðgun- arbrotum og að úrskuröir i dóm- kerfi komi fljótar en veriö hefur. Mannréttindabrotum mót- mælt 32. þing BSRB mótmælir si- felldum mannréttindabrotum sem eiga sér stað I rikjum austurs og vesturs. Bent er á að i mörgum tilfellum sé um beinar ógnar- stjórnir að ræða þar sem algjör villimennska riki. Er skorað á rikisstjórn Islands að beita sér af alefli á alþjóðavettvangi til að slik vinnubrögð verði fordæmd og viðkomandi valdsmenn neyddir til að viröa almenn borgaraleg réttindi. Vígbúnaðarkapphlaupið eykst „Enn hafa stórveldin aukið vig- búnaðarkapphlaup sitt sem var þó ærið fyrir. Af þeim sökum eykst spenna mjög á alþjóðavett- vangi og má litið út af bera til að tundur það losni, sem nægir til að tendra eld hinnar 3ju og hrikaleg- ustu heimsstyrjaldar. Þingið skorar á rikisstjórn Islands aö ganga til liðs við þær þjóðir, sem stemma vilja stigu við frekara vigbúnaðarbrjálæði stórveldanna og leggja þannig sitt af mörkum til að myndað verði það afl frið- elskandi þjóða sem eitt hafi myndugleika, til aö hindra gá- lausan leik stórveldanna meö fjöregg mannkyns og lifs á jörð- unni.” Gegn miðstýringu í mál- efnum sveitarfélaga „Vegna áforma Sambands is- lenskra sveitarfélaga um aö færa „Jafnframt hvetur þingið aöild- arfélög sin til aö tryggja aö lifeyr- isþegar geti áfram tekiö virkan þátt I starfsemi félaga sinna”. samningagerð i kjaramálum frá einstökum sveitarstjórnum til sameiginlegrar samningsnefndar sveitastjórnanna i Reykjavik, mótmælir 32. þing BSRB þvi ein- dregið að svo þýðingarmikil mál starfsmannafélaga héraða og landshluta verði flutt úr héraði. Slikt væri stórt spor aftur á bak og varhugavert fordæmi, ekki aö- eins i kjaramálum heldur einnig i öðrum málefnum landshluta og héraða. Þingið áréttar ályktanir sem tvær bæjarstarfsmannaráð- stefnur hafa gert um þetta mál á siðastliönu hausti. Jafnframt bendir þingið á, að hér er á ferð- inni stórfelld skerðing á samn- ingsrétti og samningsaðstöðu fé- laga bæjarstarfsmanna”. Átaki i húsnæðismálum fagnað „Þingið fagnar setningu laga um húsnæðismál frá 1980, þar sem opinberir starfsmenn fá sama rétt og aðrir launamenn til kaupa á ibúðarhúsnæði, sem byggt er á félagslegum grunni. Þingið leggur áhersiu á að bætt verði úr húsnæðisskorti og fjár- hagsvanda húsbyggjenda og leigjenda með þvi að: • Aukiö veröi stórlega fjár- magn og framboö lóöa til bygginga verkamannabú- staöa og ibúöa á félagslegum grunni. 0 Aö hækka lán til bygginga og lengja lánstimann, bæöi tii nýbygginga og kaupa á eldra húsnæöi. ^ Aö verötrygging lána veröi bundin kaupgjaldsvisitölu, en ekki lánskjaravisitöiu. Aö opinberir aöilar geri átak i byggingu leiguibúöa. Starf smannaráðin spor í rétta átt Þingið fagnar nýsettum reglum um starfsmannaráö og telur þær verulegt framfaraspor. Hvetur þingið stjórnir félag- anna til að vinna að stofnun starfsmannaráða og aö þessi visir aö meðákvörðunarrétti verði nýttur sem best. Þingið hvetur stjórn banda- lagsins og stjórnir félaganna til að fylgjast náiö með áhrifum væntanlegrar tölvuvæðingar á starfskjör og starfsaðstöðu félaga i BSRB og nýttur verði i þvi sam- bandi áhrifamáttur starfsmanna- ráða til að móta og hafa áhrif á framþróun þeirra mála, þannig að tryggöur verði réttur starfs- manr.a til Ihlutunar og með- ákvörðunar á öllum stigum þró- unar hinnar nýju tækni. Hér voru raktar helstu ályktan- ir 32. þings Bandalags starfs- manna rikis og bæja sem lauk sl. föstudag. — v. Minning Renata Kristjánsdóttir Fœdd 31. okt. 1938 — Dáin 3. júní 1982 Ég vil kveðja mina góðu vin- konu, Renötu Kristjánsdóttur, með fáeinum orðum, þótt orð megni litt að tjá það sem inni býr á slikri stundu. „Timinn, það er fugl sem flýgur hratt. Hann flýgur máske úr aug- sýn þér i kveld.” Það var fyrir rúmum 20 árum að við Renata spáseruðum saman kringum Tjörnina i fyrsta sinn. Það var á dimmu hlýju haustkvöldi i rign- ingu og framtlðin beið okkar með opinn faðminn, með öllum sinum seiðandi og lokkandi fyrirheitum. Hún var þá nýjasta stjarnan á Reykjavikurhimninum, komin að norðan að sjarmera okkur fyrir sunnan. Og það gat hún svo sann- arlega. Hún var greind og skemmtileg og óvenju glæsileg kona, suðræn og þó norræn. Kannski i ætt við sumar kvenlýs- ingar i Islendingasögum. Renata var alla tið óhemjuleg- ur bókaormur. Næst á eftir að lesa bækur fannst henni skemmtilegast að tala um bækur. Hemingway og Laxness voru aldrei langt frá náttborðinu henn- ar. Hún átti við mikið mótlæti að striða á sinni alltof stuttu ævi. En húnvar ein af þessum manneskj- um sem gat vaxið af mótlætinu og lét það ekki buga sig. Renata var fædd á Akureyri 31. október 1938. Foreldrar hennar eru Kristján Pétur Guðmundsson og Ursula Beate Guðmundsson. Hún lauk stúdentsprófi frá M.A. og giftist ári siðar Halldóri Blön- dal. Þau eiga tvær dætur, Ragn- hildi f. 1960 og Kristjönu f. 1964. Þau hjón skildu og fór þá Renata i háskólanám i þýsku og sögu. Hún vann slðan á Ferðaskrifstofu rik- isins og stundaði kennslu i M.A., Verslunarskólanum og viðar. Hún bjó um nokkurra ára skeið með Friðgeiri Guðmundssyni og eiga þau einn son, Harald f. 1971. Renata giftist Magnúsi Jónssyni kvikmyndaleikstjóra i ágústmán- uði 1976, en Magnús lést fyrir þremur árum og var það henni þungbært áfall. Undanfarin ár átti hún sjálf við mikil veikindi að striða. Það hef- ur verið okkur vinum hennar si- fellt undrunarefni hversu sterk hún reyndist i öllum þessum raunum. Allt sem viðhöfum spjallað um, súrt og sætt, lif og dauða, verður mér ómetanlegt veganesti. Börnum hennar, foreldrum og systkinum sendum við hjónin innilegar samúðarkveðjur. Helsinki, 5. júni 1982. Hallveig Thorlacius.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.